Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 32
32 viðtal 13. ágúst 2010 föstudagur Við hittumst á heimili Sigríðar, eða Siggu eins og hún er alltaf kölluð, í Þingholt-unum í Reykjavík. Íbúðin er mjög lítil og kósí, útbúin gömlum, fallegum og rómantískum munum. Sigga segir mér frá því að þetta sé meira en nóg pláss fyrir hana, hér sé allt sem hún þurfi. Kaffivél, rúm, útvarp og útsýni yfir Esjuna. Þegar við hittumst er hún að undir- búa tónleikaferð með hljómsveit sinni Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið á faraldsfæti undanfar- ið, bæði innanlands og utan, og ætlar sér að vera úti í um tvær vikur núna. „Jú, við erum búin að vera að spila mikið en fólk virðist samt halda að við séum meira að spila erlendis en við erum að gera,“ segir Sigga og bætir við: „Við vorum að spila alveg rosalega mikið úti í fyrra en svo hefur að- eins hægst um eins og gerist. Við erum samt allt- af á fullu og fórum til dæmis stóran landsbyggð- arhring í sumar.“ Ásamt því að hafa ferðast mikið hérlendis og erlendis undanfarið spilaði hljóm- sveitin á nokkrum tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Íslands fyrr í ár. Varð óVart söngkona Sigga segist hafa sungið frá því hún muni eft- ir sér en aldrei beinlínis tekið ákvörðun um það að verða söngkona, hún hafi bara orðið það. „Ég byrjaði þegar ég var lítil að syngja, svona eins og allir krakkar. Systur mínar voru allar í Hamrahlíð- arkórnum. Ég er langyngst af fimm systrum, elsta systir mín var tuttugu árum eldri en ég og sú sem kemur næst mér er ellefu árum eldri en ég. Ég fór rosalega mikið með þeim á kóræfingar og í minn- ingunni er ég alltaf á kóræfingum. Ég var strax búin að ákveða það þegar ég var lítil að ég ætlaði að fara í þennan kór,“ segir hún og hlær. Sigga stóð við stóru orðin og byrj- aði í kórnum þegar hún fór í MH. Auk þess að vera í fullu námi við MH fór hún í Söngskólann í Reykjavík. „Ég var þar í fjögur ár samhliða MH og lærði þar klassískan söng. Fór síðan í FÍH og vissi í raun ekkert af hverju ég var að gera það en fór þar í djasssöng. Þetta var ekki einhver mik- il ákvörðun sem ég tók þegar ég var lítil heldur gerðist þetta bara.“ gömul sál Þó að hún hafi verið syngjandi frá blautu barns- beini þá segist hún hafa verið rólegt og gott barn sem eyddi miklum tíma með eldra fólki. Hún ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík og hlaut að eigin sögn nokkuð menningarlegt uppeldi. „Ég var held ég mjög gott barn. Ég upplifi það þannig sjálf að minnsta kosti. Ég var mjög rólegt barn. Ég var vön því að vera með mér eldra fólki, bæði foreldrum mínum og eldri systrum. Síðan var ég mjög mikið með ömmu minni. Í eitt ár var ég ekki á leikskóla heldur var ég bara með ömmu á dag- inn og við fórum í strætó niður í bæ, gáfum önd- unum, fórum á Kaffivagninn, kíktum í búðir og svona. Þetta var þegar ég var kannski fjögurra ára. Ég held að þetta hafi mótað mig svolítið. Ég er gömul sál og hef alltaf verið,“ segir hún auðmjúk með sinni silkimjúku rödd. „Mamma og pabbi voru dugleg að fara með mig á alls konar uppák- omur. Þau tóku mig með sér í leikhús og mér finnst eins og ég hafi alltaf verið á myndlistarsýn- ingum, ég var allavega ekki alltaf heima í barbí,“ segir hún hlæjandi. kynntust í HamraHlíðarkórnum En aftur yfir í sönginn. Sigga hélt áfram að syngja í kórnum og söng með hinum og þessum, samt ekki í neinu eiginlegu bandi fyrr en Hjaltalín kom til sögunnar. Hljómsveitarmeðlimir Hjaltalín eiga það nánast allir sameiginlegt að hafa verið í Hamrahlíðarkórnum. „Við vorum nánast öll í kórnum, ekki Rebekka reyndar en strákarnir all- ir og ég. Við kynntumst í kórnum. Hljómsveitin byrj- aði árið 2004 sem svona MH-band. Svo einhvern veginn gerist það þannig að við förum saman í skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu — ég, Högni, Guðmundur Óskar og Hjörtur og í kjöl- farið fer ég að syngja aðeins með þeim. Svo kom- um við fram á Airwaves 2006 og það er þá sem ég byrja. Þá var ég reyndar að syngja bakraddir og spila á grænlenska trommu ef ég man rétt en ég hef ekki gert það síðan,“ segir hún og skellir upp úr. Síðan þá hefur frægðarsól þeirra risið hratt og plötur hljómsveitarinnar selst vel. Fyrsta plat- an kom út árið 2007 og önnur plata þeirra kom út í lok árs 2009. Hljómsveitin hefur einnig vak- ið mikla athygli erlendis og ekkert lát virðist vera þar á. Enginn lúxus „Við gáfum út plötu skömmu eftir að við öll krunkuðum okkur saman. Við byrjuðum svo mest að fara út 2009 en vorum aðeins byrjuð á því 2008. Við höfum farið víða og það hefur ver- ið mjög gaman.“ Hún segir þó að hljómsveitin lifi ekki neinu lúxuslífi á ferðalögum sínum og að að- búnaðurinn sem bíði þeirra í hverri ferð sé mis- jafn. „Við erum ekki fólk sem hefur efni á að spreða í lúxus en það fer bara eftir verkefnunum. Stund- um förum við á hátíðir þar sem þeir borga fyrir okkur hótel og morgunmat með og okkur finnst það ótrúlega mikill lúxus,“ segir hún og hlær. „Svo höfum við verið að gista hjá vinum og á alls kon- ar stöðum, mörgum mjög misjöfnum. Þetta er aldrei neitt eitthvað hræðilegt en hins vegar mjög misjafnt,“ segir Sigga og bætir við að staðirnir sem þau spili á séu líka misjafnir. „Við höfum verið að spila á alls konar mismunandi stöðum, stórum sem litlum. Svo höfum við verið mikið á tónlistarhátíð- um í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Þær eru misstórar og með misjafnar áherslur. Við spiluðum til dæmis á einni í fyrra sem var frek- ar fyndið, þar var svona fjölskyldustemning en mjög skemmtilegt samt. Maður veit ekkert alltaf hvað maður er að fara að gera en það er líka bara skemmtilegt.“ mEiri Vinna En fólk HEldur Hún segir tónleikaferðalögin þeirra ekki vera ein- tómt djamm en auðvitað fari þau af og til út að skemmta sér. Þetta sé fyrst og fremst vinna. „Það er alveg stundum þannig. Fer bara eftir því hvað við erum að gera og hvar. Ég veit ekki alveg hvern- ig fólk sér þetta fyrir sér. Þetta er að mörgu leyti eins og hver önnur vinna en yfirleitt rosa gaman. Fólk gerir bara það besta úr því sem býðst hverju sinni. Við förum alveg út að skemmta okkur en bara í hófi. Fólk verður þreytt ef það er of mik- ið djamm,“ segir hún. „Í fyrra vorum við stund- um að keyra rosa vegalengdir, kannski á einum degi frá Dresden til Austurríkis eða eitthvað álíka. Það eru kannski fimm tímar, svo þarf að leita að staðnum. Mjög mikil keyrsla og síðan er lagt af stað klukkan ellefu eða tíu eða níu eða hvað sem það var. Þetta er alveg vinna, ég held að þetta sé kannski meiri vinna en fólk ímyndar sér. Fólk hugsar kannski: „Vá, þau eru bara þrjár vikur í útlöndum.“ Það hljómar rosalega mikið næs og getur vel verið það en er líka erfitt. Það er ekkert í boði að það sé einhver einn sem er með einhver vandamál, það þurfa allir að hafa sitt á hreinu.“ öðruVísi að spila úti á landi Þau spila þó ekki bara erlendis og eru dugleg að spila á Íslandi. „Við tókum landsbyggðarhring í sumar. Það var alveg ótrúlega gaman og dálítið ólíkt því að spila í Reykjavík. Það var alls staðar vel tekið á móti okkur.“ Hún segir tónleikagestina úti á landi vera ólíka þeim sem þau spila fyrir í Reykjavík. „Manni finnst stundum á Nasa til dæmis að það sé mikið til sama fólkið sem kemur. Þetta var allt öðruvísi. Þetta var alveg nýr hópur af alls konar fólki. Sumir voru að koma í fyrsta skipti að sjá okkur, aðrir höfðu komið áður. Þetta var ótrú- lega breiður hópur og sumir komu meira að segja með börnin sín með sér.“ Þau spiluðu á mörgum stöðum, bæði litlum og stórum og fjöldi gesta var misjafn. „Þetta var mjög misjafnt eftir stöðum. Við vorum bæði að spila á litlum, sætum kaffi- húsum og síðan virkilega flottum tónleikastöð- um sem maður hafði ekki hugmynd um að væru til. Maður var upprifinn yfir því hvað fólk er að gera á mörgum af þessum stöðum. Fólk að opna virkilega flottan stað með jafnvel mikla sérstöðu á fámennum stað úti á landi. Mér er ofarlega í huga ótrúlega flottur staður á Patreksfirði, Sjó- ræningjasetrið. Það kemur manni mikið á óvart að sjá svona flotta staði í svona litlum plássum. Þetta var líka skemmtilegt frí fyrir okkur, að fara og skoða nýja staði.“ umfjöllun í sunday timEs Hjaltalín hefur verið öflug í landkynningu og fékk meðal annars styrk frá Útflutningsráði til að bjóða erlendum blaðamönnum á tónleika með þeim og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sigga telur það hafa haft góð áhrif fyrir land og þjóð. „Þetta var góð kynning fyrir okkur og landið. Við feng- um heilmikla umfjöllun, meðal annars góða um- sögn í Sunday Times. Þeir skrifuðu um okkur og Ísland og hvað fólk er að gera til að komast út úr ástandinu. Þetta gæti líka nýst öðrum hljómsveitum. Ég held að þetta hafi haft góð áhrif. Þetta var í flestum til- vikum fólk sem hefur ekki komið hér áður. Þetta mun vonandi skila sér fyrir okkur og aðra ís- lenska tónlistarmenn líka.“ sár og Erfiður systurmissir Eins og áður sagði kemur Sigga úr stórum systra- hópi. Hún segir þær systur vera nánar og sérstak- lega í seinni tíð. „Kannski líka sérstaklega fyrir mig því ég er yngri en mér finnst rosalega mik- ilvægt að vera mikið í kringum þær. Systurnar voru fimm en í mars í ár var stórt skarð höggvið í hópinn þegar Ingileif, elsta systirin, lést langt fyrir aldur fram. „Hún var búin að vera veik lengi,“ segir hún al- varleg í bragði. „Hún fékk heilablóðfall fyrir um 13 árum. Síðan var hún komin með heilaæxli en við vitum í raun ekki hvenær það verður heilaæxli eða hvort það var alltaf til staðar. Það er afar erfitt að vita hvað gerist í heilanum. Þetta var ótrúlega löng barátta hjá henni þó að það hafi ekki verið barátta fyrir lífinu í öll þessi ár eins og var síðustu Harmar og sigrar söngkonu Ljúflingurinn og söng- konan sigríður thorl- acius er með mörg járn í eldinum. Í spjalli við Viktoríu Hermannsdótt- ur segir hún frá söng- ferlinum, barnæskunni, erfiðum systurmissi, plötuútgáfunni sem var í raun afmælisgjöf og frá hljómsveitarlífinu í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Hjaltalín. Þetta var ótrúlega löng barátta hjá henni þó að það hafi ekki verið barátta fyrir lífinu í öll þessi ár eins og var síðustu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.