Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2010 ÚTTEKT 35 LEYNDARMÁL KIRKJUNNAR Ég held að kirkjan sé að vinna í innra starfi sínu svo hún geti tekið á svona málum. Ég er fegin að heyra af því vegna þess að það eru ofbeld- ismenn í öllum stéttum og kirkjan er sú stofnun sem ætti að vera til fyrir- myndar. Ég vildi bara óska þess að kirkjan gæti sett af stað rannsóknar- nefnd og boðið öllum fórnarlömbum kirkjunnar áheyrn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gagnvart kirkjunni. Ég vil bara að hún verði hrein. Og mér finnst að núverandi biskup mætti láta stjórn- ast meira af kærleika og hreinleika. Mér finnst það algjört virðingarleysi við Guðrúnu Ebbu að hún hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir áheyrn kirkju- ráðs.“ Skilaði aftur skömminni Sjálf fékk Sigrún uppreisn æru þeg- ar kirkjuráð samþykkti að hitta hana. „Ég hafði unnið að því í mörg ár með fjölda presta. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk. Það eru nefnilega prestar innan þjóðkirkj- unnar sem geta ekki sætt sig við að þessum málum sé ólokið. Nú í síð- ustu viku hafði samband við mig prestur sem vildi að kirkjan myndi hreinsa sig af þessum ófögnuði. En það er sárt þegar sannleikurinn kemst upp á yfirborðið og það er erf- itt að horfast í augu við hann.“ Fundurinn með kirkjuráði var Sigrúnu mjög dýrmætur. „Það var mér mjög mikilvægt að það væri hlustað á mig, að ég fengi að segja frá mínu máli. Það skipti fjölskyld- una mína líka máli að mér væri sýnd virðing. Þetta er hópur sem vill vel. Þá vantar bara verkfærin.“ Sigrún var hrædd og óörugg fyr- ir fundinn enda vissi hún ekki við hverju hún mætti búast. „Á fund- inum fann ég að það var bæði kær- leikur og ótti, óhugnaður og hræðsla við raunveruleikann og sannleik- ann. En mér var líka sýndur skilning- ur. Ég fann það meðan ég var að tala — sumir horfðu á mig með kærleika og hryggð meðan aðrir horfðu á mig með reiði, skömm og ótta. Það fór bara eftir einstaklingunum hvernig þeir brugðust við þessu. Karl bisk- up horfði niður nánast allan tímann. Eftir að ég lauk mínu máli fékk ég mjög sterk viðbrögð. Það föðmuðu mig nánast allir. Einn presturinn bað mig afsökunar, honum fannst hann hafa brugðist mér því hann trúði mér ekki á sínum tíma. Hann sá eftir því að hafa ekki gert neitt. Auðvitað var óþægilegt fyrir þá að sitja undir þessu því ég var að tala um það hvernig þeir brugðust. Þeir höfðu líka flestir kosið Ólaf til biskups þannig að þeir báru líka einhverja ábyrgð. En mér fannst þetta þess virði. Það var ákveðinn léttir að skila þeim aftur skömm þeirra.“  Stefnir heim „Eftir allt sem á undan er gengið er ég loksins tilbúin til þess að flytja aft- ur heim til Íslands og við stefnum að því á næstu þremur árum. Nú er það orðið viðurkennt meðal almennings að ég sé að segja sannleikann. Ég er ekki lengur dæmd geðveik. En þrátt fyrir allt er það sem eftir stendur það að við verðum alltaf að segja satt frá því sem gerist og segja það upphátt. Það er eina leiðin til þess að stöðva menn með ónáttúru því þeir verða alltaf til staðar. Þeir verða að óttast afleiðingar gjörða sinna. Það verður að vera hættulegt fyrir þá að brjóta af sér. Og það gerist bara ef við segj- um frá því þegar þeir gera það. Þá hættir skömmin vonandi að sitja eft- ir hjá fórnarlömbunum og færist yfir á gerendur þar sem hún á réttilega heima.“ DV hefur undir höndum brot úr bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs Skúlasonar, til kirkjuráðs. Mikil leynd hefur ríkt yfir erindi Guðrúnar Ebbu og Sig- ríður Magnea Jóhannesdóttir sem situr í kirkjuráði segir að með þessari þögn um málið sé verið að vernda Ólaf. Vilja vernda minningu biskups Erindi Guðrúnar Ebbu við kirkjuráð er persónulegt en biskupsstofa neit- ar að láta af hendi afrit af bréfinu sem Guðrún Ebba sendi biskupi fyr- ir ári og síðan kirkjuráði núna í maí. DV hefur þó undir höndum hluta af bréfinu sem Guðrún Ebba sendi og birtir hann hér að neðan. Þar kemur meðal annars fram að Guðrún Ebba studdi Sigríði Pál- ínu Ingvarsdóttur sem sakaði Ólaf, föður Guðrúnar Ebbu, um nauðg- unartilraun árið 1996. Guðrún Ebba hvatti kirkjuráð til þess að taka á móti Sigríði Pálínu, hlýða á mál hennar og biðja hana opinberlega afsökunar eins og eftirfarandi til- vitnun sýnir: „Ég tel að ákveðnu réttlæti verði náð með því að Sigríð- ur Pálína Ingvarsdóttir flytji mál sitt fyrir biskupi og kirkjuráði og að hún fái opinbera afsökunarbeiðni frá þjóðkirkjunni.“  Úr bréfi Guðrúnar Ebbu Þá segir Guðrún Ebba: „Það er mér mikið hjartans mál að kirkjan reyni að tryggja með öllum tiltækum ráð- um að þetta komi ekki fyrir aftur, að kynferðisbrotamenn komist til æðstu metorða. Ég tel nauðsynlegt að íslenska þjóðkirkjan taki skýra af- stöðu gegn kynferðislegu ofbeldi og lýsi því yfir að það sé synd. Kirkjan þarf að taka sér stöðu með þolend- um og margir þolendur eiga í trú- arlegum erfiðleikum og finnst Guð hafa brugðist sér. Ég tel einnig mik- ilvægt að prestar og allir sem starfi á vegum kirkjunnar fái fræðslu um kynferðislegt ofbeldi.“ Seinni hluti bréfsins er á persónulegri nótum. „Oft má satt kyrrt liggja“ Aðspurð að því hvort verið sé að vernda Ólaf með þessari þögn um málið svarar Sigríður Magnea: „Já, það má kannski segja það. Maður- inn er náttúrulega látinn. Oft má satt kyrrt liggja.“ Hún bætir því svo við að Guðrún Ebba verði að gera það upp við sig og sína fjölskyldu hvern- ig hún vill takast á við málið. Þar til kirkjuráð hafi hlýtt á erindi Guðrún- ar Ebbu geti það ekki tjáð sig um málið. En um leið og það hafi feng- ið bréf Guðrúnar Ebbu í hendur hafi strax verið ákveðið á næsta fundi að bjóða henni á fund ráðsins í sept- ember. „Kirkjuráð vill hlusta á hana. Og það er ekki algengt að einstakl- ingar fái að sitja fundi kirkjuráðs.“ Aðeins einu sinni hefur einstakl- ingur fengið áheyrn kirkjuráðs en það var Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sem lýsti þar sársauka sínum vegna kynferðisbrota Ólafs og tómlætis kirkjunnar í kjölfar málsins á sínum tíma.   Fagnar baráttunni Sigríður Magnea segir að þeir sem gagnrýni kirkjuna verði líka að skoða hvað kirkjan hefur verið að gera á síðustu árum. Nú sé búið að mynda fagráð sem eigi að styðja við þá sem kæra og eins ef grunur leik- ur á um kynferðisbrot. Fagráðið eigi að benda fólki á það hvar hægt sé að fá hjálp og tryggja það að enginn guggni á því að leggja fram ákæru. Þá sé búið að setja strangari siða- reglur um nýráðningar starfsmanna en nú er alltaf skimað fyrir barnan- íðingum. Kirkjan hafi beitt sér gegn kynferðisofbeldi og vinni faglega að fyrirbyggjandi aðgerðum. Það megi einnig benda á að á síðasta kirkju- þingi hafi verið unnið að því að bæta starfsreglur um meðferð kynferðis- brota innan kirkjunnar og að skerpa á hvort tveggja hlutverki fagráðsins sem og málefnum er varða barna- verndarlög. Þá fagnar Gunnar Rúnar Matthí- asson, formaður fagráðs um kyn- ferðisbrot innan kirkjunnar, þessu framtaki Guðrúnar Ebbu. „Guðrún Ebba er flott manneskja sem getur lagt þessum málstað lið. Hún hefur aðeins gott fram að færa og ég fagna þessari baráttu hennar. Hún getur aðeins orðið til góðs. Og ég fagna hverjum góðum þjóni.“ ingibjorg@dv.is Ólfur Skúlason biskup var sakaður um kynferðisbrot. Séra Kristján Björnsson segir að börn séu hvergi alveg örugg, hvorki innan kirkjunnar né annars stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.