Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 49
1HreiðurgerðMargar barnshafandi kon-ur upplifa þörf til að taka til
og gera fínt fyrir komu barnsins.
Sumar ráðast meira að segja í verk-
efni sem þær hafa frestað svo árum
skiptir, eins og tiltekt í bílskúr eða
geymslum. Eftir því sem styttist í
komu barnsins verður líklegra að þú
farir að þrífa veggi og skápa að inn-
anverðu — eitthvað sem þú hefð-
ir aldrei hugleitt að gera áður en þú
varðst ófrísk. Taktu þessari tiltektar-
þörf fagnandi því hún gefur þér meiri
tíma til að jafna þig og kynnast barn-
inu þínu eftir fæðingu. Passaðu þig
bara að ofreyna þig ekki.
2 Erfiðleikar við ein-beitinguÁ fyrsta skeiði meðgöngu
finna margar konur fyrir morgunó-
gleði, svima og andlegri deyfð. Marg-
ar finna einnig fyrir skorti á einbeit-
ingu og aukinni gleymsku. Ástæðan,
auk hormónabreytinga, er oftast sú
að konurnar eru uppteknar af barn-
inu. Allt annað — þar á meðal vinna,
reikningar og læknisheimsóknir —
virkar óspennandi. Komdu þér upp
kerfi með minnisblöðum til að muna
eftir mikilvægum fundum og dag-
setningum.
3 Skapgerðarbreyt-ingarMeðganga á margt skylt með
fyrirtíðaspennu. Brjóstin eru við-
kvæm, hormónaflæðið ruglast og þú
finnur fyrir skapgerðarbreytingum.
Ef þú hefur þjáðst af slæmri fyrirtíða-
spennu ertu líklegri til að finna fyr-
ir skapgerðarsveiflum á meðgöngu.
Eina stundina ertu glöð og kát en
hina grátandi. Þú getur líka fundið
fyrir pirringi í garð makans einn dag-
inn og pirrast síðan á samstarfsfélaga
hinn daginn. Skapgerðarsveiflur eru
mjög algengar á meðgöngu og eru al-
gengastar í upphafi og við lok henn-
ar. Talaðu við lækni ef þér er hætt að
lítast á blikuna.
4SkálastærðinStækkandi barmur er eitt fyrsta merki um að þú sért
ófrísk. Brjóstin stækka á fyrsta skeiði
meðgöngunnar vegna aukins magns
af hormónunum estrógeni og pró-
gesteróni. Og þau halda áfram að
stækka meðgönguna á enda. Þú gæt-
ir þurft að kaupa þér nokkra nýja
brjóstahaldara á þessu tímabili.
5Áhrif á húðTala margir um að það geisli af þér? Margar breytingar
verða á húðinni vegna aukins flæð-
is hormóna og vegna þess að húðin
þarf að teygja úr sér til að hylja ört
stækkandi líkamann. Sumar konur fá
bletti í andlit, aðrar dökka rönd nið-
ur frá nafla og hjá enn öðrum verð-
ur svæðið í kringum geirvörturnar
dekkra. Bólur, freknur og fæðingar-
blettir geta líka skotið upp kollinum
og orðið dekkri og stærri. Flestar
þessara breytinga ganga til baka eftir
fæðingu. Flestar finna líka fyrir kláða
á einhverjum tímapunkti á með-
göngu.
6Hár og neglurMargar konur verða varar við breytingar í áferð og vexti
hárs á meðgöngu. Vegna horm-
óna vex hárið hraðar. Því miður eru
þessar breytingar sjaldnast komnar
til að vera og margar konur missa
mikið hár eftir fæðingu eða þeg-
ar brjóstagjöf lýkur. Sumar konur
finna hár á óvinsælum stöðum, eins
og í andliti, á maga eða í kringum
geirvörtur. Enn aðrar segja áferð
hársins breytast og dæmi eru um
að hárlitur kvenna breytist á með-
göngu. Hormón geta líka valdið því
að neglur vaxa hraðar og eru harð-
ari en ella.
7SkóstærðÞótt þú passir ekki lengur í fötin þín ættirðu enn að kom-
ast í skóna þína, eða hvað? Kannski,
kannski ekki. Vegna aukins vökva
í líkamanum eru fætur ófrískra
kvenna oft bólgnir og sumar verða
einfaldlega að fjárfesta í stærri skóm.
8Lausari liðböndLíkaminn framleiðir hormón-ið relaxín til að undirbúa sig
fyrir fæðinguna. Hormónið leysir um
liðböndin svo fæðingin verði auð-
veldari en þú getur orðið viðkvæm-
ari fyrir vikið, sérstaklega í mjaðma-
grind, mjóbaki og hnjám. Farðu
varlega og forðastu allar óþarfar og
snöggar hreyfingar.
9Æðahnútar, gyllinæð og hægðatregðaMargar ófrískar konur fá æða-
hnúta á fætur og við kynfærasvæðið.
Til að forðast æðahnúta skaltu:
— ekki standa eða sitja kyrr í langan
tíma;
— nota víð og þægileg föt;
— fjárfesta í sokkum með stuðningi;
— hreyfa fæturna þegar þú situr.
Gyllinæð hrjáir einnig margar barns-
hafandi konur. Gyllinæð getur fylgt
sársauki, kláði og stingir og ef þú
þjáist einnig af hægðatregðu, líkt og
margar ófrískar konur finna fyrir, get-
ur ferðin á klósettið orðið hreinasta
martröð. Besta leiðin til að berjast
gegn gyllinæð og hægðatregðu er að
koma í veg fyrir einkennin með réttu
mataræði. Borðaðu trefjaríka fæðu
og drekktu nóg vatn. Hreyfing kem-
ur líka meltingarkerfinu af stað. Ef þú
þjáist af slæmri gyllinæð er gott ráð
að sitja á púða. Leitaðu til læknis ef
einkennin eru slæm.
10Það sem kemur út úr líkamanumÞú hefur lifað af bæði
geðsveiflur og gyllinæð og telur
líklegt að allt óvænt sé yfirstaðið.
Staðreyndin er hins vegar sú að á
fæðingardaginn sjálfan mun lík-
lega margt koma þér á óvart. Að-
eins ein af hverjum tíu konum
upplifa það að missa vatnið eins og
við sjáum í bíómyndunum. Annað
sem gæti komið þér á óvart í fæð-
ingunni er magn blóðs og vatns úr
líknarbelgnum. Sumar konur upp-
lifa ógleði, aðrar fá niðurgang og
enn aðrar leysa mikinn vind með-
an á fæðingunni stendur. Þú gætir
misst stjórn á þvagblöðru og ristli.
Vertu undirbúin og láttu ljósmóð-
urina þína vita hvernig þú vilt taka
á málunum ef til þeirra kemur í
fæðingunni.
föstudagur 13. ágúst 2010 LífSStíLL 49
Sýn þín á aðra segir mikið um þig:
Jákvæðir hamingjusamari
auka Á
Hamingj-
una
Unglingar sem eiga systkini á svip-
uðum aldri eru ólíklegri en aðrir til
að þjást af einmanaleika, sektar-
kennd og litlu sjálfstrausti. Þetta
kemur fram í rannsókn sem fram-
kvæmd var í Brigham Young-háskól-
anum og birtist í ágústhefti Journal
of Family Psychology. Prófessorinn
Laura Padilla-Walker rannsakaði
395 fjölskyldur og komst að því að
systur hafa enn jákvæðari áhrif á
börn og unglinga en bræður. „Systur
virðast afar áhrifamiklar. Kannski
vegna þess að þær tala svo mikið,“
segir Padilla-Walker. Hún held-
ur því fram að foreldrar hafi mikið
um samband systkinanna að segja.
„Með því að ýta undir kærleiksríkt
samband frá barnæsku eru líkurn-
ar meiri á að systkinunum komi vel
saman,“ segir prófessorinn.
Sam-
kEppnin
Styttir
Lífið
Samkvæmt nýrri rannsókn sem
birtist í The Journal Demograp-
hy lifa karlmenn skemur í þeim
samfélögum þar sem þeir eru
fleiri en konurnar. Í rannsókn-
inni kemur fram að karlmenn ná
kynþroska í samkeppni við aðra
karlmenn vegna þess að þeir
eru mun fleiri en konurnar. Þar
af leiðandi lifa þeir að meðal-
tali þremur mánuðum skemur
en aðrir karlmenn og eftir því
sem bilið milli kynjanna stækkar
verða lífslíkurnar sífellt minni.
„Þrír mánuðir virðast ekki hljóma
alvarlega en þetta er sá tími sem
við bætum við líf okkar með því
að borða aspirín daglega,“ segir
Nicholas Christakis, prófessor
við læknadeild Harvard-háskóla
og bætir við: „65 ára gamall karl-
maður getur að öllu jöfnu búist
við að eiga enn 15,4 ár ólifuð.
Þrír mánuðir af þeirri tölu skiptir
hann miklu máli.“
5 LEiðir tiL
farSÆLLar
mEðgöngu
Farðu til læknis Ef þú átt við
einhver læknisfræðileg vandamál
að stríða skaltu ræða við lækninn
þinn áður en þú reynir að verða
barnshafandi.
Taktu vítamín Taktu fólínsýru reglu-
lega um leið og þið byrjið að reyna
og út alla meðgöngu. Fólínsýran
kemur í veg fyrir fæðingargalla.
Náðu kjörþyngd Offita hefur áhrif
á frjósemi og getur aukið líkur á
fósturláti og keisaraskurði. Reyndu að
komast í gott form áður en þið byrjið
að reyna.
Hættu strax Áfengi, tóbak og
eiturlyf eiga ekki samleið með
barneignum.
Hugsaðu vel um þig Reyndu að
ná góðum nætursvefni og borðaðu
hollan og fjölbreyttan mat.
10 atriði
sem læknirinn segir þér ekki
Það að ganga með barn und-ir belti hefur ekki aðeins áhrif
á líkama þinn því líklega mun allt líf
þitt einkennast af stækkandi kvið og
erfingjanum væntanlega.