Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 54
54 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 13. ágúst 2010 föstudagur
1. Manchester united
DV spáir manchester united Englandsmeistaratitlinum á næsta
tímabili. Þó að Alex Ferguson hafi ekki styrkt liðið mikið í sumar
er united með langmestu breiddina af þeim liðum sem koma til
með að blanda sér í toppbaráttuna. Það mun reynast liðinu vel
þegar fætur leikmanna fara að þyngjast seinni part vetrar. javier
„Chicarito“ Hernandez og Chris smalling eru einu leikmennirnir
sem Alex hefur fengið í sumar og munu þeir reynast united-liðinu
vel.
Velgengni united mun velta mikið á leikformi Waynes Rooney
eins og á síðasta tímabili. Rooney þarf að sýna sig og sanna á nýjan
leik eftir vonbrigðin á Hm. stuðningsmenn united þurfa þó ekki
að hafa áhyggjur af Rooney svo lengi sem hann helst heill. sir Alex
er með góða blöndu af ungum og reynslumiklum leikmönnum.
Komandi tímabil verður væntanlega það síðasta hjá Ryan Giggs,
Paul scholes og Edwin van der sar og kemur væntanlega ekki
annað til greina af þeirra hálfu en að kveðja með titli.
LykiLmaður: Wayne Rooney
FyLgstu með: javier Hernandez
2. Chelsea
Þó að Chelsea hafi unnið deildina á síðasta tímabili með aðeins
einu stigi var sigurinn mun öruggari en lokataflan gaf til kynna.
Chelsea skoraði 103 mörk, vann báða leikina gegn manchester
united og slátraði andstæðingum sínum nokkrum sinnum – og
það án michael Essien sem var meiddur nánast allt tímabilið. Líkt
og manchester united hafa forráðamenn Chelsea verið rólegir
á félagaskiptamarkaðnum og gert ein þokkaleg kaup – Yossi
Benayoun kom frá Liverpool. Á sama tíma hefur Chelsea misst
marga góða leikmenn; michael Ballack fór til Þýskalands, Deco og
Belletti til Brasilíu, joe Cole til Liverpool og Carvalho er á leið til
Real madrid. Chelsea hefur ávallt státað af frábæru ellefu manna
byrjunarliði en breiddin í hópnum hefur oft verið meiri. Þá er liðið
að eldast og lykilmenn á borð við Frank Lampard, Didier Drogba
og john Terry allir komnir yfir þrítugt. Komist Chelsea í gegnum
tímabilið án þess að fyrrnefndir lykilmenn meiðist er liðið til alls
líklegt. DV spáir Chelsea engu að síður öðru sætinu í vor.
LykiLmaður: Frank Lampard
FyLgstu með: michael Essien
3. arsenal
Það er alveg sama hversu marga stjörnuleikmenn Arsene Wenger
missir fyrir hvert tímabil, hann nær alltaf að koma til baka með
ógnarsterkt lið. Arsenal mun njóta góðs af því að Robin van Persie
hefur náð sér eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá stærstan
hluta síðasta tímabils. Þá hefur Wenger fengið framherjann
marouane Chamakh og ættu þessir tveir leikmenn að tryggja að
Arsenal skori nóg af mörkum í vetur. Cesc Fabregas verður áfram
hjá liðinu og lítur komandi tímabil ágætlega út fyrir Wenger og
hans menn. Vörnin og markvarslan eru hins vegar spurningamerki.
mikael silvestre, William Gallas, Philippe senderos og sol Campbell
eru allir farnir. Wenger er þó búinn að stoppa í gatið að hluta til
með því að fá Frakkann Laurent Koscielny. Ekkert hefur hins vegar
gengið í leitinni að nýjum markverði. manuel Almunia og Lukasz
Fabianki eru mistækir og munu að líkindum kosta Arsenal nokkur
stig í vetur ef fram fer sem horfir. Arsenal er þó með frábært
sóknarlið sem vegur upp á móti götóttri vörninni. niðurstaðan
verður 3. sætið í vor.
LykiLmaður: Cesc Fabregas
FyLgstu með: marouane Chamakh
4. Manchester City
manchester City er líklega það lið sem stuðningsmenn annarra
liða í toppbaráttunni óttast hvað mest. ótakmarkað fjármagn eig-
endanna hefur gert liðinu kleift að fá margar stórstjörnur til sín og
hefur City nú þegar eytt um 80 milljónum punda í nýja leikmenn.
City missti naumlega af sæti í meistaradeildinni á síðasta tímabili
en það gerist ekki í vor. David silva, Yaya Toure, Alexandar Kolarov
og jerome Boateng eru allir komnir til liðsins og búist er við að
james milner komi á næstu dögum. mikil endurnýjun hefur verið
í liðinu síðan nýir eigendur tóku yfir og því má búast við að það
taki liðið nokkurn tíma að stilla saman strengi sína. Þeir leikmenn
sem léku með liðinu á síðasta tímabili eru allir orðnir reynslunni
ríkari og því spáir DV því að City nái fjórða sætinu. með þann
leikmannahóp sem City hefur yfir að ráða ætti liðið auðveldlega
að geta blandað sér í baráttuna um titilinn. Tíðar breytingar á
leikmannahópnum munu hins vegar gera það að verkum að liðið
mun skorta stöðugleika í vetur.
LykiLmaður: Cesc Fabregas
FyLgstu með: marouane Chamakh
5. Liverpool
Liverpool olli gríðarlegum vonbrigðum á síðasta tímabili eftir
að hafa veitt manchester united harða keppni um enska titilinn
tímabilið á undan. Breytingarnir á leikmannahópnum í sumar hafa
ekki verið svo miklar. Enginn lykilleikmaður hefur horfið á braut
þó Yossi Benayoun hafi farið til Chelsea. joe Cole hefur hins vegar
bæst í hópinn og sýndi hann það í leik Liverpool gegn Rabotnicki
í síðustu viku að hann er frábær þegar svo ber undir. Fernando
Torres er meiddur og sást það berlega á Hm í sumar að hann er
langt frá sínu besta. Ætli Liverpool að blanda sér í toppbaráttuna
þarf liðið að fá Torres strax í gang. Liverpool getur vel blandað
sér í titilbaráttuna en miðað við hvernig síðasta tímabil fór, og þá
staðreynd að Fernando Torres er fjarri sínu besta, nær liðið ekki
að enda ofar en í fimmta sæti. Það mun hins vegar koma liðinu til
góða að það er ekki í meistaradeildinni og getur því einbeitt sér
betur að deildinni.
LykiLmaður: steven Gerrard
FyLgstu með: joe Cole
6. tottenham
Tottenham tókst loksins að rjúfa einokun þeirra fjögurra stóru á
síðasta tímabili og tryggja sér þátttökurétt í meistaradeild Evrópu.
Leikmannahópurinn er svipaður og í fyrra en Brasilíumaðurinn
sandro hefur bæst í hópinn. Tottenham er gríðarlega vel mannað
lið og með mann eins og Harry Redknapp við stjórnvölinn er
liðið til alls líklegt. Liðið mun leika í meistaradeildinni í vetur og
spáir DV því að það muni gera það að verkum að ómeðvitað verði
minni áhersla lögð á ensku úrvalsdeildina en áður. Liðið skortir
stöðugleika í vörninni og mun það koma Harry Redknapp í koll í
vetur. Ledley King spilar annan hvern leik vegna þrálátra meiðsla,
jonathan Woodgate og michael Dawson eru einnig oft meiddir þó
sá síðarnefndi hafi verið eins og kóngur í ríki sínu á löngum köflum
síðasta vetur. niðurstaðan í vor verður sjötta sætið.
LykiLmaður: jermaine Defoe
FyLgstu með: Gareth Bale
7. Everton
David moyes fær ekki mikið fjármagn til ráðstöfunar en skynsemi
hans í leikmannamálum hefur fest Everton í sessi meðal bestu
liða deildarinnar. Liðið endaði í áttunda sæti í fyrra og liðið verður
á svipuðum slóðum í vor. Leikmannahópurinn er ekki stór en í
liðinu eru margir frábærir leikmenn, ber þar helst að nefna mikel
Arteta, steven Pienaar og Tim Cahill. Everton hefur hins vegar átt í
ákveðnum vandræðum með vörnina hjá sér og skortir stöðugleika
þar. Það verður til þess að Everton endar í sjöunda sæti.
LykiLmaður: Tim Cahill
FyLgstu með: jack Rodwell og jermaine Beckford
8. aston Villa
Það er í raun bjartsýni að spá Aston Villa áttunda sætinu miðað
við allt sem gengið hefur á í herbúðum liðsins að undanförnu.
martin O‘neill hætti með hvelli í vikunni og langbesti maður liðsins
í fyrra, james milner, er líklega á förum til manchester City. Á sama
tíma eru engir peningar á bankareikningnum til að kaupa nýja
leikmenn. Aston Villa virðist vera í miklum mótbyr þessa dagana.
Það mun reynast liðinu dýrkeypt að missa martin O‘neill og ef
milner fer þá mun liðið aldrei enda ofar en í áttunda sæti. Villa er þó
með ágætlega breiðan leikmannahóp og unga stráka sem munu fá
aukna ábyrgð í vetur. Þá eru reynsluboltar í vörninni og í markinu
stendur Brad Friedel. Það er engin ástæða fyrir stuðningsmenn
Aston Villa að örvænta en þeir ættu ekki að láta það koma sér á
óvart ef Villa verður í basli framan af tímabilinu.
LykiLmaður: james milner
FyLgstu með: Gabriel Agbonlahor
9. fulham
Fulham kom allra liða mest á óvart á síðasta tímabili þegar það fór
alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar. Það kostaði hins vegar sitt því
liðið endaði í tólfta sæti ensku deildarinnar. DV spáir því að Fulham
verði ofar í vetur þar sem liðið getur einbeitt sér almennilega að
deildinni. Þó í liðinu séu kannski ekki bestu knattspyrnumenn í
heimi þá er Fulham-liðið gríðarlega öflug liðsheild og leikmenn
vinna vel saman. Ekki skemmir að í framlínunni er Bobby Zamora
og fyrir aftan hann er Clint Dempsey. Þessir tveir leikmenn verða
lykilmenn í vetur og ef Eiður smári bætist í hópinn gætu þeir
myndað öflugt þríeyki. Brotthvarf Roys Hodgson gæti haft neikvæð
áhrif á Fulham-liðið í vetur en ætti ekki að hafa úrslitaáhrif. Fulham
endar í níunda sæti.
LykiLmaður: Bobby Zamora
FyLgstu með: jonathan Greening
titiLLinn aftur á
Old TraffOrd
Bið knattspyrnuunnenda um allan heim tekur enda um helgina þegar fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu fer fram. Nær Manchester City að komast í Meistaradeildina og gera jafnvel betur? Nær
Arsenal loks titlinum eða verður þetta einvígi á milli Chelsea og Manchester United eins og svo oft áður?
DV spáir í spilin fyrir komandi tímabil.