Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 55
föstudagur 13. ágúst 2010 sport 55 11. sunderland Sunderland er með ágætis lið til að gera góða hluti en það mun velta mikið á frammistöðu Darren Bent. Sunderland endaði í þrettánda sæti í vor þó Darren Bent hefði verið með markahæstu mönnum deildarinnar með 24 mörk. Sunderland skoraði 48 mörk og því átti Bent helming þeirra marka. Breytingar á leikmanna- hópnum hafa ekki verið miklar í sumar og hefur Sunderland haldið sínum bestu mönnum. Albanski tæklarinn Lorik Cana sem kom fyrir síðasta tímabil átti erfitt með aðlagast lífinu í Englandi og fór til Galatasaray í sumar. Cana átti góða leiki með Sunderland og var fljótlega gerður að fyrirliða liðsins. Nái aðrir framherjar en Darren Bent sér ekki á strik verður Sunderland um miðja deild. Liðið hefur þó mannskapinn í að gera mun betur. Niðurstaðan verður ellefta sætið. LykiLmaður: Darren Bent FyLgstu með: Andy Reid 12. stoke City Stoke City er á góðri leið með að festa sig í sessi sem ágætis úrvalsdeildarlið. Það sást að minnsta kosti á síðasta tímabili að liðið getur gert fína hluti gegn hvaða liði sem er. Stoke endaði í ellefta sæti. Styrkleiki liðsins er tvímælalaust varnarleikurinn með þá Ryan Shawcross og Robert Huth fremsta í flokki. Liðið var í miklum vandræðum með að skora mörk og náði Ricardo Fuller sér engan veginn á strik, skoraði einungis 3 mörk í 34 leikjum. Það er engin ástæða til að ætla annað en Stoke verði í miðjumoði í vetur. Liðið er ágætlega mannað en skortir meira skapandi leikmenn fram á við. Rory Delap mun líklega halda uppteknum hætti og leggja upp mörk úr innköstum. LykiLmaður: Ryan Shawcross FyLgstu með: Tuncay Sanli 10. Birmingham Birmingham var hálfgert spútniklið í ensku deildinni á síðasta tímabili og var framan af tímabili í baráttu um sæti í Meistaradeild- inni. Niðurstaðan varð hins vegar níunda sætið sem var frábær árangur miðað við að liðið var nýkomið upp úr Coca Cola-deildinni. Liðið mun aftur á móti sakna markvarðarins Joes Hart sem er farinn aftur til Manchester City. Í hans stað er kominn Ben Foster sem var mistækur milli stanganna hjá Manchester United. Þá verður spennandi að sjá hvort Serbinn hávaxni Nikola Zigic nái sér á strik en hann kom í sumar frá Valencia. Markaskortur var helsti höfuðverkur liðsins á síðasta tímabili. Niðurstaðan í vor veltur því mikið á framherjum liðsins því vörnin er nokkuð þétt fyrir. LykiLmaður: Barry Ferguson FyLgstu með: Nikola Zigic 13. Newcastle Newcastle komst aftur í deild þeirra bestu í vor eftir eins árs fjarveru. Newcastle á auðvitað hvergi annars staðar heima en í úrvalsdeildinni og verður spennandi að sjá hvort liðið nái að fylgja eftir frábæru tímabili í Coca Cola-deildinni í fyrra. Leikmannahópur- inn er spennandi þó þar sé auðvitað enginn í sama gæðaflokki og Alan Shearer var. Andy Carrol er aðalframherji liðsins og er honum spáð bjartri framtíð enda einungis 21 árs gamall. Aðaláhersla stjór- ans Chris Hughton verður væntanlega að halda liðinu í deildinni og mun það örugglega takast. Í hópnum eru reynsluboltar á borð við Alan Smith, Sol Campbell, Joey Barton og Kevin Nolan. DV spáir Newcastle þrettánda sæti deildarinnar. LykiLmaður: Kevin Nolan FyLgstu með: Steven Taylor 15. Bolton Owen Coyle mun leitast við að draga Bolton upp töfluna eftir að hafa endað í fjórtánda sæti í fyrra. DV spáir því hins vegar að Bolton endi enn neðar, eða í fimmtánda sæti. Leikmannahópurinn er einfaldlega ekki sterkari. Koma Martin Petrov mun væntanlega hjálpa Bolton að skora fleiri mörk en þessi öflugi Búlgari sýndi oft á tíðum lipra takta hjá Manchester City. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Ivan Klasnic stendur sig en hann þótti standa sig vel með Bolton á síðasta tímabili og skoraði átta mörk í deildinni. Tímabilið verður engu að síður erfitt hjá Bolton en þeir munu þó ná að halda sér í deildinni nokkuð örugglega. LykiLmaður: Gary Cahill FyLgstu með: Tamir Cohen 16. Blackburn Ljótur en árangursríkur fótbolti. Það eru einkunnarorð Sams Allardyce, eða Stóra Sams, eins og hann er oft kallaður. Blackburn átti ágætis tímabil í fyrra og endaði í tíunda sæti, þrátt fyrir að vera ekkert með allt of stóran eða góðan leikmannahóp. Liðið skoraði aðeins 41 mark, færri en Burnley sem féll, og það er því deginum ljósara að félagið þarf að fá alvöru framherja sem skorar fullt af mörkum. Mame Biram Diouf er kominn í liðið, að láni frá Manchester United, en afar ólíklegt er að hann muni raða inn mörkum. Blackburn verður í basli í vetur og nær að bjarga sér frá falli með góðum lokaspretti. LykiLmaður: David Dunn FyLgstu með: Jason Roberts 17. Wigan Wigan virðist geta unnið hvaða lið sem er en síðan steinlegið fyrir sama liðinu helgina á eftir. Sú varð allavega raunin á síðustu leiktíð. Þeir unnu Chelsea í fyrri umferðinni en töpuðu síðan 8:0 í seinni umferðinni. Svo tapaði liðið 9:1 fyrir Tottenham. Já, það er stöðug- leikinn sem er helsta áhyggjuefni Wigan. Leikmannahópurinn er tiltölulega lítill en liðsheildin á köflum afar sterk. Charles N‘Zogbia getur tætt upp varnir andstæðinganna þegar hann vill og Hugo Rodallega er öflugur í framlínunni. Titus Bramble er horfinn á braut og þó hann sé ekki besti varnarmaður í heimi reyndist hann Wigan vel. Tímabilið verður erfitt og liðið verður í mikilli fallbaráttu. LykiLmaður: Charles N‘Zogbia FyLgstu með: Mauro Boselli 18. West Bromwich West Bromwich kemur á nýjan leik í deild þeirra bestu en liðið hef- ur flakkað milli deilda undanfarin ár. Eftir fína frammistöðu í Coca Cola-deildinni í fyrra þar sem félagið komst upp með sannfærandi hætti bíða stuðningsmennirnir spenntir eftir að liðið hefji leik að nýju. Leikmannahópurinn er stærri og virðist mun sterkari en þegar liðið lék síðast í efstu deild. Jójó-draugurinn virðist ofsækja West Bromwich og spáir DV því að liðið verði í átjánda sæti og falli. Liðið skortir alvöru markaskorara og mun það reynast dýrtkeypt í vetur. LykiLmaður: Graham Dorrans FyLgstu með: Gonzalo Jara 19. Wolves Það voru blóðþyrstir Úlfar sem komu upp í úrvalsdeildina í fyrra undir stjórn Micks McCarthy. Þeir náðu að blása á allar hrakfaraspár og enda í fimmtánda sæti. Dæmin sanna það hins vegar að annað tímabilið er alltaf erfiðara en það fyrsta og þessi gamli draugur mun heimsækja Úlfana í vetur. Mick McCarthy hefur gert allt sem hann getur til að styrkja leikmannahópinn í sumar og hefur honum tekist vel upp. Stephen Fletcher sem var lykilmaður hjá fallliði Burnley er kominn auk Stephens Hunts sem lék vel með Hull síðasta vetur. Það mun hins vegar duga skammt og spáir DV því að Úlfarnir verði í næstneðsta sæti í vor. LykiLmaður: Kevin Doyle FyLgstu með: Stephen Hunt 20. Blackpool Blackpool komst afar óvænt í deild þeirra bestu eftir að hafa endað í sjötta sæti Coca Cola-deildarinnar í fyrra. Afar fáir leikmenn liðsins hafa reynslu úr úrvalsdeildinni og er Blackpool nánast eins og óskrifað blað. Lítið hefur gengið að fá leikmenn og hefur liðið ekki styrkt sig að neinu viti. Ekki bætir úr skák að leikmannahópurinn er afar lítill. Það er nánast sjálfgefið að Blackpool falli úr deildinni með stæl. LykiLLeikmaður: Jason Euell FyLgstu með: Charlie Adam 14. West Ham Avram Grant er nýr stjóri West Ham og verður komandi tímabil erfitt fyrir Hamranna eins og þeir eru gjarnan kallaðir. Liðið var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð og endaði í sautjánda sæti, aðeins fimm stigum frá falli. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn hefur Avram Grant náð að styrka leikmannahópinn í sumar, þar af eru tveir af hans fyrrverandi leikmönnum hjá Portsmouth, þeir Tal Ben Haim og Frederic Piquionne. Liðið fékk tæplega tvö mörk á sig að meðaltali í leik í fyrra og ætli West Ham að losna við falldrauginn í vetur verður varnarleikurinn að lagast. Carlton Cole er helsta stjarnan og mun hann örugglega reynast drjúgur upp við mark andstæðinganna. Eins mun liðið njóta góðs af Luis Boa Morte sem var meiddur nánast allt síðasta tímabil. LykiLmaður: Carlton Cole FyLgstu með: Mark Noble titilliNN aftur á Old TraffOrd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.