Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 14
ABS á mótorhjól Vinnufundur sérfræðinga sem haldinn var að frumkvæði Evrópu- skrifstofu FiA í síðustu viku leggur til að læsivarðir hemlar (ABS) verði þegar í stað skyldubúnaður á mótorhjólum. Frá þessu greinir á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rannsóknir á vegum FiA leiða í ljós að ABS-hemlar gætu dregið úr dauðaslysum á mótorhjólafólki um 20 prósent til og með árinu 2020 – svo fremi sem ABS verði skyldubúnaður á mótorhjólum. Banaslysum mótorhjólamanna myndi fækka um 5.500 á 10 ára tímabili. Á fib.is kemur einnig fram að mótorhjólafólk er 16 sinnum líklegra til að láta lífið í umferðarslysum en þeir sem aka bílum. „Dauðaslysum mótorhjólafólks hefur fjölgað um 10% á árunum 2000 til 2008. ABS mun ekki einungis fækka þessum dauðaslysum heldur líka mótorhjólaslysum almennt og draga úr alvarlegum meiðslum,“ segir á heimasíðunni. Dísilolía Algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr. Almennt verð verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,9 kr. verð á lítra 195,7 kr. bensín Akureyri verð á lítra 193,3 kr. verð á lítra 194,3 kr. Melabraut verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr. Getur unnið utAnlAndsferð „Evrópska neytendaaðstoðin er þessa dagana að biðja neytendur sem kvarta til okkar um að svara nokkrum spurningum. Spurning- arlistinn er hluti af undirbúnings- vinnu fyrir nýja kynningarherferð á evrópsku neytendaaðstoðinni. Svörin munu vera undir nafnleynd og bundin trúnaði og munu ekki vera notuð í öðrum tilgangi en þessum,“ segir á heimasíðu Neyt- endasamtakanna en þar má finna spurningalistann á 22 tungumál- um. Þeir sem taka þátt eiga tæki- færi á verðlaunum og þau eru ekki af verri endanum. „Til viðurkenn- ingar um þátttökuna, hefur þú tækifæri á að vinna ferð á næstu Evrópsku neytendaráðstefnuna í Brussel,“ segir á ns.is. dýrt Að deyjA n Kona sem missti ástvin nýlega hafði samband og vildi lasta Frétta- blaðið og Morgunblaðið fyrir það hversu dýrt það er að fá dánartil- kynningar birtar. „Það kostar fimm- tán þúsund krónur að fá birta stutta tilkynningu um andlát í Fréttablaðinu – og svip- að í Mogganum,“ sagði konan og bætti því við að til samanburð- ar kosti smáauglýsing innan við þriðjung þeirrar upphæðar. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS HAMborGAri á 500 krónur n Lofið fær Wilson‘s Pizza fyrir að bjóða hamborgara og gos á 500 krónur. Þó hamborgari sé ef til vill ekki hollasti réttur sem völ er á er hann ljúffengur og fljótlegur í dagsins önnum. Grillhöllin á völlunum í Hafnar- firði býður sams konar tilboð og þeir fá líka lof fyrir það. loF&lASt 14 neytendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 20. október 2010 miðvikudagur e l d S n e y t i Færð peninginn ekki til baka Í nýju frumvarpi Árna Páls Árnason- ar, efnahags- og viðskiptaráðherra, er ákvæði um að fjármögnunarfyrirtækin skuli láta inneign, sem viðskiptavinir kunni að eiga vegna ofgreiðslu, ganga upp í höfuðstól þeirrar skuldar sem eftir er – jafnvel þó skuldin sé ógjald- fallin. Fyrirtækin mega með öðrum orð- um ráðstafa þeim peningum sem við- skiptavinirnir eiga inni. Þetta má lesa úr drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, sem DV hefur undir höndum. skuldajöfnun Þetta þýðir að fólk sem ofgreitt hef- ur fjármálafyrirtækjum vegna myntkörfu lána hefur ekki umráða- rétt yfir þeim peningum sem það of- greiddi. Ofgreiðslan rennur upp í höfuðstólinn sem lækkar þá fyrir vik- ið. Þeim sem myndu hins vegar vilja nota peningana til að greiða niður lán sem bera hærri vexti, til dæmis vegna kredit kortaskuldar eða yfirdráttar býðst það ekki. Fólk fær peninginn sinn ekki til baka nema búið sé að full- greiða lánið. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um myntkörfulán, sem kveðinn var upp í september boðaði Árni Páll frumvarp þar sem skorið yrði úr um helstu álita- efni þegar kæmi að endurreikningi þeirra lána sem dæmd höfðu verið ólögleg. Frumvarpið verður að sögn Árna lagt fram á föstudaginn, gangi allt eftir. „Við höfum verið að hnýta síðustu hnútana og þetta er að smella saman,“ segir hann. Eins og áður sagði verður fjár- mögnunarfyrirtækjum gert að skulda- jafna inneign sem viðskiptavinir kunna að eiga inni vegna ofgreiðslu. Í frumvarpsdrögum er þetta orðað þannig að fjárhæðir sem inntar hafa verið af hendi fram að uppgjörsdegi skuli dragast frá höfuðstól og áföllnum vöxtum. Hætta á gjaldþroti fyrirtækjanna Árni Páll segir aðspurður að með þessu sé reynt að tryggja að endurgreiðslurn- ar verði eins einfaldar í framkvæmd og hægt er þannig að ekki komi til frekari tafa. „Við erum að reyna að ná þeim ár- angri að af endurgreiðslunum verði,“ segir hann. Spurður hvort réttlátt sé að fyrirtækin fái að ráðstafa eignum fólks með þessum hætti segir hann að með þessu sé stuðlað að því að fé- lögin verði gjaldfær og geti staðið við sitt. Hann segir raunar að raunveruleg hætta sé á því að fjármögnunarfyrir- tækin fari í þrot ef þessi heimild sé ekki til staðar. „Hvers virði er inneign hjá fé- lagi sem fer í þrot? Þá áttu engar kröf- ur en þyrftir engu að síður að borga bílasamninginn til fulls vegna þess að kröfuhafar myndu taka hann yfir. Þá væri staðan enn verri,“ útskýrir hann. „mjög hæpið“ Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur efasemdir um réttmæti þessa ákvæðis í frumvarpi Árna Páls. „Mér finnst að menn eigi að hafa val um það hvort þeir láta inneignina ganga inn á höfuðstól eða fá hana greidda út,“ segir Gísli og bætir við: „Ef við erum að tala um ógjaldfallna skuld þá finnst mér þetta mjög hæpið á þeim forsendum að væntanlegur skuldajöfnunarréttur er líklega orðinn virkur þegar frum- varpið verður samþykkt,“ segir hann en setur þann fyrirvara að hann hafi ekki fengið frumvarpsdrögin til form- legrar umsagnar. Marinó G. Njálsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna tekur í svipaðan streng og segir að ef þetta verði raunin sé verið að breyta grundvallaratriðum í íslenskum viðsktipum. „Ég get ekki séð að þetta standist en auðvitað eru það alltaf nýjustu lögin sem gilda,“ segir hann og bætir við að þetta sé enn eitt dæm- ið um endalausa ósvífni í garð lán- taka. „Það er gersamlega fáránlegt að fjármögnunarfyrirtækin fái að nota peningana til að ganga upp í ógjald- fallinn höfuðstól,“ segir hann. „Fólk á þessa peninga“ Guðmundur Andri Skúlason, hjá Samtökum lánþega, segir mjög gagn- rýnivert að fyrirtækin megi ráðstafa eignum skuldara án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. „Þetta eru peningar sem lánþegar eiga og hafa verið ranglega af þeim hafðir. Það á algjörlega að vera lánþeganna að ráð- stafa þeim peningum. Annað er skýrt brot á eignarréttar ákvæði stjórnar- skrárinnar,“ segir Guðmundur Andri og bætir við að allir séu að flagga þessu eignarréttarákvæði – tímabært sé að skuldarar geri slíkt hið sama. Hann segir þetta ákvæði ekki í samræmi við stjórnarskrána en þar segi að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji. „Ég sé enga almennings- þörf fyrir því að þessi fyrirtæki ráðstafi eignum fólks eftir hentugleika. Fólk á þessa peninga,“ segir hann og bætir við að hann muni glaður hlusta á rök um hið gagnstæða. „Það verður svo bara að láta reyna á þetta fyrir dóm- stólum,“ segir hann ákveðinn. lýsing bíður eftir lögunum Fólk sem hefur ofgreitt fjármögnunarfyr- irtækjum vegna myntkörfulána fær pen- inginn sinn ekki til baka þegar lánin verða endurreiknuð. Frumvarp Árna Páls Árna- sonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, kveður á um að ofgreiðslan skuli ganga upp í höfuðstólinn. Þetta gagnrýna gísli Tryggvason, marinó g. njálsson og guð- mundur andri skúlason. Guðmundur Andri segir að um brot á stjórnarskránni sé að ræða. baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is annars færu þau í þrot Árni Páll efnahagsráðherra segir raunveru- lega hættu á að fjármögnunarfyr- irtækin færu í þrot ef þau þyrftu að endurgreiða allar ofgreiðslur. upp í höfuðstólinn Þeir sem hafa ofgreitt fjármögn- unarfyrirtækjunum vegna myntkörfulána fá ekki að ráða hvernig þeir ráðstafa þeim peningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.