Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 20
Hvað varð eig- inlega um þessa kynslóð sem kennd er við árið 1968? Hvað varð um háleitar hug- sjónir hennar, drauma henn- ar um réttlátt og mannúðlegt samfélag? Hverju skilaði barátta hennar gegn Víet- namstríði,- varn- arliði og hernaðarbrölti um heim all- an? Hvernig fór fyrir henni sjálfri? Át einnig þessi bylting börnin sín, sem urðu að lokum sömu smáborgararn- ir og eiginhagsmunaseggirnir og kyn- slóð foreldranna sem þau risu gegn? Í verðlaunaskáldsögu Auðar Jóns- dóttur frá 2004 setur hún rétt yfir þess- ari kynslóð. Henni er málið skylt, hún er sjálf barn hennar. Aðalpersónan, Klara, á foreldra sem ýmsir myndu sjálfsagt telja nokkuð dæmigerða full- trúa unga fólksins sem hristi upp í heiminum undir lok sjöunda áratug- arins. Þau eru menntafólk og bóhem- ar, sem fluttu út í sveit með tvær dæt- ur sínar ungar, Klöru og Emblu. Nú eru þau löngu flutt aftur á mölina, búa í blokkaríbúð í Fellunum og una glöð við sinn drykkjuskap. Þau hugsuðu víst aldrei mikið um borgaralegan frama, enda hefur lítið orðið úr hon- um, þó að þau virðist halda sér svona nokkurn veginn á floti. En þau neita með öllu að horfast í augu við hin- ar óþægilegri staðreyndir lífsins, eins og það að Embla litla er orðin dópisti á hraðri leið niður á við. Mamman er ráðrík og stjórnsöm, líkt og móð- ir hennar var, pabbinn því fegnastur ef allir eru til friðs og ekki með nein leiðindi. Sem er sjaldgæft í þessari familíu. Drykkjunni fylgir endalaus dramatík, geggjun sem hefur eitrað líf barnanna og heldur áfram að eitra líf þeirra barna. Þannig er Bakkus þeg- ar hann tekur völdin: fjölskyldusjúk- dómurinn berst frá einni kynslóð til annarrar, ef ekkert er að gert. Kyn- slóðin frá '68 ætlaði að bjarga heimin- um, en þegar upp var staðið gat hún hvorki bjargað sjálfri sér né sínum börnum frá þeirri ógn sem sat á bæj- arhellunni hjá henni sjálfri. Klöru hefur – hingað til – tekist að sigla fram hjá þeim skerjum sem foreldrar hennar og systir hafa steytt á. En hún stendur tæpt, og veit það kannski sjálf. Hún er í sambúð með ungum markaðsfræðingi, Svenna, sem lánið hefur leikið við, þau búa í góðri íbúð, hafa fastar tekjur (aðal- lega hann), eru vinsæl, njóta lífsins og skemmta sér, án þess að það bitni á starfi þeirra og starfsframa. Enn sem komið er alltént; þetta er árið 2004, gleymum ekki því. Það er ekki sjálf- gefið að sama stuð sé á þeim í dag. Þegar sagan hefst eru þau að fara að halda partý með vinahjónum sínum, þegar henni lýkur 300 blaðsíðum síð- ar er partýið búið. Sagan og leikurinn fara í að sýna þetta partý, svona líkt og Albee gerði í frægu leikriti kenndu við Virginíu Woolf, þar sem einnig var mikið djúsað og djammað. Jafnframt leggst skáldið í tímaflakk, varpar upp myndbrotum úr fortíðinni sem smám saman raðast saman og falla að nútíð- armyndinni, uns þræðirnir eru teknir saman í óvæntum og sársaukafullum endi, ekki alltof fyrirsjáanlegum. Nú hefur Ólafur Egill Egilsson búið til leikrit upp úr sögunni og Leikfélag Reykjavíkur sett það upp á Nýja sviðinu. Ólafur hefur farið um söguna fimum höndum og búið til gott leikhúsverk sem nýtur sín vel í fallegri og vel hugsaðri sviðsetningu Kristínar Eysteinsdóttur. Sviðslausn Snorra Freys Hilmarssonar er eink- ar snjöll: leikið er á mjórri brú sem skiptir áhorfendasalnum í tvennt, þannig að áhorfendur sitja beggja vegna sviðsins og horfast í augu yfir það. Það fer vel á því, finnst mér, því að hér er lyft upp spegli sem á að sýna okkur sjálf. Ilmur Kristjánsdóttir leikur Klöru. Hlutverkið er ekki auðvelt eða sér- lega þakklátt, Klara á bersýnilega samúð höfundar, kannski fullmikla, persónan virðist svolítið óskýr frá hendi Auðar. Klara er menntaður teiknari og vinnur við það; listin hef- ur opnað henni flóttaleið frá óbæri- legum aðstæðum; það kemur skýrt fram í sögunni, en hefði mátt koma betur fram í leikgerðinni. Eins og eðlilegt er hefur þurft að skera heilm- ikið burt; leiksviðið kallar nú einu sinni á samþjöppun og hnitmiðun. Tónlist og ljósum, sem stundum eru lituð, er beitt hófsamlega, en mark- visst til að fylgja eftir tímaflakkinu, stökkum leiksins fram og aftur í tíma og rúmi, breytilegu andrúmslofti nútíðar og fortíðar. Þegar Cornelis Wreeswijk hljómar vitum við í hvaða heimi við erum stödd, seinna kem- ur diskóið og Abba. Þetta var bæði smart og sterkt. Allir leikarar standa sig með prýði. Guðjón Davíð Karlsson var sjarminn og ljúfmennskan uppmáluð í hlut- verki Svenna, rammflæktur í hið sjúka fjölskyldumynstur sem fylgir kon- unni hans, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Hallgrímur Ólafsson og Birgitta Birgisdóttir leika vinahjón- in og smella inn í hlutverkin; Birg- itta var sérlega góð í fylleríinu, þegar hún dregur Klöru á trúnó, Hallgrímur passlega nördalegur, yfir máta slétt- ur og strokinn í útliti og klæðaburði. Hver kannast ekki við þau tvö – og svona partý, ef út í það er farið?! Krist- ín Þóra Haraldsdóttir er sett í tvö hlut- verk, móður og dóttur; ég var svolít- ið efablandinn í fyrstu, þegar hún var að skipta yfir, en eftir á að hyggja kom það ágætlega út. Elma Lísa Gunn- arsdóttir skilar vel þeirri hörku og þeim kulda sem hin ógæfusama Fjóla brynjar sig með eftir ömurlega lífs- reynslu æskunnar og gerir harmleik hennar með því skiljanlegan. En listrænn hátindur leiksins er þó túlkun Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og Jóhanns Sigurðarsonar á foreldr- um Klöru. Hið sorglega við þetta allt saman er, að það er svo mikið spunn- ið í þau bæði tvö, því að þetta er gáf- að og vel lesið fólk, bráðskemmtilegt (einkum mamman) með afdráttar- lausar skoðanir, lifandi áhuga á lífinu og tilverunni. Í rauninni finnur Klara til miklu meiri samkenndar og sam- stöðu með þeim en uppunum, jafn- öldrum hennar, sem hugsa um það eitt að eignast peninga og hafa það næs. Þess vegna er svo sárt að sjá þau fara svona með eigið líf og annarra. Þau Sigrún Edda og Jóhann draga upp meistaralega samstillta mynd af þessu fólki sem stefnir hraðbyri í auðnuleysið, langþrútið af drykkju og rugli, en þó enn með leifar af gömlum sjarma. Það er langt síðan ég hef séð hjón svona vel leikin á íslensku sviði. Og Þröstur Leó Gunnarsson, ekki má gleyma honum; hann er líka frábær sem kjallarabúinn Barði, þunglyndis- sjúklingur sem sömuleiðis hefur ein- hvers staðar orðið á vegi manns. Eflaust verða ekki allir á eitt sáttir við þá mynd sem Auður og leikhús- fólkið bregða upp af íslensku mann- lífi síðustu áratuga. Þetta er engu að síður skáldskapur sem talar til okkar með þeim hætti að okkur ber að setj- ast niður og hlusta. Bjarni H. Þórarinsson í nýló Nýlistasafnið efnir til yfirlitssýningar á verkum Bjarna H. Þórarinssonar með áherslu á starf hans að samþættingu texta og myndlistar. Tengsl myndlistar og tungumáls hafa verið eitt af helstu viðfangsefnum framlínulistarinnar en fáir íslenskir listamenn hafa sinnt því jafnötullega og Bjarni. Bjarni H. Þórarinsson útskrifaðist frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1977 og hefur verið virkur þátttakandi í myndlistarlífinu æ síðan. Hann var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi og einn af stofnfélög- um Nýlistasafnsins 1978. Sýningin stendur frá 23. október til 5. desember 2010. FésBókin vinsæl Myndin The Social Network kom ný inn á lista og fór beint í toppsætið yfir tekjuhæstu myndir landsins í kvikmynda- húsum. Myndin fjallar um manninn sem gerði samskiptavefinn Facebook sem um 500 milljónir manns nota. Rúmlega 5.600 manns hafa séð myndina sem hefur þénað um 4,6 milljónir króna. Í öðru sæti er svo ný íslensk mynd, Órói. Hún gerði það einnig gott en um 3.700 manns sáu myndina sem þén- aði um 3,4 milljónir króna. Brim stekkur upp í þriðja sæti og hefur nú fengið tæplega 7.000 gesti og um 7 milljónir í kassann. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið er enn að gera það gott í fimmta sæti, á eftir The Town. 20 fókus 20. október 2010 miðvikudagur Hot springs kominn í loFtið Icelandair í samstarfi við tonlist. is hefur gefið út geisladiskinn Hot Springs Vol 1, sem inniheldur tónlist íslenskra tónlistarmanna. Icelandair hefur í áratugi stutt við íslenskt tón- listarlíf, til dæmis Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Reykjavík Loft- brú. Diskinn verður hægt að fá um borð í vélum Icelandair og í helstu hljómplötuverslunum á Íslandi, auk þess sem hægt er að hlaða hon- um niður á Tónlist.is og icelandic- music.com. Þeir sem kaupa diskinn fá einnig 30 daga aðgang að tonlist. is/icelandicmusic.com. Nafnið Hot Springs vísar til náttúrunnar og árs- tíðanna en þó ekki síður til tónlistar- lífsins á Íslandi sem er þekkt út um allan heim sem uppspretta nýrra og spennandi strauma í tónlist. ég með lúxús uppliFun Lúxús upplifun er þriðja breið- skífan frá hljómsveitinni Ég. Síð- ast kom út plata frá hljómsveit- inni árið 2005 og bar hún heitið Plata ársins, sem vakti mikla at- hygli og fékk frábæra gagnrýni og segir meðal annars í dómi: „Lög- in á plötunni eru hrærigraut- ur, bragðgóður mjög, af rokki, poppi, súrri framúrstefnu og listaspírutilraunamennsku.“ Hún var tilnefnd til þriggja Íslenskra tónlistarverðlauna: plata ársins fyrir Plata ársins, lag ársins fyrir lagið Eiður Smári Guðjohnsen og myndband ársins. Hljómsveit- in verður með útgáfutónleika á Faktorý, fimmtudaginn 21. októ- ber klukkan 22.00. styrktartón- leikar Fyrir mnD Félagið Næstkomandi laugardag 23. október mun hópur listamanna, undir for- ystu Kristjáns Jóhannssonar óperu- söngvara, efna til tónleika í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði til styrktar MND félaginu á Íslandi. Með Krist- jáni verða nokkrar skærustu söng- stjörnur landsins og munu þau flytja létt-klassísk verk, einsöngslög og dúetta sem höfða til breiðs hóps áheyrenda. Listafólkið gefur vinnu sína og rennur allur ágóði til íbúða- sjóðs MND félagsins. Auk Kristjáns Jóhannssonar koma fram á tónleik- unum Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran, Gissur Páll Gissur- arson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Kristján Ingi Jóhannesson bassi og Valgerður Guðnadóttur sópran. Undirleik annast Lilja Egg- ertsdóttir en kynnir á tónleikunum verður Jóhann Sigurðarson leikari. Frá einni kynslóð til annarrar jón viðar jónsson leikhúsfræðingur dæmir LEIkHÚs fóLkIð í kjaLLaranum Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Auður Jónsdóttir. Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist og hljóðmynd: Frank Hall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.