Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 25
Einn LEtti í Efstu dEiLd Lettland tilkynnti í gær hópinn sem mætir íslenska landsliðinu í handbolta næstkomandi miðvikudag þegar undankeppni EM 2012 fer af stað. Sex leikmenn í lettneska hópnum leika í Þýskalandi en aðeins einn í efstu deild. Ai- vis Jurdžs heitir hann og leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá Hanno ver-Burgdorf. Er hann því samherji landsliðsmannanna Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Vignis Svavarssonar. Leikurinn gegn Lettum verður í Laugardalshöll á miðvikudaginn eftir viku en síðan halda strák- arnir til Austurríkis og mæta þar heimamönnum annan laugardag. VaLsmEnn stofna 3. dEiLdar Lið Und- anfarin ár hafa svokölluð varalið stærri félaga sprottið upp eins og gorkúlur en þau leika öll í 3. deildinni. Valsmenn hafa nú stofnað sitt eigið varalið sem ber nafnið Knattspyrnufélagið Hlíðarendi, KH. Fé- lagaskiptakóngurinn Hallur Kristján Ásgeirsson mun þjálfa liðið. Fyrir í 3. deildinni eru Víkingur (Berserkir), Leiknir (KB), Haukar (Marka- regn), Fjölnir (Björninn), Stjarnan (KFG), Afturelding (Hvíti Riddarinn), ÍBV (KFS), HK (Ýmir), ÍR (Léttir), Breiðablik (Augnablik), KR (KV) og Þór (Draupnir) öll með annað hvort varalið eða venslafélög í 3. deildinni. moLar Snýr aftur 2013 n Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault í Formúlu 1, hefur ákveðið hvenær hann snýr aftur í Formúluna. Árið 2013 mun marka endurkomu hans eftir að hann var gerður útlægður frá íþróttinni fyrir að skipa ökumanni sínum að keyra á svo Fernando Alonso gæti unnið kappaksturinn í Singapúr. Briatore var settur í eilífðarbann frá íþróttinni sem íþróttadómstóll í Frakklandi hnekkti. Er nú spurningin hvað Briatore gerir þegar hann snýr aftur. Þau störf sem hafa komið til tals eru talsmaður dekkjaframleiðandas Pir- elli, starfsmaður Ferrari eða hægri hönd Bernie Ecclestone, yfirmanns Formúlunnar. Slakar ekki á n Ástralinn Mark Webber á Red Bull er með heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í sínum höndum þegar þrjár keppnir eru eftir. Hann hefur fjórtán stiga forystu á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel, en næst verður keppt í Suður- Kóreu um næstu helgi. „Það verða allir á núllpunkti þegar þeir mæta til Kóreu þar sem þetta er ný braut. Við verðum bara að standa okkur, bæði ökumenn og tæknimenn. Mér er alveg sama þó ég hafi eitthvað forskot núna, ég má ekki hugsa um það. Ég verð bara að halda áfram mínu striki og halda áfram að sigra. Takist mér það næ ég takmarki mínu,“ segir Mark Webber. Spila ekki leikinn aftur n Ítölsk knattspyrnuyfirvöld hafa neitað tilboði Serbíu um að spila leikinn sem frestað var í undan- keppni EM 2012 aftur. Leikurinn var flautaður af eftir aðeins sex mínútur þar sem serbneskar bullur voru með gríðarleg ólæti og köstuðu blysum og sprengjum inn á völlinn. „Að spila leikinn aftur fyrir luktum dyrum væri besta gjöfin sem við gætum gefið serbneska knattspyrnusambandinu en það er einmitt að reyna að hindra að sannleikurinn um þetta kvöld verði allur sagður,“ segir talsmaður ítalska knattspyrnusambandsins. tiger lært margt n Svona alla jafna besti kylfingur heims, Tiger Woods, segir að hann hafi aldrei lært meira á einu ári þrátt fyrir að hann hafi ekki unnið einn einasta titil. „Ég lærði mikið um sjálfan mig og hvernig og afhverju hlutirnir fóru eins og þeir fóru. Ég varð að líta í eigin barm og endurmeta mína eigin stöðu. Þar var fullt af hlutum sem mér líkaði ekki. Það er samt eitthvað sem ég varð að gera. Ég gerði það og er ánægður með það. Ég held að ég sé á mun betri stað núna en ég hef nokkurn tíma verið,“ sagði Tiger Woods spekingslegur á blaðamannafundi í gær. miðvikudagur 20. október 2010 sport 25 Dregið var í forkeppni og 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í gær, á sama tíma og nýr styrktaraðili var kynntur. Subway-bikarinn er úr sögunni en í staðinn mun keppn- in bera nafn Powerade, sem er bæði gömul og ný hjálparhella í körfuboltanum. Aðeins ein við- ureign er á milli liða í efstu deild, Iceland Express-deildinni, en það er leikur Stjörnunnar og Njarðvík- ur. Stjarnan er þjálfuð af goðsögn- inni úr Njarðvík, Teiti Örlygssyni, en undir hans stjórn varð Stjarn- an óvænt bikarmeistari 2008 þeg- ar hún lagði stjörnum prýtt ofur- lið KR í mögnuðum úrslitaleik. Stjarnan varð þó að lúta í gras fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í vor. Hafði Njarðvík þar sigur í þremur leikj- um og vann báða leikina í Ásgarði. Stjarnan mætir Njarðvík í bikarkeppni KKÍ: Stórleikur í 1. umferð ForkEppni (2. deildar lið og b-lið)Álftanes - Víkingur ÓlafsvíkGrindavík b - Tindastóll b Valur b - KR b Patrekur - Fram Fjölnir b - Njarðvík b ÍBV - Stál-úlfur 32-liðA úrSliT Grindavík b/Tindastóll b - KFÍ Höttur - KR Þór Ak - Grindavík ÍBV/Stál-úlfur - Haukar Hekla - Ármann Valur b/KR b - Fjölnir ÍG - Skallagrímur Stjarnan - Njarðvík Laugdælir - Leiknir Stjarnan b - Fjölnir b/Njarðvík b Patrekur/Fram - Keflavík Þór Þ - FSu Álftanes/Víkingur Ó - Snæfell Reynir S - Hamar Breiðablik - Tindastóll Valur - ÍR Drátturinn MæTA njArðVík Stjarnan, sem varð óvænt bikarmeistari 2008, mætir Njarðvík í 32 liða úrslitum. Mynd róBErT rEyniSSon Talið niður í kveðjusTund leikmaður. Við höfum gert allt sem í okkar valdi hefur staðið fyrir hann frá því hann kom til félags- ins. Við höf- um hjálpað honum í einkalífinu – slíkt hefur alltaf verið gert í þessu félagi og það eykur á tryggð leikmanna gagnvart félaginu. Við verðum samt að greiða götu hans, hann er það góður leikmaður,“ sagði Fergu- son á blaðamannafundinum. reifst aldrei við rooney „Dyrnar standa honum samt opnar ef honum snýst hugur,“ sagði Fergu- son á MUTV en honum var boðinn samningur í júlí þar sem átti að gera hann að launahæsta leikmanni fé- lagsins. „Þessi ákvörðun hans veld- ur mér persónulega miklum von- brigðum. Ég trúi þessu varla. Hann var nýbúinn að segjast ætla að vera hér fyrir lífstíð og svo gerist þetta. Við vorum til í að gera vel við hann. Svo vel að hann hefði orðið launa- hæsti leikmaður landsins.“ Nýjasta sagan í kringum Roon- ey-málið var snérist um meint rifr- ildi Rooneys og Fergusons. „Ég reifst aldrei við Rooney á neinum tímapunkti,“ sagði Ferguson en einnig hafði verið mikið skrifað og skrafað um hvort Rooney væri meiddur þessar síðustu vikur þar sem hann sat á bekknum hjá Un- ited eða var ekki í hópnum. „Hann var meiddur og strákurinn sagði það sjálfur. Hann fór í myndatöku þar sem það sést svart á hvítu. Hann gat æft en var ekki heill heilsu. Hvers vegna hann ákvað samt að segja þetta skil ég ekki. Það voru mér persónulega mikil von- brigði að hann skildi haga sér á þennan hátt,“ sagði Ferguson, sár- svekktur. Heillar real? Kapphlaupið um Rooney hófst því formlega í gærdag en Manchest- er United verður að losa sig við hann í janúar til þess að fá al- vöru greiðslu fyrir. Samkvæmt Webster-reglunni getur hann keypt sig undan samningi sínum fyrir fimm milljón- ir punda eftir tímabilið en í sumar mun hann eiga eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Manchester United. Rooney kom átján ára gamall til United og hefur skorað 132 mörk í 239 leikjum. Real Madrid hefur alla jafna fylgst vel með Rooney og þyrfti ekki að koma neinum á óvart ef Rooney léki í La Liga eftir áramót. „Ég lék með honum í þrjú eða fjögur ár og hann var alltaf frábær, ekki bara á þessu tímabili. Hann hefur leikið mjög vel á þessu tímabili og skorað mörg mörk en hann er alltaf sami leik- maðurinn. Hann er frábær og hann er sigurvegari. Ég vonast til að fá að spila með honum aftur einhvern daginn,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali fyrr á árinu en hvort hann sé í alvörunni tilbúinn að fá aðra ofur- stjörnu til félagsins sem gæti skyggt á hann er svo annað mál. TiTlAr Enska úrvalsdeildin: 3 (2006–07, 2007–08, 2008–09.) Meistaradeildin: 1 (2007–2008) Enski deildarbikarinn: 2 (2005–2006, 2008–2009) Samfélagsskjöldurinn: 2 (2007, 2010.) Heimsmeistarakeppni félagsliða: 1 (2008) EinSTAklingSVErðlAun leikmaður ársins hjá united: 2 (2004–2005, 2009–2010) Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar: 2009–2010 Bestur að mati blaðamanna: 2009–2010 ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni: 2 (2004–2005, 2005–2006) í liði ársins: 2 (2005–2006, 2009–2010) leikmaður mánaðarins: Fimm sinnum ferill rooneyS hjá uniteD lEikir 289 Mörk 132 Það hefur ósjaldan gerst að Wayne Rooney hafi borið lof á Manchester United, sagt það besta og stærsta félag heims og sagst ætla að eyða þar öllum ferlinum. Ég ELska manchEstEr unitEd Inside United-tímaritið apríl 2009 „Ég hef alltaf sagt að eins lengi og United vill hafa mig er ég meira en glaður að vera hjá félaginu. Ég vil ekki fara. Ég elska Manchester United og ég hef enga ástæðu til þess að hugsa einu sinni um að fara. Ég er viss um að ég verði hérna lengi. Vonandi verð ég enn leikmaður hjá Manchester United þegar ég verð á sama aldri og leikmenn eins og Ryan Giggs, Paul Scholes og Gary Neville.“ myndi skrifa undir samning hVEnær sEm Er Sunday Telegraph maí 2009 „Ég er ánægður hjá United og ég myndi skrifa undir nýjan samning hvenær sem er. Ég vil vera hjá þessu félagi það sem eftir er af ferlinum. Ég mun skrifa undir framlengingu á samningi mínum hvenær sem félagið biður um það.“ Langar að Líkjast giggs Daily Mirror september 2009 „Ég vonast til þess að ná 800 leikjum fyrir Manchester United, eða jafnmörgum og Ryan Giggs. Hve marga leiki hann hefur spilað fyrir liðið er ótrúlegt og ef ég kæmist nærri því yrði ég hæstánægður. Ég hef alltaf sagt að ég vilji enda feril minn hér og ef ég gæti gert það sama og Giggs hefur tekist hjá þessu félagi yrði það stórkostlegt afrek hjá mér.“ loforð wayneS rooneyS FEr VænTAnlEgA í jAnúAr Það verður erf- itt fyrir stuðningsmenn United að kveðja þennan magnaða kappa. Mynd rEuTErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.