Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 20. október 2010 miðvikudagur
Í byrjun janúar og febrúar 2007
sendi Heiðar Már Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri hjá fjárfestingarfélag-
inu Novator sem er í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar, tölvupósta til
Björgólfsfeðga, eigenda Landsbank-
ans, þar sem hann sagði að erlend-
ir vogunarsjóðir myndu ráðast á ís-
lensku krónuna í febrúar.
Heilræði hans til feðganna í póst-
inum í byrjun janúar var á þá leið að
kasta íslensku krónunni og byrja að
gera Landsbankann upp í erlendum
gjaldmiðli. „Þetta mál er mjög brýnt.
Erlendir vogunarsjóðir munu ráðast
á krónuna í febrúar, þegar Fitch lækk-
ar lánshæfiseinkunn ríkisins, nema
þeir geri það fyrr.“ DV hefur tölvu-
póstana undir höndum.
Í póstinum benti Heiðar Már
þeim Björgólfsfeðgum á mikilvægi
þess að Landsbankinn byrjaði að
gera reikningsskil sín í evrum en ekki
íslenskum krónum líkt og verið hafði.
Heiðar Már rakti það fyrir þeim feðg-
um að Landsvirkjun hefði skömmu
áður gefið það út að fyrirtækið hygð-
ist færa bókhald sitt í bandarískum
dollurum og var inntakið í orðum
hans það að önnur fyrirtæki ættu að
gera slíkt hið sama. „Nú er það stað-
fest að Landsvirkjun mun færa reikn-
ingsskil sín úr ISK yfir í USD á árinu.
Það er þá fyrsta ríkisfyrirtæki sög-
unnar sem hafnar ríkisgjaldmiðli, en
þeim er nauðugur einn kostur út af
erlendri fjármögnun verkefna.“
Heiðar Már sagði að hvorki
Landsvirkjun né Kaupþing teldu sig
geta beðið með þessar breytingar
þar til eftir alþingiskosningarnar um
vorið því þá myndi „botninn detta
úr krónunni“. Hann taldi jafnframt
að sú staðreynd að mörg önnur fyr-
irtæki myndu ákveða slíka yfirfærslu
í erlenda mynt í kjölfarið myndi setja
„mikla pressu á íslensku krónuna“.
Af tölvupóstinum er ljóst að Heiðari
Má var mikið niðri fyrir og taldi hann
brýnt að sem flest fyrirtæki köstuðu
krónunni. Jafnframt má reikna með
að þetta hefði leitt af sér gengislækk-
un á krónunni.
Áhyggjur og freistingar Soros
eftir fundinn
DV fjallaði á mánudaginn um tölvu-
póst frá Heiðari Má í lok janúar þar
sem hann sagðist hafa fundað með
áhættufjárfestunum George Soros og
Bruce Kovner í New York og að það
freistaði þeirra að ráðast á íslensku
krónuna. Á mánudeginum, eftir birt-
ingu umfjöllunar DV, sendi blaðið
Heiðari Má frekari spurningar um
fundinn með Soros og Kovner, sem
og spurningar um bréfin til Björ-
gólfsfeðga. Þá svaraði Heiðar Már um
fundinn með Soros og Kovner: „Ég
hef alltaf sagt að krónan geti verið
leiksoppur stórra sjóða. Krónan dugi
því ekki. Við áttum rosalega mikið
undir krónunni og því þurftum við að
vita af áætlunum aðila.“
Jafnframt var sagt frá því í fréttinni
að tveimur mánuðum síðar hefði
Heiðar Már sent annan tölvupóst
þar sem hann kvartaði yfir því hve
gengi krónunnar héldist sterkt og að
honum blæddi á því, það er að segja,
hann tapaði fjármunum.
Í þessu svari Heiðars Más felst
því að eitt erindi fundanna með
Soros og Kovner hafi verið að kom-
ast að því hvernig áhættufjárfestarn-
ir sæju stöðu krónunnar á þessum
tíma. Óvíst er því hvað Soros og Kov-
ner áttu að græða á fundinum með
Heiðari en líklegt er að þeir hafi fal-
ast eftir upplýsingum hjá honum um
stöðu krónunnar – Heiðar Már er sá
Íslendingur sem er hvað best tengd-
ur við vogunarsjóði í New York og því
kannski ekki óeðlilegt að leitað sé til
hans varðandi Ísland. Að minnsta
kosti hefur Heiðar sagt í svörum sín-
um um fundinn að Soros, sem lík-
lega er einn þekktasti gjaldmiðlaspá-
kaupmaður heims eftir að hafa grætt
milljarð dollara á stöðutöku gegn
breska pundinu árið 1992, hafi bæði
lýst yfir áhyggjum af íslensku krón-
unni og jafnframt að það „freistaði“
hans að gera árás á krónuna. Eftir
fundinn með Heiðari hafði Soros því
bæði áhyggjur af íslensku krónunni
og jafnframt freistaði það hans að
ráðast á hana með það fyrir augum
að græða. Ljóst er því að Heiðar hef-
ur að minnsta kosti ekki talið Soros
hughvarf um stöðutökuna með upp-
lýsingum sínum.
Heiðar sendi umræddan tölvu-
póst um Soros og Kovner eftir að
hann sendi þeim Björgólfsfeðgum
póstinn þar sem hann sagði þeim
að líklegt væri að vogunarsjóðirnir
myndu ráðast á krónuna í mars.
Orðrómur var um árás, segir
Heiðar
Aðspurður um þau ummæli í póst-
inum til þeirra Björgólfsfeðga að
vogunarsjóðir myndu ráðast á krón-
una í febrúar 2007 segir Heiðar Már
í svari til DV í tölvupósti að orðróm-
ur hafi verið um þetta á markaði:
„Vegna þess að Hugh Hendry [þekkt-
ur skoskur fjárfestir og vogunarsjóðs-
maður, innskot blaðamanns] gaf
út yfirlýsingu um að erlendir sjóðir
myndu gera það. Hann sagði það í
fréttabréfi og á fundi. Erlendir sjóð-
ir voru á þessum tíma byrjaðir að
skortselja skuldabréf bankanna og
orðrómurinn [var] að næst yrði það
gjaldmiðillinn.“
DV sendi Heiðari Má frekari
spurningar um bréfið til Björgólfs-
feðga en fékk ekki svar frá honum við
þeim. Spurningarnar hljóðuðu svo:
„Hvað sagðir þú við Soros og Kovner,
í ljósi þess að þremur vikum áður
hafðir þú sent tölvupóst til Björgólfs
Thors þar sem þú sagðir honum frá
væntanlegri árás vogunarsjóða og
í ljósi þess að lækkun á gengi krón-
unnar þjónaði hagsmunum þín-
um? Mín túlkun á tölvupóstinum frá
þér er sú að þú hlýtur að hafa mælt
með stöðutöku gegn krónunni, með-
al annars í ljósi nokkurra mögulegra
ástæðna lækkunar sem þú nefndir í
tölvupósti tveimur mánuðum síðar.
Þú segir að þú fundir með vogunar-
sjóðum til að skiptast á upplýsingum
við þá og vegna þess að báðir aðilar
hafi áhuga á því að vita hvað hinn
hefur að segja. Hvað sagðir þú við þá
Soros og Kovner?“
Því liggur ennþá ekki fyllilega ljóst
fyrir af hverju Heiðar Már fundaði
með Soros og Kovner á þessum tíma
þótt ein helsta niðurstaða fundarins
liggi fyrir. Alveg ljóst verður þó að telj-
ast að Heiðar Már fékk ekki eingöngu
að funda með þeim til að fá frá þeim
upplýsingar um hvort þeir ætluðu að
ráðast á krónuna eða ekki. Soros og
Kovner hljóta að hafa haft einhverja
hagsmuni af fundinum enda tveir af
þekktari áhættufjárfestum Banda-
ríkjanna.
„Nú fer hver að verða síðastur“
Í tölvupóstinum í janúar rakti Heiðar
Már það fyrir Björgólfsfeðgum að sú
staðreynd að Landsvirkjun og önn-
ur íslensk fyrirtæki ætluðu að byrja
að gera upp í erlendum gjaldmiðlum
myndi setja mikla pressu á íslensku
krónuna og að þetta myndi óhjá-
kvæmilega leiða til veikingar hennar
á næstu mánuðum. Heiðar Már var
því væntanlega einnig með þessar
upplýsingar í farteskinu þegar hann
hitti Soros og Kovner.
Heiðar Már sagði í póstinum:
„Nú fer hver að verða síðastur. Vill
Landsbankinn lenda í þeirri aðstöðu
að ætla að þóknast stjórnvöldum og
Seðlabanka en greiða fyrir það með
30% af eigin fé sínu? 30 prósent geng-
islækkun hefur þau áhrif og þá er
ótalin lengri tíma áhrif út af áföllum
viðskiptavina. Stjórn Landsbankans
þarf að taka fram fyrir hendur stjórn-
enda bankans, ef þeir aðhafast ekk-
ert út af þessu máli. 70 milljarðar eða
meira eru í húfi,“ en með því átti hann
við að lækkun á gengi krónunnar
myndi eðlilega gera það að verkum
að verðgildi fjármuna Landsbankans
myndi minnka. Þar með myndi verð-
gildi þeirra króna sem Landsbankinn
átti, meðal annars til að standa í skil-
um við erlenda lánardrottna, minnka
um 30 prósent og því þyrfti bankinn
fleiri krónur en áður fyrir hverja af-
borgun af lánum.
Heilræðið sem Heiðar gaf þeim
Björgólfsfeðgum var því að stökkva
til sem fyrst og byrja að gera upp í er-
lendri mynt: „Við erum algerlega að
ráða Landsbankanum heilt í þess-
um efnum. Exista og FL Group, sem
áður var talið að hefðu stöðu á móti
krónunni, hafa hana ekki lengur.
Samson sem hluthafi Landsbank-
ans er að forða Landsbankanum og
viðskiptavinum hans frá miklu, því
nú er nánast allir orðnir langir króna
[hafa tekið stöðu með krónunni, inn-
skot blaðamanns] og eru sömu meg-
in, en blikur eru á lofti og magn við-
skipta þannig að aðeins þeir fyrstu
sleppa með skrekkinn,“ en með því
átti Heiðar Már væntanlega við að
þeir gætu sloppið við tap út af verð-
hruni krónunnar.
Þessi tölvupóstur sýnir því að
Heiðar Már var sannfærður um mikla
gengislækkun krónunnar í ársbyrjun
2007 og ráðlagði Björgólfsfeðgum
að búa Landsbankann undir þessa
lækkun. Af lækkuninni varð þó ekki
strax þarna á eftir líkt og Heiðar hélt
og var krónan ansi sterk út sumarið
2007. Ástæðan fyrir því kann meðal
annars að vera sú að aldrei kom til
árásar vogunarsjóðanna líkt og Heið-
ar Már taldi, meðal annars vegna
fundanna með Soros og Kovner.
Sendi bréf til ráðherra
Sjálfstæðis flokksins
Landsbankinn fylgdi hins vegar ekki
þessum tillögum Heiðars. Rúmum
mánuði síðar, þann 10. febrúar 2010,
lá enn meira á að bankarnir byrjuðu
að gera upp í evrum og sendi Heið-
ar Már annan tölvupóst til Björgólfs-
feðga með yfirskriftinni: „Bankarn-
ir verda að skipta yfir í EUR adur en
logum er breytt. Lata hluthafa sam-
þykkja tetta a adalfundi.“ Líkt og kom
fram í fyrri tölvupósti Heiðars Más
var hann á þeirri skoðun að erlendir
vogunarsjóðir myndu gera árás á
krónuna í febrúar sem leitt hefði til
verðhruns hennar.
Í upphafi tölvupóstsins sagði
Heiðar Már að hann hefði fyrr
um daginn sent sama tölvupóst á
nokkra ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins. Tengdafaðir Heiðars Más, Björn
Bjarnason, var þá dóms- og kirkju-
málaráðherra. Inntakið í tölvupósti
Heiðars Más var að krónan væri
búin að vera og að bankarnir þyrftu
að kasta krónunni: „Enginn thorir
að tala um tetta mal. Svo segir Er-
lendur Hjaltason á vidskiptathingi
að kronan se buin ad vera og tetta
naer ekki i frettir. Stjornarformad-
ur staersta bankans segir thad sama
i Danmorku og thad ratar a sidu 14
inni i texta um annad. Kosningar eru
12. mai og thad a ad tegja tetta i hel
fram ad thvi. Thad maetti hald ad oll
thjodin vaeri i flokknum,“ en með því
virðist Heiðar hafa verið að tala um
Sjálfstæðisflokkinn en flokksmenn
hans hafa almennt séð verið fylgj-
andi íslensku krónunni.
David Oddsson talar eins og
versti sósíalisti.
iNgi f. vilHjÁlmSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
„NÚ FER HVER AÐ
VERÐA SÍÐASTUR“
Heiðar már guðjónsson sendi Björgólfsfeðgum tvo tölvupósta í janúar og febrúar 2007
þar sem hann varaði þá við 30 prósenta gengislækkun íslensku krónunnar. Hann sagði
að erlendir vogunarsjóðir myndu ráðast á krónuna í febrúar. Ráðlegging hans var sú að
Landsbankinn ætti að gera upp í erlendri mynt. Heiðar Már gagnrýndi Davíð Oddsson
harkalega í póstinum og sagði Íslendinga ekki gera sér grein fyrir því að krónan væri
búin sem gjaldmiðill og að allir bankarnir ættu að gera upp í evrum.
Davíð líkt við sósíalista HeiðarMár
líktiDavíðOddssyniseðlabankastjóra
viðsósíalistaíeinumaftölvupóstunum
útafandstöðuhansviðþaðaðíslensku
bankarnirgerðuuppíerlendum
gjaldmiðlum.