Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 20. október 2010 miðvikudagur Á mánudag fóru fram í sjötta sinn, síðan 7. september, skipulögð mót- mæli um gjörvallt Frakkland en í vik- unni stendur til að franskir þingmenn greiði atkvæði um frumvarp sem á að hækka eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62. Gífurlegur fjöldi mótmælenda hef- ur fyllt götur franskra borga á undan- förnum vikum, og skiptir fjöldi þeirra sem tekið hafa þátt milljónum. Nú þegar er talað um að mótmælin minni um margt á hin sögufrægu mótmæli stúdenta 1968 sem að lokum kæfðu ríkisstjórn þáverandi forseta Frakk- lands, Charles de Gaulle. Síðan í byrj- un október hafa stúdentar einnig verið áberandi í núverandi mótmæla- bylgju en talið er að leggja hafi þurft niður kennslu í einum af hverjum 15 mennta- og háskólum vegna þátttöku nemenda í mótmælum. Hiti í stúdentum Einn helsti ráðgjafi Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, er Ray- mond Sobie. Hann segist ekki skilja hvers vegna stúdentar mótmæla: „Menntaskóla- og háskólanemendur ættu að flykkjast út á götur til styðja eftirlaunafrumvarpið. Án frumvarps- ins munu þeir verða neyddir til að borga tvisvar – fyrir sín eigin eftirlaun og einnig eftirlaun foreldra sinna.“ En stúdentar líta málið öðrum augum. Erfitt er fyrir ungt fólk í Frakklandi að finna framtíðarstarf og telja stúdentar að með nýju eftirlaunafrumvarpi, sem lengir starfsaldur þeirra sem nú þeg- ar hafa störf, muni þrengja enn frekar að þeim. Hefur talsverður hiti verið í hinum ungu mótmælendum og hafa þeir sums staðar lent í átökum við lög- reglu. Menntaskóli í borginni Le Mans í norðvesturhluta Frakklands var til að mynda brenndur til grunna að- faranótt þriðjudags þó óljóst sé hvort íkveikjan tengist mótmælunum. Þó er líklegt að Molotov-kokteill, sem er mótmælendum ekki að öllu ókunn- ugur, hafi verið notaður til verksins. Eldsneytisskortur vegna verk- falls Frakkar láta sér ekki nægja að mót- mæla eftirlaunafrumvarpinu á götum úti, en fjöldi starfsstétta hefur lagt nið- ur störf á síðustu vikum. Má þar nefna flugvallarstarfsmenn, atvinnubíl- stjóra, lestarstjóra, kennara og póst- burðarmenn. Þá hafa starfsmenn í sorphirðu í hafnarborginni Marseille lagt niður störf með tilheyrandi fnyk og óþægindum fyrir borgarbúa. Al- varlegast þykir þó að starfsmenn allra þeirra 12 olíuhreinsunarstöðva sem er að finna í Frakklandi hafa lagt nið- ur störf og hefur nú þegar borið á tals- verðum eldsneytisskorti í kjölfarið. Eru um þrjú þúsund bensínstöðvar nú þegar orðnar þurrar og mikið ber á að almenningur hamstri eldsneyti í brúsum. Stjórnvöld hafa þurft að láta ganga á eldsneytisvaraforða sinn, sem að öllu jöfnu á aðeins að vera ætlaður iðnaðarstarfsemi. Talsmaður olíuris- ans Exxon Mobil fullyrðir að ástandið sé orðið grafalvarlegt og segir að land- ið „verði orðið þurrt fyrir lok vikunnar.“ Samgöngur í Frakklandi hafa því verið mjög óáreiðanlegar síðustu vikur. Aðeins um helmingur TGV-lestanna hraðskreiðu hafa verið í notkun auk þess sem verkfall strætisvagnabílstjóra og lestarstjóra hefur haft mikla röskun í för með sér í innanbæjarsamgöngum. Séu ökumenn svo heppnir að verða sér úti um eldsneyti á annað borð rek- ast þeir fljótlega á vegg, því atvinnu- bílstjórar hafa hindrað umferð á þjóð- vegum með því að keyra löturhægt í fylkingum. Umdeilt frumvarp um eftirlaunaaldur Frakkar hafa hingað til átt rétt á því að láta af störfum við 60 ára aldur en nú stendur til að hækka eftirlaunaaldur í 62 ár og um það snýst frumvarpið í sem stystu máli. Það hefur þegar feng- ið umfjöllun í þinginu og mun loka- afgreiðsla þess fara fram nú í vikunni. Ekki er búist við öðru en að það verði samþykkt. Hafa frönsk stjórnvöld áður gert tilraun til að hækka eftirlaunaald- urinn en mistekist, árin 1995 og 2006, en þá hindruðu stærstu verkalýðsfélög Frakklands framgang mála. Nú hafa verkalýðsfélögin verið sniðgengin og er það mörgum Frökkum þyrnir í aug- um. Um þessar mundir er Nicolas Sar- kozy, forseti Frakklands, staddur á leiðtogafundi í strandbænum Deau- ville ásamt þeim Dmitry Medvedev, forseta Rússlands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Sarkozy segist ekki ætla að gefa sig: „Þessar umbæt- ur eru nauðsynlegar og Frakkar styðja þær. Þær munu ná fram að ganga rétt eins og þær gerðu hjá bandamönn- um okkar í Þýskalandi.“ Merkel bætti við af því tilefni, að Frakkar yrðu að horfast í augu við að hækkandi meðal- aldri yrði að fylgja hækkandi starfsald- ur, en Þjóðverjar samþykktu svipaðar breytingar á eftirlaunaaldri árið 2007. Stjórnarandstaðan í Frakklandi, leidd af Sósíalistaflokknum, telur að stoppa megi í fjárlagahallann með öðrum hætti – til að mynda með hækkun á eignaskatti. Segja þeir breytingarn- ar vera árás á samfélagsgerð Frakka og hin frönsku lífsgildi. Varaformaður sósíalista, Harlem Désir, sagði Fran- cois Fillon vera á glapstigum: „Við erum með forsætisráðherra sem tel- ur sig vera eins og Churchill, en hann er lítið annað en Thatcher. Hann tel- ur okkur trú um að hann sé að fram- kvæma umbætur sem muni bjarga efnahag landsins en gerir lítið annað en að berja á félagslegu kerfi okkar.“ Nýleg skoðanakönnun sýnir þó AÐGERÐIR FÓLKSINS LAMA FRAKKLAND Mikil mótmælabylgja hefur skekið Frakkland undanfarnar vikur sem minnir um margt á stúdentamótmælin 1968. Eldsneytisskortur er staðreynd vegna verkfalls í olíuhreinsunarstöðvum. Kosið verður um hækkun eftirlaunaaldurs í vikunni. þessi mótmæli eru ekki ein- göngu eftirlaunafrum- varpið, heldur líka almenn óánægja með Sarkozy og hans ofur- hægristefnu Mótmæli í gær Stúdentar og verkamenn í Lille í Norður-Frakklandi ganga með stjak- setta eftirmynd af Sarkozy forseta. Ákaft fagnað Sarkozy mætti til Deauville í Normandí á leiðtogafund á mánudag. Þar var honum ákaft fagnað. björn tEitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.