Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 20. október 2010 miðvikudagur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. Helstu eigendur útgerðarfélagsins Samherja hafa tekið sér milljarða króna í arðgreiðsl- ur út úr félaginu á síðustu árum. Mikill hagnaður var á rekstri félagsins á síðasta ári og því lögðu Óskar Magnússon og félagar í stjórn til að 843 milljónir yrðu greiddar út til hluthafa Samherja. Ljóst er að félagið er gífurlega verðmætt og í góðum rekstri. MILLJARÐAR Í ARÐ EFTIR BANKAHRUN Helstu eigendur útgerðarfélagsins Samherja hafa greitt sér milljarða króna í arð á seinustu árum. Stjórn félagsins lagði til í apríl síðastliðnum að fimm milljónir evra, sem samsvar- ar 781 milljón króna, yrðu greiddar út í arð til hluthafa félagsins á þessu ári fyrir rekstrarárið 2009. Í fyrra voru greiddar út 3,6 milljónir evra, eða 562 milljónir króna, fyrir rekstrar- árið 2008. Það ár greiddu eigendur Samherja sér svo 5,4 milljónir evra, eða 843 milljónir króna, fyrir árið 2007. Miðað er við núgildandi gengi krónunnar gagnvart evrunni. Ef 781 milljón verður greidd út til hluthafa á þessu ári, eins og stjórnin leggur til, hafa eigendur útgerðarfélagsins tek- ið sér meira en tvo milljarða, 2.186 milljónir króna, á tímabilinu sem um ræðir. Þrír aðaleigendur Útgerðarfélagið Samherji er í eigu Kristjáns V. Vilhelmssonar, sem á þriðjungshlut, og þriggja fjárfesting- arfélaga. Eignarhaldsfélagið Steinn ehf., sem er í eigu fyrrverandi hjón- anna Helgu S. Guðmundsdóttur og Þorsteins Más Baldvinssonar, á einn- ig þriðjungshlut. Kristján og Steinn ehf. eiga fjár- festingarfélagið Fjörð ehf., sem á 13 prósenta hlut. Bliki ehf. á 11 pró- senta hlut í félaginu en óljóst er hver er stærsti eigandi þess félags. Lang- stærstu eigendur Samherja eru því Kristján og hjónin fyrrverandi Helga og Þorsteinn Már. Saman hafa þess- ir eigendur útgerðarfélagsins fengið í sinn hlut, í gegnum eignarhaldsfélög sín, stærstan hluta þeirra risastóru arðgreiðslna sem stjórn Samherja hefur ákveðið að greiða út. Saman á Mogganum Þorsteinn Már er forstjóri Samherja en stjórn félagsins skipa Eiríkur S. Jóhannesson stjórnarformaður auk þeirra Óskars Magnússonar, útgef- anda Morgunblaðsins, og Kristjáns Vilhelmssonar. Eiríkur hefur látið mjög að sér kveða í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur setið í stjórn fjárfestingarfé- lagsins Gnúps fyrir hönd Glitnis og verið forstjóri Kaldbaks fjárfesting- arfélags, auk þess sem hann var for- stjóri OgVodafone. Leiðir Óskars og Þorsteins Más liggja síðan aftur sam- an í gegnum Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Þorsteinn er einn af hluthöfum Árvakurs, en Helga, fyrrverandi eiginkona hans, situr í stjórn Árvakurs. Milljarða gróði Samherji er eitt af stærstu útgerð- arfélögum landsins. Sú nýbreytni var gerð í rekstri félagsins á síðasta ári að það gerir nú upp í evrum líkt og HB Grandi. Samherji fjármagn- ar engu að síður Morgunblaðið sem fer ekki í grafgötur með þá skoð- un sína að Ísland eigi áfram að nota krónuna sem gjaldmiðil. Hagnaður Samherja var 22,2 milljónir evra, eða um 3,4 milljarðar króna. Eignir sam- stæðunnar námu í lok síðasta árs alls tæpum hálfum milljarði evra, um 78 milljörðum króna. Félagið er í sterkri stöðu því að eigið fé félagsins var 137 milljónir evra, um 21 milljarður króna, í loks síðasta árs. ARÐGREIÐSLUR TIL EIGENDA n 2010: 781 milljón n 2009: 562 milljónir n 2008: 843 milljónir króna arðgreiðslur HELSTU EIGENDUR SAMHERJA n Kristján V. Vilhelmsson n Helga S. Guðmundsdóttir n Þorsteinn Már Baldvinsson eigendur vALGEIR öRN RAGNARSSoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Óskar Magnússon Situr í stjórn Samherja en eigendur útgerðarfélagsins leggja fé í rekstur Morgunblaðsins þar sem Óskar er titlaður útgefandi. Þorsteinn Már Baldvins- son Græðir á tá og fingri á útgerðar félaginu Samherja, sem nú gerir upp í evrum. Það ár greiddu eigendur Samherja sér svo 5,4 milljónir evra, eða 843 millj- ónir króna. Út yfir gröf og dauða Það á ekki að elta þá sem fara í gjald- þrot út yfir gröf og dauða. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra á fundi með blaðamönnum eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu á þriðjudag. Þar var rætt um frumvarp sem ríkisstjórnin samþykkti þess efnis að skuldir fyrnist á tveimur árum. Ríkisstjórnin samþykkti að senda frumvarpið til umfjöllunar til allra þingflokka. Verði það sam- þykkt verður ekki hægt að viðhalda skuldakröfum lengur en í tvö ár. Þetta á við um skuldir meðal annars við skattinn, banka og lífeyrissjóði. Óþarft stjórn- lagaþing „Stjórnlagaþingið, sem núverandi stjórnarflokkar eru svo áhuga- samir um, er óþarft,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og tekur undir orð Sigurðar Líndal lagaprófessors þess efnis. Hannes segir á bloggi sínu á Pressunni að stjórnlagaþingið sé jafnframt kostnaðarsamt. „Þegar við þurfum á öllu okkar fé að halda, væri ekki betra, áður en stjórnar- skránni er breytt, að fara eftir henni? Og hafa þær stjórnarskrár ekki reynst best, sem eru stuttar og lag- góðar og hafa þann tilgang að setja vondum valdsmönnum skorður en veita kvörtunarskjóðum viðspyrnu?“ skrifar Hannes. Veturinn kominn Fyrsti snjórinn féll í Reykjavík á þriðjudagsmorgun eftir að veðrið hafði leikið við borgarbúa fyrri hluta mánaðarins. Veturinn var örlítið fyrr á ferðinni á Norður- landi en á Akureyri frysti á mánu- dag og snjókorn féllu í byggð. Veðurstofan spáir áframhald- andi kulda um mest allt land; á fimmtudag er gert ráð fyrir að hiti verði rétt yfir frostmarki á suð- vesturhorninu en á norðanverðu landinu verður frost og þó nokkur snjókoma. Á Austurlandi verður hitinn í kringum frostmark nán- ast alla vikuna en úrkomulítið. Þorsteinn Kragh, sem dæmdur var í níu ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega 200 kílóum af hassi, hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrir- spurnum DV um bréf sem sam- fangi hans, Jacob van Hinte, sendi til fjölmiðla. Í bréfinu lýsti Jacob því yfir að Þorsteinn væri saklaus og sagði hann fórnarlamb hollensks glæpa- gengis. Fullyrt var að Þorsteinn hefði beitt Jacob við ritun bréfsins og að Þorsteinn hefði jafnvel ritað bréfið sjálfur. DV hefur undanfarna daga reynt að ná tali af Þorsteini vegna málsins, án árangurs. Full- yrðingarnar sem fram komu í bréf- inu hafa því ekki fengist staðfestar en Jacob mun ekki vera sleipur í ensku og rennir það stoðum undir að einhver hafi verið honum innan handar við ritun bréfsins, sem er á ensku. Erfitt hefur reynst að hafa upp á Jacobi til að staðfesta að bréfið sé frá honum komið. Jacob var nýlega framseldur til Hollands þar sem hann afplánar restina af dómi sín- um. Ýmislegt bendir til að ekki sé allt með felldu í tengslum við yf- irlýsingu Jacobs um sakleysi Þor- steins, en fyrir utan að Jacob þykir ekki sleipur í ensku og hafi augljós- lega notið hjálpar við gerð bréfs- ins, fékk verjandi Þorsteins bréf- ið ekki í hendurnar og vissi ekkert meira um málið en greint var frá í fjölmiðlum. Þá er það staðfest að Jacob óskaði sjálfur eftir því að fara frá Litla-Hrauni og ýtir það und- ir þær fullyrðingar að hann hafi verið beitt- ur einhvers konar þrýst- ingi. Þögn Þorsteins um málið þykir heldur ekki til þess gerð að draga úr efa- semdum. solrun@dv.is Óvíst hver skrifaði bréf um meint sakleysi Þorsteins Kragh: Þorsteinn Kragh þegir Þorsteinn kragh Hefur ekki brugðist við skila- boðum blaða- manns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.