Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 26
26 fólkið 20. október 2010 miðvikudagur Þorsteinn eggertsson: Dóttir fréttahauksins Helga Seljan og Katrínar Bessadóttur hefur hlotið nafnið Ylfa Seljan. Sú stutta kom í heiminn á mánudaginn fyrir viku en þetta er annað stúlkubarn þeirra. Tillaga eldri systur Ylfu, Indíönu, hefur þá ekki orðið ofan á en Helgi greindi frá því á dögunum að Indíana hefði lagt til að litla systir fengi nafnið Dóra Landkönnuður Seljan. Sjálf ætlaði hún að taka upp nafnið Solla Stirða Seljan. „Við erum búnir að vera með vatnið í þættinum undanfarin tvö ár,“ segir vatnskóngurinn Jón Ólafsson um Iceland Glacial-vatnið íslenska sem drukkið er stíft í hinum geysivinsæla sjón- varpsþætti Big Bang Theory sem sýndur er á Stöð 2. Í hverjum þætti setjast fræðimennirnir fjórir í þættinum niður í hádegismat þar sem þeir starfa og þá eru oftar en ekki einn til tveir af þeim að drekka íslenskt vatn. Jim Parson, sem leikur hinn ófélagslynda Sheldon Cooper, hlaut Emmy-verðlaunin í ár fyrir besta leik í aðalhlutverki í Big Bang Theory. „Við framleiðum það vatn sem er í flestum sjónvarpsþáttum. Þetta hefur bara reddast í gegnum samstarf mitt með þessum aðilum en ég er með mjög góð sambönd í Hollywood,“ segir Jón, en þættirnir fá vatnið gefins þar sem útbreiðsla þeirra hefur í för með sér gríðarlega kynningu fyrir vatnið. Flaskan er líka það sér- stök að það sést langar leiðir hvaða vatn er verið að drekka. Auk Big Bang Theory segir Jón vatnið hafa verið drukkið í þekktum þáttum á borð við Sex and the City, Scrubs, Entourage, Grey’s Ana- tomy og House. „Markaðshlutdeild vatnsins okkar vex hvað hraðast á vatnsmarkaði í Banda- ríkjunum,“ fullyrðir Jón Ólafsson. tomas@dv.is Jón Ólafs og icelandic glacial-vatnið: Íslenskt vatn í Emmy-verðlaunaþætti Vatnið við matarborðið Emmy-verðlaunahafinn Jim Parsons, sem leikur Sheldon Cooper, að drekka Icelandic Glacial í The Big Bang Theory. Bónorð Breka Fréttamaðurinn knái Breki Logason sýndi það og sannaði á dögunum að rómantíkin lifir enn í hjörtum íslenskra karlmanna. Breki var í fríi í New York þegar hann fór á skeljarnar í Central Park og bað unnustu sína Védísi Sigurðardóttur um að giftast sér. Védís játaðist honum og nú skoða þau dagsetningar og kirkjur af miklum móð. Saman eiga Breki og Védís hana Úlfdísi Völu sem er tveggja ára. Breki hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna sem fréttamaður á Stöð 2 en áður var hann blaðamaður á DV, ritstjóri á tímaritinu Hér & nú og blaðamaður á Vísi. Ylfa – ekki Dóra Hún Jóhanna Fjóla, tilvon-andi kona mín, notaði tækifærið síðast þegar var hlaupársdagur og bað mín. En þennan eina dag á fjögurra ára fresti má kona biðja sér manns. Ég var náttúrulega búin að biðja hennar nokkrum sinnum en hún hummaði það alltaf af fram sér,“ segir Þorsteinn Eggertsson, textaskáld og rithöfund- ur, en hann og unnusta hans, Jó- hanna Fjóla Ólafsdóttir, munu ganga í það heilaga klukkan 20.10 þann 20.10. 2010. „Við erum búin að þekkj- ast í 20 ár og ferðast til 10 landa sam- an, þannig að þessi dagsetning 20.10. 2010 fannst okkur alveg upplögð.“ Þorsteinn og Jóhanna ætla að gifta sig í Salnum í Kópavogi en Jóhanna Fjóla er búddatrúar og mun búdda- prestur gefa þau saman. Eftir brúð- kaupið verða tónleikar þar sem óp- erusöngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson syngja nokkur af vinsælustu lögum Þorsteins. Spurð- ur hvernig þetta óvenjulega brúðkaup kom til segir Þorsteinn: „Við ætluð- um bara að gera þetta heima í viður- vist okkar nánustu en svo þegar ég var að syngja á tónleikum í Garðinum um daginn með Davíð Ólafssyni og Stef- áni Helga Stefánssyni stungu þeir upp á því að við myndum bara gera þetta með „stæl“ og við slógum til.“ Þorsteinn segir að hann hafi kynnst Jóhönnu Fjólu fyrir 20 árum þegar systir hennar truflaði hann í miðjum dansi á Þórskaffi og sagðist vilja kynna hann fyrir konu sem hefði örugglega áhuga á að kynnast honum. „Ég var í miðjum dansi við aðra stelpu, svo ég bað hana um að bíða aðeins og fór með systurinni heim til Jóhönnu. Þar sat hún og spilaði á píanó með fullt hús af gestum og við höfum verið sam- an síðan. Um sjö, átta árum eftir þetta vorum við stödd á Rauða ljóninu á Sel- tjarnarnesi þegar kona pikkar í öxlina á mér og spyr hvort ekki væri sniðugt að klára dansinn sem var stöðvaður fyrir mörgum árum og var þar komin stúlk- an af Þórskaffi forðum daga.“ Á tónleikunum munu þeir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson syngja lög með textum eftir Þorstein, en þá ættu margir að þekkja og má þar nefna, Er ég kem heim í Búðardal, Harðsnúna Hanna, Fagra litla diskó- dís, og Slappaðu af. Tónleikagestir geta heilsað upp á brúðhjónin í tónleika- hléi og vonast Þorsteinn til að sjá sem flesta. Búdda- brúðkaup á tónleikum Textaskáldið góðkunna Þorsteinn eggertsson hyggst ganga í hjóna- band með unnustu sinni Jóhönnu fjólu ólafsdóttur miðvikudaginn 20.10. 2010 klukkan 20.10 í Salnum í kópavogi. Hann segir tímasetninguna viðeigandi þar sem þau eru búin að vera saman í 20 ár og ferðast til 10 landa. Þorsteinn og Jóhanna Fjóla Jóhanna bað Þorsteins á hlaupársdag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.