Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 19
Hávaðalaust eru að verða eftirtekt- arverðar breyt- ingar á viðhorfum og valdahlutföll- um í umræðu um sjávarútveginn og stjórn fisk- veiða. Stjórnar- þingmenn verða að hafa hraðann á ef þeir vilja ekki verða undir þunga þeirra afla sem krauma undir í þeirra eigin röðum. Innan beggja stjórnarflokkanna ríkir djúpstæður og vaxandi ágreining- ur um svonefnda samningaleið, þó svo að starfshópur Jóns Bjarnasonar sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun fiskveiðistjórnunar- kerfisins hafi verið nær einhuga um að mæla með þeirri leið. Með yfirlýsingum sínum í síðustu viku um möguleika á viðbótarveiði- heimildum á fiskveiðiárinu, sem leigð- ar yrðu út af ríkinu, kom Jón Bjarna- son hins vegar mörgum stjórnarliðum í opna skjöldu. Tillögurnar hans eru í raun útgáfa af tilboðsleiðinni sem varla hlaut nokkra kynningu innan starfshópsins. Stjórnarliðar eins og Kristján L. Möller, Samfylkingunni, og Björn Valur Gíslason, VG, hafa á Alþingi lýst andstöðu við framgöngu Jóns. Björn Valur lætur eftir sér hafa í DV í dag að hann kannist ekki við að VG fylgi markaðslausnum í sjávarút- vegsmálum. Hitinn undir niðri Engum blöðum er um það að fletta að Jón Bjarnason nýtur vaxandi stuðn- ings innan VG í glímu sinni við Lands- samband íslenskra útvegsmanna sem hótar málshöfðun gegn honum fyrir þá ósvinnu að hafa ekki kvótasett út- hafsrækjuna á yfirstandandi fiskveiði- ári. Stuðningurinn við framgöngu Jóns er einnig umtalsverður innan Samfylk- ingarinnar. Þar talar Ólína Þorvarðar- dóttir harðast fyrir tilboðsleiðinni eða öðrum róttækum breytingum á kvóta- kerfinu. Meirihluti þingmanna Sam- fylkingarinnar fylgir henni að málum, þó þegjandalega um sinn. En það mun breytast. „Kostirnir við frjálsar veiðar á van- nýttum tegundum eru ótvíræðir,“ sagði Ólína í umræðum um frjálsar rækjuveiðar á Alþingi í síðustu viku. En maður kvótakerfisins, Björn Valur, tók undir með sjálfstæðis- og fram- sóknarmönnum og sagði: „Veiðar af þessu tagi verða aldrei til frambúðar, það vitum við.“ Björn Valur veit samt vel að Jón flokksbróðir hans áformar ekki að taka upp óheftar fiskveiðar þótt heimildir lendi ekki í potti Brims, HB Granda eða Samherja. Landsfundur Ungra vinstri grænna ályktaði fyrir síðustu helgi að Björn Valur væri vanhæfur til að fjalla um sjávarútvegsmál fyrir flokkinn sökum tengsla sinna við Brim. Um leið for- dæmdi landsfundurinn samninga- leiðina sem Björn Valur, Guðbjartur Hannesson og Svanfríður Jónasdótt- ir kvittuðu undir í starfshópi um end- urskoðun kvótakerfisins. „Það er hlut- verk ríkisstjórnar Vinstri grænna að bylta fiskveiðistjórnunarkerfinu og byggja upp nýtt og sanngjarnt kerfi með félagsleg sjónarmið að leiðar- ljósi.“ Að gefnu tilefni vilja ungliðar VG einnig að kvótagreifar og talsmenn þeirra virði mannréttindi í greininni. Breytingar óumflýjanlegar Ágreiningurinn innan stjórnarflokk- anna um kvótakerfið er púðurtunna. Björn Valur og Svanfríður tala fyrir óbreyttu kvótakerfi og útskýra þjónk- un við útgerðarrisa við Eyjafjörð sem raunsætt mat á hagsmun- um heildarinnar. Bogna undan hótunum kvótagreifa. Eru Jón og Ólína þá óraunsæir sveim- hugar? Björn Valur og Kristján Möll- er vilja ekki að Jón Bjarna- son ruggi bátnum. En hvorki þeir né aðrir standa gegn straumn- um. Andstaðan innan VG og Samfylkingar- innar er of mik- il. Við það bæt- ist að Hæstiréttur dæmdi í vikunni félagafrelsinu í vil. Landssamband smábátaeigenda fær ekki lengur að innheimta iðgjald sjálfkrafa af út- gerðum smábáta. Það verður nýj- um samtökum, sem í undirbúningi eru meðal kvótalausra strandveiði- manna, til framdráttar. Stjórnlagaþingið verður á bandi Jóns Bjarnasonar og grasrótarinnar. Meirihluti þingmanna Samfylkingar- innar mun þekkja sinn vitjunartíma þegar þar að kemur. Eftir aldarfjórð- ung vita hugsandi menn að þótt kvóta- kerfið og frjálsa framsalið hafi styrkt stöðu einstakra útgerða hefur það valdið miklu samfélagslegu tjóni og framkallað spillingu. Með því að gefa þröngum hópi aðgang að mikilvæg- ustu auðlind lítillar þjóðar féllu stjórn- málin í þá gryfju að gefa útvöldum heimild til þess að fénýta samkeppnis- hömlur. Ekkert er jafn andstætt mark- aðsbúskap og heilbrigðri samkeppni en einmitt slík ráðstöfun. Ekkert varð íslenskum bönkum jafn hvetjandi til óhóflegra út- lána og það veðrými sem skapaðist innan sjávarút- vegsins með uppsprengdri verðlagningu fiskveiðiheim- ilda. Þar eru nú 500 millj- arða skuldir sem kalla á afskriftir. Skuld- ir sem bankarn- ir og kvótaselj- endur hlóðu upp vísvitandi og hjálpar- laust í skjóli fá- keppninnar. Grímur AtlAson hefur undan- farið sinnt starfi framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar Iceland-Airwaves sem fram fór um helgina. Hann segist ánægður með alla sem komu að hátíðinni. Fram undan er afslöppun í heita pottinum og tónleikaferð til Finnlands. er mjög ánægður með okkur öll Krónuníðingurinn 1 Fékk tiltal eFtir kastljósvið-tal Agnes Arnardóttir gagnrýndi Landsbankann í Kastljósi og fékk skammir fyrir frá bankanum. 2 Mega berja konu sína og börn Karlar í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum mega lemja eiginkonu sína og börn, svo lengi sem engir áverkar sjást. 3 neeson innilegur Með Franskri FlugFreyju Írski sjarmörinn Liam Neeson sást á dögunum með franskri flugfreyju. 4 „Mér blæðir“ Góð staða krónunnar kom sér illa fyrir Heiðar Má Guðjónsson fjárfesti, samkvæmt tölvupóstum sem DV hefur undir höndum. 5 Fyrsti snjórinn Fellur í reykjavík: veturinn koMinn Fyrstu snjókornin féllu í Reykjavík á þriðjudagsmorgun. 6 stjórnlagaþingið óþarFt Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að eyða ætti peningum í annað en stjórnlagaþing. 7 rannsóknarlögreglan koMin til sigluFjarðar Lögreglan á Akureyri rannsakaði tildrög spreng- ingar í heimahúsi á mánudagskvöld. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.“ Hvernig hefur hátíðin gengið? „Hún hefur gengið alveg frábærlega. Það er rosalega gott að allir tónleikarnir hafi farið fram. Þetta voru heilir 270 tónleikar með 252 hljómsveitum þannig að það er svolítið gott. Ég er mjög ánægður með okkur öll, hljómsveitirnar, gestina, mig, þig og skipuleggjendur hátíðarinnar.“ Hvað drífur þig áfram í lífinu? „Það er svo margt. Það er fjölskyldan mín, lífið sjálft og Valur.“ Hver er fyrirmyndin? „Það besta í Þórbergi Þórðarsyni. Sonic Youth á góðum degi.“ Hvað færðu þér í morgunmat? „Stundum fer ég með krökkunum mínum og konunni minni í hafragraut í Vesturbæjarskólanum og stundum ekki. Hafragrautur í Vesturbæjarskólanum er skemmtilegur en hann er bara ekki alltaf. Krakkarnir mínir vilja ekki alltaf fara en við reynum alltaf að fara.“ Hver eru áhugamálin? „Ég er mikill áhugamaður um tónlist, sagnfræði og bókmenntir. Svo er ég mikill áhuga- maður um sögu og fólkið mitt. Ég er líka mikill áhugamaður um knattspyrnu, og þá horfi ég aðallega á Val og Liverpool. Ég er svona lúser, ég hef gaman af Liverpool, það er rosa slappt.“ Hver er uppáhaldsútrásarvíking- urinn þinn? „Það er Björk Guðmunds- dóttir. Hún er sú eina sem kann þetta og hefur í rauninni skilað einhverju til baka til samfélagsins. Hinir eru bara svona „destroyerar“.“ Hvað er fram undan? „Hugsanlega að fara að gera aðra hátíð, en það verður að undirbúa það vel. Svo er ýmislegt annað fram undan, en ég ætla aðeins að skjótast til Finnlands á næstunni og skoða fimm bönd. Annars ætla ég bara að vera mikið með fólkinu mínu, taka því rólega og fara í heita pottinn.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan og Valur.“ maður dagsins „Mjög illa.“ siGríður ÞorBjArnArdóttir 53 áRA ReKuR eIGIð FYRIRtæKI „Gengur verr en áður, en það gengur.“ HelGA Kristjánsdóttir 46 áRA VINNuR VIð AðHLYNNINGu „Þokkalega, ég er skuldlaus.“ Geir HArðArson 47 áRA AtVINNuLAuS „Illa, það er allur sparnaður búinn og nú taka bara við skuldir.“ siGríður Guðmundsdóttir 50 áRA NáMSMAðuR VeGNA AtVINNuLeYSIS „Ég rétt slepp, en ekki mikið meira.“ HrefnA ÞórArinsdóttir 63 áRA AtVINNuLAuS Hvernig gengur þér að ná enduM saMan? dómstóll götunnar miðvikudagur 20. október 2010 umræða 19 jóhann hauksson blaðamaður skrifar Ekkert varð ís-lenskum bönk- um jafn hvetjandi til óhóflegra útlána og það veðrými sem skapaðist innan sjávarútvegsins með uppsprengdri verð- lagningu fiskveiðiheim- ilda. kjallari vatnaskil í sjávarútvegi mótmælt við landsbankann Það blés ekki beint byrlega á þriðjudag þegar mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan Lands- bankann í Austurstræti. um hundrað manns létu þó sjá sig og börðu á tunnur eins og tíðkast hefur í mótmælum undanfarnar vikur. mynd siGtryGGur Ari jóHAnnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.