Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 15
Spennandi rafbíll á leiðinni Í Michigan í Banda- ríkjunum er búið að ákveða að láta reisa að lágmarki 5.300 hleðslustaura – aðallega í kringum Detroit. Flestir staurarnir verða við stóra vinnustaði. Það er General Motors sem stendur að þessu en þeir undirbúa nú af kappi inn- reið rafbílsins Chevrolet Volt á heimsmarkaðinn. Mikill áhugi er á bílnum en búið er að tvöfalda þann fjölda bíla sem upphaflega stóð til að framleiða. FÍB greinir frá þessu en bíllinn verður með innbyggða bensínrafstöð þannig að hann getur líka nýst til langferða. Hver veit nema fáeinum hleðslustaurum verði komið fyrir hér á Íslandi, þegar bíllinn kemur til landsins. miðvikudagur 20. október 2010 neytendur 15 Viltu Vita hVerjir fletta þér upp? Creditinfo heldur utan um fjárhags- og viðskiptaupplýsingar Íslendinga. Þangað geta einstaklingar hringt og beðið um yfirlit yfir hverjir hafa flett nafni þeirra eða kennitölu upp í vanskilaskrá. Allar flettingar í gagnagrunninum eru skráðar svo auðvelt er að sjá hverjir hafa flett nafni manns upp. Yfirlitið kostar ekkert. Blaðamaður gerði á þessu tilraun og komst að því að sjö aðilar hefðu samtals í tíu skipti flett honum upp á vanskilaskrá frá árinu 2008 þrátt fyrir að hann sé ekki á vanskilaskrá né hafi verið í vanskilum til skemmri tíma. Þar á meðal var símafyrirtæki, kreditkortafyrirtæki, innheimtufyrirtæki og banki. Varasamir Hello Kitty- bolir „Af öryggisástæðum vill Neyt- endastofa vekja athygli á innköll- un á barnastuttermabolum með mynd af Hello Kitty og vélmenni frá sænska fyrirtækinu Lind- ex. Áprentun bolanna hefur of hátt hlutfall kemískra efna,“ segir á heimasíðu Neytendastofu. Efn- in sem um ræðir eru þalat-efnin DEHP, DINP og DIDP sem ekki eru leyfileg í leikföngum eða barnavör- um. Þalöt eru efnasambönd sem hafa þá eiginleika að gefa plast- hlutum mýkt en hafa verið notuð í efnaiðnaði síðan snemma á 20. öld. „Viðkomandi vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi svo vitað sé. Neyt- endastofa hvetur neytendur til að afla frekari upplýsinga á heima- síðu Lindex,“ segir enn fremur á vefnum. Landsbankinn býður ný Lán: Metan-lán Landsbankinn hefur sett svo- kölluð Metan-lán á markað. Þau eru ætluð þeim sem vilja breyta bíl sínum í metanbíl en bankinn segist með þessu vilja marka sér skýrari umhverfisstefnu en áður. „Metan-lán er lán til skamms tíma á hóflegum kjörum og verð- ur veitt þeim sem vilja breyta bíl sínum þannig að hann gangi fyrir metaneldsneyti til jafns við bensín. Hægt er að breyta öllum bensínbílum með beinni innspýtingu og flestum gerðum dísilbíla. Kostnaður við upp- færslu ökutækja nemur frá 350 til 500.000 þúsund krónum. Talið er að lækka megi eldsneytiskostnað um allt að 45 prósent á ári með því að notast við metan. Þá er ónefndur ávinningur samfélags- ins vegna notkunar umhverfis- væns orkugjafa en metan er allt í senn öruggt, umhverfisvænt og hagkvæmt eldsneyti,“ segir á heimasíðu Landsbankans. Þar er líka bent á að metan sé unnt að framleiða úr öllu líf- rænu efni á yfirborði jarðarinnar; lífrænum úrgangi frá heimilum, landbúnaði, sjávarútvegi og ann- arri atvinnustarfsemi eða með ræktun á lífmassa í sjó, á landi eða í vötnum. Lánin séu veitt að undangengnu greiðslumati og gegn framvísun reikninga fyrir breytingunni. Þau bera 9,15 pró- sent vexti en það eru sömu kjör og þeim sem hafa yfirdráttalán í lækkunarferli bjóðast. Þannig greiðir sá sem lætur breyta bílnum sínum fyrir hálfa milljón um 46 þúsund krónur tæpar í vexti á ársgrundvelli. Færð peninginn ekki til baka Jakob rúnar undrast að stjórnvöld verji fjármögnunarfyrirtækin: „Lýsandi fyrir Árna Pál“ „Það er leyndarmál sem verður að ljóstra upp, hvers vegna er verið að vernda þessi fyrirtæki fram í rauðan dauðann,“ segir Jakob Rúnar Guð- mundsson, viðskiptavinur Lýsingar. Jakob sagði sögu sína af samskipt- um við fjármögnunarfyrirtækið í DV í sumar og hvernig hann fékk boð um að bifreið hans yrði vörslusvipt á sama tíma og hann var í samn- ingum við fyrirtækið. Hann og eig- inkona hans fjármögnuðu bílakaup sín með erlendu gengistryggðu láni frá Lýsingu og leit dæmið ágætlega út í upphafi. Í frumvarpi Árna Páls Árnason- ar segir meðal annars að frá höfuð- stóli og vöxtum skuli draga þær fjár- hæðir sem inntar hafa verið af hendi fram að uppgjörsdegi. Það þýðir að fjármögnunarfyrirtækin þurfa ekki að endurgreiða það sem var ofgreitt heldur rennur það upp í skuldina við félögin. Aðspurður um álit á þessu ákvæði segir Jakob þetta vera fram- hald af siðleysinu. „Þeirra réttur skal hafður þó enginn sé,“ segir Jakob og furðar sig á því hvers vegna stöðugt sé verið að halda hlífiskildi yfir þess- um fyrirtækjum. „Siðferði okkar er gjörsamlega borið fyrir borð, okkur er raunverulega misboðið alls stað- ar. Þetta er lýsandi fyrir Árna og hans vinnuaðferðir. Þetta kann að vera löglegt en er siðlaust.“ Jakob segist ekki hafa fengið út- reikninga á því hvernig lánið stend- ur hjá Lýsingu nú um stundir og hann viti því ekki hvernig skuld- in standi. „Við vitum ekki hvað við gerum og hvort við höfum einhvern möguleika á að losna við þetta öku- tæki og losna undan samskiptum við Lýsingu. Við munum aldrei aft- ur hafa viðskipti við þá,“ segir Jakob. valgeir@dv.is Jakob rúnar Guð- mundsson „Siðferði okkar er gjörsamlega borið fyrir borð, okkur er raunverulega misboðið alls staðar.“ Næstum tvær vikur eru liðnar síð- an SP-Fjármögnun hóf að birta sín- um viðskiptavinum endurútreikning lánanna en samkvæmt upplýsingum frá SP miðar útreikningum vel. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sparnaði, sem býðst til að aðstoða fólk við að reikna út lánin, hefur ekki borið á því að útreikningarnir séu rangir. Íslandsbanki hóf að senda endur- reiknaða stöðu sinna lána í fyrra- dag, mánudag, en Lýsing hefur, eitt fjármögnunarfyrirtækja, ekki hafið að birta fólki útreikningana. „Lýsing telur mikilvægt að rétt sé  að málum staðið gagnvart viðskiptavinum og að birtir endurútreikningar séu með þeim hætti að almenn sátt ríki um að- ferðafræði þeirra. Af þeim sökum tel- ur félagið nauðsynlegt að bíða með að birta endanlega útfærslu þar til um- rætt lagafrumvarp hefur verið afgreitt sem lög frá  Alþingi,“ segir á heima- síðu Lýsingar en þrátt fyrir margítrek- aðar tilraunir tókst DV ekki að ná tali af Halldóri Jörgensen, forstjóra Lýs- ingar. Árni Páll segir, spurður álits á sein- angi Lýsingar hvað varðar endur- útreikning lánanna, að heppilegast sé að fyrirtækin vinni þetta eins hratt og öruggt og hægt sé en ítrekar að á föstudaginn ætti frumvarpið að verða tekið til þinglegrar meðferðar. Þá ætti ekkert að vera fyrirtækjunum að van- búnaði. umboðsmaður skuldara hafi eftirlit Árni Páll segir ráð fyrir því gert í frum- varpinu að fólk hafi þörf til að bera útreikninga fjármögnunarfyrirtækj- anna undir þriðja aðila en í frum- varpsdrögunum segir að ráðherra sé heimilt að fela umboðsmanni skuld- ara að hafa eftirlit með útreikning- um fjármálafyrirtækjanna, óska eftir upplýsingum um forsendur útreikn- inganna og kveða á um úrbætur ef þörf krefji. Nokkur óvissa hefur verið uppi um hvernig endurreikna skuli lán sem skipt hafi um hendur síðan krónan hrundi. Árni segir efnislega að þeim verði bætt tjónið sem orð- ið hafi fyrir því. Í drögunum seg- ir að skuldari eigi sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum sem hann innti af hendi vegna lánsins. „Réttindi og skyld- ur hvers og eins aðila skulu mið- ast við þann tíma sem viðkomandi var aðili samnings,“ segir í drögun- um en taka ber fram að frumvarpið kann að taka breytingum í meðför- um þingsins. Hæpið Gísli segir að fólk eigi að fá að velja hvort það fær peninginn eða lætur hann renna upp í höfuðstólinn. „Fólk á þessa peninga“ Guðmundur gagnrýnir áformin harðlega og segir þau brot á stjórnarskrá. Þetta eru peningar sem lánþegar eiga og hafa verið ranglega af þeim hafðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.