Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 20. október 2010 miðvikudagur
Löngu áður en ég vissi hvað fólst í orðinu „hommi“ vissi ég að það var eitthvað neikvætt,“ segir Davíð Guð-mundsson, 29 ára samkynhneigður
karlmaður og þriggja barna faðir en Davíð kom
út úr skápnum í fyrra. Nýlegar fréttir af sjálfs-
morðshrinu ungra samkynhneigðra drengja
í Bandaríkjunum höfðu mikil áhrif á Dav-
íð og þegar hann sá fjólubláa daginn auglýst-
an á netinu ákvað hann að stofna síðu á Fac-
ebook og koma á fjólubláum degi hér á landi.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa og innan
skamms höfðu yfir 7 þúsund manns skráð sig á
síðuna. „Fréttir af þessum sjálfsmorðum höfðu
mikil áhrif á mig því þetta hefði alveg eins get-
að verið ég á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu.
Dagurinn er haldinn til minningar um þessa
drengi sem tóku líf sitt á undanförnum vikum
og mánuðum, eftir einelti vegna kynhneigðar
þeirra. Með þessu sýnum við þeim virðingu og
í leiðinni sýnum við þeim samhug og samstöðu
sem eru í sömu stöðu og sýnum að við líðum
ekki að fólki sé sýnd svona grimmd.“
Passaði hvergi inn
Davíð ólst upp úti á landi og gekk í fámennan
barnaskóla. Hann segir einelti í hans garð hafa
líklega byrjað í fjórða bekk. „Ég var kaffærður
í snjónum, var kallaður stelpustrákur og upp-
nefndur hommi. Ég vissi samt ekki hvað orðið
þýddi enda var fræðslan lítil á þessum tíma.
Það eina sem ég vissi var að samkynhneigð
væri slæm og neikvæð og eitthvað sem ég vildi
ekki fyrir nokkurn mun að einhver héldi að ég
væri,“ segir Davíð og bætir við að hann hafi
verið trúaður sem barn og í trúnni hafi hann
einnig skynjað að samkynhneigð væri röng.
„Ég sagði aldrei neinum frá eineltinu, hvorki
kennurum né foreldrum mínum, því ég vildi
ekki að ég yrði tengdur við samkynhneigð. Ég
hef samt ungur verið farinn að gera mér ein-
hverja grein fyrir kynhneigð minni því ég man
að þegar ég var svona 11 ára, og hafði staðið
mig vel í einhverju og fékk hrós fyrir, hugsaði
ég með mér að ef fólk vissi sannleikann um
mig þá yrði mér ekki hrósað. Ég passaði aldrei
inn, hvorki í skóla, á heimilinu eða í kirkjunni.
Samt átti ég alltaf mína vini og var aldrei gjör-
samlega einn. Það voru frekar krakkarnir í
bekkjunum fyrir ofan og neðan sem létu mig
ekki í friði,“ segir Davíð sem hefur tekist að fyr-
irgefa eineltið. „Þetta angrar mig ekki í dag og
ég er ákveðinn í að sættast við fortíðina en ég
held að það sé ekki hægt að skiljast við barn-
æskuna. Ég efast ekki um að æskan hefði verið
betri ef ég hefði ekki lent í þessari stríðni en
það er erfitt að segja hvernig hlutirnir hefðu
verið öðruvísi. Kannski hefði ég þá fallið
meira inn í hópinn, tekið þátt í hópíþróttum
og í félagslífinu almennt og jafnvel komið fyrr
út úr skápnum og sloppið við að valda mér og
barnsmóður minni þjáningum, en við áttum
ekki innilegt hjónaband. Á móti kemur að ég
á þrjú yndisleg börn, svo það er erfitt að vera
bitur út í fortíðina. Það virkar bara ekki. Fyrst
þegar ég kom út úr skápnum ætlaði að ég gera
upp alla barnæskuna en ég sá fljótt að það
væri leikur sem gengi ekki. Ég varð að sætta
mig við það sem búið var að gerast.“
Reyndi að lækna sig
Eftir að Davíð kláraði grunnskólann flutti
hann að heiman til að fara í framhalds-
skóla. Hann þagði enn yfir kynhneigð sinni
og viðurkenndi hana varla fyrir sjálfum
sér. „Ég man hvað öll neikvæð umræða um
samkynhneigð fór illa í sálartetrið mitt. Ég
átti mjög erfitt og ef ég var spurður hvort
ég væri hommi fór ég alveg í kerfi og lagð-
ist í rúmið. Ég tók allt það neikvæða inn og
var hættur að sofa og þurfti á kvíðastillandi
lyfjum að halda frá 17 ára aldri,“ segir Dav-
íð sem segir feluleikinn hafa valdið því að
hann hætti þrisvar í framhaldsskóla. „Í eitt
skiptið hætti ég á miðri önn af því að strákur
í skólanum hafði reynt við mig. Ég meikaði
ekki að takast á við það og gat ekki hugsað
Fjólublái dagurinn er
í dag en dagurinn er
haldinn til minningar
um sjö bandaríska sam-
kynhneigða drengi sem
frömdu sjálfsmorð vegna
eineltis vegna kynhneigð-
ar þeirra. Fréttirnar höfðu
mikil áhrif á Davíð
Guðmundsson en
davíð kom út úr skápn-
um í fyrra eftir fimm ára
hjónaband. Hann segir að
þótt samfélagið sé orðið
opnara sé einelti enn til
staðar og vill þess vegna
segja sína sögu.
Hommi þýddi
eitthvað neikvætt
Ég er ekki vanur að drekka áfengi en þarna hafði ég
drukkið í mig kjark svo þegar einn
vinnufélaganna spurði hvað ég væri
að gera þarna og hvort ég væri
hommi svaraði ég bara játandi.
Hamingjusamur í dag Davíð viðurkenndi
samkynhneigð sína fyrir sjálfum sér og öðrum
í fyrra. Honum líður vel og finnst hann í fyrsta
skiptið á ævinni passa inn í samfélagið.
myndiR SigtRygguR ARi JóHAnnSSon