Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 20. október 2010 miðvikudagur Stærsti eigandi bifreiðaskoðunar- stöðvarinnar Aðalskoðunar, Jafet Ólafsson, sver það af sér að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og eigandi Frumherja, eigi skoð- unarstöðina í gegnum skráða eig- endur stöðvarinnar. „Það er gott að þú spyrð mig að þessu. Það er náttúrulega hvílík tjara að Finnur Ingólfsson eigi eitthvað í þessu,“ segir Jafet sem á 75 prósent í Að- alskoðun á móti 25 prósentum sem eru í eigu Eyjólfs Árna Rafns- sonar, verkfræðings hjá Mannviti. Aðalskoðun er með um 40 pró- senta hlutdeild á bifreiðaskoðun- armarkaðnum á móti 60 prósenta hlutdeild Frumherja. Jafet segist hafa heyrt orðróm þess efnis að Finnur sé raun- verulegur eigandi Aðalskoðunar þrátt fyrir að þeir Eyjólfur Árni séu skráðir eigendur. „Við höfum fengið spurningar um þetta inn á skiptiborðið hjá okkur og því sett- um við þetta bara inn á heima- síðuna okkar.“ DV hefur heimildir fyrir því frá fyrrverandi viðskipta- vinum Aðalskoðunar að þeir hafi hætt viðskiptum við skoðunar- stöðina vegna gruns um að Finnur sé raunuverulegur eigandi hennar. Stjórnarformaður Frumherja Ástæðan fyrir því að einhverjir hafa talið Finn vera raunuverulegan eiganda Aðalskoðunar eru tengsl Finns við eigendurna og sú stað- reynd að hann reyndi að láta Frum- herja kaupa Aðalskoðun í ársbyrj- un 2007 en Samkeppnis eftirlitið hafnaði samrunanum. Finnur var þá nýbúinn að kaupa Frumherja og ætlaði að láta fyrirtækið kaupa Aðalskoðun líka. Hið sameinaða félag hefði þá verið allsráðandi á bifreiðaskoðunarmarkaðnum. Jafet átti að verða fyrsti stjórnar- formaður Frumherja, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í ársbyrjun 2007, en tók aldrei sæti í stjórn- inni vegna þess að hann keypti Aðalskoðun. Jafet sat einnig í stjórn fjárfestingarfélagsins Giftar á sín- um tíma en Finnur var stór hluthafi í félaginu sem tók við eignum og skuldum Samvinnutrygginga. Eyjólfur tengist Finni sömuleið- is þar sem Finnur er einn af hlut- höfum Mannvits og sat Eyjólfur meðal annars í stjórn Geysis Green Energy fyrir hönd Mannvits. Jafet segir hörkusamkeppni í gangi Jafet segir hins vegar að tengsl sín við Finn Ingólfsson séu ekki mikil. „Ég þekki Finn bara á sama hátt og ég þekki ýmsa aðra menn í viðskipta- lífinu. Að tengja hann við Aðal- skoðun er út í hött. Í sjálfu sér gæti Íslandsbanki alveg stað- fest það að peningarnir komu bara frá okkur Eyjólfi Árna sem stað- greiðsla á þessum hlut þegar við keyptum þetta fyrirtæki. Það eru engin tengsl á milli Frumherja og Aðalskoðunar og við erum í hörku- samkeppni við þá og höfum verið að taka af þeim markaðshlutdeild.“ Hann segir að kaupin á Aðal- skoðun hafi átt sér stað þannig að Mannvit hafi ætlað að kaupa skoð- unarstöðina og að hann hafi ákveð- ið að vera með. „Á sínum tíma ætlaði Mannvit að kaupa skoðun- arstöðina en það var ekki einhugur um það hjá eigendum stofunnar. Eyjólfur Árni fékk mig því til að vera með, ásamt Ragnari Þóri Guðgeirssyni, því hann átti for- kaupsrétt að þessu í nokkra daga. Ég keypti Ragnar svo út fyrir tveimur árum.“ Hann segir að þeir Eyj- ólfur Árni hafi séð tæki- færi í rekstrinum og þegar Samkeppniseftirlitið heim- ilaði ekki samruna Frum- herja og Aðalskoðunar hafi þeir ákveðið að slá til. Jafet segir að þetta hafi ekki verið gert í samkrulli við Finn. „Nei, nei, Samkeppniseftirlitið var náttúrulega búið að banna þeim að kaupa þetta og við sáum þetta sem kjörið tækifæri til að fara inn á þennan eftirlitsmarkað, ekki bara í bifreiðaskoðuninni heldur líka í eftirliti á matvælamarkaðnum,“ segir Jafet. Staðan er því sú – að því gefnu að Jafet sé að segja satt og rétt frá um eignarhaldið – á bifreiðaskoð- unarmarkaðnum að Finnur Ing- ólfsson á Frumherja, aðilar tengdir N1 eiga Tékkland og Jafet og Eyjólf- ur eiga Aðalskoðun. Tæplega 40 milljóna hagnaður Staða Aðalskoðunar hefur breyst gríðarlega frá því fyrirtækið var selt árið 2007. Samkvæmt árs- reikningi fyrirtækisins fyrir árið 2009 nam hagnaðurinn tæpum fjörutíu milljónum króna, eigin- fjárstaðan er 7,3 milljónir en fé- lagið skuldar rúmar 600 milljónir króna. Í ársreikningnum kemur fram að félagið uppfylli ekki skil- yrði lánasamninga um eiginfjár- stöðu og að viðræður hafi stað- ið yfir við stærsta lánardrottin félagsins, Íslandsbanka, um höf- uðstólslækkun gengistryggðra lána félagsins. Staðan í ársreikningnum árið 2006, áður en félagið var selt, var hins vegar þannig að félagið skil- aði hagnaði upp á nærri 26 millj- ónir króna, eigið féð nam nærri 90 milljónum og skuldirnar voru um 16 milljónir króna. Ýmislegt hefur því breyst hjá fyrirtækinu frá 2007 en ef marka má orð Jafets kem- ur Finnur Ingólfsson þar hvergi nærri. Bifreiðaeigendur hafa hætt viðskiptum við bifreiðaskoðunarstöðina Aðalskoð- un vegna gruns um að Finnur Ingólfs- son eigi fyrirtækið. Skráðir eigendur Aðalskoðunar hafa stundað viðskipti með Finni sem ætlaði að kaupa Aðal- skoðun og sameina hana Frumherja árið 2007. Stærsti hluthafi Aðalskoðun- ar segir af og frá að eigendurnir séu leppar Finns og að hörkusamkeppni ríki á milli fyrirtækjanna tveggja. IngI F. vIlhJálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is JAFET SVER AF SÉR FINN INGÓLFSSON Ég þekki Finn bara á sama hátt og ég þekki ýmsa aðra menn í viðskiptalífinu. Engin Finnur, segir Jafet JafetÓlafsson, stærstieigandiAðalskoðunar,segirþaðtóma tjöruaðFinnurIngólfssonséraunverulegur eigandiAðalskoðunar.Finnurábifreiðaskoðun- arstöðinaFrumherjasemermeð60prósenta hlutdeildábifreiðaskoðunarmarkaðnum. Segir hörkusamkeppni í gangi Jafetsegiraðhörkusamkeppniséá milliFrumherjaogAðalskoðunarog aðmarkaðshlutdeildsíðarnefnda félagsinsséum40prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.