Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Qupperneq 3
MINNISBLAÐ HEIÐARS FÓR EKKI FYRIR BANKARÁÐIÐ miðvikudagur 27. október 2010 fréttir 3 ­vakin­ vegna­ eftirfarandi­ orðalags­ í­ frétt­ Stöðvar­ 2­ um­ minnisblaðið:­ „Félög­ Björgólfs­ Thors­ Björgólfs- sonar­ fóru­ ekki­ nema­ að­ litlu­ leyti­ að­ ráðum­ Heiðars­ Más­ Guðjóns- sonar­um­að­byggja­upp­skortstöður­ á­ gjaldeyris-­ og­ hlutabréfamarkaði­ árið­ 2006.­ Þetta­ fullyrðir­ talsmað- ur­ Novator.“­ Í­ þessum­ orðum­ felst­ að­„félög­Björgólfs­Thors“­ ­hafi­ein- ungis­ farið­ eftir­ „litlum­ hluta“­ af­ tillögum­ Heiðars­ Más.­ Samt­ voru­ bæði­ Ragnhildur­ og­ Heiðar­ Már­ búin­ að­ fullyrða­ við­ DV­ að­ áætlun- inni­ hefði­ aldrei­ verið­ hrint­ í­ fram- kvæmd.­ „Þessari­ áætlun­ var­ aldrei­ hrint­í­framkvæmd,“­sagði­Ragnhild- ur­í­svari­til­DV­á­sunnudaginn,­auk­ þess­sem­Heiðar­var­búinn­að­segja­ að­ hann­ hefði­ aðeins­ kynnt­ minn- isblaðið­fyrir­bankaráði­Landsbank- ans,­engum­öðrum. Þetta­orðalag­ í­ fréttum­Stöðvar­2­ –­að­ lítill­hluti­áætlana­Heiðars­hafi­ verið­framkvæmdur­–­útskýrir­Ragn- hildur­ á­ eftirfarandi­ hátt:­ „Áætlun- inni­ ­ var­ aldrei­ hrint­ í­ framkvæmd,­ það­ er­ margstaðfest.­ Það­ sem­ ég­ staðfesti­ hins­ vegar­ við­ Stöð­ 2­ –­ og­ Heiðar­ hafði­ áður­ upplýst­ –­ var­ að­ Novator­ var­ með­ ákveðnar­ gjald- eyrisvarnir­ sem­ einnig­ voru­ nefnd- ar­ í­ þessu­ minnisblaði.­ Það­ hefur­ ekkert­með­stöðu­gegn­krónunni­að­ gera­og­ekkert­með­áætlunina­í­heild­ að­ gera.“­ Þetta­ orðalag­ bendir­ til­ að­ minnisblaðið­hafi­ekki­einungis­ver- ið­ kynnt­ fyrir­ stjórnendum­ Lands- bankans­ –­ þó­ ekki­ bankaráðinu­ –­ auk­ þess­ sem­ það­ gengur­ ekki­ upp­ að­tillögur­um­önnur­fyrirtæki­Björ- gólfs­ Thors­ sem­ lutu­ annarri­ stjórn­ hafi­ratað­inn­á­borð­til­þeirra. Aðspurð­ af­ hverju­ ­stjórnendur­ Landsbankans­ hafi­ ekki­ farið­ ­eftir­ því­ sem­ fram­ kemur­ í­ minnisblað- inu­ segir­ Ragnhildur:­ „Ég­ get­ að­ sjálfsögðu­ekki­svarað­því­­fyrir­hönd­ stjórnenda­ Landsbankans­ hvers­ vegna­þeir­fóru­ekki­að­ráðum­þriðja­ manns.­ Þú­ verður­ að­ leita­ svara­ við­ því­ mikilvæga­ atriði­ annars­ staðar,“­ en­ enn­ sem­ komið­ er­ er­ ekkert­ vit- að­ um­ það­ hvort­ þeir­ Sigurjón­ og­ Halldór­ hafi­ í­ raun­ vitað­ eitthvað­ um­þessa­skortstöðuáætlun­Heiðars­ Más.­Ljóst­er­hins­vegar­að­bankaráð­ Landsbankans­ gerði­ það­ ekki­ þrátt­ fyrir­orð­Ragnhildar­og­Heiðars­Más. Spurningin um skuggastjórnun DV­ innti­ Ragnhildi­ Sverrisdóttur­ eftir­ því­ um­ helgina­ hvort­ vinnsl- an­ á­ minnisblaði­ Heiðars­ Más­ og­ sú­ staðreynd­ að­ í­ því­ væru­ línurn- ar­ fyrir­ stefnu­ nokkurra­ fyrirtækja­ í­ eigu­ Björgólfs­ Thors­ lagðar­ á­ einu­ bretti­benti­ekki­til­þess­að­Björgólf- ur­Thor­hefði­verið­skuggastjórnandi­ í­Landsbankanum.­Ástæðan­er­sú­að­ minnisblaðið­ var­ unnið­ fyrir­ Björg- ­ólf­af­starfsmanni­Novator­í­London,­ Heiðari­ Má­ Guðjónssyni,­ og­ átti­ að­ nota­ það­ til­ að­ stýra­ skortstöðutök- um­ í­ Landsbankanum,­ Straumi­ og­ Samson.­ Spurning­ DV­ um­ þetta­ mál­ var­ eftirfarandi:­ „Rímar­ það­ við­ það­ sem­ gefið­ hefur­ verið­ út­ að­ Björg- ­ólfur­ Thor­ hafi­ ekki­ verið­ skugga- stjórnandi­ í­ Landsbankanum­ þeg- ar­ stærstu­ ákvarðanir­ um­ stjórnun­ bankans­ virðast­ hafa­ verið­ teknar­ á­ skrifstofu­ Novator­ í­ London?­ Eft- irfarandi­ setning­ er­ í­ minnisblað- inu:­„Landsbanki­og­Straumur­eyða­ einnig­ viðskiptamannaáhættu­ með­ því­ að­ skortselja­ hlutabréf,­ skulda- bréf­ og­ íslensku­ krónuna,­ þar­ sem­ við­á.““ Svar­ Ragnhildar­ við­ þessari­ spurningu­ var­ á­ þá­ leið­ að­ sú­ stað- reynd­ að­ minnisblaðið­ hefði­ verið­ tekið­ fyrir­ og­ metið­ af­ stjórnendum­ bankans­sýndi­einmitt­fram­á­það­að­ Björgólfur­ Thor­ hefði­ ekki­ fjarstýrt­ bankanum­ sem­ skuggastjórnandi:­ „Varðandi­ meinta­ „skuggastjórnun“­ sem­er­raunar­ekki­til­sem­hugtak­að­ íslenskum­lögum,­hvað­þá­að­við­því­ liggi­refsing:­Það­er­augljóst­að­eng- in­ ákvörðun­ var­ tekin­ um­ stjórnun­ Landsbankans­á­skrifstofu­Novators­ í­ London.­ Bankastjórum­ og­ banka- ráði­ Landsbankans­ var­ með­ þessu­ minnisblaði­ kynnt­ hver­ aðsteðjandi­ hætta­væri­og­hvernig­mætti­bregð- ast­ við­ henni.­ Bankinn­ fylgdi­ ekki­ þeim­ ráðum.­ Ef­ bankastjórar­ og­ bankaráðsmenn­ litu­ svo­ á­ að­ þeir­ væru­ þar­ með­ að­ hunsa­ vilja­ eins­ stærsta­ hluthafans,­ þá­ er­ ekki­ sam- tímis­ hægt­ að­ fullyrða­ að­ sá­ sami­ hluthafi­hafi­ráðið­því­sem­hann­vildi­ innan­bankans.­Það­er­ástæða­til­að­ þakka­DV­sérstaklega­ fyrir­að­draga­ Skortstaða gegn krónunni og aukin lán í erlendum myntum Líkt og DV hefur áður greint frá sýnir ársreikningur eignar- haldsfélagsins Samsonar, sem hélt utan um kjölfestuhlut Björgólfsfeðga í Landsbanka Íslands, árið 2007 stöðutöku gegn íslensku krónunni í gengisvörnum félagsins. Inntakið í minnisblaði Heiðars Más frá 2006 og tölvupóstum hans til Björgólfsfeðga í ársbyrjun 2007 var að Samson myndi tryggja sig og Landsbankann gegn því gengistapi sem óhjákvæmilega myndi fylgja lækkun íslensku krónunnar sem félagið reiknaði með á árinu. Í minnisblaðinu fólst jafnframt að Landsbankinn, Samson og Straumur myndu snúa vörn í sókn og græða á gengisfalli krónunnar. Þessi tilmæli Heiðars eru sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að Landsbankinn byrjaði í auknum mæli að lána viðskiptavinum sínum í erlendum gjaldmiðlum árið 2006 og jókst hlutfall erlendra lána til einstaklinga um 400 prósent á tveimur árum, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þars segir meðal annars í öðru bindi: „Mynd 27 sýnir að í Landsbankanum jókst hlutur erlendra lána til einstaklinga jafnt og þétt frá því snemma árs 2006. Fór hlut- fallið úr um 5% í upphafi þess árs í yfir 20% árið 2008. Eins og hjá Kaupþingi er meirihluti erlendra lána í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Í öllum bönkunum þremur jókst hlutur erlendra gjaldmiðla, sér í lagi lágvaxtamynta, verulega í lánum til einstaklinga síðustu 2–3 árin fyrir fall bankanna.“ Á sama tíma og Landsbankinn, eða Samson, var byrjaður að brynja sig og taka stöðu gegn krónunni fyrir tilmæli manna eins og Heiðars Más byrjaði bankinn einnig að auka erlend lán til viðskiptavina sinna. Í báðum þessum aðgerðum fólst gengisvörn gegn krónunni. Með því að lána viðskiptavinum sínum í erlendri mynt ætlaði Landsbankinn einnig að tryggja sig gegn lækkun krónunnar og forðast það að erlend lán þeirra sjálfra hækkuðu með þessu geng- isfalli því um leið og krónan lækkaði gagnvart erlendum gjaldmiðlum hækkaði greiðslubyrðin hjá þeim viðskiptavin- um sem voru með lán í erlendri mynt og lánastofnanirnar fengu upp í erlendar skuldir sínar. Í tilfelli Landsbankans gekk gjaldeyrisvörnin hins vegar aðeins upp á árinu 2006 því þá lækkaði krónan en ekki árið 2007 því þá hækkaði krónan. Stöðutaka bankans 2007 gekk því ekki upp það ár. Í ársreikningi Samsonar 2007 kemur nefnilega fram að félagið hafi tryggt sig gagnvart erlendum myntum á árinu. Þetta þýðir að Samson-menn bjuggust við því að krónan myndi lækka á árinu og vildu þeir verja félagið gegn því að tapa fjármunum á þessari lækkun. Krónan hækkaði hins vegar um 8 prósent á árinu, frá lokum 2006 til loka árs 2007, og því tapaði Landsbankinn á þessum gengisvörnum. Í árs- reikningnum segir um þetta: „Félagið færir afleiðusamninga á markaðsvirði og því kemur fram gjaldfærsla að fjárhæð 15.632 m. kr. sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á árinu. Sem alþjóðlegt fjárfestingafélag beitir félagið gengisvörnum til að styðja við eign félagsins í Landsbanka Íslands hf. og draga úr gengisáhrifum á eignir félagsins í evrum talið.“ Þetta leiddi til taps fyrir Samson en á sama tíma var hækkunin hagstæð fyrir þá viðskiptavini Landsbankans sem voru með erlend lán því krónan styrktist árið 2007. Landsbankinn var hins vegar varinn fyrir lækkun krónunnar bæði árin 2006 og 2007 og hélt því að krónan myndi lækka bæði árin. Árið 2008 veiktist hún hins vegar mjög og þá hækkaði greiðslubyrði fólks með erlend lán. Þessi hækkun varð svo enn meiri við hrunið um haustið 2008. fram­ þá­ staðreynd;­ það­ er­ hvimleitt­ að­heyra­sífellt­hrópað­um­„skugga- stjórnun“­ Landsbankans­ þegar­ öll­ rök­hníga­til­annars.“ Líkt­ og­ áður­ segir­ er­ hins­ vegar­ ekkert­sem­bendir­til­að­þetta­minn- isblað­ hafi­ verið­ tekið­ fyrir­ í­ banka- ráðinu­ og­ enn­ er­ ekki­ vitað­ hvort­ bankastjórarnir­ sjálfir­ hafi­ ­hafnað­ því,­ líkt­ og­ Ragnhildur­ staðhæf- ir,­ og­ enn­ síður­ á­ hvaða­ forsendum­ það­ var­ gert.­ Vel­ kann­ því­ að­ vera­ að­ aðrar­ ástæður­ en­ mat­ stjórn- enda­Landsbankans­hafi­legið­á­bak­ við­ það­ að­ ekki­ var­ lagt­ í­ stöðutök- una­ sem­ kynnt­ var­ í­ minnisblaðinu­ og­hugsanlegt­er­að­þeir­hafi­jafnvel­ ekki­vitað­um­minnisblaðið. Skýrsla Deloitte og skuggastjórnun Umræðan­ um­ minnisblað­ Heiðars­ Más­ og­ ólíkar­ frásagnir­ af­ meðferð­ þess­ innan­ Landsbankans­ kunna­ að­ geta­ hjálpað­ til­ við­ að­ átta­ sig­ á­ þessari­spurningu­um­þátt­Björg­ólfs­ Thors­um­stjórnun­bankans.­Líkt­og­ sjá­ má­ á­ svari­ þvertekur­ talskona­ Björgólfs­fyrir­kenningar­um­skugga- stjórnun.­ Endurskoðunarfyrirtækið­ Deloitte­í­London­er­með­skýrslu­um­ starfsemi­ Landsbankans­ í­ vinnslu­ þar­ sem­ meðal­ annars­ verður­ reynt­ að­ svara­ þeirri­ spurningu.­ ­Skýrslan­ er­ unnin­ fyrir­ skilanefnd­ Lands- bankans. Skýrslan­ mun­ ná­ til­ nokkurra­ mánaða­tímabils­fyrir­íslenska­efna- hagshrunið­ og­ verður­ meðal­ ann- ars­ reynt­ að­ svara­ þeirri­ spurningu­ með­hvaða­hætti­eigendur­bankans,­ meðal­annars­Björgólfur­Thor,­komu­ að­starfsemi­Landsbankans,­lánveit- ingum­ út­ úr­ honum­ til­ félaga­ sem­ hann­ átti­ og­ öðru­ slíku.­ Heimildir­ DV­ herma­ að­ meðal­ annars­ sé­ um­ að­ ræða­ „nákvæma­ skoðun­ á­ mál- efnum­ Björgólfs­ Thors“­ hjá­ Lands- bankanum.­ Hvað­ varðar­ minnisblað­ Heiðars­ Más­ komu­ þar­ í­ það­ minnsta­ fram­ tillögur­ um­ skortstöðutöku­ Lands- bankans­ gegn­ krónunni,­ í­ hluta- bréfum­ og­ skuldabréfum,­ frá­ starfs- manni­ Björgólfs­ og­ áttu­ tillögurnar­ að­eiga­við­um­öll­fyrirtæki­Björgólfs­ sem­ þurftu­ að­ verja­ sig­ fyrir­ falli­ krónunnar­ eða­ sem­ gátu­ veðjað­ á­ lækkun­hennar­og­grætt­á­því. Í aðgerðaáætlun Heiðars Más í minnisblaðinu um stöðutökuna segir meðal annars: „Í heildina væri í mesta lagi um ríflega 30 milljarða hagnað af skortstöðum að ræða. Þetta væri hreinn hagnaður, óháður áhættustýringarsjónarmiðum. Langmest hagnaðartækifæri er í íslensku krónunni.“ Það voru Landsbankinn, Straumur og eignarhaldsfélagið Samson, stærsti hluthafi Landsbankans, sem áttu að framkvæma stöðutökurnar. Um skortstöðu á hlutabréfum tengdum Baugi: „Loka áhættu strax. Síðan byggja upp skortstöður í þeim sem helst yrðu fyrir barðinu ástandinu. Það eru bankar og fyrirtæki með umsvifamikinn fjármálarekstur. Eins fyrirtæki sem eru skuldsett og tengjast Baugi.“ Áætlun Heiðars var að skortselja hlutabréf í Baugsfyr- irtækjunum FL Group, Dagsbrún og Mosaic auk bréfa í Kaupþingi og Íslandsbanka fyrir samtals um 30 milljarða króna og græða á lækkun bréfanna. Um þetta segir Heiðar Már í minnisblaðinu: „20 milljarða skortstaða í hlutabréfum sem við búumst við 30% hagnaði af eða 6 milljörðum.“ Einnig mælti Heiðar Már með skortsölu á skuldabréfum hinna bankanna tveggja, Kaupþings og Íslandsbanka, sem og á skuldabréfum Baugstengdra fyrirtækja. „Skortselja skuldabréf, alþjóðlega, sem tengjast KB, ISB, Baugi og FL. Búast við 1–2 milljarða hagnaði af því.“ InntakIð í mInnIsblaðI HeIðarsSkuggastjórnandi? Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, segir að sú staðreynd að bankaráð Landsbankans hafi hafnað tillögum Heiðars Más sýni að Björgólfur Thor hafi ekki stýrt bankanum sem „skugga- stjórnandi“ þar sem ráðið hafnaði tillögum sem komu frá Novator. Bankaráðsmaður í Landsbankan- um segir að tillögurnar hafi aldrei komið fyrir bankaráðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.