Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Qupperneq 4
4 fréttir 27. október 2010 miðvikudagur
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
Slakaðu á heima
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
Úrval nuddsæta
Verð frá 23.750 kr.
Sigurður Örn Leósson, sem var einn
helsti forsvarsmaður Finanzas Forex
hér á landi sem margir Íslendingar
lögðu stórfé í, rekur nú fyrirtækið Ha-
vila Limited, sem býður fólki skjót-
fenginn gróða með óhefðbundnum
fjárfestingum. Finanzas Forex var al-
þjóðlegt fyrirtæki og var Sigurður Örn
í fararbroddi þess hér á landi. Fyrir-
tækið náði að sannfæra um þúsund
Íslendinga fram til ársins 2008 um
að leggja samanlagt um einn milljarð
króna inn í fyrirtækið í von um skjót-
fenginn risagróða. Fjölmargir hafa
ekki fengið peninga sína til baka en
Sigurður fullyrðir reyndar sjálfur að
allir sem lögðu peningana sína inn í
fyrirtækið hér á landi muni fá endur-
greitt. Sjálfur sagðist Sigurður Örn þó
vera búinn að græða á Finanzas For-
ex, þegar DV spurði hann út í starf-
semina fyrr á þessu ári. Finanzas
Forex hefur verið sakað um að vera
svikamylla og Fjármálaeftirlitið hefur
í þrígang varað við félaginu. Sigurður
Örn þvertekur hins vegar fyrir að fé-
lagið sé svikamylla.
Sigurður er ekki af baki dottinn því
fyrirtæki hans heldur úti að minnsta
kosti tveimur vefsíðum, havila-ltd.-
com og nordicfunds.com. Þar er fólki
boðið að taka þátt í óhefðbundnum
fjárfestingum og lofað allt upp í fimm
prósenta gróða á viku. Sigurður Örn
hefur haldið kynningarfundi hér á
landi. Einn þessara kynningarfunda
fór fram í færeyska sjómannaheimil-
inu í Reykjavík fyrr í þessum mánuði.
Þetta kemur fram í tölvupósti sem
Sigurður sendi til að kynna fundinn.
Boðar risagróða
Í einu kerfinu sem fyrirtæki Sigurðar
býður upp á er fjárfestum boðið að
fjárfesta fyrir 10 milljónir banda-
ríkjadala eða um 1,1 milljarð króna.
„Ávöxtun er að lágmarki 5 prósent á
viku. Fyrir 100 milljónir dollara get-
ur ávöxtunin verið 20 prósent á viku,“
segir í kynningu á vefsíðu Sigurðar.
Þetta kerfi kallar hann PPP og á að
taka fjörutíu vikur.
Annað kerfi kallast Forex og er sagt
ganga út á gjaldeyrisbrask en starf-
semi Finanzas Forex var einnig kynnt
undir þeim formerkjum. Lágmarks
fjárfesting er 50 þúsund evrur. Fjár-
festum var sagt að þeir gætu búist við
4–5 prósenta ávöxtun á mánuði. Þá er
birt tilvitnun í fjárfesti frá Hong Kong
sem er sagður hafa ávaxtað fé sitt um
rúmlega 800 prósent á einu ári á svo-
kölluðu Forex-braski.
Hótar DV málsókn
DV sendi Sigurði Erni spurningar um
nýju fyrirtækin. Sigurður Örn svar-
aði ekki spurningunum heldur sendi
hann tölvupóst þar sem hann færir
rök fyrir því að FFX sé ekki svikam-
ylla. „Íslensk lögmannsstofa hefur
þegar hafið undirbúning að málsókn
gegn DV,“ segir Sigurður í tölvupóst-
inum. DV hefur, líkt og flestir aðr-
ir fjölmiðlar hér á landi, fjallað um
málefni Finanzas Forex hér á landi á
þessu ári.
Finanzas Forex var skráð í Pan-
ama. Havila Limited býður fólki að
stofna reikninga og fá margvíslega
aflandsbankaþjónustu í Panama
gegn 1.300 þúsund króna þóknun.
Þeir reikningar eru stofnaðir til þess
að „fela hver er raunverulegur eig-
andi peninganna“, eins og segir á
vef fyrirtækisins. „Þessi reikningur
er mjög gagnlegur ef þú vilt fjárfesta
á Filipps eyjum í gegnum lán til fil-
ippseysku góðgerðastofnunarinnar
þinnar,“ segir á vefnum.
Þá segir að fyrirtæki Sigurðar sé
fulltrúi kaupanda á filippseyskum
gjaldmiðli og dollaraseðlum sem
hafi ekki verið klipptir út. Þá segist
hann vera fulltrúi samtaka og alþjóð-
legs banka sem kaupi gull.
Sigurður Örn Leósson, sem var forsprakki Finanzas Forex hér á landi, kynnir nú
margvíslega fjármálaþjónustu fyrir Íslendingum og lofar skjótum gróða. Fjöldi Íslend-
inga tapaði peningum á Finanzas Forex en Sigurður segir alla munu fá greitt og hótar
DV málsókn vegna fyrri frétta af félaginu.
HELDUR ÁFRAM AÐ
BJÓÐA RISAGRÓÐA
VaLgeir Örn ragnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
1.Íhverjueruþessiviðskiptisemþúertaðkynnafyrirfólkifólgin?
2.EreinhvermunuráþessumForex-viðskiptumogþeimsemþúvarstáðurað
kynnafyrirfólkiígegnumFinanzasForex?Efsvoer,hverermunurinn?
3.TelurþúaðþúnjótirtrauststilþessaðkynnasvonaviðskiptifyrirÍslendingum
eftiraðhafaveriðforsvarsmaðurFFXhérálandi?
4.HafamargirsóttkynningarfundihérálandifyrirHavilaogNordicfunds,sbr.
fundinnífæreyskasjómannaheimilinu16.október?Hafamargirhérálandi
fjárfestífyrirtækjunum?
5.HversumikiðhagnaðistþúsjálfuráFFXhérálandi?
Spurningar DV til Sigurðar:
Þessir reikning-ar eru stofnaðir
til þess að „fela hver er
raunverulegur eigandi
peninganna“, eins og
segir á vef fyrirtækisins.
Sigurður Örn
Leósson „Ávöxtun
eraðlágmarki5
prósentáviku.Fyrir
100milljónirdollara
geturávöxtuninverið
20prósentáviku.“
Mehdi Kavyanpoor fær að vera á Íslandi:
Fékkókeypisráðgjöf
Lögfræðingur Mehdis Kavyanpoors,
Arnar Þ. Jónsson, tók á sig kostnað
vegna áfrýjunar hans til Hæstarétt-
ar þar sem fyrri dómar og úrskurðir
Útlendingastofnunar voru staðfestir.
Kostnaðurinn nam tæpum
tveimur milljónum. Mehdi fékk ekki
stöðu flóttamanns en með nýlegri
samþykkt Alþingis á breytingum á
útlendingalögum hefur réttarstaða
hans sem hælisleitanda verið bætt
til samræmis við þróun löggjafar í
þessum málaflokkum í Evrópu. Þeir
sem eiga á hættu að sæta dauða-
refsingu, pyndingum eða annarri
ómannúðlegri eða vanvirðandi
meðferð eða refsingu verði þeir
sendir aftur til heimalands síns, fá
nú sömu réttarstöðu og flóttamenn.
En eins og áður hefur komið fram í
fréttum varð Mehdi mikið um þegar
Hæstiréttur sneri ekki fyrri úrskurði
og sagðist aldrei myndu snúa aftur
til Írans. Hann sagðist verða tekinn
af lífi og fyrr myndi hann deyja hér
á landi. Ekki er hægt að flytja Mehdi
úr landi vegna þess að hann neitar
að fara.
Mehdi ákvað árið 2008 að fara
í hungurverkfall til að mótmæla
niður stöðu Útlendingastofnunar
sem synjaði umsókn hans um dval-
arleyfi hér á landi. Eftir 11 daga var
hann færður á sjúkrahús til aðhlynn-
ingar.
Hann hefur stundað vinnu í fata-
hreinsun og á Ruby Tuesday. Hann
segist hafa tapað fimm árum lífs síns
sem flóttamaður á Íslandi þar sem
hann dvaldi við illa vist að eigin sögn
í flóttamannabúðum í Keflavík.
kristjana@dv.is
Þarf ekki að greiða 2 milljónir Lög-
fræðingurMehdisgerðigóðverkogfelldi
niðurkostnaðviðáfrýjuntilHæstaréttar.
Sofnaði á
Reykjanesbrautinni
Betur fór en á horfðist þegar jeppa
var ekið á ljósastaur við Reykjanes-
braut í Garðabæ í gærmorgun. Öku-
manninn, konu um fertugt, sakaði
ekki en hún mun hafa sofnað undir
stýri. Bíllinn skemmdist hins vegar
allnokkuð eins og sjá má á meðfylgj-
andi mynd frá lögreglunni.
Stal rafmagni til
kannabisræktunar
Tveir karlmenn voru dæmdir í Hér-
aðsdómi Suðurlands fyrir ræktun á
20 kannabisplöntum í bílskúr á Sel-
fossi. Plönturnar fundust við húsleit
lögreglu í júlí í fyrra. Annar maður-
inn var einnig dæmdur fyrir þjófnað
fyrir að hafa á sama tímabili tengt
fram hjá rafmagnsmæli húsnæðis
þar sem ræktunin fór fram. Mæl-
irinn mældi rafmagnsnotkun í bíl-
skúrnum og var hann því dæmdur
fyrir að hafa með ólögmætum hætti
orðið sér út um orku til að rækta
kannabisplönturnar.
Valt og brann í
vegarkanti
Ökumaður bíls sem var á leið að
Blönduósi á mánudagskvöld missti
stjórn á bílnum í mikilli hálku með
þeim afleiðingum að bílinn valt út
af veginum. Þegar ökumaðurinn og
tveir farþegar bílsins, allt stúlkur, voru
að klöngrast út úr bílnum kviknaði
eldur í vél hans. Stúlkurnar komust
út úr bílnum áður en eldurinn náði
að læsa sig almennilega í hann og
komu þær sér upp á veg heilar á húfi.
Slökkviliðið var kallað til.