Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Qupperneq 15
Minna veggrip Aldrei verður vísan um réttan loftþrýsting í dekkjum of oft kveðin, sérstaklega ekki nú þegar veturinn lætur á sér kræla. Þeir sem skipta yfir á vetrardekk ættu að passa að hafa réttan loftþrýsting í hjólbörðunum. Of hörð eða of lin dekk minnka veggripið þannig að bíllinn verður óstöðug- ari, hvort sem er á þurrum götum, blautum eða snjóhvítum. Þess utan er það staðreynd að rangur loftþrýstingur í dekkjum eykur eldsneytiseyðslu bílsins. Hafið það hugfast þegar þið setjið dekk- in úr geymslunni undir bílinn. gleyMskan kostar Bifreiðaeigendur eru minntir á að stundum gleymist að fara með bílinn í skoðun. Slíkri gleymsku kanna að fylgja allt að fimmtán þúsund króna sekt, sem þarf að greiða næst þegar bíllinn er færður til skoðunar. Ef viðkomandi getur ekki greitt sektina við skoðun, hækkar sektin um allt að 100 prósent. Á móti kemur að 50 prósenta afsláttur er veittur af sektinni, greiðist hún innan ákveðins tíma. Það er góð regla að bíða ekki fram á síðustu stundu með að fara með bílinn í skoðun. Það sparast ekkert á því. miðvikudagur 27. október 2010 neytendur 15 Svona virkar greiðSluaðlögun „Til þess að þú getir fengið greiðsluað- lögun er gert ráð fyrir að þú getir ekki staðið undir skuldum þínum til fram- tíðar,“ segir Svanborg Sigmarsdótt- ir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. DV hafði samband við emb- ættið og fékk að vita hvers kyns sam- komulag fólk gengst undir þegar það fer í svokallaða greiðsluaðlögun. Um síðustu mánaðamót var 551 umsókn um greiðsluaðlögun í vinnslu en þeim hefur fjölgað nokkuð síðan þá. Markmið greiðsluaðlögunar er að gera fólki í verulegum greiðslu- erfiðleikum kleift að endurskipu- leggja fjármál sín og koma jafnvægi á milli skulda og greiðslugetu og svo að það geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð. Niðurfærsla skulda Svanborg segir að eftir að umsókn sé samþykkt fái viðkomandi löglærð- an umsjónarmann. Hann skoði um- sóknina og finni út hvar skuldirnar liggi og hver greiðslugetan sé í raun og veru. Hann leggi svo fyrir tillögu að samningi við kröfuhafa. „Hann getur lagt til niðurfærslu skulda að hluta, frystingu eða algjöra niður- færslu lána,“ segir Svanborg en á heimasíðu umboðsmanns skuldara segir að með greiðsluaðlögun megi einnig kveða á um skilmálabreyting- ar krafna og eða breytt greiðsluform. Aldrei hafnað samningi Umboðsmaður skuldara leggur fram tillögu að samningi við kröfuhafa. Hafni þeir samningnum er hægt að fara dómstólaleiðina. „Dómarinn metur þá hvort þú eigir rétt á greiðslu- aðlögun,“ segir Svanborg og bætir við að mun erfiðara sé fyrir kröfuhafa að segja nei við samningi ef dómsúr- skurður liggi fyrir. Spurð hversu langan tíma það taki að fá greiðsluaðlögun segir Svanborg að eftir að umsókn sé samþykkt taki um þrjá mánuði að kalla inn kröfur og koma öllu á hreint. Þegar búið sé að leggja inn umsókn um greiðsluað- lögun megi kröfuhafar hvorki krefjast greiðslna né nauðungarsölu eða grípa til annarra aðgerða gegn skuldurum. „Ef svo kröfuhafar vilja ekki gangast við samningnum bætist við sá tími sem það tekur að fara með málið fyr- ir dóm. Tíminn sem það tekur ræðst af önnum hjá dómstólum,“ segir hún og bætir við að það geti tekið einhverja mánuði. Hingað til hafi kröfuhafar hins vegar aldrei hafnað samningi sem umsjónarmenn embættisins leggi til. Mismunandi samningar Samningurinn sem umsjónarmað- urinn leggur fram gildir í eitt, tvö eða þrjú ár – eftir því hvernig staðan er hjá hverjum og einum. Við samningslok er gert ráð fyrir því að búið sé að laga skuldirnar að greiðslugetu þess sem fór í greiðsluaðlögun. Svanborg seg- ir hins vegar að erfitt sé að tala um al- mennar reglur í greiðsluaðlöguninni þar sem hvert mál sé einstakt. „Ef þú ert ungur og vel menntaður, en tíma- bundið atvinnulaus, þá getur samn- ingurinn verið öðruvísi en hjá þeim sem er kannski á bótum þar sem lítil von er um bættan hag,“ segir hún en tekur fram að ákvæði sé í lögunum sem snýr að því að sá sem er í greiðslu- aðlögun þurfi að láta umsjónarmann sinn vita ef greiðslugeta minnkar, til dæmis vegna veikinda. Þá sé mið af því tekið. Hið sama eigi við ef tekjurnar aukist verulega – þá þurfi fólk að láta vita. „Það er ekki verið að tala um að þú látir vita ef þú færð fimm þúsund króna launahækkun heldur ef hagur þinn vænkast verulega,“ segir hún. Viðmið um framfærslukostnað Þeir sem samþykkja greiðsluaðlög- un þurfa að gangast undir ákveðin neysluviðmið. Þannig er gert ráð fyr- ir að fjögurra manna fjölskylda (par með tvö börn) þurfi 156.100 krónur á mánuði til að kaupa mat, hrein- lætisvörur, borga lækniskostnað, tómstundir, fatnað og ýmislegt. Það skiptist þannig: Matur og hreinlætisvörur: 105.300 kr. Tómstundir: 8.300 kr. Fatnaður: 17.500 kr. Lækniskostnaður: 16.700 kr. Ýmislegt: 8.300 kr. Nákvæmara neysluviðmið Við þetta bætist kostnaður ef barn notar bleiur, 6.900 krónur, og ef fjölskyldan á bíl, 41.000 krónur, en sú upphæð er fengin hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda. Inni í þeirri upphæð er ekki afborgun af áhvíl- andi láni eða tryggingum á bílnum, heldur er aðeins miðað við að rekst- ur bílsins kosti 41 þúsund krónur á mánuði. En fleira fellur til. „Gera þarf sér- staklega ráð fyrir föstum liðum í framfærslu svo sem rafmagni, hita, dagvistun barna, húsaleigu, fast- eignagjöldum og fleiru samkvæmt greiðsluseðlum,“ stendur á heima- síðu umboðsmanns skuldara. Svan- borg segir að tekið sé mið af fleiri kostnaðarliðum, svo sem trygging- um, en tekur fram að nefnd sérfræð- inga sé að meta framfærslukostnað- inn með nákvæmari hætti en áður og hún muni skila niðurstöðum vænt- anlega um áramót. Þá verði neyslu- viðmiðin nákvæmari. Svanborg segir að tekið sé mið af aðstæðum fólks hverju sinni þegar neysluviðmið sé metið. Sé til dæm- is lækniskostnaður hærri en 16.700 krónur að jafnaði á mánuði sé tekið tillit til þess. Viðmiðin sem að ofan eru talin séu því ekki endilega end- anleg. „Það eru ofboðslega marg- ir sem vita ekki hver kostnaðurinn er við framfærsluna og þetta er bara viðmið sem notað er,“ segir hún og bætir við að ef veruleg hækkun verði á einhverjum föstum kostnaði, svo sem húsaleigu, fasteignagjöldum eða rafmagni, sé upphæðin sem fólk hafi til ráðstöfunar endurskoðuð. Mátt eiga bíl og hafa nettengingu Spurð hvort fólki sé gert að minnka við sig húsnæði segir Svanborg að í lögunum um greiðsluaðlögun sé gert ráð fyrir hæfilegu húsnæði. Þannig geti sá sem býr einn í einbýlishúsi átt von á því að upp komi sú krafa að hann minnki við sig. Umsjónarmað- urinn sér um það mat. „Hins vegar er tekið tillit til þess að kostnaður- inn við að selja húsnæði getur verið það mikill að það borgi sig ekki,“ seg- ir Svanborg. Hið sama gildir um bíl. Gert er ráð fyrir að fjölskylda eigi einn bíl og ef hann er sérstaklega dýr er fólki, að sögn Svanborgar, ráðlagt að skipta honum út fyrir annan ódýrari, sé það hagstætt. Í tölunum um neysluviðmið er ekki sérstaklega minnst á kostnað við áskrift að fjölmiðlum, síma og net- tengingu. Svanborg segir aðspurð að fólk megi hafa nettengingu, síma og hóflegan fjölda áskrifta að fjölmiðl- um. Þeim sem séu áskrifendur að öllum fjölmiðlum sé ef til vill ráðlagt að fækka þeim en aldrei gert að segja þeim öllum upp. Svanborg bendir þó á að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það skrifi und- ir samninginn um greiðsluaðlögun. Umsókn um greiðsluaðlögun skuld- bindi ekki neinn til að skrifa undir. „Það er mikilvægt að fólk skrifi ekki undir samning sem það telur sig ekki geta staðið við,“ segir hún að lokum. bALdur guðMuNdssoN blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Í tölunum er ekki sér-staklega minnst á kostnað við áskrift að fjölmiðl- um, síma og nettengingu. Þú mátt eiga hús og bíl þegar þú ert í greiðsluaðlögun. Þú mátt hafa áskriftir, nettengingu, síma og trygg- ingar og það er tekið mið af því ef þú verður fyrir fjárhagslegum áföllum svo sem atvinnumissi eða veik- indum. Þó að neysluviðmið umboðsmanns skuldara séu þröng er tekið mið af öðrum föstum kostnaði þegar framfærsla er reiknuð út. svanborg sigmarsdóttir upplýsingafulltrúi svaraði spurningum DV um hvernig greiðsluaðlögun virkar. svanborg sigmarsdóttir Hjá umboðs- manni skuldara er samið um niðurfærslu lána en þú verður að lifa eftir ákveðnu neysluviðmiði. geturðu ekki borgað? Ef endarnir ná ekki saman geturðu sótt um greiðsluaðlögun sem hefur það að markmiði að þú getir staðið við skuldbindingar þínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.