Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 12
3. nóvember 2010 miðvikudagur ÉG VEIT EKKI HVORT ÉG MÁ SEGJA ÞAÐ EN PABBI KENNDI MÉR AÐ HEKLA“ Verkefnið er styrkt af Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða vertu með okkur á facebook.com/forvarnardagur Miðvikudagurinn 3. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni ofantaldra aðila. að börn og foreldrar verji tíma saman „ móeiður, dóttir Kristjáns Nóvember einkennist af annríki hjá fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs Gunnari Birgissyni og fjölskyldu hans. Tvö dómsmál eru tekin fyr- ir í nóvember og bæði tengjast þau meintum meiðyrðum í garð Gunn- ars og fyrirtækis dóttur hans, Frjálsr- ar miðlunar. Dæmt var í fyrra málinu á þriðjudag. Þá sýknaði Héraðsdóm- ur Reykjaness þrjá bæjarfulltrúa í Kópavogi þau Guðríði Arnardóttur, Ólaf Þór Gunnarsson og Hafstein Karlsson af kröfu Frjálsrar miðlun- ar, Brynhildar Gunnarsdóttur, dótt- ur Gunnars, og Guðjóns Gísla Guð- mundssonar, eiginmanns hennar, um ómerkingu ummæla sem birtust í grein bæjarfulltrúanna í Morgun- blaðinu 12. júní 2009 undir yfirskrift- inni „Hvar á að draga mörkin?“ Í greininni gagnrýndu þau stjórnsýslu bæjarins. Seinna málið fer fyrir dóm þann 12. nóvember. Um er að ræða meið- yrðamál sem Gunnar höfðaði gegn flokksbróður sínum, framkvæmda- stjóra IKEA, Þórarni Ævarssyni. Gunnar krefst einnar milljónar króna í skaðabætur vegna ummæla Þórar- ins í Morgunblaðsgrein sem birtist sumarið 2009. Greinina skrifaði Þór- arinn á þeim tíma sem umræðan um Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogs- bæjar og verktakasamning bæjarins við dóttur Gunnars stóð sem hæst. Í henni skorar Þórarinn á Gunnar að segja af sér embætti vegna spillingar. Málaferli eftir afhjúpun Málaferli Gunnars og Brynhild- ar fylgja í kjölfar þess að DV fletti ofan af viðskiptum Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun á vormánuðum 2009 og sagði frá því að útgáfufyrir- tækið Frjáls miðlun hefði fengið 50 milljónir greiddar frá Kópavogsbæ í stjórnartíð Gunnars Birgissonar. Fé- lagið fékk meðal annars greitt fyrir afmælisrit sem aldrei var gefið út og flest verkefnin fékk Frjáls miðlun án útboðs. Þá voru í hámæli fyrir ári frétt- ir af því að Brynhildur hafi fengið greiddar rúmar 11 milljónir króna frá Lánasjóði íslenskra námsmanna meðan Gunnar sinnti stjórnarfor- mennsku í sjóðnum. Fjárhæðirnar fékk hún greiddar vegna ýmiss kon- ar þjónustu sem tengist útgáfustarf- semi. Katrín Jakobsdóttir lét það verða eitt sitt fyrsta verk sem nýskip- aður menntamálaráðherra að víkja stjórninni frá og skipa nýja. Svo fór að lokum að Gunnar Birgisson var felldur úr bæjarstjórastóli vegna spillingarumræðu. Bæjarfulltrúarnir þrír og Þórar- inn Ævarsson létu öll hafa eftir sér ummæli er tengjast fréttaumfjöllun- um af málum Gunnars Birgissonar og fyrirtæki dóttur hans, Brynhildar Gunnarsdóttur, Frjálsri fjölmiðlun. Sýknudómi fagnað Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, sagðist í sam- tali við DV fegin vegna sýknudóms. „Mér er mjög létt og auðvitað mjög fegin að það sé komin lending í mál- inu,“ Hún segir að hún hafi ekki ætl- að að skaða fyrirtæki dóttur Gunn- ars með ummælum sínum. Krafan snéri að ummælum sem Guðríður og bæjarfulltrúarnir tveir, Ólafur Þór Gunnarsson og Haf- steinn Karlsson, létu falla um við- skipti Kópavogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun ehf. Guðríður segist alltaf hafa trúað því að hún og hin- ir bæjarfulltrúarnir hafi ekki geng- ið of langt með ummælum sínum í greininni. „Ég hef enga aðra kosti en að verjast áfram,“ segir hún spurð um hugsanlega áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Gunnar Birgisson og fjölskylda eru fyrir dómstólum í nóvember. Dóttir Gunnars, Brynhildur Gunnarsdóttir, og eiginmaður hennar, Guðjón Gísli Guðmundsson, eigendur Frjálsrar miðlunar töpuðu meið- yrðamáli sínu gegn þremur bæjarfulltrú- um Kópavogs í héraðsdómi á þriðjudag. Meiðyrðamál Gunnars Birgissonar gegn framkvæmdastjóra IKEA, Þórarni Ævars- syni, verður tekið fyrir þann 12. nóvember næstkomandi. kriStjana GuðBrandSdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is MILLJÓNA MEIÐYRÐAMÁL Svo fór að lokum að Gunnar Birgis- son var felldur úr bæjar- stjórastóli vegna spill- ingarumræðu. 15. apríl 2009 22. apríl 2009 miðvikudagur 15. apríl 20096 Fréttir Dóttir Gunnars Birgissonar, Bryn- hildur Gunnarsdóttir, hefur fengið greiddar rúmar 40 milljónir króna frá Kópavogsbæ á síðustu sex árum, samkvæmt heimildum DV. Gunn- ar er bæjarstjóri Kópavogs. Bryn- hildur rekur útgáfufélagið Frjálsa miðlun ásamt eiginmanni sínum Guðjóni Gísla Guðmundssyni sem jafnframt er framkvæmdastjóri þess. Útgáfufélagið hefur fengið þessi verkefni án útboðs samkvæmt heimildum og hefur Brynhildur fengið greiðslurnar fyrir ýmiss kon- ar útgáfustarfsemi á vegum bæjar- ins. Meðal annars hefur útgáfufélag- ið séð um gerð ársskýrslu bæjarins sem dreift hefur verið á hvert heim- ili í bænum undanfarin ár. Samkvæmt heimildum DV fékk félagið 7 milljónir króna frá Kópa- vogsbæ árið 2008 fyrir hin ýmsu verk og hefur fengið 700 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Jafnframt mun fyrirtæki Bryn- hildar hafa fengið rúmar tvær millj- ónir króna frá bænum árið 2005 til þess að vinna afmælisrit fyrir hönd bæjarins í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar. Þetta afmælisrit kom þó aldrei út en Frjáls miðlun hélt greiðslunni samt sem áður eft- ir samkvæmt heimildum. Krefjast svara um greiðslurnar Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, þau Guðríður Arnardóttir og Haf- steinn Karlsson, lögðu fram fyrir- spurn fyrir bæjarráð Kópavogsbæj- ar á miðvikudaginn í síðustu viku þar sem þau krefja bæjarstjórann svara um viðskipti og greiðslur til félagsins tíu ár aftur í tímann. Guðríður segir að þau hafi ákveðið að leggja fyrirspurnina fram á bæjarráðsfundi vegna þess að þeim hafi síendurtekið bor- ist það til eyrna að Frjáls miðlun hafi fengið verkefni hjá Kópavogs- bæ án þess að útboð færi fram á þessum verkum. „Við höfum feng- ið ábendingar um að þetta fyrir- tæki hafi fengið fjölmörg verk án útboðs og að viðskipti bæjarins við þetta fyrirtæki hafi verið mik- il á liðnum árum,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún segir að það sé sjálfsagt og eðlilegt að þau sem kjörnir fulltrú- ar í bæjarstjórn spyrjist fyrir um þetta. „Okkur langar að vita hversu stór og mikil viðskipti þetta hafa verið við fyrirtækið og hvort það hefði ekki verið eðlilegt að bjóða þau út,“ segir Guðríður. Verkin boðin út, segir Gunnar Gunnar Birgisson segir að verkin sem félag dóttur hans hafi fengið í gegnum tíðina hafi verið boðin út en að félag hennar hafi boðið lægst og því hafi það fengið verkin. Hann segir aðspurður að Kópavogsbær bjóði út öll stærri verk sem unn- in séu fyrir bæinn. „Við bjóðum út ársskýrslur og öll stærri verk og allt það,“ segir Gunnar og bætir því við að Samfylkingin stundi „skítapólit- ík“ með fyrirspurninni um félagið. „Það eru engir óeðlilegir viðskipta- hættir þarna og þó að hún sé dóttir mín á ekki að refsa henni fyrir það,“ segir Gunnar. Aðspurður segir Gunnar að hann viti ekki hvort þær upphæð- ir sem DV hefur heimildir fyrir að Frjáls miðlun hafi fengið séu réttar eða ekki. Bæjarstjórinn segir að fyrir- spurn bæjarfulltrúanna verði svarað eftir bestu getu. „Menn hafa ekkert að fela í þessu, þetta er allt uppi á borðum hjá okkur og mun allt koma í ljós væntan- lega,“ segir Gunnar og bætir því við að fyrirspurninni verði svar- að fljótlega. InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Dóttir Gunnars Birgissonar, Brynhildur Gunnarsdóttir, hefur fengið hin ýmsu verkefni frá Kópavogsbæ án út- boðs samkvæmt heimildum. Á síðustu sex árum nema greiðslur til hennar frá Kópavogsbæ um 40 milljónum króna. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram fyrirspurn um greiðslur til dóttur bæjarstjórans í síð- ustu viku. Gunnar Birgisson segir ásakanir bæjarfull- trúanna vera rangar og að þeir stundi „skítapólitík“. Krefjast svara um Frjálsa miðlun guðríður arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í kópavogi, segir að Samfylkingin vilji fá að vita hvort Frjáls miðlun hafi fengið verk án útboðs frá kópavogsbæ. MILLJÓNAGREIÐSLUR TIL DÓTTUR GUNNARS „skítapólitík“ samfylkingarinnar gunn- ar Birgisson, bæjarstjóri í kópavogi, segir að fyrirspurn Samfylkingarinnar sé dæmi um „skítapólitík“. Hann neitar ásökununum og segir kópavogsbæ bjóða út öll „stærri“ verk. sverrir Pétur Pétursson málarameistari ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot: Ákærður fyrir 60 milljóna skattsvik Sverrir Pétur Pétursson málara- meistari hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot. Ríkis- lögreglustjóri ákærði Sverri Pétur fyrir að svíkja rúmar 60 milljón- ir undan skatti á árunum 2006 og 2007. Að því er kemur fram í ákæru framdi Sverrir Pétur brotin ýmist með því að standa skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, skila ekki slíkum skýrslum eða með því að standa ríkissjóði ekki skil á inn- heimtum virðisaukaskatti. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt ákæru byrjaði Sverrir Pétur smátt, en frá janúar til febrúar 2006 sleppti hann að greiða virðisaukaskatt að upphæð fjórtán þúsund krónur. Á næstu tveimur mánuðum fór upphæð- in skjótt upp í rúmar fimm millj- ónir. Í hegningarlögum er gert ráð fyrir að þeir sem brjóta af sér á þennan hátt geti átt von á allt að sex ára fangelsi auk fjársekta. Sam- kvæmt lögum um virðisaukaskatt þarf Sverrir Pétur, verði hann sak- felldur, að endurgreiða minnst tvöfalda þá upphæð sem svikin var undan skatti, rúmar 120 milljónir. Hins vegar er heimild til að inn- heimta fjársektir sem nema allt að tífaldri upphæðinni, eða 600 millj- ónir króna. Sverrir Pétur er 45 ára og fékk löggildingu sem málarameistari fyrir tæpum átta árum. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af honum í gær. erla@dv.is Tíföld sekt Sverrir pétur pétursson þarf að greiða minnst 120 milljónir í sekt verði hann sakfelldur en getur þó verið sektaður um allt að 600 milljónir. mynd PhoTos.com Stjórnvöldum hefur mistekist Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnvöldum hafi algerlega mis- tekist að halda uppi gengi krón- unnar. Gengi hennar hafi fallið um heil 16 prósent frá 1. febrúar. „Það stefnir í nýja verðbólgu- bylgju sem kemur í veg fyrir að Seðlabankinn geti lækkað vexti,“ sagði Bjarni í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra spurði Bjarna hvort hann væri að mælast til þess að gjaldeyrisforðinn yrði notaður til að halda uppi gengi krónunnar. Steingrímur viðurkenndi að glíman við að halda uppi gengi krónunnar hefði reynst erfiðari en menn hefðu vonað. Sverrir í sprengjuárás „Ég sat inni á tuskulegum veit- ingastað og var að panta mér kokkteil, bankokkteil, þegar molotovkokkteill kom allt í einu fljúgandi inn um gluggann. Ekki alveg það sem ég var að biðja um,“ skrifar tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker á bloggsíðu sína. Hann var svo óheppinn að vera staddur í Bangkok þegar óeirðir brutust út í höfuðborg Taílands. Mótmælendur hafa krafist þess að Abbhisit Veijajivi, for- sætisráðherra landsins, segi af sér. Sverrir segir að á svipstundu hafi annars lítt vinsæll veitinga- staður breyst í einn þann heit- asta í bænum, í orðsins fyllstu merkingu. Enn springur meirihluti Meirihlutinn í bæjarstjórn Grindavíkur er sprunginn eftir að deila kom upp milli Samfylkingarinnar og Fram- sóknar sem fóru með meiri- hluta í bæjarstjórninni. Deilan sem varð meiri- hlutanum að falli er rak- in til þess að bæjarfulltrú- ar Samfylkingarinnar lögðu fram bókun þess efnis að þeir vildu ráða Garðar Pál Vignis- son í stöðu skólastjóra Hóps- kóla. Garðar Páll hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Samfylk- inguna frá árinu 2001 og er forseti bæjarstjórnar. Þetta er í annað skiptið á kjörtímabilinu sem meiri- hluti springur í Grindavík. Sá fyrri sprakk á síðasta ári. Leiðinlegt á Selfossi Lögregla og sjúkralið var kallað að verslun Krónunnar á Selfossi aðfaranótt laugardags vegna manns sem kviknað hafði í. Þeg- ar lögregla kom á staðinn var enginn eldur en í ljós kom að piltur á nítjánda ári hafði hellt bensíni í fatnað sinn og borið eld að. Félagi hans var til staðar með slökkvitæki og slökkti eldinn. Pilturinn útskýrði tiltækið með þeim hætti að hann hefði gert þetta sér til gamans þar sem svo leiðinlegt væri á Selfossi. Pilt- urinn hlaut ekki skaða af en hann hafði borið vaselín á fætur sína til að fyrirbyggja bruna. miðvikudagur 22. apríl 20096 Fréttir Á þeim tíma sem Gunnar Birgis- son, bæjarstjóri í Kópavogi, var stjórnarformaður Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN) fékk út- gáfufélag dóttur hans, Frjáls miðl- un, rúmar ellefu milljónir króna greiddar frá sjóðnum vegna ým- iss konar þjónustu sem tengist útgáfustarfsemi. Ekki eru nánari upplýsingar um eðli verkefnanna í bókhaldi Lánasjóðsins. Þetta kem- ur fram í upplýsingum sem starfs- menn Lánasjóðsins hafa tekið saman að beiðni DV. Starfsmenn Lánasjóðsins fóru yfir bókhald sjóðsins allt frá árinu 1992 þegar Gunnar tók við sem stjórnarformaður LÍN og fram til ársins 2009 þegar Katrín Jakobs- dóttir, nýskipaður menntamála- ráðherra, vék stjórninni frá og skipaði nýja. Ekki útboðsskylda Frjáls miðlun er útgáfufélag sem dóttir Gunnars, Brynhildur Gunn- arsdóttir, á og rekur ásamt eigin- manni sínum, Guðjóni Gísla Guð- mundssyni. Félagið sérhæfir sig meðal annars í auglýsingagerð, tölvuvinnslu og útgáfustarfsemi hvers konar, samkvæmt hlutafé- lagaskrá. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Hannessyni, forstöðu- manni ráðgjafasviðs hjá Ríkis- kaupum, er ríkisstofnunum ekki skylt að bjóða út verk sem kosta innan við fimm milljónir króna og er því ólíklegt að verkin sem Frjáls miðlun fékk frá LÍN hafi verið boð- in út. Upplýsingar frá Lánasjóðn- um koma heim og saman við þetta en samkvæmt þeim er sjóðnum ekki skylt að bjóða út öll verk sem keypt eru. Í flestum tilfellum er það fram- kvæmdastjóri LÍN sem tekur ákvörðun um við hvaða fyrirtæki eigi að skipta. Núverandi fram- kvæmdastjóri lánasjóðsins heit- ir Guðrún Ragnarsdóttir og tók hún við stöðunni í byrjun febrú- ar. Greiðslurnar til dóttur Gunn- ars áttu sér því stað áður en hún kom að sjóðnum. Framkvæmda- stjóri LÍN á undan Guðrúnu var Steingrímur Ari Arason, núverandi forstjóri Sjúkratryggingastofnun- ar, sem gegndi starfinu frá árinu 1999. Gunnar neitar aðkomu Aðspurður um hvort hann hafi átt þátt í að veita Frjálsri miðlun verk- efni sem það fékk greiddar fyr- ir rúmar ellefu milljónir króna á umræddu tímabili segir Gunnar Birgisson að það hafi alfarið verið framkvæmdastjóri Lánasjóðsins sem tók ákvarðanir um við hvaða fyrirtæki ætti að skipta. „Ég hafði ekki milligöngu um það. Ég var bara formaður stjórnarinnar. Það þarf bara að spyrja framkvæmda- stjórana að þessu,“ segir Gunnar og bætir því við að hann hafi ekki einu sinni haft hugmynd um að Frjáls miðlun hefði unnið fyrir Lánasjóð- inn. Ekki náðist í Steingrím Ara Ara- son við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Rúmar 50 milljónir til dóttur- innar Upplýsingarnar um greiðslur LÍN til félagsins koma fram í kjölfar fréttar DV frá því í síðustu viku um að Frjáls miðlun hafi samkvæmt heimildum fengið greiddar rúm- ar 40 milljónir frá Kópavogsbæ á síðustu sex árum fyrir alls kyns út- gáfustarfsemi. Frjáls miðlun hefur í flestum tilfellum fengið þau verk sem félagið hefur unnið fyrir Kópa- vogsbæ án útboðs en meðal ann- ars er um að ræða gerð ársskýrslu fyrir Kópavogsbæ sem dreift hefur verið inn á heimili Kópavogsbúa á liðnum árum. Tengsl Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ hafa löngum verið tortryggð og meðal annars birtist frétt í DV í janúar árið 2005 um að minnihlutinn í bæjarstjórn væri ósáttur við að félagið fengi verk- efni frá bænum án útboðs. Þessi óánægja minnihlutans náði svo há- marki fyrir tæpum tveimur vikum þegar bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar, þau Guðríður Arnardótt- ir og Hafsteinn Karlsson, lögðu fram fyrirspurn á bæjarráðs- fundi þar sem þau óskuðu eft- ir upplýsingum um greiðslur frá Kópavogsbæ til Frjálsrar miðlunar tíu ár aftur í tím- ann og eins hvort verkefn- in hefðu farið í útboð áður en þeim var úthlutað til félagsins. Gunnar hefur neitað því að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í viðskiptum Frjálsrar miðlunar og Kópavogsbæjar. Hann segir að þau verk sem Frjáls miðlun fékk hjá Kópavopsbæ hafi verið boðin út og að dóttir hans eigi ekki að líða fyrir það að faðir hennar sé bæjarstjóri. Samkvæmt Þór Jónssyni, for- stöðumanni almannatengsla hjá Kópavogsbæ, er unnið að því að safna umbeðnum upplýsingum um Frjálsa miðlun saman og munu þær liggja fyrir eins fljótt og auðið er að hans sögn. InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Útgáfufélagið Frjáls miðlun sem dóttir Gunnars Birgissonar, Brynhildur Gunn-arsdóttir, á og rekur ásamt eiginmanni sínum fékk rúmar 11 milljónir króna í greiðslur frá Lánasjóði íslenskra námsmanna á meðan faðir hennar var stjórnar-formaður sjóðsins. Samkvæmt heimildum DV hefur félagið einnig fengið rúmar 40 milljónir frá Kópavogsbæ á síðustu sex árum. Gunnar Birgisson þvertekur fyrir að hafa komið að því að dóttir hans fengi verk hjá Lánasjóðnum. DÓTTIR GUNNARS FÉKK 11 MILLJÓNIR FRÁ LÍN líka greiðslur frá lÍn guðríður arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar í kópvogi, lagði fyrr í mánuð- inum fram fyrirspurn um greiðslur frá kópavogsbæ til útgáfufélagsins Frjálsrar miðlunar. Nú hefur það fengist staðfest að félagið fékk rúmar 11 milljónir frá lánasjóði íslenskra námsmanna. milljónagreiðslur til dótturinnar dóttir gunnars Birgissonar, Brynhildur gunnarsdóttir, fékk greiddar rúmar 11 milljónir króna frá lánasjóði íslenskra námsmanna meðan faðir hennar var stjórnarformaður sjóðsins. neitar aðkomu að greiðslum gunnar Birgisson neitar því að hafa haft milligöngu um að dóttir hans fengi verkefni sem skiluðu útgáfufélagi hennar 11 milljónum króna meðan hann var stjórnarformaður líN. Össur fer mikinn gegn Bjarna Ben Össur Skarphéðinsson tekur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á beinið í færslu á bloggsíðu sinni. Hann segir að Bjarni hafi einkum getið sér orð fyrir einstakan hæfi- leika til að skipta oft um skoðun. Össur gerir það sem hann kallar hringlandahátt Bjarna varðandi skattahækkanir og ESB að um- talsefni. „Honum hefur tekist að fara tvo heila hringi varðandi skattahækkanir. Frá landsfundi hefur hann verið jafnoft á móti skattahækkunum, og með þeim. [...] Sami hringlandaháttur birt- ist um ESB. Þar er Sjálfstæðis- flokkurinn einsog vönkuð kvíga, sem veit ekki hvað snýr upp eða niður.“ Eignaspjöll og þjófnaðir á Akranesi Töluvert var um eignaspjöll í umdæmi lögreglunnar á Akra- nesi í síðustu viku. Krotað var utan á íbúðarhús í bænum en þeir sem þar voru að verki þekkt- ust og telst það mál upplýst. Einnig var farið um borð í skip í Akraneshöfn og neyðarbauja eyðilögð ásamt því sem gerð var tilraun til innbrots í skipið. Á föstudagskvöld voru brotnar rúður í nýju verknámshúsi Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Stjórnin sprung- in, segir Guðni Guðni Ágústsson segir að rík- isstjórn Samfylkingar og VG hafi sprungið á opnum fundi á Selfossi í fyrrakvöld. Þetta segir Guðni í samtali við vefinn sunn- lendingur.is. „Hún sprakk á opn- um fundi á Selfossi í gærkvöldi, allt járn í járn,“ segir Guðni við Sunnlending og vísaði í skoðana- ágreining milli Björgvins G. Sig- urðssonar og Atla Gíslasonar um aðild að Evrópusambandinu. Hátekjufólk með stóra sneið 615 tekjuhæstu fjölskyldurn- ar á Íslandi fengu í sinn hlut 4,2 prósent af heildartekj- um fjölskyldna í landinu árið 1993, en árið 2007 var hlutur þeirra af tekjum allra fjöl- skyldna orðinn 19,8 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu sem þeir Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Stefán Ólafs- son frá Háskóla Íslands unnu um þróun tekjuskiptingar á Íslandi frá 1993 til 2004. Þá segir í skýrslunni að á sama tíma og tekjur hátekjuhóp- anna jukust langt umfram tekjur annarra á Íslandi hafi stjórnvöld bætt um betur og lækkað stórlega skattbyrði hátekjuhópanna, með inn- leiðingu hins nýja fjármagns- tekjuskatts. Þorsteinn m. jónsson breytti lánum og slapp við gengistap: Tók ekki út arðinn Í DV í gær var Þorsteinn M. Jónsson, jafnan kenndur við Kók, sagður hafa látið Sólstafi ehf, móðurfélag Vífil- fells, greiða sér 250 milljóna króna arð árið 2007 þrátt fyrir að félagið hefði tapað hálfum milljarði á árinu. Samþykkt var fyrir því hjá félaginu að hann fengi arð sem umræddri upp- hæð nemur en á það reyndi aldrei. Í frétt blaðsins var tap félagsins sagt nema 521 milljón króna. Þorsteinn gerir athugasemdir við þessi atriði og segir þessa fjárhæð eiga við inn- leyst tap en tap ársins sem fært var á eigið fé hafi numið 245,2 milljónum króna sem sé hið eiginlega tap. Þá segir einnig í fréttinni að á félaginu hafi, samkvæmt ársreikningi 2007, verið lán upp á rúmlega einn og hálf- an milljarð í erlendri mynt. Lánið var í fréttinni uppreiknað með tilliti til gengisbreytinga og sagt standa í 3,2 milljörðum íslenskra króna. Þor- steinn segir þessa fullyrðingu frétta- rinnar ekki standast þar sem öllum erlendum lánum félagsins hafi ver- ið breytt í íslenskar krónur í byrjun ársins 2008 og félaginu hafi þannig verið forðað frá verulegu gengistapi. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins var ofsagt í DV að hann hefði fengið arðinn. Hið rétta er að samþykkt var að hann fengi greiddan arð en hann nýtti sér ekki þá heimild. Þorsteinn m. jónsson Öllum erlendum lánum Sólstafa var breytt í íslenskar krónur í byrjun ársins 2008 .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.