Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Page 14
HÆTTULEGT
FISHER-PRICE
Leikfangaframleiðandinn Matt-
el hefur ákveðið að innkalla fjórar
útgáfur af Fisher-Price-leikföng-
um. Um er að ræða ungbarnaleik-
föng með uppblásanlegum boltum.
„Á leikföngunum er uppblásan-
legur bolti með ventli sem getur
dottið af og valdið köfnunarhættu
fyrir smábörn,“ segir á heimasíðu
Neytendastofu þar sem farið er yfir
nákvæmlega hvaða vörur er verið
að innkalla en Hagkaup hefur selt
vörurnar að hluta. Á mattel.com er
líka hægt að athuga hvort leikfang
fellur undir innköllunina. „Ef þú átt
eitthvað af umræddum leikföngum
skaltu hætta notkun á þeim strax,“
segir á vef Neytendastofu.
LÉT FÓLKIÐ BÍÐA
n Viðskiptavinur Bakarameistar-
ans á Smáratorgi beið í rúmlega 20
mínútur eftir afgreiðslu í hádeginu
á sunnudaginn. Fyrst um sinn voru
tvær stúlkur að afgreiða þó fjórtán
væru að bíða (samkvæmt númera-
kerfi). Síðar birtust tvær afgreiðslu-
stúlkur til viðbótar úr bakherbergi.
Önnur fór í afgreiðslu
en hin afgreiddi einn
kúnna áður en hún
valdi að þurrka af
bekkjum og bæta á
stæður af diskum og
bollum, á tæplega hálfum
hraða. Á meðan lengdist
röðin.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
ALÚÐLEG ÞJÓNUSTA
n Lofið fær Mosfellsbakarí fyrir góða
þjónustu og frábært bakkelsi. „Ég
versla alltaf í Mosfellsbakaríi á Háa-
leitisbraut. Brauðið er virki-
lega gott og kökurnar þær
bestu sem ég fæ,“ segir sæl-
keri á þrítugsaldri í samtali
við DV. Hann sagði enn
fremur að þjónustan
í bakaríinu væri alúð-
leg og að þangað væri
notalegt að koma.
LOF&LAST
14 NEYTENDUR UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON baldur@dv.is 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
ÞRIGGJA PRÓSENTA VERÐLAGS-
HÆKKUN Á neytendaopnu mánudagsins, þar sem
fjallað var um vexti, kom fram að verðlag á Íslandi hafi
í október hækkað um þrjú prósent. Hið rétta er að
verðbólgan á þessu ári er rúm þrjú prósent, en ekki
í október. Verðlag í október hækkaði einungis
um 0,74 prósent. Beðist er velvirðingar á þessari
rangfærslu sem hafði þó ekki áhrif á heildarinn-
tak greinarinnar.
VATNIÐ GETUR SKAÐAÐ ÞIG
„Ástandið á lögnum er almennt mjög
slæmt. Gallinn er að fólk spáir ekki í
þetta fyrr en lagnirnar stíflast eða það
kemur leki. Þá getur vatnið verið búið
að skemma út frá sér,“ segir Victor
Berg Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri HGL ehf., en fyrirtækið hefur í
um þrjú ár sérhæft sig í hreinsun og
fóðrun á vatnslögnum. Hann segir
að tæringarhraðamælingar hafi sýnt
að á fyrstu fimm árunum eyði súrefni
í neysluvatni upp sinkhúðun, öðru
nafni galvaniseringu, í stállögnum.
„Þegar húðin er farin þá rennur vatn-
ið beint við stálið og svo fyllist lögnin
af ryði. Þú endar með rauðlitað vatn,
leka eða stíflu,“ segir Victor.
4,2 tonn af sinki á ári
Árið 1996 greindi Morgunblaðið frá
mælingum Heilbrigðiseftilits Reykja-
víkur sem sýndu fram á að á hverju ári
berist 4,2 tonn af sinki í frárennsli frá
Reykjavík. Sinkið komi ekki úr vatn-
inu sjálfu heldur úr lögnum á heim-
ilum fólks og í fyrirtækjum. „Þetta er
eitthvað sem þarf að taka mjög al-
varlega og verður sjálfsagt gert núna
þegar menn átta sig á því hvað þetta
er víðtækt,“ sagði Sigurður Hallsson,
verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirlit-
inu, í samtali við blaðið á þeim tíma.
Victor segist ekki vita til þess að frek-
ari mælingar eða rannsóknir hafi ver-
ið gerðar á þessum málum. Ef svo sé
fari þær upplýsingar hljótt.
Tæring er það kallað þegar efni
sundrast í frumefni sín vegna efna-
hvarfa við önnur nálæg efni. Victor
segir að tæringarhraði sé mjög mis-
munandi eftir svæðum, til dæm-
is bendi mælingar til þess að tæring
sé þrisvar sinnum hraðari í lögnum
á Suðurnesjum en í Reykjavík. „Tær-
ingarhraði getur verið mjög mikill á
fyrstu þremur árunum og við höfum
séð mjög miklar tæringarskemmd-
ir og ryðútfellingar í húsum sem eru
ekki eldri en sex ára gömul,“ segir
hann og bætir við að meðalaldur húsa
þar sem þeir hafi fóðrað sé um 16 ár.
Á þetta við vatnið þitt?
Helstu einkenni tæringar eru ryðlit-
ur í neysluvatni, lítill vatnsþrýsting-
ur, ryðkorn í sigtum og stífla eða leki
úr lögnum. Tæringarhraði ræðst aðal-
lega af gæðum þeirra lagna sem eru í
húsum og efnisinnihald neysluvatns
á viðkomandi svæði. Súrefnismett-
un, sýrustig, rafleiðni, varmaskiptir
og vatnsnotkun hefur mikið að segja
um það hvort og hversu mikil tæring
á sér stað í lögnum. Vatn sem stend-
ur lengi óhreyft í lögnum er alla jafna
heitara en vatn úr dreifikerfinu og
þá skapast frekar skilyrði til tæring-
ar. Þess má geta að undanfarin sex ár
hafa plastlagnir að mestu leyst stál-
lagnir af hólmi í nýbyggingum. Vict-
or segir að þeir sem verði varir við
óhreinindi úr plastvatnslögnum ættu
að skoða þann kost að koma upp inn-
takshreinsisíu.
Mæla ekki reglulega
Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri
Matvæla- og heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur, segir í samtali við DV að eftirlit
stofnunarinnar felist aðallega í sýna-
tökum úr vatni dreifikerfis Orkuveitu
Reykjavíkur. Stundum berist beiðnir
um rannsóknir í íbúðarhúsum en þær
séu á kostnað eigenda. Heilbrigðiseft-
irlitið fylgist annars ekki reglulega með
gæðum vatns í heimahúsum. Óskar
segir aðspurður að í þau skipti sem
þeir framkvæmi athuganir í heima-
húsum verði þeir stundum varir við
tæringu í lögnum. Spurður hvað valdi
tæringunni segir Óskar að það megi
vafalítið rekja til samverkandi þátta en
að nálægð heitra og kaldra lagna sé ein
orsökin. „Þegar þú ert með óeinangr-
að kalt vatn í lögn við hlið heitavatns-
lagnarinnar, þá vill kalda vatnið hitna,
sérstaklega þegar vatn stendur lengi
óhreyft. Það getur orsakað tæringu,“
segir Óskar og bætir við að kalda vatn-
Tæring í vatnslögnum er mikið vandamál
á Íslandi og getur leitt af sér bæði heilsu-
farsleg og umhverfistengd vandamál.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Varasamir málmar í neysluvatninu
Úr hitaveituhandbók á www.sam-
orka.is. Þar má lesa nánar um þessi
efni og mælingar á neysluvatni og
leyfileg hámarksgildi á þessum efn-
um. Eins og fram kemur í samtali við
Heilbrigðiseftirlitið í greininni hér
til hliðar er neysluvatn á veitukerfi
Orkuveitunnar afar gott. Hins vegar
getur tæring í lögnum í heimahús-
um, sem er á ábyrgð hvers og eins,
valdið því að vatnið stenst ekki kröf-
ur.
Hvað gerir blý?
„Blý safnast upp í lífverum og veld-
ur einnig eituráhrifum á taugakerfi
og talið krabbameinsvaldandi.
Minnkar vöxt og hefur áhrif á æxl-
un. Í fullorðnum einstaklingum
getur það valdið nýrnasjúkdómum
og háum blóðþrýstingi. Dregur úr
líkamlegum og andlegum þroska
barna. Börn eru viðkvæmari fyr-
ir blýeitrun því þau taka upp 4 til
5 sinnum meira blý en fullorðn-
ir og helmingunartími blýs í þeim
er umtalsvert lengri. Smábörn,
börn upp að 6 ára aldri og ófrískar
konur eru í mestri hættu. Blý safn-
ast fyrir í beinum. Eituráhrif eru á
taugar og taugavef jafnvel við lítið
blýmagn.“
Hvað er kadmíum?
„Kadmíum er málmur sem finnst
náttúrulega í jörðu en sjaldan í
hreinu formi og oft með sinki. Kadm-
íum er mikið notaður í stáliðnaði, í
plastiðnaði og í rafhlöður. Hann fer
út í umhverfið með frárennsli og
út í andrúmsloftið. Mengun í vatni
getur einnig komið frá óhreinind-
um í sinki í galvaníseruðum rörum
og tengistykkjum. Reykingar valda
einnig kadmíummengun. Eitur áhrif
frá kadmíum uppgötvuðust fyrst
árið 1961 þegar viðurkennt var að
stöðug áhrif valda afmyndun á bein-
um. Kadmíum er þrávirkt og safnast
upp í lífverum. Safnast einkum í lifur
og nýrum og veldur þar skemmdum.
Krabbameinsvaldandi. Hefur áhrif á
vöxt, tímgun og ljóstillífun. Af þung-
málmum er aðeins kvikasilfur talið
eitraðra.“
Króm veldur lungnakrabba
„Algengur málmur í jarðskorpunni.
Oftast í minna magni en 2 ìg/l í
vatni. Aðaluppspretta fyrir fólk er í
gegnum fæðu. Grunnmálmur sem
litar vatnið. Töluvert notaður í iðn-
aði. Mest notað í málmblöndur s.s. í
ryðfrítt stál og málmhúðun þ.e. gal-
vaníseringu. Einnig sem litarefni í
málningu, steypu, pappír og gúmmí.
Hægt er að hreinsa króm að mestu
úr vatni með því að fella það út með
efnahleypingu. Safnast upp í náttúr-
unni og líklegt til að lenda í grunn-
vatni. Nauðsynlegt til vaxtar og við-
Helstu einkenni tæringar eru ryðlitur í neysluvatni, lítill vatnsþrýstingur, ryð-
korn í sigtum og stífla eða leki úr lögnum.
M
Y
N
D
IR
FR
Á
H
G
L
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 197,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,7 kr.
BENSÍN
Akureyri VERÐ Á LÍTRA 196,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,3 kr.
Melabraut VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr.E
L
D
S
N
E
Y
T
I