Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 16
16 ERLENT 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR GÍFURLEG VERÐMÆTI Á NORÐURSKAUTINU Fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, flutti fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Ís- lands á mánudaginn. Rocard er núverandi sendiherra Frakklands í málefnum norðurskautssvæðis- ins en hann er kominn hingað til lands sem sérstakur gestur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands. Á undanförnum árum hef- ur aukin athygli beinst að norður- heimskautinu í kjölfar hlýnunar jarðar, sem gerir það að verkum að áður lokuð svæði opnast nú óðum til bæði siglinga og rann- sókna. Talið er að mikið magn af verðmætum málmum sé að finna undir ísbreiðunni sem og ógrynni af gasi og olíu. 5.000 ára afskiptaleysi Rocard benti á að norðurheim- skautið hefði ætíð verið látið af- skiptalaust. Það var ekki fyrr en á 20. öld að farið var í vísinda-og landkönnunarleiðangra til svæð- isins. Nú er það orðið svo, að um 4 milljónir ferkílómetra af ísbreiðu hverfa í tvo til þrjá mánuði á ári, sem býður upp á ótal möguleika – meðal annars til kaupsiglinga til Asíu eða vesturstrandar Banda- ríkjanna. Rocard segir að Frakkar hafa fyrst og fremst áhuga á svæð- inu vegna möguleika á opnun siglingaleiða: „Við Frakkar erum ekki mikil fiskveiðiþjóð og í því tilliti höfum við engra hagsmuna að gæta. Við höfum hins vegar áhuga á að spara okkur mikið fé og mikinn tíma með styttri sigl- ingaleiðum, og því yrði það ef- laust þess virði að geta samið um alþjóðlega stjórn yfir siglingaleið- unum.“ Að mati Rocards hafa Frakk- ar skyldum að gegna á svæð- inu af sögulegum ástæðum, en meðal fyrstu manna til að rann- saka norðurheimskautssvæðið voru franskir vísindamenn, með- al annarra Jean-Baptiste Char- cot sem margir Íslendingar kann- ast við – en rannsóknarskip hans Pourqoui-Pas fórst undan strönd- um Íslands árið 1936. Rocard kom einnig að samkomulagi um verndun suðurskautssvæðisins í forsætisráðherratíð sinni. Árið 1988 komust í hámæli gífurleg umhverfisspjöll sem voru framin af hendi Rússa við Bellinghausen á suðurskautssvæðinu. Notuðu þeir stórt landsvæði til að henda ýmist sorpi og efnaúrgangi. Að frumkvæði Breta var samið um friðhelgi suðurskautsins fyrir slík- um umhverfisspjöllum, námu- greftri og hvers kyns efnaiðn- aði. Nú er svæðið verndað til að minnsta kosti ársins 2048 og telur Rocard það vera eitt helsta afrek sitt sem forsætisráðherra, að hafa haft frumkvæðið að því ásamt Ný- sjálendingum. Norðurskautssvæðið þarf alþjóðlegar reglur Að mati Rocards er vandamál- ið með norðurskautssvæðið að engar alþjóðlegar reglur eru enn í gildi. Starfandi er Norðurskauts- ráð og eru Íslendingar til að mynda aðilar að því. Ráðið starfar þó fyrst og fremst sem umræðu- vettvangur með ráðgefandi hlut- verk án þess að hafa burði til að setja lög og reglur. Nauðsynlegt sé hins vegar að huga að þeim, nú þegar siglingarleiðin opn- ast og umferð um svæðið eykst. Rocard segir til dæmis að ferða- mannaiðnaðurinn hafi tekið mik- inn kipp á norðurslóðum. Fyr- ir tíu árum ferðaðist ekki lifandi sála um svæðið en nú komi þang- að um 100 þúsund ferðamenn á ári. „Þess vegna þarf samræmd- ar reglur milli ríkjanna sem eiga aðgang að norðurskautssvæðinu. Til dæmis að setja reglugerð um að skip verði að vera sérútbúin til að geta þolað högg frá ísjök- um. Samræmdra aðgerða er þörf í björgunarmálum. Hver tekur þau að sér ef illa fer?“ Segir Rocard að nauðsynlegt sé einnig að semja um aðgang að fiskveiðistofnum á svæðinu sem og úrvinnslu auð- linda eins og olíu og gasi. Heimurinn er harður Að mati Rocards verður ekki auðvelt að semja um reglur fyr- ir svæðið. Heimur alþjóðlegra stjórnmála geti verið harður, sér- staklega þegar miklir hagsmunir eru í húfi. „Undanfarin 50 ár hef- ur hafið á norðurskautssvæðinu verið notaður nær eingöngu fyrir bandaríska og rússneska kafbáta, sem laumast þar undir ísbreið- unni með kjarnorkuvopn í far- teskinu. Detti öðru hvoru land- inu í hug að drepa heilu þjóðirnar með kjarnorkuárás, yrði vopn- unum sennilega skotið frá norð- urheimsskautinu.“ Rússar gætu orðið harðir í horn að taka í samn- ingaviðræðum en þeir gera tilkall til stórra svæða á hafsbotni, þar sem gífurleg verðmæti gæti verið að finna. Samkvæmt Rocard hafa Rússar gengið svo langt að planta rússneska fánanum, útbúnum úr sérstakri títanblöndu, á hafsbotni undir ísbreiðunni. Hingað til hafa Rússar þó verið samvinnuþýð- ir, sérstaklega í verkefnum með Norðmönnum. Stór ástæða þess er sameiginleg olíuvinnsla rúss- neska fyrirtækisins Gazprom og norska fyrirtækisins Statoil á Shtokman-svæðinu svokallaða sem er að finna undan ströndum Rússlands í Barentshafi. Ísland og ESB Rocard vildi ekki ljúka máli sínu án þess að segja nokkur orð um Evrópusambandið og Ísland. Sagði hann meðal annars að efnahagskreppan hefði ekki ver- ið jafn alvarleg ef Ísland hefði verið aðildarríki að Evrópusam- bandinu, það hefði mýkt högg- ið umtalsvert. Hann sagði einn- ig að framtíð Íslands væri best borgið í sambandinu. „Eftir 50 ár mun staðan verða sú að 50 pró- sent allrar framleiðslu sem og 50 prósent allra viðskipta sem verða framkvæmd í heiminum mun verða í Asíu. Þessi staða getur vel leitt af sér efnahagslegt stríð milli Asíu og þeirra landa sem standa utan hennar. Heimsvaldastefna vesturvelda á undanförnum ár- hundruðum gleymist ekki svo auðveldlega, og bráðum verð- ur komið að Indlandi og Kína að niðurlægja okkur, rétt eins og við niðurlægðum þá. Þegar það ger- ist held ég það verði betra fyr- ir Íslendinga að standa meðal Evrópuþjóða frekar en einir síns liðs.“ Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskóla Ís- lands. Hann ræddi um mikilvægi alþjóðlegra samninga um málefni Norðurskautssvæðisins. BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Til dæmis að setja reglugerð um að skip verði að vera sérútbúin til að geta þolað högg frá ísjökum. Ólafur Ragnar Grímsson Rocardvar sérstakurgesturforsetaÍslands.Ólafur Ragnarkynntihannásvið. Norðurskautssvæðið Hérmásjá greinilegahvernigísbreiðanhefur minnkaðásíðustu30árum Michel Rocard Telurnauðsynlegtaðsemja umnorðurskautssvæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.