Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Síða 18
Svarthöfði fylgist af athygli og ánægju með velgengni nokkurra helstu hrunverja landsins úr stjórnmálastétt-
inni. Nýjasta dæmið er ráðning Árna
Mathiesen, dýralæknis og fyrrver-
andi fjármálaráðherra, sem aðstoðar-
framkvæmdastjóra Matvælastofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna í Róm. Árni
hefur að mestu sinnt aðhlynningu
dýra á Suðurlandi eftir bankahrun-
ið en fær nú aftur tækifæri til að láta
ljós sitt skína í stjórnunarstarfi eftir að
hafa sloppið við að vera ákærður fyrir
embættisglöp og vanrækslu af Al-
þingi vegna aðkomu hans að banka-
hruninu árið 2007. Fyrst Árni stóð sig
ekki betur við að stjórna litla Íslandi
þá er um að gera að gefa honum ann-
að tækifæri á alþjóðavettvangi. Þetta
finnst Svarthöfða að minnsta kosti.
S agan af Árna bætist við nýleg tíðindi af endurráðningu Halldórs Ásgrímssonar hjá Norðurlandaráði og svo má
auðvitað ekki gleyma ráðningu Dav-
íðs Oddssonar á ritstjórastól Morgun-
blaðsins í fyrra. Þessir tveir landsfeð-
ur og fyrrverandi forsætisráðherrar
hafa því alls ekki fengið að finna fyrir
því að hafa einkavætt íslensku bank-
ana upp í hendurnar á vinum sínum
og munu líklega hafa ágætis tekjur á
næstu árum, ofan á eftirlaun frá ís-
lenska ríkinu vegna embættisstarfa
sinna, þar til þeir setjast endanlega í
helgan stein.
Þ etta finnst Svarthöfða vera til fyrirmyndar. Ef það er eitt-hvað sem Svarthöfða finnst vera ömurlegt í manneðlinu
þá er það þessi tilhneiging mannsins
að vera stöðugt að horfa í baksýnis-
spegilinn og velta fyrir sér því sem
gerðist í fortíðinni þegar framtíðin
er það sem skiptir máli. Svarthöfði
man ekki betur en að Svafa Grönfeldt,
bankaráðsmaður í Landsbankan-
um og rektor Háskólans í Reykjavík,
hafi einmitt bent á þetta í greininni
„Áfram Ísland!“ í október 2008, rétt
eftir hrunið.
Bæði þá og nú er Svarthöfði sammála Svöfu. Þá strax þótti Svöfu nóg um fortíð-ar- og uppgjörshyggju Ís-
lendinga og var skilningurinn sá að
frekar ætti að bretta upp ermarnar og
gleyma fortíðinni og reyna að græða
á núinu. Enda hefur enginn nokkru
sinni grætt nokkuð á því að velta sér
upp úr orðnum hlutum og gagnrýna
og jafnvel refsa þeim sem gert hafa í
brækurnar eða upp á bak.
K jarninn í máli Svöfu var einmitt sá að íslensku við-skiptasnillingarnir hefðu unnið í góðri trú og má í
reynd heimfæra þetta viðhorf upp
á stjórnmálastéttina, meðal annars
Árna Mathiesen: „Ég er talsmaður
útrásar og verð það áfram. Ég er
sannfærð um að flestir þeir sem
komið hafa að útrásarmálum síð-
ustu árin gerðu það af góðum hug og
góðum ásetningi.“ Einmitt af þessari
ástæðu eigum við Íslendingar ekki að
refsa þessum mönnum eða fjalla um
það sem þeir gerðu og enn síður að
reyna að komast til botns í því hvort
þeir hafi framið glæpi. Allt neikvætt
úr fortíðinni er best að gleyma og
grafa og halda áfram uppbygging-
unni. Alveg eins og fyrir hrunið.
Svarthöfði mælist því til þess að landsmenn taki því fagn-andi þegar Árni Mathiesen fær nýtt starf eða þegar Hall-
dór Ásgrímsson fær endurráðningu
því það hefur sýnt sig að það er fárán-
legt og eykur ekki arðsemi og velmeg-
un að lifa stöðugt í fortíðinni. Seljum
Sjóvá til Karls Wernerssonar ef hann á
fyrir því, Jón Ásgeir Jóhannesson má
fá forkaupsrétt að Högum, Bjarni Ár-
mannsson getur orðið næsti forstjóri
Íslandsbanka, Davíð Oddsson mun
verða aftur forsætisráðherra, Svafa
Grönfeldt á að verða næsti forstjóri
Actavis og Björgvin G. skal verða
næsti formaður Samfylkingarinnar.
Áfram Ísland og hættum þessu fortíð-
arkjaftæði!
„ÁFRAM ÍSLAND!“ „Skulda Íslending-um svör.“
n Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, um að ríkisstjórnin
skuldi þjóðinni svör vegna mun betri Icesave-samn-
inga sem séu í sjónmáli. Þar sem stjórnin hafi gert allt
sem í hennar valdi stóð til þess að fá þá fyrri
samþykkta. - Visir.is
„Hann er jafn
voldugur og
Genghis Khan á
sínum tíma.“
n Bubbi Morthens, um Davíð Oddsson sem hann
segir vera hinn eina sanna orsakavald hrunsins á
Íslandi. Bubbi hefur verið gagnrýndur fyrir að verja
útrásarvíkinga í pistlum sínum en hann segir þá
marga hafa fengið ósanngjarna meðferð. - Rás 2
„Við þurfum að
hætta þessum
aumingjaskap.“
n Gerður Kristný, um að eyða eigi
fáttækt á Íslandi. Hækka skatta ef það er það sem þarf
í stað þess að láta hjálparstofnanir einar aðstoða þá
sem minna mega sín. - DV
„Þetta er bara ill meðferð á
fullorðnu fólki.“
n Gerður Árnadóttir, formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar, um ákvörðun Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra í Reykjavík sem ætlar að loka heimili þar sem
þrír þroskahamlaðir fullorðnir einstaklingar búa.
„Óásættanlegt ástand.“
n Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam-
takanna, gagnrýnir bankana harðlega fyrir að bjóða
viðskiptavinum sínum ekki betri vexti en raun ber
vitni. - DV
Krossferð Bubba Morthens
Bubbi Morthens hefur rétt fyrir sér. Jón Ásgeir Jóhannesson ber ekki einn ábyrgð á hruninu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur
líka rétt fyrir sér. Davíð Oddsson ber ekki
einn ábyrgð á hruninu. Geir H. Haarde
hefur líka rétt fyrir sér. Hann ber ekki einn
ábyrgð á hruninu. Meira að segja Jóhanna
Sigurðardóttir hefur rétt fyrir sér. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir og Geir báru ekki
ein ábyrgð á hruninu, heldur margir aðrir.
Nú dynur á okkur stöðugur áróð-
ur um sakleysi sumra og sekt annarra.
Bubbi Morthens líkir Davíð Oddssyni við
einn brjálaðasta herforingja sögunnar –
mann sem lagði hvert heimsveldið á fætur
öðru undir sig. „Hann er jafnvoldugur og
Gengh is Khan á sínum tíma,“ sagði Bubbi
á Rás 2. Hugmyndin virðist vera að end-
urvekja tvískiptingu samfélagsins milli
Sjálfstæðisflokks, undir forystu Davíðs, og
Baugsmanna, leiddum áfram af Jóni Ás-
geiri og Jóhannesi.
Það er alið á meðvirkni með hinum
grunuðu. Aðferðirnar eru tvær: í fyrsta lagi
er sagt að viðkomandi sé ekki endanleg or-
sök hrunsins. Í öðru lagi er bent á að and-
stæðingar viðkomandi vilji koma höggi á
hann.
Við eigum ekki að taka þátt í tvískipt-
ingunni. Þau eru öll sek um hrunið. Þeir
sem leita að hinum endanlega sökudólgi
hrunsins eru í raun í leit að skálkaskjóli.
Ábyrgð eins útilokar ekki ábyrgð annars.
Davíð Oddsson leysir Jón Ásgeir ekki und-
an ábyrgð og öfugt. Hrunið hefði aldrei
orðið ef sökudólgarnir og orsakirnar hefðu
ekki verið svona margar. Endanleg orsök –
þar sem orsökin er aðeins ein – er fyrst og
fremst þekkt í trúarbrögðum. Nýja Ísland
má ekki falla í gryfju trúarlegrar þjóðfé-
lagsumræðu tvíhyggjunnar, eins og það
gamla.
Blind fylgispekt við eina eða aðra valda-
blokk er sjúkdómur sem grefur undan
lýðræðinu. Hvorki Baugsmenn né Davíð
Oddsson skipta raunverulega máli. Það er
ekkert samsæri gegn Jóni Ásgeiri og ekk-
ert samsæri gegn Davíð. Hins vegar hef-
ur verið viðvarandi barátta milli sérhags-
munaklíka um völd og peninga, þar sem
klíkurnar taka völd og peninga frá al-
menningi. Svarið við því er ekki að fylkja
sér að baki einhverjum leiðtoga, heldur að
taka stöðu með hagsmunum fjöldans gegn
klíkunum. Lausnin er lýðræði og gegnsæi;
meiri völd og upplýsingar til fólksins. Það
er stóra stríðið.
Þegar Bubbi talar hlusta margir. Hann
gerir gagn ef hann tekur málstað fólks-
ins frekar en að berjast fyrir valdablokkir
í keppni við Hannes Hólmstein Gissurar-
son. Davíð er enginn Genghis Khan. Hann
er gamaldags útsendari valdablokkar á rit-
stjórastóli og Jón Ásgeir er saksóttur mað-
ur, dulbúinn sem fjölmiðlaráðgjafi Stöðv-
ar 2. Þeir stýra ekki samfélaginu. Þeir
eru upp vaktir draugar fortíðar og skipta
engu máli nema sem sögulegur lærdómur.
Gleymum þeim og byrjum upp á nýtt – en
gleymum aldrei lexíunni sem þeir kenndu
okkur.
JóN TRAuSTi ReyNiSSoN RiTSTJóRi SkRiFAR. Bubbi gerir gagn ef hann tekur málstað fólksins frekar en að berjast fyrir valdablokkir.
leiðari
svarthöfði
18 umræða 3. nóvember 2010 miðviKudagur
RíkisstjóRn í
andaRslitRum
n Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur er bókstaflega í andarslitr-
unum eftir að fylgishrun mælist
þannig að innan
við þriðjungur
kjósenda styður
hana. Flestir
skrifa hrunið á
aðgerðarleysi
leiðtogans sem
situr einangr-
aður í ráðuneyti
sínu með að-
stoðarmann sem gárungar segja að
eyði dögunum í að flæma í burtu
mótmælendur og máva. Það dylst
síðan engum að stór hluti Vinstri
grænna er á allt öðrum brautum en
þeim að bjarga landinu úr kreppu.
tRyggvi RáðheRRa!
n Á meðan Jóhanna Sigurðar-
dóttir situr aðgerðarlaus, og óró-
lega deildin í VG er í óða önn að
stöðva fram-
gang mála, dafn-
ar Sjálfstæð-
isflokkurinn.
Hin svokallaða
velferðarstjórn
virðist ætla að
kafna í eigin
aðgerðarleysi.
Sjálfstæðis-
flokkurinn virðist því ætla að ná
vopnum sínum með suma af helstu
skúrkum hrunsins innanborðs.
Tryggvi þór Herbertsson, fyrrver-
andi efnahagsráðgjafi, gæti orðið
ráðherra fyrr en varir. Og hver veit
nema Árni Johnsen fái einnig ráðu-
neyti.
jón bjaRgi FlateyRi
n Menn velta nú fyrir sér öllum
möguleikum til að koma atvinnu-
lífinu á Flateyri til bjargar eftir að
öllum starfs-
mönnum Eyr-
arodda var sagt
upp. Meðal
þess sem horft
er til er að Jón
Bjarnason sjáv-
arútvegsráð-
herra grípi inn
í málin og veiti
vel af byggðakvóta til staðarins. Þá
er einnig talið mögulegt að sterkt
einkafyrirtæki sem ræður yfir
kvóta muni hefja rekstur á staðn-
um. En það er þó alls ekki í hendi.
jónína segiR allt
n Mikil eftirvænting er meðal
áhugamanna um þjóðmál vegna
bókar Sölva Tryggvasonar um at-
hafnakonuna
Jónínu Bene-
diktsdóttur.
Reiknað er með
að bókin komi
út um miðjan
nóvember en
það er N1 sem
hefur einkarétt á
sölu og dreifingu
hennar. Jónína hefur staðið í eld-
línu átaka milli þeirra sem tengj-
ast Baugi annars vegar og Davíð
Oddssyni hins vegar. Þeir sem hafa
kynnt sér hluta bókarinnar fullyrða
að hún dragi ekkert undan og hlífi
hvorki sjálfri sér né öðrum. Það er
því hrollur í mörgum.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
bókstaflega
„Jú, ég mun örugglega sakna þeirra en
þau eru í góðum höndum,“ segir Árni
MaTHieSen, dýralæknir og
fyrrverandi fjármálaráðherra. Árni
hefur verið ráðinn til starfa sem
aðstoðarframkvæmda-
stjóri hjá FaO, Matvæla-
stofnun Sameinuðu
þjóðanna, og mun hann
hafa aðsetur í róm. eftir
að hann sagði skilið við
stjórnmálin hefur Árni
unnið sem
dýralæknir hjá
Dýralækna-
þjónustu
Suðurlands á
Stuðlum í
ölfusi.
MuNTu ekki SAkNA
DýRANNA Á SuðuR-
LANDi, ÁRNi?
spurningin