Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Síða 23
miðvikudagur 3. nóvember 2010 lífsstíll 23 við um heilsuna, matarræði og æfingar. „Góð félagsleg tengsl draga úr stressi,“ segir banda- ríski sálfræðiprófessorinn dr. Micah Sad- igh sem segir vini sem dæma ekki en hlusta veita mikilvægan stuðning. „Í hvern mynd- irðu hringja ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir og þú þyrftir á hjálp að halda? Margir eru með fjölda nafna í símaskránni en geta samt aðeins nefnt eitt nafn,“ segir Sadigh. „Ef þú getur ekki nefnt nokkur nöfn er kominn tími til að finna nýja vini. Skráðu þig á námskeið eða hringdu í gamlan vin og endurvektu kynnin.“ Ef líf þitt snýst um börnin og vinnuna skaltu líka gefa þér tíma fyrir áhugamálin. „Sjálfsvit- und okkar á aldrei að snúast aðeins um eitt atriði. Börnin vaxa úr grasi og eins og við höf- um séð gerast í þeim efnahagslegu þrenging- um sem nú standa yfir þá getum við líka misst vinnuna,“ segir Finley sem vill að við pössum upp á að líf okkar verði aldrei það einhæft að ef eitthvað breytist, sem mun gerast, fari heimur okkar á hvolf. SextugSaldurinn Horft til baka Þegar þú nærð fimmtugu er líklegt að þú upp- lifir ákveðið tilfinningalegt uppnám þar sem vitneskjan um eigin dauðleika og foreldra þinna lætur finna fyrir sér. „Flestar konur á sex- tugsaldrinum endurskoða líf sitt og það hvern- ig þær vilja eyða restinni af því,“ segir Erickson sem segir miklar líkur á að við náum áttræð- isaldri ef við höfum náð sextugsaldrinum án krabbameins og hjartasjúkdóma. „Þú átt hell- ing eftir. Hvernig ætlarðu að njóta lífsins héð- an í frá? Ef sjálfsvitund þín hefur ekki aðeins snúist í kringum börnin geturðu upplifað frelsi þegar þau fara að heiman.“ Horfðu til sjálfs þín Líttu djúpt í sál þína. Það er óþægilegt að standa á tímamótum og vita ekki hver næstu skref eru. Erickson ráðleggur að við reynum að svara erfiðu spurningunum eins og: Hvern- ig hefur líf mitt verið? Hver er ég og hver vil ég vera? Hlustaðu á þinn innri mann. Finndu tilganginn Samkvæmt Erickson ættirðu ekki að setja þér niðurnjörvuð markmið þegar þú nærð þess- um aldri, sér í lagi ef þú ert hætt/ur að vinna og börnin farin af heiman. „Leyfðu þér að hugsa málið og það að halda ekki fullkominni athygli og sættu þig við það þótt þú hafir ekki gert þitt allra besta. Ef þú gefur þér ekki tíma til að virða fyrir þér valmöguleikana endarðu kannski á því að skemma fyrir þér í leit að hamingju og fullnægju. Markmið þitt á þessu stigi ætti að vera að uppgötva nýjan tilgang. Það gæti tek- ið þig tíma að finna ástæðu til að fara á fætur á morgnana.“ „Ef þú er óhamingjusöm/samur í vinn- unni eða vilt komast aftur út á vinnumarkað- inn en veist ekki hvert þú átt að snúa þér skaltu leita hjálpar til að komast á rétta braut,“ segir dr. Carol Kauffman, hjá læknadeild Harvard- háskóla. „Ef þér tekst að nýta styrkleika þína í vinnu eða við áhugamál muntu finna ham- ingju. Taktu lítil skref í einu. Litlar breytingar koma þér í rétta átt. Ef þig langar til að flytja til annars lands skaltu byrja á því að heim- sækja landið til að sjá hvernig þér líkar. Horfðu á sjálfa/n þig sem verk í mótun, sama á hvaða aldri þú ert.“ SjötugSaldurinn Ekki draga þig í hlé Tímarnir hafa breyst. Við lifum lengur og því má eiginlega segja að sjötugsaldurinn sé hinn nýi sextugsaldur. Eigin virði Ef þú ert komin/n með nóg af tíu stunda vinnu- dögum íhugaðu þá að minnka við þig, stofna eigið fyrirtæki eða snúa þér að sjálfboðaliða- störfum. Vinnan kemur okkur á fætur á morgn- ana, veitir okkur félagslegt net og tilfinningu um dugnað og tilgang. Ef þú hættir snögg- lega að vinna geturðu upplifað þig týnda/n og gagnslausa/n. „Sama á hvaða aldri við erum þarf okkur að finnast við vera einhvers virði í samfélaginu. Á sjötugsaldrinum geturðu mót- að stefnuna fyrir næstu 30 árin. Finndu þér áhugamál sem þú getur notið næstu áratug- ina,“ segir dr. Virginia Revere sálfræðingur og talsmaður American Psychological Associat- ion. Farðu út á meðal fólks. Ef þú býrð ekki í grennd við fjölskyldu þína eða átt ekki góða vini skaltu fara út og finna þér vini. Líttu á þá sem fjárfestingu í framtíð þinni. „Fólk sem á í góðum samskiptum við fjölskyldu eða vini er ólíklegra til að veikjast á efri árum,“ segir Re- vere sem vill að við reynum á andleg og líkam- leg mörk okkar. „Komdu þér í aðstæður sem reyna á þig. Settu þér skammtíma- og lang- tímamarkmið,“ segir taugasálfræðingurinn dr. Robert S. Wilson. „Heili þinn þrífst á áreiti, sér- staklega erfiðum verkefnum eins og að læra nýtt tungumál eða á hljóðfæri.“ Farðu af stað Ef þú hefur ekki stundað líkamsrækt er kom- inn tími til. Samkvæmt rannsókn Archives of Internal Medicine, þar sem 284 skokkurum og 156 kyrrsetumönnum var fylgt eftir, kom í ljós að þeir sem hlupu í fimm stundir á viku voru líklegri til að viðhalda betri líkamlegri og and- legri færni á efri árum. Skokkararnir fengu síð- ur hjartasjúkdóma, krabbamein og taugasjúk- dóma eins og Parkinson-veiki og sýkingar líkt og lungnabólgu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að líkamsrækt hjálpar til í baráttunni við of háan blóðþrýsting, sykursýki og beinþynningu. „Ef þú getur ekki skokkað veldu þá eitthvað ann- að við þitt hæfi,“ segir dr. Eliza Chakravarty aðstoðarprófessor við Stanford-læknaháskól- ann. „Farðu út að ganga, í sund, hvað sem er. Byrjaðu rólega og passaðu þig á að geta talað á meðan þú æfir.“ ÁttræðiSaldurinn Láttu til þín taka Ef heilsan er í þokkalegu standi mun áttræð- isaldurinn ekki virðast mikið öðruvísi en sjö- tugsaldurinn, samkvæmt Revere. „Haltu í góðu siðina eða byrjaðu á þeim nú þegar ef þú hefur ekki tileinkað þér heilbrigðan lífsstíl. Láttu til þín taka í samfélaginu. Þótt þú sért orkuminni en þú varst eða eigir við sjúkdóm að stríða skaltu samt hafa markmið. Það að hafa tilgang í lífinu getur breytt öllu.“ Aldur er bara tala Ekki haga þér eftir aldri. Gerðu uppreisn gegn steríótýpum samfélagsins. „Þú hefur líklega ekki jafnmörgum skyldum að gegna og áður en ef þú tengir það aldri er hætta á að þér finnist það vera skilaboð samfélagsins um einhvers konar fötlun,“ segir dr. Jacqui Smith sálfræði- prófessor við háskólann í Michigan. „Mundu að aldur er bara tala. Ekki láta þá tölu stoppa þig við að eltast við draumana. Haltu áfram að vinna ef þú vilt og getur, farðu á námskeið eða ferðastu um heiminn. Þegar þú nærð sjötugu er kjörinn tími til að ferðast,“ segir Revere. „Líttu á þig sem fyrirmynd barna þinna og barnabarna. Sýndu þeim hvernig á að gera þetta!“ Skiptu um umhverfi Ef þú býrð úti í sveit eða fjarri vinum og ættingj- um ættirðu að reyna komast í meira fjölmenni. „Ekki halda í hús vegna minninganna ef þú ert einmana. Finndu þér heimili þar sem þú get- ur gengið á milli staða og hitt annað fólk á ferð þinni.“ níræðiSaldurinn Ekki skilgreina þig út frá veikindum þínum Þegar þú verður áttræð/ur hefurðu líklega ekki sömu orku og þú hafðir. „Eftir áttrætt upplifum við alls kyns furðulega sjúkdóma,“ segir Revere sem er sjálf 81 árs. „Ekki láta það stoppa þig við að taka þátt í samfélaginu, stunda áhugamálin og jafnvel vinnuna. Þeim sem sitja á rassinum allan daginn líður ekki vel.“ Rifaðu seglin Flestir óttast að missa sjálfstæði sitt með aldr- inum. „Reyndu að halda í gömlu áhugamál- in. Ef þú hafðir gaman af tennis þarftu ekki að spila í sex tíma í einu eins og þú gerðir á þínum yngri árum. Reyndu að skjóta nokkrum boltum annað slagið. Lagaðu rútínuna að aldri og orku. Farðu frekar út að borða með félögunum í há- deginu en á kvöldin.“ Tileinkaðu þér nýja tækni Þegar aldurinn færist yfir eru margir einmana. Netið getur hjálpað þér að viðhalda tengslum. Lærðu á tæknina, sendu sms, farðu á Face- book og spjallaðu við fólk héðan og þaðan úr veröldinni. Notaðu netið til að fylgjast með því sem er að gerast. Fáðu einhvern til að kenna þér á tölvu og netið og haltu heilanum ung- um. Lifðu lífinu til fullnustu Að sama skapi máttu ekki láta „þann rétta“ sleppa bara af því að þú ætl- aðir ekki að festa þig fyrr en á fertugsaldrinum. Þótt þú sért orkuminni en áður eða eigir við sjúkdóm að stríða skaltu samt setja þér markmið. Það að hafa tilgang getur breytt öllu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.