Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Side 15
Einar: „Ekki fyrir amatöra en
skemmtilegt og fræðandi.“
Mikael: „Alveg eins og að vera niður-
lægður í sjónvarpssal í fáfræði sinni
fyrir framan alþjóð. Fræðandi og
fjörugt fyrir alvitra í tónlist. Sérleg-
ur bónus er að fá að geta spilað sem
Bjartmar.“
Valgeir: „Þú spilar þetta ekki með
mömmu þinni nema hún heiti Andr-
ea Jónsdóttir. Flott umgjörð, vandað
spil en mjög erfiðar spurningar.“
Jóla jóla spilið
Framleiðandi: IC ehf.
Verð: 2.500 til 3.000 kr.
Skemmtilegt
fyrir börnin
Hér er á ferðinni lítið borðspil sem
hentar allri fjölskyldunni þótt það sé
einkum ætlað börnunum. Jóla jóla
spilið er í raun tvö spil í einum pakka.
Annars vegar ertu í hlutverki jóla-
sveinsins sem þarf að koma pökk-
um til barnanna. Hann þarf að fara
í sex hús sem reynist þrautin þyngri
því leikmenn eiga á hættu að detta í
gegnum göng og fara aftur um nokkra
reiti eða lenda á gormi og skjótast þá
langt áfram í spilinu. Sá vinnur sem er
fyrstur í mark og með fæsta pakka eft-
ir. Hins vegar er Jóla jóla spilið teng-
ingaspil þar sem markmiðið er að
vera fyrstur í mark.
Jóla jóla spilið hentar börnum sér-
staklega vel þar sem það er mjög ein-
falt. Foreldrar, frændur, frænkur, afar
og ömmur geta líka spilað með og
ætti spilið að henta vel til dæmis á að-
fangadagskvöld þegar búið er opna
pakkana. Þeim sem vilja meira fjör
er þó ráðlagt að finna eitthvað annað
að gera því Jóla jóla spilið er fyrst og
fremst fjölskylduspil þar sem börnin
geta skemmt sér. Spilið er tiltölulega
ódýrt og gæti hentað í skóinn á að-
fangadag eða sem möndlugjöf.
Baldur: „Spil sem gengur mjög hægt.
Maður endist ekki lengi í þessu en
þetta er fínt fyrir börnin.“
Einar: „Fínasta skemmtun fyrir
börnin.“
Mikael: „Jákvætt jólagaman fyrir
börnin.“
Valgeir: „Gott í skóinn. Þriggja
punkta fjölskyldufjör.“
Þú veist!
Framleiðandi: Nordic Games ehf.
Verð: 4.000 kr. á nordicgames.is
Skyndipróf fyrir
þrætugjarna
Borðspilið Þú veist! er nýtt íslenskt
spil sem kom út nú fyrir jólin. Leik-
urinn gengur í stuttu máli út á það
að stafrófsteningi er kastað. Þátttak-
endur fá úthlutað spjöldum þar sem
gefin eru tilmæli. Keppendur verða
síðan að finna tólf orð af spjöldunum
sem byrja á þeim staf sem upp kom á
teningnum áður en tíminn rennur út.
Stig eru gefin fyrir hvert orð sem hóp-
urinn samþykkir sem gilt.
Hér reynir á orðaforða manna og
hugvit spilara. Spilið er því krefjandi
og vinnur á eftir því sem spilað er.
Gallarnir eru þó fleiri en kostirnir.
Í fyrsta lagi er það 24 hliða stafróf-
steningurinn sem er misheppnaður
og olli okkur félögunum miklu hug-
arangri og ljóst er að ekki er hægt að
nota hann ef borðið er ekki rennislétt.
Spilið býður upp á rifrildi þar sem orð
sem keppendur finna upp er opin fyr-
ir túlkun og spilarar semja í raun sínar
eigin leikreglur. Mikið af vafaatriðum
koma upp og spilið býður ekki upp á
mikla spennu. Ágætt fyrir eldri fjöl-
skyldumeðlimi en ekki hentugt fyr-
ir yngri börn. Spurningamerki er sett
við endingarmöguleika þess.
Baldur: „Gott að grípa með sér hvert
sem maður fer.“
Einar: „Fínt í flugvél.“
Mikael: „Krefjandi leikur fyrir þrætu-
gjarna.“
Valgeir: „Leið eins og í skyndiprófi
fyrst en síðan vann spilið á.“
Activity
Framleiðandi: Egilsson flytur inn
Verð: 6.980 kr. á spilavinir.is
Ágætt en til-
breytingarlaust
Borðspil sem gengur út á að leika,
teikna og lýsa orðum á spjaldi.
Leikmenn velja sér spjöld eftir erf-
iðleikaflokkum. Ef leikmaður leys-
ir erfiða þraut fer hann áfram um
fimm reiti, ef hann leysir miðl-
ungserfiða þraut fer hann áfram
um fjóra reiti og þrjá reiti ef hann
leysir einfalda þraut. Spilið hent-
ar yngri notendum, en þeir sem
hafa spilað önnur sambærileg spil
á borð við Party og Co., Action-
ary eða Pictionary munu frekar
kjósa þau. Ágætlega vandað spil,
en vantar tilbreytingu í það og þar
af leiðandi ekki nógu mikið fjör.
Leikmenn pirruðu sig á því að það
vantaði bæði skrifblokkir og blý-
anta í spilið.
Baldur: „Pictionary, Actionary og
Alias, sett saman. Óspennandi borð
og verður fljótt þreytandi. Þó fínt til
að spila með krökkunum.“
Einar: „Ágæt afþreying. Góð hug-
mynd en samt vantar eitthvað.“
Mikael: „Alias fyrir einfalda eða
kreppuútgáfan af Party og Co. Sjón-
rænt leiðinlegt.“
Valgeir: „Bætir engu við önnur vin-
sæl spil. Lítið fjör. Spilaðu frekar
Party og Co.“
Fuglaspilið
Framleiðandi: Bókaútgáfan Æskan
Verð: 4.790 kr.
Einfalt
fuglabingó
Fuglaspilið er hægt að spila á fjóra
máta en er fyrst og fremst bingó í
sinni einföldustu mynd. Hljóð 130
fugla eru á geisladiski sem fylgir spil-
inu. Spilinu fylgja svo fjögur bing-
óspjöld (níu fuglamyndir á hverju
spjaldi). Á eftir hverju fuglahljóði les
þulurinn upp hvaða fuglategund var
að syngja og leikmenn leggja laus
spjöld (með mynd af viðkomandi
fugli) á hvolf ofan á ef hljóðið tilheyr-
ir fugli sem er á þeirra spjaldi. Sá sem
er svo heppinn að klára fyrst vinnur.
Spilið gerir engar kröfur til hæfni
og býður ekki upp á keppni nema
heimatilbúnar reglur séu notað-
ar. Auðvelt hefði verið að gera spil-
ið þannig að sá ynni sem flest fugla-
hljóðin þekkti. Það er raunar synd
að upp á slíkt sé ekki boðið – því það
felst ágætis skemmtun í að spreyta
sig á kunnuglegum fuglahljóðum.
Spilið gæti verið gott í bústaðinn
að vori eða sumri þar sem hægt er
að búa til leiki með börnunum eða
kenna þeim hljóðin. Þetta er fyrst
og fremst fyrir börn en það er galli á
spilinu að aðeins eru spjöld með um
30 fuglategundum á meðan hljóðin á
diskinum eru 130.
Baldur: „Væri hægt að gera gott úr
þessu með börnunum. Maður kemst
í vorfíling af því að hlusta á fugla-
hljóðin.“
Einar: „Gerir ekkert fyrir Playsta-
tion-fíkla, fínt fyrir þá sem eru for-
vitnir um fugla.“
Mikael: „Nytsamlegt fyrir Náms-
gagnastofnun og sumarbústaðina.
Forvitnilegt fyrir fuglaforvitna en
hefur ekkert skemmtanagildi.“
Valgeir: „Grunnskólarnir ættu að
kaupa þetta en þetta ratar líklega
ekki í marga jólapakka. Mjög fróð-
legt en ekki skemmtilegt.“
Furða sig á Jóni „Það verður að teljast meira en lítið undar-
legt þegar sá ráðherra sem fer með matvælamál þekkir ekki eigin reglur
betur,“ segir á vef Neytendasamtakanna um Jón Bjarnason sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra. Þar er greint frá því að Jón hafi fyrir nokkrum
dögum haldið því fram að minni kröfur væru gerðar til innflutts kjúklinga-
kjöts en innlendrar framleiðslu hvað varðar salmonellusýkta kjúklinga.
„Það er hins vegar svo að kjúklingakjöti sem flutt er inn frá öðrum löndum
verður að fylgja heilbrigðisvottorð um að það séu án salmonellu,“ segja
samtökin sem furða sig á þessari staðhæfingu ráðherra.
Of strangar kröfur? Neytendasamtökin segja að í kjölfar þeirra
orða Jóns Bjarnasonar ráðherra að minni kröfur væru gerðar til innflutts kjúklinga-
kjöts en erlendrar framleiðslu hvað varði salmonellusýkta kjúklinga, hafi yfirlýsing
borist frá upplýsingafulltrúa ráðuneytis landbúnaðar- og sjávarútvegs þar sem
hann kvartaði yfir því að hér giltu of strangar heilbrigðiskröfur varðandi kjúklinga-
framleiðslu. Birgðir af kjúklingakjöti væru oft litlar vegna tíðra salmonellusýkinga
í kjúklingabúum hér á landi. „Lesa mátti milli línanna að einfaldast væri að slaka
á kröfum og leyfa um leið að salmonellusýktar vörur séu í verslunum,“ segir á vef
samtakanna sem mótmæla þessum sjónarmiðum harðlega.
Blaðamenn prófuðu sjö spil Frá vinstri: Valgeir Örn, Sigurður Mikael, Einar Þór og
Baldur. myNd HuldA ÖSp AtlAdóttIr
Flott flakk
Tekið skal fram að DV gafst ekki
tími til að prófa íslenska borðspilið
Flakk, sem er nýútkomið. Höfundar
spilsins, þeir Ásgeir Viðar Árnason,
Ragnar Már Ómarsson og Pétur
Atli Antonsson Crivello, hafa unnið
að spilinu í þrjú ár. „Okkar markmið var auðvitað að gera í fyrsta lagi
áhugavert og skemmtilegt spil en einnig að ná fólki frá tölvunni,“ segir
Svavar um spilið en það er ætlað 10 ára og eldri en er þó ekki einginlegt
krakkaspil.
DV hefur skoðað spilið og óhætt er að fullyrða að ákaflega mikið er
lagt í spilið, bæði hvað varðar útlit og innihald.
partý Alias Fimbulfamb Enn meiri popppunktur Jóla jóla spilið Þú veist! Activity original Fuglaspilið
Partý Alias besta spilið
Bestu spilin
2009
Heilaspuni
Alias
Sprengjuspilið
Andrés Önd –
fjölskylduspil
Spurt að
leikslokum
Ísland
Vikings
*SaMkVæMt Skakka turNiNuM.
HEiLaSpuNi Var VaLið SpiL árSiNS.
Neytendur | 15mánudagur 13. desember 2010