Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Side 20
20 | Fókus 13. desember 2010 Mánudagur
Stiklað á stóru í sögu Bubba
Þetta er ekki fyrsti safndiskurinn sem
við sjáum frá Bubba Morthens. Fyrir
nokkrum árum komu út tveir tvöfald-
ir safndiskar af ferli Bubba. Nú send-
ir hann frá sér 60 laga plötu í tilefni af
því að tónlistarferillinn spannar 30 ár.
Nú á tímum dvínandi plötusölu leggja
tónlistarmenn meira upp úr umgjörð
platna til þess að freista þess að fá fólk
til að hala þeim ekki niður á netinu.
Þannig kemur Sögur af ást, landi og
þjóð í sérstakri þriggja diska útgáfu.
Á plötunni er aðeins eitt nýtt lag.
Öll hin lögin hafa komið út áður. Það
er því auðvelt að setja spurninga-
merki við þessa útgáfu í því ljósi. En
platan er engu að síður eiguleg og
bestu lög Bubba eru alveg jafn góð þó
þau hafi verið gefin út áður.
Ef til er sá Íslendingur sem þekkir
ekki feril Bubba sérstaklega vel, þá er
þetta platan fyrir hann. Allir hinir hafa
sennilega heyrt öll lögin áður og eiga
þau jafnvel í geisladiskasafninu sínu.
Harðir aðdáendur fá því ekki mikið
nýtt fyrir sinn snúð hvað varðar tón-
listina. Þriggja diska útgáfunni fylgir
hins vegar DVD-diskur með nokkr-
um athyglisverðum myndböndum
Bubba, sem er skemmtileg viðbót.
Vert er að nefna bæklinginn, sem er
nokkuð þykkur. Þar er að finna stutt-
an inngangstexta eftir Árna Matthías-
son og Eið Arnarson. Þá er bækling-
urinn skreyttur myndum af Bubba
frá hinum ýmsu stigum ferilsins, allt
frá því að vera mjósleginn dópisti og
yfir í það sem hann er í dag. Einnig er
að finna myndir af öllum plötuum-
slögum Bubba, sem er ágætt yfirlit. Þó
margir þoli ekki að viðurkenna það,
þá er Bubbi risastór hluti af íslenskri
tónlistarsögu síðustu áratuga. Í heild-
ina er þetta veglegur safnpakki, en
Bubbi hefði mátt leggja meira í þetta
og gefa út tvö til þrjú ný lög með.
Valgeir Örn Ragnarsson
Karlakórinn Fjallabræður sem tel-
ur um 50 karla kemur fram ásamt
hljómsveit sinni mánudaginn 13.
desember í Austurbæ og flytur lög
af plötunni Fjallabræður sem kom
út fyrir síðustu jól ásamt því að flytja
bæði ný og gömul lög. Fjallabræð-
ur halda þessa aukatónleika til að
anna eftirspurn en miðar á tónleika
þeirra á sunnudag seldust fljótt
upp og vildu fleiri komast að. Með
þeim á tónleikunum verða Munað-
arleysingjarnir sem er hljómsveit
sem samanstendur að miklu leyti
af hljóðfæraleikurum hljómsveitar
Fjallabræðra ásamt öðrum frábær-
um tónlistarmönnum sem slást í
hópinn. Þá flytur Barnakór Fjalla-
bræðra nokkur lög og eru þetta
fyrstu tónleikar þessa nýstofnaða
kórs sem samanstendur af börnum
á aldrinum 5 til 14 ára.
Töfrar Narníu
í þrívídd
Þriðja ævintýramyndin
um töfraheim Narníu
er nú sýnd í þrívídd í
kvikmyndahúsum.
Myndin sem fjallar um
systkinin Lucy (Georgie
Henley) og Edmund
Pevensie (Skandar
Keynes) sem snúa aftur
til ævintýralandsins
Narníu með frænku sinni, Eustace. Þau
slást í lið með Caspían prinsi (Ben Barnes)
í ferð yfir hafið um borð í skipinu Dagfara.
Á ferð þeirra mæta þau drekum, dvergum,
hafmönnum og -meyjum og hópi af týndum
stríðsmönnum áður en ferðalagi þeirra lýkur
á ystu brún heimsins. Töfrar Narníu heilla
enn meir í þrívídd og óhætt er að draga
fjölskylduna í bíó á þessa ævintýramynd
sem sver sig í ætt við Hringadróttinssögu.
xxxxxxx
Líf í Tjarnarbíói
Starfsemin í Tjarnarbíói hefur vakið
verðskuldaða athygli en alls hafa um
6.000 manns sótt viðburði þar síðan
það var opnað 1. október eftir miklar
og gagngerar endurbætur fyrir til-
stilli Reykjavíkurborgar. Boðið hefur
verið upp á fjölbreytta listviðburði
og ljóst að rýmið hefur upp á margt
að bjóða. Fram undan er spennandi
dagskrá í desember, til stendur að
setja Ævintýrið um Augastein aftur á
svið í Tjarnarbíói. Snuðra og Tuðra
mæta með Jólarósirnar sínar og sýn-
ingum á nýju leikriti eftir Jón Atla
verður haldið áfram út desember.
Ólafur Arnalds heldur tónleika 16.
desember, Seabears 19. desember
og Sudden Weather Change verður
svo með tónleika 27. desember.
Útgáfuhátíð
á Catalinu
Vestfirska for-
lagið efnir til
útgáfuhátíðar á
Cafe Catalinu í
Kópavogi. Haf-
liði Magnús-
son kynnir og
les úr bókinni
Frá Bjargtöng-
um að Djúpi,
bókaflokki
sem fjallar um
vestfirskt mannlíf að fornu og nýju.
Jóhann Diego Arnórsson les upp
úr bókinni Undir miðnætursól sem
fjallar um lúðuveiðar Ameríkana
hér við land á árunum 1884–1897.
Jón Pétursson les upp úr bók sinni
Jón lögga sem fjallar um aðbúnað
lögreglumanna í gömlu lögreglu-
stöðinni í Reykjavík. Að síðustu les
Finnbogi Hermannsson úr bók sinni
Vestfirskar konur í blíðu og stríðu.
Þegar myndin
hefst eru liðin
400 ár frá fæð-
ingu Krists og
Rómaveldi rið-
ar til falls. Það
virðist þó ganga
sæmilega í eg-
ypska hluta veld-
isins þar sem
ráðastéttin er
menntuð í Alex-
andríu. Hypatia
(Rachel Weisz)
kennir þar og stundar rannsóknir
í stjörnufræði og heimspeki. Hún
er trúleysingi meðal heiðingja og
hinna rísandi trúarbragða kristn-
innar. Þræll hennar (Max Ming-
hella) leggur óbeint stund á fræði
hennar og verður ástfanginn. En
hann sér frelsi frá þrældómnum
í kristninni sem var á þeim tíma
byltingartrúarbrögð lítilmagnans.
Amenábar hefur leikstýrt frábær-
um myndum á borð við The Others
og Abre los ojos. Hér ræðst hann í
metnaðarfullt verkefni, yfirgrips-
mikið og djarft. Útlitið er sannfær-
andi skítugt, heitt, sveitt og gott.
Trúarbragðasaga heimsins krist-
allast hér í endalausum skærum
og kredduleiðindum. Stéttskipting
og kúgun hins heiðna rómverska
valdakerfis leiðir til kristnivæðing-
ar lágstéttanna og innreiðar um-
burðarleysis nýju trúarinnar. Hin-
ir kristnu eru strax þarna farnir að
dunda sér við þá iðju að brenna
menn sem mæla gegn þeim.
Kristnin gegn hinum gömlu trúar-
brögðum, síðar gegn gyðingunum
sem grýta til baka og úr verður misk-
unnarlaust blóðbað. Myndin minn-
ir óhuggulega á hvernig fáir hafa
farið jafn illa með gyðinga og kristn-
ir. Hreyfing sem fer af stað með hat-
ur sem eldsneyti á erfitt með að
breyta því í framhaldinu. Svo næst
er ráðist gegn öðrum kristnum sem
fylgja ekki prestunum að málum og
frjálslyndar konur finna einnig fyr-
ir refsivendi kirkjunnar. Tækifæris-
sinnuðu Rómverjarnir eru alveg til
í að skipta yfir í kristni ef það þýð-
ir að þeir haldi áfram völdum og sú
verður raunin. En hinir kristnu hafa
á sínum snærum eigin valdatæki,
þar á meðal trúarbragðalögregluna
Parabalani sem lýtur eigin stjórn.
Þeir eru með hliðartöskur með
grjóti sem staðalbúnað því það er
aldrei að vita hvenær skynsemi eða
umburðarlyndi skýtur upp kollin-
um og þá þarf að grýta til bana. Al-
gert vald hinna kristnu er upphafið
á eyðingu menningar og menntun-
ar sem viðgekkst svo lengi sem þeir
trónuðu í valdastöðum. Í gegnum
þetta allt er hin trúlausa Hypatia
rödd skynseminnar sem virðist eiga
sér bandamenn í öllum hópum eða
þá að minnsta kosti ástfangna að-
dáendur sem vernda hana. En hvað
nær það langt? Ástarsagan hér gæti
verið betri og það vantar einhvern
kraft í fyrirferðarmiklar vísindaleg-
ar vangaveltur, taut og uppgötvanir
Hypatiu. En það er alltaf jafn gam-
an þegar trúarbragðasagan dett-
ur í gang og maður sér svartnættið
sem fylgdi kristninni. Tiltektin eft-
ir þessa vitleysu er gígantísk, verið
var að finna aftur upp sömu hlutina
meira en 1.000 árum seinna. Með
tímanum var steinunum skipt út
fyrir öflugri vopn en alltaf eru það
sömu gömlu trúarskruddurnar sem
valdamenn misbeita í sína þágu.
Agora eykur skilning á hinum enda-
lausu trúarbragðaskærum sem við
þekkjum alltof vel í heiminum í dag.
Það er þessi blóðrauða saga sem
hefur sjaldan sést jafn skýrt á hvítu
tjaldi. Því trúarbragðasagan er alls
enginn Vatnaskógur.
Kvikmyndir
Erpur
Eyvindarson
skrifar
Agora
Leikstjórn: Alejandro Amenábar
Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Max Ming-
hella, Oscar Isaac, Ashraf Barhom, Michael
Lonsdale, Rupert Evans, Homayoun Ershadi
Handrit: Mateo Gil, Alejandro Amenábar
Blóðrauð saga
á hvítu tjaldi
Fjallabræður og
vinir í Austurbæ
Fjallabræður
Halda aukatónleika í kvöld, mánudags-
kvöld.
Bubbi Morthens
Sögur af ást, landi og þjóð 1980-2010
Flytjandi: Bubbi Morthens
Útgefandi: Sena
Ungir ein-
söngvarar
Hópur ungra einsöngvara tekur
þátt í hádegistónleikaröð Íslensku
óperunnar í vetur ásamt Antoníu
Hevesi, píanóleikara við Íslensku
óperuna, en einnig er ráðgert að
gestasöngvarar úr röðum þekktra
íslenskra söngvara láti í sér heyra.
Þeir sem koma fram á næstu
tónleikum í hádeginu á þriðjudag-
inn eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir,
Bragi Jónsson, Erla Björg Kára-
dóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna
Héðinsdóttir, Magnús Gíslason,
Rósalind Gísladóttir. Hörn Hrafns-
dóttir annast efnisval og skipulag
ásamt Antoníu Hevesi. Á efnis-
skránni eru atriði úr Così fan tutte,
Brottnáminu úr kvennabúrinu og
Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart,
Spaðadrottningunni eftir Tchai-
kovsky og Carmen eftir Bizet.