Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 3
má ekki vera sá Sjálfstæðisflokkur sem
neitar að gera upp hrunið. Þannig að
Alþingi er fyllilega sá vettvangur þar
sem öll stjórnmálastéttin á Íslandi þarf
að koma saman og ræða þessi mál sem
önnur,“ sagði Þór Saari.
Fréttir | 3Miðvikudagur 15. desember 2010
Flokkurinn þarf uppgjör „Hann gerði
tilraun til að gera hér upp hrunið fyrir um
einu og hálfu ári síðan og var hrakinn heim
með það aftur af Davíð Oddssyni sem nú
situr í Hádegismóum,“ sagði Þór Sari.
Mynd Sigtryggur Ari
Engar njósnir nú „Ég veit það þó að þær
eru allavega ekki viðhafðar núna, allavega
ekki þannig að mér sé kunnugt um það,“
sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir.
n Máli slitastjórnar glitnis gegn Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum vísað
frá n dómarinn gat ekki réttlætt málareksturinn fyrir bandarískum
skattborgurum n Lögmaður Jóns Ásgeirs ánægður með niðurstöðuna
George Ramos, dómari í máli slita-
stjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni og viðskiptafélögum
hans, taldi einungis lítinn hluta
málsins ná til New York og að sá
hluti væri of lítill til að réttlætan-
legt væri að flytja málið fyrir dóm-
stólum í New York. Hann vísaði
málinu frá dómi í New York í gær.
„Hvernig get ég réttlætt það að
mál gegn íslenskum aðilum og ís-
lensku fyrirtæki sé flutt fyrir dóm-
stólum hér? Hvernig get ég réttlætt
það fyrir bandarískum skattborg-
urum sem greiða mér laun?“ sagði
Ramos dómari við réttarhaldið.
tvö skilyrði dómarans
Máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Har-
aldssyni, Þorsteini Jónssyni, Ingi-
björgu Pálmadóttur, Jóni Sigurðs-
syni, Hannesi Smárasyni, Lárusi
Welding og PwC á Íslandi var sem
fyrr segir vísað frá dómstólum í
New York. Dómari í málinu féllst á
rök verjenda hópsins um að mál-
ið ætti heima fyrir íslenskum dóm-
stólum þar sem málsaðilar væru
allir íslenskir og Glitnir hefði verið
íslenskt fyrirtæki.
Dómarinn setti tvö skilyrði
sem hann vildi fá skrifleg frá
stefndu. Hann vildi að þeir skrif-
uðu upp á skjal þess efnis að allir
myndu mæta í réttarsal á Íslandi
og myndu ekki mótmæla lög-
sögu íslenskra dómstóla í málinu.
Í öðru lagi setti hann það skilyrði
að stefndu lýstu því yfir að þau
myndu ekki mótmæla því að dóm-
ur sem félli á Íslandi væri aðfarar-
hæfur í New York og vísaði dómar-
inn þá til eigna stefndu í New York.
Málið átti heima í new york
vegna skuldabréfaútgáfu
Michael C. Miller, aðallögmaður
slitastjórnar Glitnis, færði fram
ýmis rök fyrir því að mál slitastjórn-
arinnar ætti heima fyrir dómstólum
í New York. Sagði hann til dæmis
að skuldabréfaútgáfa Glitnis í New
York haustið 2007 hefði verið fram-
kvæmd til að fjármagna lánveiting-
ar til Jóns Ásgeirs og viðskiptafé-
laga hans. Michael C. Miller sagði
að með þessari skuldabréfaútgáfu
hefði þessi fjáröflun gert Jóni Ás-
geiri og félögum kleift að halda
áfram að ræna Glitni innan frá.
„Og þessir einstaklingar komu
til New York til að kynna skulda-
bréfaútgáfuna fyrir hugsanlegum
fjárfestum og lögðu fram rangar
upplýsingar til fjárfesta – skýrslur
unnar af endurskoðunarfyrirtæk-
inu PwC gáfu ekki rétta mynd af
stöðu Glitnis á þeim tíma,“ sagði
hann fyrir dómi í New York.
Lögmaður Jóns Ásgeirs
ánægður
Lögmaður PwC sagði fyrir dómi
að íslenskir stjórnendur PwC á Ís-
landi væru tilbúnir að mæta fyrir
dómstóla á Íslandi.
Stephen P. Younger, aðallög-
maður Jóns Ásgeirs og félaga, sagð-
ist í samtali við DV vera ánægður
með niðurstöðu dómstólsins fyrir
hönd skjólstæðinga sinna.
„Ég er ánægður með að dóm-
arinn hafi úrskurðað að þetta mál
ætti að flytja fyrir íslenskum dóm-
stólum. Þarna er um íslenskt fyrir-
tæki að ræða og Íslendinga og því
engin ástæða til að flytja málið
fyrir dómstólum hér í New York,“
sagði Stephen.
Steinunn Guðbjartsdóttir, for-
maður slitastjórnar Glitnis, sagðist
að vissu leyti óánægð með úrskurð
dómarans. „Það er alveg ljóst að
við munum fylgja þessu máli eftir
og fyrst það var niðurstaða dóm-
stóla hér að málið ætti ekki heima
í New York þá munum við taka það
áfram annars staðar. Það er langt í
frá að þessu sé lokið,“ sagði Stein-
unn.
„Hvernig get ég
réttlætt það
að mál gegn íslensk-
um aðilum og íslensku
fyrirtæki sé flutt fyrir
dómstólum hér?
Jóhannes Kr. Kristjánsson
skrifar frá New York johanneskr@dv.is
„Langt í frá að
þessu sé lokið“
Vísað frá Steinunn
Guðbjartsdóttir og
Páll Eiríksson úr
slitastjórn Glitnis fyrir
framan dómhúsið í
New York ásamt
bandarískum
lögmönnum
slitastjórnarinnar.
Lögmaður Jóns Ásgeirs Stephen P. Younger, aðallögmaður stefndu, var ánægður
með niðurstöðuna. mYNDiR JóHaNNES KR. KRiStJÁNSSON
„Stórfellt
njóSnaprógramm“
reiðir borgarar Valhöll, höfuðstöðvar
Sjálfstæðisflokksins, voru ataðar
málningu í kjölfar bankahrunsins. Þór
Saari segir að flokkurinn verði að gera upp
persónunjósnir og bankahrun.