Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 37
Sviðsljós | 37Miðvikudagur 15. desember 2010
Skilin við milljarðamæringinn:
Eilífðargellan Elizabeth Hur-ley, sem virðist bara verða fallegri með aldrinum, er
skilin við eiginmann sinn Arun.
Hún sást um helgina á sólarströnd
með Shane Warne, landsliðs-
manni Ástralíu í krikkett, og fór vel
á með þeim. Var það trú margra að
hún væri að halda framhjá Arun
en þann misskilning leiðrétti hún
snarlega á Twitter: „Ekki frábær
dagur. Til að halda því til haga þá
eru ég og Arun, eiginmaður minn,
skilin að borði og sæng og höfum
verið í nokkra mánuði. Nánir vin-
ir okkar og ættingjar vita af þessu.“
Hurley komin
með nýjan
Hætt saman Elizabeth
Hurley og Arun eru skilin að
borði og sæng.
Komin í krikketið Hurley
er komin í slagtog með
áströlskum krikketleikara.
Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lifir leik- og söngkonan Taylor Mom-
sen lífinu eins og gömul rokk-
stjarna þessa dagana. Þessi sak-
lausa stelpa, sem sló fyrst í gegn í
þáttunum Gossip Girl, ferðast nú
um heiminn með hljómsveit sinni
og spilar EMO-rokk. Á hverjum
tónleikum sýnir hún aðdáendum
sínum brjóstin eða nærbuxur og
snýr sér í kjölfar tónleikanna að
viskídrykkju og reykingum. Haft
er á orði að Momsen sé hin nýja
Courtney Love því ekki sé tónlist-
in góð en drykkjan virðist liggja
vel fyrir henni.
Ekki lítil lengur
Hvar er saklausa
stelpan úr Gossip
Girl? Taylor Momsen er
á hraðferð í ruglið.
Neikvæð mynd af barnastjörnu:
Miley reykir hass
Það hefur sjaldan reynst vel hjá vonarstjörnum Bandaríkj-anna að fá sér í haus í opn-
um partíum. Það getur sundkapp-
inn Mic hael Phelps staðfest en hann
leyfði sér að fá sér í eina feita eftir að
hafa unnið átta gull á Ólympíuleik-
unum í Peking og allt varð vitlaust.
Nú er það barnagælan, söngkonan
og leikkonan Miley Cyrus sem næst á
mynd, af hinum harðskeytta slúður-
vef TMZ, að reykja hass. Miley hafði
átt afmæli nokkrum dögum áður og
því spurning hvort hún hafi enn ver-
ið að fagna. Samkvæmt frétt TMZ var
hún að fá sér í góðra vina hópi þannig
að spurningin er hvaða góði vinur á
nú aðeins meiri pening í dag en í gær. Obbosí! Miley fær sér aðeins í haus.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.