Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 20
Í Morgunengli vefur Árni saman tvo
ólíka þræði. Annar þeirra segir sög-
una af bréfbera sem finnst myrtur á
Akureyri. Hinn rekur atburðarás er
tengist auðmanni sem ver sig og 10
ára dóttur sína fyrir bullandi reiði al-
mennings í kjölfar efnahagshrunsins.
Það er Einar, blaðamaður á Síð-
degisblaðinu, sem leiðir lesand-
ann í gegnum atburðarásina. Ein-
ar er þessi staðlaða manngerð sem
lesendur eru vanir í krimmum.
Sjúskaður blaðamaður sem stríð-
ir bæði við vandamál þegar kemur
að áfengi og ástum. Starfið er miðja
hans heims og allt annað í jöðrun-
um. Að sjálfsögðu keðjureykir hann
og hugleiðingar renna um huga
hans í nokkurs konar „film noir“-
stíl. Fremur óspennandi týpa en
góð og gild klassík sem heillar alltaf
á endanum.
Sagan er skrifuð í íslenskum
samtíma og ýmsir þættir henn-
ar spegla vel atburðarásina eft-
ir hrun. Sérlega vel skrifaðir eru
þeir kaflar sem fjalla um vörn
auðmannsins sem Einar þarf að
taka viðtal við eftir einhvers kon-
ar ská-pöntun úr stjórn Síðdeg-
isblaðsins. Öll blaðamannastétt-
in getur rifjað upp af skömm þau
drottningarviðtöl sem birtust á
síðum blaðanna eftir hrun. Eng-
in tilviljun að þeir auðmenn sem
áttu hlut í fjölmiðli birtust í þeim
sama miðli vel myndaðir, hryggir
og hreinskilnir.
Árni gerir einnig einsemd, ein-
angrun og þrá eftir sjálfsþekkingu
skil af mikilli list og tengir þau
þemu í báða þræði. Það er vel gert.
Styrkur bókarinnar er sú sterka
samfélagslega sýn sem höfundur
gefur lesendum. Veikleiki hennar
er hversu þétt bæði söguþræðirn-
ir og fáar sögupersónurnar liggja
saman. Þetta er of einföld lausn
fyrir þrautasjúka lesendur krimma
sem vilja láta leiða sig inn í stærra
völundarhús en það sem Árni
byggir.
Það eru hins vegar sögulokin
sem gera þessa bók afar merkilega.
Það er hægt að lofa því að enginn
sér fyrir sögulok Morgunengils.
Það er ég nánast viss um því þau
eru bæði óvænt og nístandi. Þessi
sögulok þurfa Íslendingar að lesa
og þannig upplifa og finna þær
tilfinningar sem þau kveikja með
þeim. Þau eru hrollvekjandi dæmi-
saga sem fær okkur til að sjá liðna
atburði í skýru ljósi og þá heift sem
hér var landlæg og þótti réttmæt.
Kristjana Guðbrandsdóttir
Ævisaga íþróttamannsins og lög-
regluþjónsins Jóns Péturssonar er
að mörgu leyti fræðandi og bráð-
skemmtileg. Titillinn er Jón lögga og
undirtitillinn er Jón Pétursson segir
frá lífshlaupi sínu. Þessi innihalds-
lýsing er ekki alveg rétt. Jón lögga
segir meira af lífshlaupi annarra en
sínu eigin. Þeir sem vilja vita eitthvað
um hans þanka og einkalíf fá ekki
mörg svör. En hann segir starfssögu
sína af snilld sögumannsins sem
fylgist grannt með flestu sem gerist
í kringum hann. Fjölmargir Reykvík-
ingar þekkja til Jóns sem um áratuga-
skeið var lögreglumaður í miðborg
Reykjavíkur og dyravörður á fjölsótt-
um veitingastað. Þá var Jón þjóð-
þekktur sem afreksmaður í íþróttum.
Jón er Snæfellingur, fæddur árið
1936 í Hjarðarbrekku í Eyrarplássi.
Á sama sólarhring og í sama húsi
og Jón fæddist í í júlímánuði urðu
þau tíðindi að systir hans varð létt-
ari. Giskar Jón á að það sé Íslands-
met að mæðgur eignist börn á sama
sólarhringnum. Í bókinni er í smá-
atriðum og af nákvæmni lýst að-
stæðum á uppvaxtarárum hans. Jón
og systkini hans ólust upp við nýtni
og sparsemi. Þótt fátæktin hafi verið
skammt undan var ævinlega nóg að
bíta og brenna.
Skemmtilegasti hluti frásagn-
ar Jóns snýr að löngum ferli hans
sem lögreglumaður. Hóf hann störf í
Reykjavík 15. janúar 1958. Hann fékk
að eigin sögn starfið af því að hann
„gat stokkið hærra en aðrir menn“.
Í þá daga var lögreglustöðin í Póst-
hússtræti 5. það er merkilegt að lesa
þá frásögn Jóns að blaðamenn þess
tíma fengu að koma á stöðina og
fletta dagbókum löggunnar. Seg-
ir Jón að fullur trúnaður hafi ríkt. Í
dag er leyndarhjúpur yfir mörgu því
sem löggan aðhefst. Jón tekst á flug
við að lýsa samferðafólki sínu í mið-
borg Reykjavíkur. Óborganlegar frá-
sagnir eru þar á köflum. Þjóðasagna-
persónur á borð við Kidda Morthens,
Benoný skákséní, Óla blaðasala, Óla
Maggadon og Lása kokk skjóta upp
kollinum.
Jón segir frá því hvernig Geirfinns-
málið kom honum fyrir sjónir. Fjöldi
lögreglumanna vann að málinu án
þess að sýnilegt hafi verið hvað þeir
voru nákvæmlega að gera. Yfirvinna
var takmarkalítil og lék grunur á að
lögreglumenn hefðu brugðið sér í bíó
undir þeim kringumstæðum. Sjálf-
ur kom Jón lítið að þessum málum
nema sem áhorfandi að þessu hvað
umfangsmesta sakamáli Íslandssög-
unnar sem enn er ráðgáta.
Jón skrifar bók sína af geislandi
húmor. Ein magnaðasta frásögn-
in er þegar hann fékk það hlutverk
að gæta hunds Hinriks Danaprins í
Ráðherrabústaðnum. Hundurinn sá
hét Alex var af gravhundakyni og, ef
marka má frásögnina, einstaklega
hrokafullur og hundsaði gæslumenn
sína. Hann leit niður á hina lágt-
settu lögreglumenn en lifnaði við og
gerðist félagslyndur þegar háttsettur
varðstjóri kom til eftirlits með hun-
dagæslumönnunum. Hápunktur
frásagnarinnar er þegar svangir lög-
reglumenn gæddu sér á afgöngum
frá hinum konunglega hundi.
Það er margt sem gagnrýna má
bók Jóns löggu fyrir. Kápan er ekki
aðlaðandi eða söluvænleg. Sömu-
leiðis hefði mátt stytta hluta bókar-
innar og bæta við annars staðar. Það
vantar meira af Jóni og hans fólki.
Þeir sem vilja skyggnast inn í sálarlíf
Jóns fá lítið fyrir sinn snúð. En þrátt
fyrir þetta eru kostirnir yfirgnæfandi.
Greinilegt er að Jón lögga er vel þjálf-
aður af dagbókarskrifum því stíllinn
er á köflum frábær.
Stutt er jafnan í gamansemina.
Frásögnin líður áreynslulaust fram
í leiftrandi kímni í bland við alvöru
þar sem það á við. Fyrir áhugamenn
um íþróttir og störf lögreglunnar er
bókin gullmoli í safnið. Hún fær þrjár
stjörnur. Reynir Traustason
20 15. desember 2010 miðvikudagur
Sjálfsævisaga
Fyrir
skáldið
Birgir andrésson
Í íslenskum litum
Þröstur Helgason skráði sögur af einum
merkasta íslenska listamanni samtímans,
en hann var í senn einn sá þjóðlegasti
og alþjóðlegasti.
Ferill hans er
rakinn um leið
og manninum
er lýst, oft í
gegnum sögur
sem hann segir
af sjálfum sér
og samtíð-
armönnum
sínum, en Birgir
ólst upp sem
eini sjáandinn á blindraheimili og var
mikill sagnamaður, fyndinn, íronískur,
heimspekilegur og uppátækjasamur.
Brúður
Sigurbjörg Þrastardóttir leikur sér með
brúður í ljóðabók sinni. Titillinn er tví-
ræður, brúður merkir kona sem er að fara
að gifta sig og brúður merkir líka dúkkur,
strengjabrúður. Brúður er draumahlut-
verk margra kvenna en martröð annarra,
sem geta ekki hugsað sig að setja
sig í formfastar stellingar samkvæmt
hefðum og venjum. Sigurbjörg skellir
sér í brúðkaup og lýsir því sem þar gerist
í minnstu smáatriðum með húmor,
kaldhæðni og rómantík að vopni. Að
auki tekst hún á við ýmsar hugmyndir
um hjónabandið. Bjargey Ólafsdóttir
myndlistarkona myndskreytti.
dagur kvennanna
Ástarsaga Megasar og Þórunnar Erlu-
Valdimarsdóttur var
tilbúin fyrir átján
árum en það er
ekki fyrr en nú sem
handritið að þessari
nóvellu er gefið út.
Eftir að kynjastríðið
kom konum á topp-
inn var loks hægt
að ljúka sögunni og
unnendur safaríkra
og gróteskra karnivalbókmennta fagna.
Fegurstu ljóð Jónasar
Hallgrímssonar
Þetta er endurskoðuð útgáfa sam-
nefndrar bókar
sem kom út árið
1995. Nú valdi
Kolbrún Bergþórs-
dóttir helstu perlur
skáldsins saman í
eina bók og skrifaði
fróðlegan formála.
Ljóð Jónasar hafa
verið ófáanleg með
öllu í bókabúðum
landsins um
nokkurt skeið og því ættu unnendur
þeirra að fagna útgáfunni.
Ljóðaúrval Jóhannesar
úr kötlum
Silja Aðalsteinsdóttir valdi saman ljóð
úr öllum bókum skáldsins sem ætlaðar
voru fullorðnum, frumsamin og þýdd,
sem gefa breiða
mynd af marg-
slungnum ljóða-
heimi skáldsins.
Jóhannes lifði mikla
umbrotatíma í sögu
og bókmennt-
um og ekkert
skáld sýnir eins
nákvæmlega þróun
ljóðlistarinnar hér
á landi og hann.
Hann hóf ferilinn sem nýrómantískt
skáld, gerðist róttækur í kreppunni,
prufaði sig áfram með frjálsa bragar-
hætti og náði loks í alþjóðlega róttæka
bylgju á sjöunda áratugnum. Hann stóð
á nýjum hátindi ferils síns þegar hann
féll frá.
Löggan sem át
frá hundinum
Jón lögga
Jón Pétursson segir
frá lífshlaupi sínu
Jón Pétursson
Útgefandi: Vestfirska
forlagið
Hrollvekjandi dæmisaga
morgun-
engill
Árni Þórarinsson
Útgefandi: JPV
Glæpasaga „Þessi sögulok
þurfa Íslendingar
að lesa og þannig upplifa
og finna þær tilfinning-
ar sem þau kveikja með
þeim. Þau eru hrollvekj-
andi dæmisaga sem fær
okkur til að sjá liðna at-
burði í skýru ljósi og þá
heift sem hér var landlæg
og þótti réttmæt.