Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 26
Þau öfl sem börð-
ust hatrammleg-
ast gegn Icesave-
samningum á
sínum tíma víg-
búast og eru aft-
ur á leið í skot-
grafirnar. Herópin
eru sem fyrr: Við
borgum ekki
skuldir óreiðu-
manna! Skuldir
einkabanka eru
ríkinu óviðkom-
andi! Við sjáumst í réttarsal! Land-
ráðamenn einir leggja drápsklyfjar á
þjóðina!
Það er von að mikið sé lagt undir,
enda sýnist þeim flestum sem stríðið
sé tapað þegar á borðinu liggur samn-
ingur sem viðurkennir sanngjarna
ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðum
sparifjáreigenda í Hollandi og Bret-
landi.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, liggur undir feldi.
Það gera einnig framsóknarmenn og
InDefence. Forsetinn hugsar sitt og
veltir því fyrir sér hvort hann fái tæki-
færi til skýla sér á ný bak við meint al-
menningsálit þegar og ef til þess kem-
ur að hann fái nýjan Icesave-samning
til undirritunar.
Pólitík og lög
Þegar hörmungar bankahrunsins
skullu á þjóðinni fylgdust stjórnmála-
menn með yfirvofandi lausafjárkreppu
banka í öðrum löndum. Starfsbræð-
ur og -systur erlendis kepptust við að
lýsa því yfir að ríkið ábyrgðist innstæð-
ur í bönkum og vildu með því koma í
veg fyrir áhlaup á bankana. Viðtekið
var að bregðast við bankavandanum
með pólitískum fremur en hreinum
lagalegum hætti. Landsbankinn rið-
aði til falls og bresk og hollensk stjórn-
völd sögðu við sparifjáreigendur: „Við
ábyrgjumst innstæður ykkar á Ice-
save-reikningum jafnvel umfram það
lágmark sem lög segja til um.“
Á sama tíma sögðu íslenskir ráð-
herrar: „Við ábyrgjumst innstæð-
ur ykkar kæru landsmenn,“ og áttu
áreiðanlega einnig við Hollendinga og
Breta á Íslandi.
Seðlabankastjórinn Davíð Odds-
son kom hins vegar fram í fjölmiðl-
um í miðjum klíðum og sagði: „Við
borgum ekki skuldir óreiðumanna.“
Aðrir tóku undir og sögðu: „Við borg-
um ekki skuldir einkabanka.“ Liðs-
menn InDefence sögðu: „We will
see you in court.“ Í Moggagreinum
sögðu lögspekingar: „Við höfum enga
lagaskyldu til að borga lágmarksinn-
stæðu.“
Þetta leiddi smám saman til þess
að þjóðin klofnaði. Í öðrum hópnum
voru þeir sem töldu sig vita að ríkið
yrði að ábyrgjast greiðslur og rétt væri
að krefjast sanngirni við samninga-
borð. Í hinum hópnum voru þeir sem
telja skuldir einkabanka ríkinu óvið-
komandi.
Verður það nokkuð skýrara?
Síðarnefndi hópurinn er nú um það
bil að tapa Icesave-stríðinu. Þess
vegna er vopnaglamur í Hádegis-
móum. Á borðinu liggur nýr samn-
ingur sem felur í sér ábyrgð ríkisins
á greiðslum til Breta og Hollendinga
úr Tryggingasjóði innstæðueigenda
til Breta og Hollendinga. Grundvöll-
ur samningsins er að íslenska ríkið er
ábyrgt og afsláttur er veittur um leið
og sú ábyrgð er viðurkennd.
Ábyrgð íslenska ríkisins var allt-
af fyrir hendi. Þannig stendur til að
mynda orðrétt í 36. grein laga um
fjármálafyrirtæki: „Jafnframt skal
Fjármálaeftirlitið senda lögbærum
yfirvöldum gistiríkis upplýsingar
um eigið fé fyrirtækisins, gjaldfærni,
tryggingar innlána og bótakerfi sem
verndar viðskiptavini útibúsins.
Hlutaðeigandi fyrirtæki skal samtím-
is tilkynnt að framangreindar upplýs-
ingar hafi verið sendar. - Fjármálaeft-
irlitið getur bannað stofnun útibús
skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta
ástæðu til að ætla að stjórnun og fjár-
hagsstaða hlutaðeigandi fjármála-
fyrirtækis sé ekki nægilega traust.“
Tökum eftir orðalaginu um vernd
viðskiptavina útibús og heimild FME
til að hafna stofnun útibús! Verður
þetta öllu skýrara?
Þyngra en tárum taki
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
sem og skýrslur norskra og franskra
sérfræðinga benda allar til þess að
Landsbankinn hafi raunverulega
verið ógjaldfær löngu fyrir hrun.
Þessi staðreynd „týndist“ í íslenska
stjórnkerfinu. „Ef til vill er samráðs-
hópur forsætisráðuneytis, fjármála-
ráðuneytis, viðskiptaráðuneytis,
Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Ís-
lands um fjármálastöðugleika og við-
búnað sem skipaður var á árunum
fyrir bankahrunið eitt afdrifaríkasta
dæmið um samstarf þvert á ráðu-
neyti, sem leið fyrir skort á skýrum
skilgreiningum á hlutverki, umboði
og ábyrgð,“ segir í nýrri skýrslu um
endurskoðun laga um Stjórnarráðið.
Í ljósi þess sem hér er sagt voru
lög vísvitandi brotin þegar Lands-
bankanum var heimilað svo seint
sem 29. maí árið 2008 að láta greip-
ar sópa í Hollandi og safna þar nærri
300 milljörðum á örfáum mánuðum.
Öllu vatt hér fram með vitund, vilja
og samþykki íslenskra stjórnvalda.
„Við borgum ekki-öflin“ skilja þetta
um síðir.
26 | Umræða 15. desember 2010 Miðvikudagur
Harðlínumenn
tapa Icesave-stríði
„Ég er að drepast í bakinu
enda þurfti ég að fá hjálp
frá tveimur nágrönnum
mínum til að bera tréð
upp fjórar hæðir.“
n Veitingamaðurinn Friðrik Weiss-
happel keypti fjögurra metra hátt jólatré
í Danmörku sem nær á milli tveggja
hæða. – Fréttablaðið
„Ég tek á endanum
ákvörðun sem er rétt
bæði fyrir mig og
fyrir liðið.“
n Handknattleiksmaðurinn
Guðjón Valur Sigurðsson á
eftir að ákveða hvort hann
treystir sér á HM í Svíþjóð í janúar. Hann er
nýbyrjaður að spila aftur eftir tíu mánaða
fjarveru vegna meiðsla. – Fréttablaðið
„Á þeim tíma talaði ég
ekki neina ensku.“
n Leikarinn Stefán Karl
Stefánsson kunni ekkert í
ensku þegar honum var boðið
að leika Glanna glæp, eða Robb-
ie Rotten, í bandarísku útgáfunni af
Latabæ – DV
„Falleg stúlka sem kemur
nakin til manns með
kaldan bjór og samloku til
að tilkynna að leikurinn í
enska boltanum sé
byrjaður og spyr hvað
maður vilji gera í leikhléi.“
n Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn
Andri Sveinsson svarar því hvað kveiki í
honum neistann í viðtali við ofurskutluna
Hlín Einars. – bleikt.is
„Ég vona að þetta viðtal
sýni umfram vafa – að
það ætti enginn að fikta
með fíkniefni.“
n Skilaboð frá athafna-
manninum Jóni stóra í nýrri
bók um hann. – Jóns saga
stóra
Leyndarmál auðrónanna
Það sem setti Ísland fyrst og fremst á hausinn var öll leyndarhyggjan og pukr-
ið. Það hefur verið landlægt hér
í áratugi að leyfa spillingunni að
blómstra í skjóli leyndarinnar.
Langflestir hafa lagt blessun sína
yfir þetta fyrirkomulag sem verið
hefur við lýði í stjórnsýslunni jafnt
og í einkageiranum.
Dæmi um leyndina er að finna
hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þar
störfuðu tugir manna í upplýs-
ingadeild. Þetta fólk var þó ekki að
veita upplýsingar nema í takmörk-
uðum mæli. Þvert á móti var ver-
ið að halda til baka því sem for-
svarsmenn fyrirtækisins töldu að
ekki ætti erindi við almenning.
Svar upplýsingadeildar við smá-
um og stórum spurningum fjöl-
miðla var gjarnan nei og ástæðan
sú að Orkuveitan heyrði ekki und-
ir upplýsingalög. Í þessu skjóli var
gróðafyrirtækið rekið í þrot. Gullið
í námunni breyttist í grjót.
Angi af leyndarhyggjunni á
Íslandi er sýnilegur þegar dóms-
mál standa yfir. Grunaðir glæpa-
menn og dæmdir njóta þeirrar
þjónustu lögreglunnar að fá lamb-
húshettur til að dyljast. Sífellt erf-
iðara er fyrir fjölmiðla að fá upplýs-
ingar um það sem er að gerast fyrir
dómstólum. Ákærum er leynt og
allt gert til þess að halda sakamál-
um leyndum. Nýjasta dæmið um
slíka leyndarhyggju er að lögmað-
ur morðingja úr Hafnarfirði vill
loka réttarhöldum af tillitssemi við
skjólstæðing sinn. Um er að ræða
einn grimmdarlegasta glæp í sögu
Íslendinga. Atvikum þar skal leynt.
Bankar eru algjörlega lokað-
ir þegar upplýsingar eru annars
vegar. Í reykfylltum bakherbergj-
um eru teknar ákvarðanir um að
afskrifa milljarða króna af skuld-
um auðmanna og útrásarvík-
inga. Bankaleynd er borið við þeg-
ar spurt er um afskriftir. Og þegar
skuldir almennra borgara eru ann-
ars vegar má lítinn afslátt gefa.
Auðrónarnir eiga að halda sínu á
meðan fólkinu blæðir.
Svona var þetta fyrir hrun.
Leyndarhyggjan var allsráðandi.
Og svona er þetta eftir hrun. Sljó og
duglítil stjórnvöld væla um skjald-
borg fyrir fólk en reisa hana síð-
an um bankana. Þess er vandlega
gætt að afskriftir auðróna spyrjist
ekki út. Leyndarmála valdastétt-
anna er vandlega gætt af vinstri-
stjórninni sem lofaði heiðarleika
og gegnsæi. Jóhanna Sigurðardótt-
ir og Steingrímur J. Sigfússon gera
eins og löggan. Þau skaffa skúrk-
unum lambhúshettur svo almenn-
ingur sjái ekki framan í svínin.
Pólitískt sprengiefni
n Athyglisvert verður að sjá hvað
menntamálanefnd mun gera til að
bregðast við þeirri niðurstöðu að
ráðherrunum
Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur
og Árna Mathie-
sen hafi verið
óheimilt að fella
niður 126 millj-
óna króna skuld
menntaskólans
Hraðbrautar við
ríkissjóð árið
2007. Hraðbraut tók til starfa vegna
mikils stuðnings frá Sjálfstæðis-
flokknum og Birni Bjarnasyni, þá-
verandi menntamálaráðherra, árið
2003. Málið er hápólitískt enda hafa
núverandi ríkisstjórnarflokkar allt
aðrar hugmyndir um einkarekstur í
skólakerfinu en Sjálfstæðisflokkur-
inn. Frekari aðgerðir menntamála-
nefndar gegn Ólafi Johnson, eiganda
skólans, eða jafnvel Þorgerði og
Árna verða því að öllum líkind-
um túlkaðar sem pólitískar árásir á
Sjálfstæðisflokkinn.
Klár í formanninn
n Innan Sjálfstæðisflokksins vel-
kjast menn ekki í vafa um að Kristj-
án Þór Júlíusson stefnir ákveðið á for-
mannsstólinn.
Kristján talar
skýrt um ábyrgð
allra flokka,
ekki síst Sjálf-
stæðisflokks-
ins, og reynir
ekki að draga úr
sekt. Þá kemur
hann fram sem
manna- og flokkasættir. Kristján
tapaði á sínum tíma formannsslag
gegn Bjarna Benediktssyni sem í dag
er í hinu versta ímyndarbasli. Kristj-
án bíður á hliðarlínunni.
Lágkúra og lífeyris-
brask
n Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins, er
líklega á meðal fýldustu álitsgjafa.
Guðmundur er einn af konungum
lífeyrissjóðanna og ber sem slíkur
einhverja ábyrgð á óförum þeirra.
Þegar Spaugstofan gerði grín að
þeim sem nærast á blóði lífeyris-
þega trompaðist Guðmundur. Á
bloggi sínu talaði hann um „lág-
kúru í lægstu hæðum“ og vísaði til
Spaugstofunnar. Einhver hefði talið
að lágkúran ætti við um lífeyris-
braskarana.
Rótfastur á bekknum
n Eiður Smári Guðjohnsen, marka-
hæsti landsliðsmaður Íslands frá
upphafi, var rótfastur á bekkn-
um hjá Stoke um helgina. Hann
hefur verið áhorfandi að síðustu
átta leikjum liðsins. Fátt heyrist frá
honum lengur. Knattspyrnuþáttur-
inn Sunnudagsmessan fór til Stoke
um daginn og náði þar viðtali við
þjálfara liðsins, Tony Pulis, en ekkert
viðtal var við Íslendinginn sjálf-
an. Hvort það hafi tengst frétt sem
birtist á Stöð 2 daginn áður um lítið
markaskor hans síðastliðin misseri
skal ósagt látið. Það væri þó alla
vega ekki í fyrsta skiptið sem Eiður
fer í fýlu.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Leiðari
Kjallari
Er KR orðið óska-
barn þjóðarinnar?
„Óskabörn þjóðarinnar hafa verið
og eru öll í KR svo einfalt er nú það,“
segir Kristinn Kjærnested, formaður
knattspyrnudeildar KR, sem
skrifaði í gær undir sam-
starfssamning við óskabarn
þjóðarinnar, Eimskip.
Merki Eimskipa mun prýða
búninga KR á næsta
keppnistímabili.
Spurningin
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Þau skaffa
skúrkunum
lambhúshettur.
„Öllu vatt hér fram
með vitund, vilja
og samþykki íslenskra
stjórnvalda. „Við borgum
ekki-öflin“ skilja þetta um
síðir.
JÓHANN
HAUKSSON
blaðamaður skrifar