Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 34
34 | Fólkið 15. desember 2010 Miðvikudagur
Leikhópurinn Lotta:
Vesturport fyrir börnin
Barney
drekkur ís-
lenskt vatn
Íslenska vatnið Icelandic Glacial sem
athafnamaðurinn Jón Ólafsson er í
forsvari fyrir er komið inn í enn einn risa-
sjónvarpsþáttinn í Bandaríkjunum. DV
greindi frá því um daginn að stjörnurnar í
hinum geysivinsæla þætti The Big Bang
Theory drykkju íslenska vatnið stíft
sem hluti af óbeinni markaðsherferð í
Bandaríkjunum. Nú síðast var Iceland
Glacial drukkið í gamanþættinum
How I met your mother en annar þeirra
sem hélt á flösku var einn af vinsælli
sjónvarpskarakterum nútímans, Barney
Stinson, sem hinn hýri Neil Patrick-Harris
leikur. Auk þessara tveggja þátta hefur
Icelandic Glacial-vatnið verið mikið
notað í þáttum á borð við House og
Grey ś Anatomy.
Nakin með
bjór
„Falleg stúlka sem kemur nakin til
manns með kaldan bjór og samloku til
að tilkynna að leikurinn í enska boltan-
um sé byrjaður og spyr hvað maður vilji
gera í leikhléi.“ Þetta segir Sveinn Andri
Sveinsson stjörnulögfræðingur að sé
það sem kveiki neistann á milli sín og
konu. Þetta segir hann í viðtali við vefinn
bleikt.is en í viðtalinu ræðir hann um
muninn á körlum og konum, hvað heilli
hann í fari kvenna, kynjamisrétti og
fleira. Hann segir meðal annars að það
sé „combo af kynþokka og persónutöfr-
um“ sem heilli sig mest í fari kvenna.
„Núna erum við að undirbúa næsta
sumar,“ segir Sigsteinn Sigurbergs-
son, leikari í leikhópnum Lottu sem
hefur verið starfræktur undanfarin
fjögur ár. Lotta sérhæfir sig í barna-
sýningum og er aðalsvið þeirra ut-
andyra í Elliðaárdalnum. Lotta
skemmti börnunum á afmælishátíð
DV síðastliðinn laugardag og fékk
góðar undirtektir. Börnin verða
þó að bíða til næsta sumars þeg-
ar Lotta fer aftur á fullt. „Við erum
bara að skemmta einstaka sinnum
núna um jólin. Þá erum við að sýna
brot úr sýningunum okkar síðustu
fjögur árin. En nú erum við bara að
gera okkur klár fyrir næsta sumar
en þá ætlum við að sýna Mjallhvíti
og dvergana sjö og gera það á okk-
ar hátt. Handritið, sem er skrifað
af Snæbirni Ragnarssyni og Önnu
Bergljótu Thoroddsen er bara að
renna í gegn þessa dagana,“ segir
Sigsteinn en Lotta er sérstök á þann
hátt að í leikverkunum er mörgum
frægum sögupersónum blandað
saman. „Fyrstu árin vorum við með
Dýrin í Hálsaskógi og Galdrakarlinn
í OZ sem voru heilar sögur. Svo fór-
um við að brjóta þetta upp og sett-
um upp Rauðhettu með Hans og
Grétu og Grísunum þremur saman.
Síðan héldum við Hans úr Hans og
Grétu og gerðum Hans klaufa með
Öskubusku og vondu stjúpsystrun-
um,“ segir Sigsteinn. Leikhópurinn
Lotta lét gott af sér leiða í vikunni
þegar hann setti 30 jólapakka undir
tréð í Smáralindinni en í pökkunum
voru DVD-upptökur af sýningum
hópsins. Sigsteinn segir að vinsæld-
ir hópsins aukast mikið ár frá ári og
í fyrra hafi allt að 30.000 manns séð
Lottu skemmta. „Á hverju ári gefum
við líka öllum leikskólum lands-
ins diskinn okkar. Þá förum við í
leikskólann, sýnum atriði og gef-
um diskinn. Krakkarnir þar teljast
með í áhorfendatölunum. Ég held
að við séum stærsti leikhópurinn á
Íslandi fyrir börn. Það var kona sem
sagði einu sinni við okkur að við
værum eins konar Vesturport fyrir
börnin. Okkur fannst það virkilega
skemmtilegt,“ segir Sigsteinn Sigur-
bergsson.
tomas@dv.is
Fóru á kostum Börnunum leiddist
ekki á Ingólfstorgi síðastliðinn
laugardag þegar Lotta skemmti.
MYND PÁLL ÖNUNDARSON
Ó
lafur fékk góðu frétt-
irnar nýverið og seg-
ist varla ráða sér fyr-
ir kæti. Hann hefst
handa strax eftir tónleikana og
hefur afar stuttan tíma til verks-
ins, eða til 1. janúar. Myndin verð-
ur sýnd í kvikmyndahúsum um
miðjan janúar. „Mig langaði til að
hoppa af húsþökum, ég trúi þessu
varla enn. Ég þori þó ekki að segja
mikið meira fyrr en ég hef undir-
ritað samninginn. Þá fyrst get ég
sagt frá því um hvaða mynd er að
ræða.“
Ferðast til hundraða landa
Ólafur hefur fyllilega unnið sér inn
fyrir þessum merka og góða árangri
en síðan 2007 hefur hann spilað á
fleiri hundruð tónleikum úti um all-
an heim. Auk þess sem hann hefur
unnið ötullega að tónsmíðum.
Í fyrra samdi hann tónlist við
dansverk hins heimsþekkta dans-
höfundar Waynes McGregors, Dyad
1909, og spilaði tónlistina „live“ á
fimm sýningum í hinu 1.600 manna
Sadler’s Wells Theater í Lond-
on auk þess sem verkið var sýnt á
sjónvarpsstöð BBC. Eftir þetta fékk
norski danshöfundurinn Alan Luc-
ien Ólaf til að semja tónlistina fyr-
ir verk sitt Endalaus með Íslenska
dansflokknum, sem einnig fékk frá-
bærar viðtökur. Ólafur samdi einn-
ig nýlega „original score“ fyrir kvik-
myndirnar Blinky TM (með Max
Records í aðalhlutverki) og íslensku
myndina Óróa. Þá hefur tónlist Ól-
afs verið notuð í ótal öðrum sjón-
varpsþáttum og kvikmyndum. „Ég
hef haft mikið að gera síðustu árin
og árið í ár var sérstaklega anna-
samt. Mér finnst skemmtilegt að
semja tónlist fyrir verk, hvort sem
það eru dansverk, kvikmyndir eða
annað. Ég er líka heppinn að fá að
ferðast svona mikið, ég hef ferðast
frá Skandinavíu til Asíu í ár og til
fleiri hundraða landa síðustu árin. Í
ár fannst mér skemmtilegast að fara
til Suður-Kóreu. Þar fékk ég stór-
kostlegt menningarsjokk og það var
gaman að spila fyrir tónleikagestina
því þeir voru svo spenntir og áhuga-
samir.“
Stórtónleikar í Tjarnarbíói
Í maí 2010 kom út önnur breiðskífa
Ólafs, … and they have escaped the
weight of darkness, á vegum Kölska.
Ljósasýning sem fylgir tónleikunum
var hönnuð sérstaklega til að skapa
fallega stemningu. Ólafur hyggst nú
enda árið á stórtónleikum í Tjarn-
arbíói þann 16. desember áður en
hann leggst í tónsmíðar fyrir Holly-
wood. „Ég set ekki upp allt ljósasjó-
við í heild sinni í Tjarnarbíói en það
verður samt án efa mjög fallegt. Eftir
að tónleikunum lýkur leggst ég svo í
tónsmíðarnar af mikilli alvöru.“
kristjana@dv.is
ÓLAFUR TIL
HOLLYWOOD
Ólafur Arnalds ætlar að hrista öll spilin fram
úr erminni á stórtónleikum sínum í Tjarnarbíói,
fimmtudaginn 16. desember. Þetta verða síðustu
stórtónleikar hans að sinni því hann mun verja jól-
unum í það að semja tónlist fyrir stóra Hollywood-
kvikmynd.
ÓLAFUR ARNALDS:
VER JÓLUNUM VIÐ TÓNSMÍÐAR
Ólafur hefur skamman tíma til stefnu en
hann á að skila af sér tónverkinu 1. janúar.