Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 12
Marz 1960
Á Búnaðarþingi kom í gær fram til-
laga, að framtíðarvegurinn eyfir Hellis-
heiði yrði í senn steyptur og upphitað-
ur svo að snjór eða ísing settist aldrei á
hann.
Tillögumaðurinn sagði m.a. frá því,
að í Danmörku væri verið að athuga
að hita upp mjög fjölfarinn vegakafla,
og með tilliti til þess, hversu gífurlega
mikilvægt það væri fyrir bændur og
aðra, að leiðin austur yfir fjall væri
jafnan opin, ættum við, sem réðum
yfir miklum hverahita nærri vegast-
æðinu að athuga þetta mál gaumgæf-
lega.
...fyrir 40 árum
Miðvikudaginn 14. desember 2010
Febrúar 1960
Ólafur Thors forsætisráðherra
hélt framsöguræðu með efnahaga-
smálafrumvarpinu, er það var tek-
ið til fyrstu umræðu í gær. Talaði
Ólafur í um það bil tvær klukku-
stundir, og voru nær allir þing-
menn viðstaddir allan tímann,
en áheyrendapallar voru þétt-
setnir. Ólafur Thors taldi upp ráð
sem stjórn hans taldi tiltæk til að
bjarga málunum.
1) Leiðrétta ber gengis-
skráninguna og leggja upp-
bótakerfið niður með öllu.
2) Í öðru lagi verður að gera
róttækar ráðstafanir til að
draga úr áhrifum verðbreyt-
inga vegna gengisbreytingar-
innar á lífskjör almennings.
Byrðunum ber að dreifa sem
réttlátlegast á þegna þjóðfé-
lagsins, en auk þess verður
reynt að létta ýmsum hópum
lífsbaráttuna.
3) Reynt verður að koma
í veg fyrir nýtt kauphlaup
kaupgjalds og verðlags, og
því er óheimilt að miða kaup-
gjald við breytingar á vísitölu.
Grunnkaup er ekki lögbund-
ið, því að samningar um það
eru hlutverk launþega og at-
vinnurekenda.
4) Róttækar ráðstafanir
verða gerðar gegn verðþenslu.
Komið verður í veg fyrir óhóf-
lega útlánaaukningu.
5) Haftakerfið verði afnum-
ið og verulegt viðskiptafrelsi
tekið upp. Dregið verður úr
skriffinnsku og Innflutnings-
skrifstofan lögð niður.
6) Víðtæk endurskoðun
verði framkvæmd á fjármál-
um ríkisins.
Efnahagsmálin rædd á þingi í gær:
Örlagastund er upp runnin
HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI
Aðeins róttækar ráðstafanir duga.
Verður framtíðarvegurinn yfir
Hellisheiði steyptur eða upphitaður?
12 V Í S I R árið 1960
Ólafur Thors í ræðustól.
Uppástunga um þetta kom fram á Búnaðarþingi í gær.
KVEÐJA FRÁ
ÓLAFI THORS,
forsætisráðherra, formanni
Sjálfstæðisflokksins.
Í dag er hálf öld umliðin frá því
Vísir, elzta dagblað landsins, þeirra
sem nú er við lýði, hóf göngu sína.
Fyrri tilraunir til stofnunar dag-
blaðs á Íslandi höfðu allar farið út
um þúfur. Myndu því í öndverðu
ekki margir hafa treyst því, að svo
vel tækist til, að blaðið lifði hálfrar
aldar afmæli sitt, gæti þá litið yfir
óslitinn, farsælan dagblaðsferil sinn
og horft fram á bjarta og örugga
framtíð.
Ólafur Thors.
KVEÐJA FRÁ
ÓLAFI THORS,
fjármálaráðherra og formanni
útgáfustjórnar Vísis.
Þegar „vísir til dagblaðs“ lét úr
vör fyrir fimmtíu árum, munu fáir
hafa spáð langri sjóferð. Eftir fyrri
reynslu um fleytur þær, sem kölluð-
ust dagblöð, mátti búast við því að
Vísir mundi innan stundar sökkvar
í djúpan sæ.
En Vísir hlaut betri byr en veð-
urspárnar hermdu. Siglingin hefur
stormasöm verið á stundum, brim
og boðar ógnað til beggja handa. En
áfram var haldið, frjálslyndi og víð-
sýni héldu sterklega um stjórnvöl-
inn.
Gunnar Thoroddsen.
Miðvikudagur 14. des. 1910 – miðvikudagur 14. des. 1960
Ísland fer ósköp mikið í taugarnar á
Bretum um þessar mundir, svo að ýmis
blöð á Bretlandi umhverfast, þegar á
Ísland er minnzt. Á sunnudaginn birti
eitt virðulegt blað, Sunday Times (sem á
ekkert skylt við Times), all-langa fregn
frá Genf með fyrrisögninni, sem hér er
sýnd: „Ísland er fótakeflið í sjórettar-
umræðunum. Aumingja karlarnir.
Árið 1960 stóð Ísland í deilum við
Breta um fiskveiðar þeirra innan lög-
sögu landsins. Tveimur árum fyrr var
landhelgin færð út í tólf mílur. Bretar
mótmæltu þessari ákvörðum og sendu
herskip á Íslandsmið. Mótmæli voru
haldin í Reykjavík en deilunni lauk
með samningi á milli Íslendinga og
Breta árið 1961. En það var þó skamm-
góður vermir í deilum þjóðanna því
landhelgisdeilan hélt áfram. Samskipti
þjóðanna voru að mestu leyti á góðum
nótum þar til fyrir tveimur árum þegar
Icesave-deilan hófst.
Strandar á Íslandi.