Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 18
18 15. desember 2010 miðvikudagur
dagbók kidda klaufa
robbi rokkar
Jeff Kinney
Útgefandi: Tindur
Ég er ekki norn
Kim M. Kimselius
Útgefandi: Urður
Í fyrra las ég bók sem heitir Dagbók
Kidda klaufa og fannst hún ótrúlega
skemmtileg. Bókin er í teiknimynda-
sögustíl og segir af Kidda sem er
ferlega óheppinn. Hann gerir ekkert
rétt, greyið, sem er reyndar ferlega
fyndið. Nú er komin út ný bók í
framhaldinu sem heitir Robbi rokkar
feitt. Robbi er bróðir hans Kidda og
er svo mikil pest að líklega eiga fáir
annan eins bróður. Hann hrekkir
bróður sinn stanslaust og gerir allt
til að pirra hann. Þessi bók er alveg
jafngóð og sú fyrri. Mér finnast þess-
ar bækur svo góðar að ég vildi að
þær kæmu oftar út. Félagi minn sem
á heima í Bandaríkjunum kom heim
um síðustu jól með bók sem bóka-
útgáfan ætti að gefa út í þessari seríu
líka. Þetta er nefnilega dagbók sem
krakkar geta sjálfir skrifað og teiknað
í alls kyns fyndið og skemmtilegt.
Snilldarhugmynd.
Andri Snær Helgason, 10 ára
Ég er ekki norn er framhald af bók-
inni Aftur til Pompei sem kom út í
fyrra. Ramóna fer með Theó á stað-
inn þar sem nornir voru brenndar
fyrir mörg hundruð árum og lenda
aftur í tímaflakki til nornatímabils-
ins. Þar sjá þau unga stúlku sem
er verið að brenna á báli. Ramóna
og Theó bjarga stúlkunni og ná að
sleppa frá fólkinu sem vill drepa
þau. Þau verða að finna stað sem þar
sem enginn finnur þau. Það er búið
að brenna húsið sem stúlkan bjó í
og vita þau ekkert hvert þau eiga að
fara.
Þetta er spennandi bók sem
heldur manni við efnið frá upphafi
til enda. Ég mæli með henni fyrir
börn og unglinga á öllum aldri. Hún
fær þrjár og hálfa stjörnu.
Harpa Mjöll Reynisdóttir, 14 ára.
Kristján Jóhannsson er enginn
venjulegur maður. Honum næg-
ir ekki að leggja helstu óperusvið
heims að fótum sér í sumum fræg-
ustu hlutverkum óperubókmennt-
anna – hann er að auki búinn að
senda frá sér tvær ævisögur, og er
hann þó rétt rúmlega sextugur.
Sú fyrri kom út fyrir tuttugu árum
og hét Kristján, skrifuð af Garðari
Sverrissyni. Hin er nýkomin út hjá
JPV og er rituð af Þórunni Sigurðar-
dóttur.
Bók Garðars Sverrissonar er
miklu betri bók en hin nýja bók Þór-
unnar. Hún er fyrstu persónu-frá-
sögn, lögð Kristjáni sjálfum í munn.
Þar segir hann frá æsku sinni á Akur-
eyri og fyrstu skrefum út í hinn hála
og grimma heim óperulistarinnar.
Hann lýsir flóknu sambandi sínu
við hinn drykkfellda og hæfileika-
ríka föður, sem náði að nokkru að
sjá eigin drauma rætast í syninum.
Lýsingin á sambandi þeirra Dorri-
et Kavanna er falleg og grípandi. Að
lokum rekur hann ítarlega hvernig
hann brýtur sér leið inn á óperuhús
óperuhúsanna, Scala, þar sem hann
stendur á sviðinu í bókarlok, albú-
inn að stíga út á vígvöllinn. Kristj-
án þeirrar bókar er viðkvæmur og
ástríðufullur, beinskeyttur og hrein-
skilinn; er ekkert að hlífa kollegum
sínum, ef því er að skipta, segir sögur
af pínlegum uppákomum í leikhús-
inu. Gamla bíó er ekkert óperuhús,
segir hann, því þar er ekki hægt að
syngja „af fullum styrk“, nei, Kristj-
án lítur ekki við svoleiðis „óperum“,
þar sem hann getur ekki „blastað“
á fullu. Þessi annars flokks óperu-
hús úti í heimi, þau eru ekki heldur
neitt fyrir hann, þó hann sé kominn
með fullt af tilboðum frá þeim, hann
er enginn B-maður, heldur stefnir á
hæstu tinda: eftir Scala er það Metr-
opolitan, Covent Garden, Vínaróp-
eran, Berlínaróperan ...
Viðtalsbókin nýja tekur yfir sömu
ár og fyrri bókin, að viðbættum síð-
ustu tveimur áratugum. Draumarnir
hafa ræst; Kristján hefur sungið í öll-
um þessum óperuhúsum. En hann
var á einhvern hátt bæði skemmti-
legri og viðkunnanlegri í fyrri bók-
inni. Bók Þórunnar er í raun ekki
annað en tímaritsviðtal sem hefur
verið teygt í bókarlengd með ýms-
um ráðum. Það eru meira að segja
birtar mataruppskriftir, væntanlega
til að gera hana kræsilegri. Skrásetj-
ari gengur á fund hins heimsfræga
óperusöngvara sem tekur honum
af ljúfmennsku; þau fara saman á
ýmsa staði sem tengjast ferli hans,
þar á meðal Scala, og Kristján lætur
gamminn geisa: hraflar yfir ævisög-
una úr fyrri bókinni (bætir fáu nýju
við sýnist mér), segir af kynnum sín-
um af stórstirnum og frægðarfólki
(nóg af frægum nöfnum þarna), lýs-
ir sjálfum sér, baráttu sinni, sigrum
og ósigrum, mistökum og áföllum
í einkalífi. Hann talar líka um hinn
alþjóðlega óperuheim og ekki að
efa að einhverjum þykja þær lýsing-
ar hans forvitnilegar. Sjálfum fannst
mér skemmtilegust frásögn hans af
kynnum sínum af Pavarotti og Dom-
ingo, já, stórmennin eru ekki allt-
af stór þegar þau lenda undir smá-
sjánni!
Inn í þetta er svo fléttað enda-
lausum tilvitnunum í samtöl sem
skrásetjarinn hefur átt við ýmsa
vini söngvarans og vandamenn.
Þau hafa að sjálfsögðu flest gott
um hann að segja, og er það ekki
bragðmikil lesning til lengdar. Ekk-
ert er hins vegar vitnað í gagnrýn-
endur, og hafa þó sumir af bestu
óperukrítíkerum heimsins tjáð sig
um frammistöðu Kristjáns, jafnvel
margsinnis; það hefði væntanlega
verið ómaksins vert að leita eitthvað
af því uppi. Raunar kveðst Kristján á
einum stað yfirleitt ekki lesa dóma,
en í næsta orði oftast hafa fengið
góða krítík! Stórir listamenn geta
verið skemmtilega mótsagnakennd-
ir. Það er ágætt hjá bókarhöfundi að
hreinsa ekki svona lagað út, heldur
leyfa því að standa.
Það besta við þessa útgáfu er
hlutverkaskráin í bókarlok. Hún
mun að mestu tekin saman af
Magnúsi Lyngdal Magnússyni, sem
að auki skrifar stuttan formála. Af
henni má sitthvað ráða um fer-
il Kristjáns, hvað hann hefur sung-
ið, hvar og á hvaða tímum. Maður
saknar að vísu upplýsinga um fjölda
sýninga, en líklega hefði orðið of
tímafrekt að tína allt slíkt til, skráin
orðið of viðamikil fyrir svona hrað-
suðuverk. En hún kemur ugglaust
að notum þegar betur verður fjall-
að fræðilega – og krítískt – um feril
Kristjáns Jóhannssonar. Því að það
á hann vitaskuld skilið; Kristján er
óumdeilanlega einn af mestu af-
reksmönnum íslenskrar tónlistar-
og leiklistarsögu.
Bókin heitir Kristján Jóhanns-
son – Á valdi örlaganna, sem er vita-
skuld vísun í heiti á einni af óperum
Verdis. Það er nokkurn veginn sama
heiti og á geðþekkri endurminn-
ingabók Sigurðar Demetz, kenn-
ara Kristjáns, sem kom út fyrir um
fimmtán árum. Var virkilega enginn
hjá JPV sem hnaut um þetta? Auð-
vitað nær ekki nokkurri átt að tvær
bækur, ég tala nú ekki um um svo
skyld efni, heiti það sama.
Jón Viðar Jónsson
Barnabók
Ævintýrabók
Ferlega fyndið
Spennandi
nornabók
Hraðsuðubók um
heimssöngvarann
Viðtalsbók kristján Jóhannsson – Á valdi örlaganna
Þórunn Sigurðardóttir
Útgefandi: JPV.
Missir eftir Guðberg Bergsson er
ægileg og ágeng bók um hrörnun-
ina og dauðann. Bók um efni, sem
freudistar allra tíma hafa talið eitt
mesta tilefni bælingar og göfgunar
sem um getur. En það er ekki bein-
línis nein göfgi eða fegurð sem Guð-
bergur lýsir.
Ævisagnaritarar gera síðasta
spelinum í lífi viðkomandi sjaldn-
ast skil á raunsæjan hátt. Eftir-
minnileg er þó lýsing Péturs Gunn-
arssonar rithöfundar í síðara bindi
hans um Þórberg Þórðarson, Í for-
heimskunnar landi. Frásögn Pét-
urs er nærgætin, raunsönn, hrífandi
sorgleg.
Efniviður Guðbergs er ágengur.
Ellin herðir átök sín, minnið þverr,
líkaminn gefur sig, lífsförunautur
deyr. Enginn óvinur er jafn ósigr-
andi. Því skyldi reiðin og gremjan
ekki blossa upp?
Æskan lifir í tímalausu núi,
manndómsárin byggja undir
ókomna framtíð. Loks er horft um
öxl frá sjónarhóli ellinnar.
Guðbergur segir frá rosknum
manni sem misst hefur konu sína.
„Það sem hann sér hefur verið í
kringum hann í áratugi, samt áttar
hann sig ekki á hvar hann er stadd-
ur. Það tekur hann langan tíma. Að
átta sig skiptir raunar engu máli. Það
eina sem hann skynjar er að hann
er innantómur. Hann er hættur að
vera svangur. Hann er bara tómur
að innan af vanlíðan yfir engu sér-
stöku. Allt rennur saman í þrekleysi,
syfju og þögn. Þrátt fyrir magnleysið
langar hann ekki að deyja. Hann er
haldinn óljósri lífsþrá sem er fremur
vani en löngun til að lifa.“
Guðbergur heldur síðar áfram og
segir um sögupersónu sína: „Þótt
hann langi ekki til að deyja óskar
hann sér oft að hann væri dauður
eða að hann hefði átt að vera dauð-
ur fyrir löngu. Hann hefði átt að vera
horfinn frá öllu. Það hefði verið eðli-
legast.
Annað kemur í ljós hjá honum:
Eftir því sem hann eldist rígheldur
hann sér í lífið en hann gerir ekkert
til þess að lengja það.“
Magnaður Guðbergur
Guðbergur er sögumaður sem end-
urspeglar huga roskna mannsins.
Hvernig fyrirhöfnin eykst, hvern-
ig undan fæti hallar með vaxandi
þunga. Roskni maðurinn hefur lík-
amsleifar konu sinnar í krukku.
Hann blandar örlitlu af öskunni í
drykk sinn dag hvern, geymir þó
hálfa teskeið til hinstu ferðarinnar
sem farin er til Færeyja.
Myndin sem Guðbergur dreg-
ur upp af hrörnuninni er ágeng en
um leið mjög áhugaverð vegna þess
hversu lýsingar hans á ýmsu í dag-
legum háttum roskna mannsins
eru nákvæmar og smásmugulegar.
Hann er einn, upptekinn af smáat-
riðum, háttbundnum einfaldleika
hvunndagsins. Ellin velur úr eftir
hentugleikum æ minna af heimin-
um til þess að gera hann viðráðan-
legri þegar getan minnkar. Raunin
er sú, eins og franski heimspeking-
urinn Henri Bergson hélt fram, að
maðurinn – ungur, fulltíða eða
gamall – velur það úr í huga sínum
sem gagnlegt er eða hagfellt, það
sem getur orðið lífinu til framdrátt-
ar hverju sinni eða fullnægt þörfum.
Texti Guðbergs er lipur og auð-
lesinn. Bókin er áhrifarík, sláandi
og athyglisverð.
Missir er bók sem ætti að vera til
á 50 tungumálum hið minnsta
Jóhann Hauksson
Hin ægilegu endimörk
missir
Guðbergur Bergsson
Útgefandi: JPV
128 blaðsíður
Skáldsaga