Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 32
Nýtt æfingamót fyrir lið utan Reykjavíkur: Fótbolta.net-mótið í janúar Fótbolta.net-mótið í knattspyrnu er nýtt æfingamót sem knattspyrnu- vefsíðan fótbolti.net byrjar með eft- ir áramót fyrir lið utan Reykjavíkur. Hingað til hefur aðeins verið skipu- lagt mót, Reykjavíkurmótið, fyrir Reykjavíkurliðin í byrjun hvers árs en liðin utan höfuðborgarinnar hafa þurft að bíða eftir deildarbikarnum til að fá alvöru leiki. Stundum hafa þau þó sett upp sitt eigið mót. Í Fótbolta.net-mótinu keppa mörg af bestu liðum landsins, þar á meðal þrjú af fjórum efstu liðun- um úr Pepsi-deildinni frá því í sum- ar, Breiðablik, FH og ÍBV. Auk þeirra taka þátt Grindavík, Keflavík og Stjarnan úr Pepsi-deildinni og svo 1. deildar liðin HK og ÍA. Eru Blik- ar, Grindvíkingar, HK-ingar og Kefl- víkingar saman í A-riðli, en FH, ÍA, ÍBV og Stjarnan í B-riðli. Mótið hefst laugardaginn 15. janúar. Félag deild- ardómara á Íslandi hefur tekið að sér dómgæslu í mótinu. „Það hefur lengi vantað mót fyrir liðin utan Reykjavíkur. Þessari hug- mynd hefur verið gaukað að okk- ur áður af utanaðkomandi aðilum, meira að segja af leikmönnum úr Pepsi-deildinni. Því við ákváðum að athuga áhuga þjálfaranna á svona móti. Áhuginn var það mikill að við skoðuðum þetta betur og þá fóru hjólin að snúast hratt. Nú fá knatt- spyrnuunnendur að sjá mun fleiri al- vöru undirbúningsleiki, en ekki bara leiki í Reykjavíkurmótinu. Við horfum til þessa með mikilli eftirvæntingu,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolta.net og lofar góðri umfjöllun um sitt eigið mót. tomas@dv.is 32 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 15. desember 2010 Miðvikudagur Paris Hilton stofnar vélhjólalið n Hótelerfinginn og atvinnudjamm- arinn Paris Hilton mun á næstunni stofna sitt eigið vélhjólalið sem mun taka þátt í MotoGP-móta- röðinni sem er sú stærsta í heimi. Hennar lið mun heita SuperMartxe VIP by Paris Hilton og keppa í 125cc flokknum á næsta ári. Nú þegar hafa verið ráðnir til liðsins mjög spennandi ökumenn á borð við Sergio Gadea og Maverick Vinales en þeir eru Spánar- og Evrópumeistarar í þessum flokki. Fyrsti blaðamannafundur liðsins verður haldinn 18. desember á ME-hótelinu í Madríd. Hodgson hefur traust n Nýr eigandi Liverpool, Tom Werner, hringdi inn á sjónvarpstöð Liverpool á mánudagskvöldið til þess að ræða hlutina sem eru í gangi innan fé- lagsins en það er vægast sagt allt í uppnámi eftir tap og skelfilega frammistöðu gegn Newcastle um helgina. „Við trúum á það sem Roy er að gera og okkur finnst liðið hafa það í sér að gera betur. Það væri Roy fyrstur til að viðurkenna. Í janúar gæti Roy síðan fengið möguleika til að gera liðið enn betra,“ sagði Werner og vísaði þar til janúargluggans en Liverpool-menn ætla að versla aðeins í honum. Hrópar á eigin leikmann n Eigandi NBA-liðsins Los Ang- eles Clippers, Donald Sterling, hefur verið duglegur að hrópa miður falleg orð til leikstjórnanda liðsins og einn besta mann þess, Baron Davis. „Hvers vegna ertu á vellinum?“ hefur Sterling meðal annars kallað en hann er ósáttur við spilamennsku kappans sem er einn sá launahæsti í liðinu. „Af hverju tókstu þetta skot? Þú ert ekki í formi!“ er annað sem hann hefur hrópað að Davis. Davis hefur aðeins spilað ellefu leiki á tímabilinu og skorað 7,4 stig að meðaltali í leik. Leiðinlegar dekkjaskiptingar n Jacques Villeneuve, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, er á því að útkoman hefði orðið önnur á tímabilinu hefði öllum ökumönn- um ekki verið gert skylt að skipta einu sinni um dekk í hverri keppni. Fyrir tímabilið voru bensínstopp bönnuð auk þess sem liðum var gert skylt að aka bæði á mjúkum og hörðum dekkjum í öllum keppnum. „Allar reglubreytingarnar voru góðar að undanskilinni þessari um dekkja- skiptingarnar. Hún varð til þess að sum lið misstu stig sem þau áttu að fá. Sérstaklega í lokakeppninni. Það hefði verið gaman að sjá útkomuna án þessarar reglu,“ segir Villeneuve. Molar Lokaumferðin fyrir vetrarfrí Ellefta umferðin í N1-deild karla í handbolta verður leikin í heild sinni á fimmtudagskvöld- ið. Stórleikur umferðarinnar er fallslagur nýliða Aftureldingar og Selfoss en þau eigast við að Varmá. Bæði lið eru með tvö stig en Afturelding vann fyrri viðureign liðanna á Selfossi, 26–24. Einnig er boðið upp á Reykjavíkurslag Vals og Fram en Valsarar hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir erfiða byrjun. FH og HK mætast í Krikanum en allir þessir leikir hefjast klukkan 19.30. Leikur Hauka og Akureyrar hefst klukkutíma fyrr. Kemst Stjarnan aftur á sigurbraut? Heil umferð verður leikin í Iceland Express-deildinni í körfubolta á fimmtudaginn en þar verða á dagskrá tveir stórleikir. Grindavík tekur á móti grönnum sínum úr Keflavík og Íslands- og bikar- meistarar Snæfells fá KR í heimsókn. Stjarnan sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum fær spútniklið Hamars í heimsókn og þá eigast við Tindastóll og Njarðvík. Þá fær ÍR strákana úr Fjölni í heimsókn og Haukar sækja KFÍ heim. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Sprikla eftir áramót Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar FH taka þátt í Fótbolta.net-mótinu. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI n Carlos Tevez sagðist ánægður hjá City á þriðjudegi n Vildi svo fara á sunnudegi n Þunglyndur því hann hitt- ir aldrei börnin sín n Er hann virkilega með heimþrá eða bíður risasamningur eftir honum á Spáni? Fáir knattspyrnumenn á Englandi hafa verið jafn duglegir að opna á sér munninn og segja misgáfulega hluti og Argentínumaðurinn Carlos Tevez. Hann virðist vera jafn óskynsamur í viðtölum og hann er frábær inni á knattspyrnuvellinum. Nú vill Tevez losna frá Manchester City og það strax. Félagið ætlar aftur á móti ekki að selja hann þannig að janúar ætti að verða fullur af fjöri á Borgarleik- vanginum í Manchester. Tevez var nýbúinn að segjast hæstánægður hjá City áður en hann tilkynnti að hann vill fara. Hann viðurkennir að hann sé þunglyndur en neitar að hitta sál- fræðing vegna þess. Ætlar hann heim til Englands eða bíður hans risatil- boð á Spáni eða Ítalíu? Volæðið Carlos Tevez hefur, hjá öllum þrem- ur félögunum sem hann hefur spil- að með á Englandi, orðið uppá- hald stuðningsmanna. Áhangendur West Ham, Manchester United og Manchester City hafa allir elskað hversu duglegur Tevez er inni á vell- inum svo ekki sé minnst á mörkin sem hann raðar inn. Hann bjargaði nánast einn síns liðs West Ham frá falli, var lykilmaður þegar United vann Meistaradeildina og Manchest- er City getur vart unnið leik ef hann er ekki í liðinu. Þrátt fyrir hæfileika sína virðist alltaf eitthvað vera að hjá Tevez – nú undanfarið fjölskyldulífið – en hann segist vera þunglyndur yfir því að hitta aldrei börnin sín tvö sem búa hjá móður sinni í Argentínu. Sjálfur er Tevez nú í sambandi með nítján ára argentínskri leikkonu sem hefur svo mikið að gera að hún getur ekki búið með Tevez á Englandi. Hundrað og fimmtíu þúsund pundin sem Tevez fær borgað í hverri viku fyrir að spila fótbolta í bestu deild heims duga ekki til að slökkva heimþrána og í argentínsku dagblaði er haft eftir góðum vinum hans: „Carlos er alveg að missa það. Honum líður virkilega illa. Vanalega hugsar hann ekki um annað en fót- bolta en þessa dagana er hann að hugsa um eitthvað allt annað. Meðal annars börnin sín sem búa langt frá honum.“ Tevez fór heim til Argentínu um daginn þegar hann var meiddur á ökkla. Manchester City vann engan af þeim þremur leikjum sem Tevez missti af. Þreyttur á fótbolta „Ég vil ekki spila fótbolta lengur. Ég er orðinn þreyttur á fótbolta og öllu fólkinu sem starfar í kringum hann,“ segir Tevez. „Ég meina það. Fótbolt- inn snýst nú aðeins um peninga og það líkar mér ekki.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Tevez segist ætla einfaldlega að hætta í boltanum en hann var vart kominn til Englands árið 2006 þegar hann fyrst talaði um að hann ætlaði að snúa snemma heim til Argentínu og hætta að spila fótbolta eftir þrítugt. Ungu leikmennirnir eru eitthvað sem Tevez er orðinn virkilega þreytt- ur á. „Það eru svo margir umboðs- menn með virkilega unga stráka á sínum snærum. Það er skelfilegt að sjá þessa ungu stráka hafa engan áhuga á að vinna titla. Þeir vilja bara hirða launaseðilinn. Í dag hafa þessir ungu strákar enga menntun og ekki nenni ég að hlusta á þá. Þegar ég spil- aði með Boca Juniors á sínum tíma voru þar leikmenn á borð við Mart- in Palermo og Juan Roman Riqu- elme. Þegar þeir töluðu, þá hlustaði Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Eintómt volæði hjá Tevez

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.