Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 15
Lifandi yfir hátíðirnar Þeir sem ákveða að kaupa lifandi tré þurfa að hafa ýmislegt í huga varðandi meðferð trjánna til að þau haldist sem ferskust yfir hátíðirnar. Á vefsíðu Gulu línunnar gefur Jón Geir Pétursson skógfræðingur góð og einföld ráð við meðhöndlun trjáa. Gott er að geyma trén á köldum stað fram að jólum og mælt er með að hafa þau úti á svölum eða í kaldri geymslu. Eins er gott að láta þau standa í vatni en áður en þau eru sett upp inni þarf að sneiða neðan af stofninum um fimm til tíu sentimetra þykka sneið. Einnig er nauðsynlegt að fjarlægja kvoðutappa sem getur myndast við sárið. Með því opnast æðar trésins og vatnsupptaka verður auðveldari. Jólatrésfóturinn er mikilvægur Þegar hugað er að jólatrésfætinum er mikilvægt að hafa í huga að hann taki nóg af vatni. Tréð skal standa í góðum vatnsfæti en hann má helst ekki taka minna en einn lítra. Fyrsta áfyllingin ætti að vera með heitu vatni, 80 til 100°C en talið er að það opni betur æðar trésins og örvi þar með vatnsupptöku. Passa þarf að vatnið klárist ekki því tréð þarf að standa í vatni yfir allar hátíðirnar. Þetta ætti að duga til þess að tréð haldist ferskt. Eftir hátíðirnar á svo að skila trénu til endurvinnslu. Neytendur | 15Miðvikudagur 15. desember 2010 1. Húsavíkurhangikjöt Meðaleinkunn: 8,0 Kílóverð: 3.359 kr. Rýrnun: 26,1% Siggi Hall: „Sæmilegur ballans – salt en lítill reykur.“ Brynjar: „Gott bragð.“ Hrefna: „Dálítið mikið fitubragð af kjötinu en ágætt kjöt.“ Eygló: „Milt bragð – jöfn en unnin áferð á kjötinu.“ 2. Íslandslamb Meðaleinkunn: 7,6 Kílóverð: 2.598 kr. Rýrnun: 25,4% Siggi Hall: „Milt, ekki of salt – samt hangikjötsbragð.“ Brynjar: „Bragðlítið en gott samspil.“ Hrefna: „Lítið salt en mikið og gott reykbragð. Meira af fitu en gengur og gerist. Mér finnst þetta best.“ Eygló: „Bragðlítið. Milligróf áferð.“ 3. Hólsfjallahangikjöt Meðaleinkunn: 7,4 Kílóverð: 3.198 kr. Rýrnun: 11,2% Siggi Hall: „Sæmilega reykt. Hangikjötsbragðið er í góðum ballans.“ Brynjar: „Ágætt en virðist mikið sprautað.“ Hrefna: „Eitthvert skrýtið bragð af kjötinu sem ég er ekki vön. Svolítið eins og kjöt í gamla daga.“ Eygló: „Milligróf áferð. Meðal reykbragð.“ 4. Sambandshangikjöt Meðaleinkunn: 7,2 Kílóverð: 2.998 kr. Rýrnun: 15,3% Siggi Hall: „Milt hangikjötsbragð en ekki eins gott og það besta.“ Brynjar: „Mjög gott. Passleg fita og flott rúlla.“ Hrefna: „Gott reykbragð. Frekar þungt kjöt.“ Eygló: „Fíngerð rúlla, milt bragð.“ 5. Gallerý kjöt Meðaleinkunn: 7,0 Kílóverð: 3.990 kr. Rýrnun: 19,9% Siggi Hall: „Salt og miðlungsreykt.“ Brynjar: „Mjög gott og flott rúlla.“ Hrefna: „Salt, kjötið.“ Eygló: „Saltað og fín áferð. Reykt bragð.“ 6. FK (Fjarðarkaup) Meðaleinkunn: 6,8 Kílóverð: 2.898 kr. Rýrnun: 15,9% Siggi Hall: „Salt en ágætt í ballans.“ Brynjar: „Gott jafnvægi. Þétt og gott.“ Hrefna: „Milt reykbragð. Deyr fljótt í munninum. Heldur mikið salt.“ Eygló: „Fín áferð – ljós litur á kjötinu.“ 7. KEA hangikjöt Meðaleinkunn: 6,6 Kílóverð: 2.598 kr. Rýrnun: 17,6% Siggi Hall: „Milt og bragðlítið.“ Brynjar: „Reykbragðið ágætt.“ Hrefna: „Milt kjöt. Frekar þurrt en bragðgott.“ Eygló: „Dökkur litur – frekar salt.“ 8. KS - skagfirskt hangikjöt Meðaleinkunn: 6,6 Kílóverð: 2.598 kr. Rýrnun: 17,5% Siggi Hall: „Milt bragð, ágætt samt.“ Brynjar: „Ágætt samspil.“ Hrefna: „Djúsí kjöt – frekar unnið.“ 9. Esja hangikjöt Meðaleinkunn: 6,4 Kílóverð: 3.198 kr. Rýrnun: 21,8% Siggi Hall: „Bragðdauft en ágætt jafnvægi samt.“ Brynjar: „Frekar þurrt.“ Hrefna: „Bragðlítið kjöt sem gerir það að verkum að þú getur vel borðað meira af því.“ Eygló: „Gróf áferð. Miðlungs gott.“ 10. SS birkireykt hangikjöt Meðaleinkunn: 5,8 Kílóverð: 2.398 kr. Rýrnun: 22,8% Siggi Hall: „Brimsalt.“ Brynjar: „Bragðgott – ekta hangikjöt.“ Hrefna: „Saltmikið og mikið reykbragð. Kraftmikið hangikjöt en það er ekki fyrir mig.“ Eygló: „Kryddað bragð.“ 11. Norðlenskt kofareykt Meðaleinkunn: 5,6 Kílóverð: 2.798 kr. Rýrnun: 17,5% Siggi Hall: „Bragðlítið og dauft – ekki góður reykur.“ Brynjar: „Bragðlítið.“ Hrefna: „Mjög salt – smá skinkulegt í útliti.“ Eygló: „Gróf áferð og reykt bragð.“ 12. Fjallahangikjöt Meðaleinkunn: 5,4 Kílóverð: 1.998 kr. Rýrnun: 16,9% Siggi Hall: „Sæmilegt hangikjötsbragð, bragðlítið. Salt kjöt.“ Brynjar: „Gúmmílegt undir tönn. Sinar í kjötinu.“ Hrefna: „Gott eftirbragð – passlega salt.“ Eygló: „Eitthvert aukabragð.“ Allt um hangikjötið Hangikjöt (hangilæri) Framleiðandi kr/kg án afsl. Verslun/afsláttur Rýrnun Hrefna Hilmar Brynjar Siggi H Eygló Meðaleinkunn Húsavíkurhangikjöt Norðlenska 3359 Hagkaup/10% 26,1% 4 4.5 4 4 3.5 8 Íslandslamb Ferskar kjötvörur 2598 Bónus 25,4% 4.5 3.5 4 4 3 7.6 Hólsfjallahangikjöt Fjallalamb 3198 Fjarðarkaup/10% 12,2% 3 4 3 4 4.5 7.4 Sambands hangikjöt Norðlenska 2998 Krónan/20% 15,3% 4 3.5 5 2 3.5 7.2 Gallerý kjöt Kjötkompaní 3990 Kjöt kompaní 19,9% 2.5 4 5 3 3 7 FK (Fjarðarkaup) Kjarnafæði 2898 Fjarðarkaup/20% 15,9% 3 3.5 4 3.5 3 6.8 KEA hangikjöt Norðlenska 2598 Bónus/10% 17,6% 4 4 3 2.5 3 6.6 KS-Skagfirskt Kaupf. Skagf. 2598 Fjarðarkaup 17,5% 3.5 3 4 3 3 6.6 Esja hangikjöt Esja kjötvinnsla 3198 Hagkaup/15% 21,8% 3 3.5 3 3.5 3 6.4 SS birkireykt hangikjöt SS 2398 Bónus/10% 22,8% 2.5 3 4 2 3 5.8 Norðlenskt kofareykt Kjarnafæði 2798 Bónus 17,5% 2 4 3 2 3 5.6 Fjalla hangikjöt Norðlenska 1998 Bónus 16,9& 3.5 3 3 2 2 5.4 Húsavíkurhangikjötið er best Feðgarnir á Höfninni Þeir Brynjar og Logi sáu um eldunina og umstangið. MyNdiR SiGtRyGGuR ARi JóHANNSSoN Ævaforn geymsluaðferð Talið er að um 90 prósent Íslendinga bragði hangikjöt um jólin. Algengast er að kjötið sé borðað kalt á jóladag en sumir borða það þó á aðfangadagskvöld og á mörgum heimilum er jólahangikjötið borðað heitt. Reyking er ævaforn geymsluaðferð og líklegt er að landnámsmenn hafi borðað hangikjöt. Fyrr á öldum hékk kjötið í hlóðareyknum í eldhúsrjáfrinu mánuðum saman og varð dökkt af sóti, hart og nokkuð þurrt og ákaflega bragðmikið. Yfirleitt er um að ræða lambakjöt en kjöt af fullorðnu er einnig reykt. Sauðakjöt þótti mörgum besta hangikjötið áður en það er nú mjög sjaldséð. Kjöt af geldum ám þótti einnig mjög gott. Kjötskrokkarnir voru oftast höggnir í fjóra hluta eða jafnvel hengdir upp í heilu lagi. Mest er nú reykt af lærum, með beini eða úrbeinuðum, en frampartar eru einnig reyktir, oftast úrbeinaðir og vafðir, og áður var mikið reykt af feitum síðum og bringukollum. Kjötið er saltað, oftast lagt í saltpækil, og síðan hengt upp og reykt. Áður tíðkaðist sumstaðar að salta það volgt og láta þorna áður en það var reykt. Misjafnt er hvaða eldiviður er notaður. Sumum þykir taðreykt hangikjöt langbest, ekki síst sé það kofar- eykt, þ.e. heimareykt, en aðrir taka viðarreykt hangikjöt fram yfir, einkum birkireykt. Flestir eru þó sammála um að kjöt sem reykt er með beini sé bragðbetra en úrbeinað kjöt, þótt hið síðarnefnda sé þægilegra í meðförum. Misjafnt er hve reykingartíminn er langur; sumt af því hangikjöti sem nú er á markaði er aðeins reykt í 2–3 sólarhringa og kjöt sem kallast léttreykt aðeins fáeina klukkutíma. HEiMiLD: MATARÁST EFTiR NöNNu RöGNvALDARDóTTuR Öflug dómnefnd Þau Siggi Hall, Hrefna, Hilmar, Brynjar og Eygló tóku hraustlega til matar síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.