Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 22
Í eftirmála þessarar bókar lýsir höf- undurinn, Þór Whitehead, tilurð hennar, aðdraganda og efnistökum sínum og segir þar m.a.: „Það, sem átti að verða ritgerð, aukin og endur- bætt, óx upp í það rit, sem hér liggur fyrir, á fimmta hundrað blaðsíður. Efnið greip mig föstum tökum, enda snerist rannsóknin um ytra og innra öryggi Íslands, sem er viðfangsefni nokkurra fyrri bóka minna um sögu landsins á árum síðari heimsstyrj- aldar og kalda stríðsins.“ Viðfangsefni Þórs í bókinni er tveir veigamiklir þættir úr sögu Kommúnistaflokks Íslands á milli- stríðsárunum, tengsl hans við Kom- intern og miðstöð heimsbyltingar kommúnista í Moskvu og í annan stað hver áhrif þessi tengsl og starf- semi flokksins hér á landi hafði á öryggi, eða kannski öllu heldur ör- yggisleysi, íslenska ríkisins á þess- um tíma. Aðferð Þórs er einföld. Hann hef- ur frásögnina á „Drengsmálinu“ svonefnda, máli rússneska drengs- ins sem Ólafur Friðriksson ritstjóri hafði með sér hingað til lands frá Rússlandi árið 1921 og var fluttur nauðugur úr landi vegna augnsjúk- dóms nokkru síðar. Því næst rekur hann sögu kommúnistahreyfing- arinnar í alls 67 köflum allt til árs- ins 1946. Megináherslan er á áður- nefnda þætti, en víða verður þó að skyggnast víðar um og líta til þróun- ar mála úti í heimi. Þór fjallar ræki- lega um tengsl íslenskra komm- únista við foringja Komintern í Sovétríkjunum og greinir allýtar- lega frá námi Íslendinga í byltingar- skólum þar eystra og hvernig námið „nýttist“ þessum verðandi bylting- arforingjum (sem aldrei urðu bylt- ingarforingjar) eftir að heim var komið. Í bókinni kallast hann á við tvo höfunda, sem nýlega hafa fjall- að um þessi efni, þá Jón Ólafsson prófessor á Bifröst og Guðna Th. Jó- hannesson. Sú orðræða er nánast öll í neðanmálsgreinum en Þór hefur ýmislegt við fyrri skrif fræða- bræðra sinna að athuga. Ekki kann ég sögu Kommún- istaflokks Íslands eða kommún- istahreyfingarinnar hér á landi í þeim smáatriðum að ég kunni að dæma um það með vissu hvað sé nýtt í þessari bók. Þó hygg ég að nýjar og áður óþekktar staðreynd- ir séu mun færri en nýjar ályktanir, dregnar af heimildum sem kom- ið hafa fram í dagsljósið og orð- ið vestrænum fræðimönnum að- gengilegar eftir fall Sovétríkjanna. Þær ályktanir eru margar skarp- legar og virðast rökréttar, en þó virðist mér sem Þór geri fullmikið úr hættunni á kommúnistabylt- ingu hér á landi á millistríðsár- unum, þrátt fyrir lítinn viðbúnað ríkisvaldsins. Íslenskir kommún- istar voru að sönnu háværir og fyr- irferðarmiklir og ollu oft umtals- verðum óspektum, en þeir voru of fáir til þess að gera byltingu og halda völdum til lengri tíma. Ber þá að hafa í huga, að þeir urðu fljótlega innbyrðis sundurþykkir og nutu fráleitt almenns stuðnings verkamanna eða annarra þeirra sem þeir þóttust berjast fyrir. Sá sem þessar línur ritar þekkti per- sónulega engan þeirra manna úr forystusveit kommúnista, sem hér eru nefndir, nema Stefán Pjeturs- son lítillega, og hann gat varla tal- ist hættulegur byltingarsinni. Ég þekkti hins vegar allmarga stuðn- ingsmenn þeirra, menn sem kváð- ust vera sannfærðir kommúnistar. Ég efa ekki að þeir sögðu það satt, en ég á afar erfitt með að ímynda mér að þeir menn hefðu reynst vel í byltingu. Þetta voru fátækir verkamenn og sjómenn sem háðu harða lífsbaráttu á kreppuárun- um og voru brennandi í andan- um. Þeir voru hins vegar engir of- stopa- eða ofbeldismenn, gerðu ekki flugu mein, en trúðu því í ein- lægni að sósíalisminn mynda færa þeim og afkomendum þeirra betri heim. Við vitum að sá draumur var tálsýn, en þeir vissu það ekki, og síst þegar þeir tóku trúna. Allur frágangur þessarar bókar er með ágætum. Hún er vel skrifuð, sem vænta mátti, þótt stíllinn sé ekki ýkja tilþrifamikill. Eðli máls- ins samkvæmt er fátt um húmor á síðum bókarinnar en þó finnst mér forkunnar spélegt að Sovétmenn skyldu gefa Stefáni Pjeturssyni dulnefnið „Jón Helgason“, hvernig svo sem það hefur nú verið hugs- að. Umfram allt er góður fengur að þessari bók, ekki síst þegar litið er til þess að saga Kommúnistaflokks Íslands er ekki sérlega veigamikill þáttur íslenskrar stjórnmálasögu á 20. öld og í þjóðarsögunni er hún nánast neðanmálsgrein. Jón Þ. Þór 22 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Sovét Ísland óskalandið Aðdragandi byltingar sem aldrei varð Þór Whitehead Útgefandi: Ugla Kommúnistar í byltingarham Sovét Ísland óskalandið. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð Þór Whitehead Útgefandi: Bókafélagið Ugla, Reykjavík 2010 Sagnfræði Holl lesning um hversdagshetju Anna Kristine Magnúsdóttir skráir lífssögu Margrétar Guðjónsdóttur í Dalsmynni í bók sinni Með létt skap og liðugan talanda. Bókin er sett upp sem viðtalsbrot við Margréti sjálfa, sem býr nú á dvalarheimili í hárri elli, og fjölda ættingja, vina og kunningja hennar. Bókina prýða einnig myndir af henni, húsakynn- um hennar og af börnum og barna- börnum sem eru fjölmörg enda átti Margrét 11 börn með eiginmanni sínum Guðmundi. Margir eiga góðar minning- ar frá dvöl sinni hjá Margréti í Dalsmynni en þrátt fyrir barna- lán þeirra hjóna dvöldu fjölmörg börn hjá þeim á sumrin en í stríð- inu var algengt að börn úr Reykja- vík væru send í sveit. Nokkur þess- ara barna lýsa vist sinni þar og eru lýsingarnar óborganlegar. Margrét óð um túnin og var oft berfætt, svaf ekki nema fjóra tíma hvern sólarhring, vann kapphlaup við fótboltakappa komin 8 mánuði á leið og var afar óhefðbundin í allri framkomu. Fyrst og fremst lagði Margrét verulega hart að sér með léttri lundu. Hún var mögnuð búkona og eiginlega hlýtur hún að hafa ver- ið langt á undan sinni samtíð með blómlegri, lífrænni ræktun á græn- meti. Hún notaði grænkál og radís- ur ofan á brauð og setti jafnan kálið líka í skyrið, eitthvað sem líkams- ræktarfrömuðir ættu að taka upp eftir henni. Margrét ræktaði mikið af grænmeti eins og amma hennar sem var fædd 1856 og móðir og hún lýsir því hversu mikið hún hafði að bíta og brenna. Úr ánni veiddi hún silung, sjóbirting og marflóin var borðuð líka, hún á víst að vera ein- hver besta krabbategund sem Ís- land á. Margrét passaði vel upp á að börn og bóndi borðuðu hollan og góðan mat, á sumrin var borðað skyr og á veturna fengu þau bláber til að halda heilsu. Ég ætla ekki að setja mikið út á frásagnarmáta bókarinnar en stutt viðtölin fannst mér óreiðukennd og ég átti erfitt með að finna í henni fastan þráð. Saga Margrétar er svolítill gull- moli í jólabókaflóðinu því margt má læra af því að lesa um lífshlaup harðduglegrar og glaðlyndrar konu úr íslenskri sveit. Það er eitthvað hreinskiptið við það líf sem bókin lýsir og ég fylltist svolitlum trega yfir þessari týndu rómantík sem eitt sinn var almenn. Eitt er víst og það er að konum þessa lands eig- um við allt að þakka og við megum skammast okkar fyrir að hafa traðk- að á því sem byggt var upp og fyrir að hafa glatað þessari þekkingu. Eða með orðum Margrétar sjálfrar: „Afhverju að rakka niður það sem vel er gert? Mæður og hús- mæður eru hornsteinar þjóðfélags- ins og miklar gersemar.“ Kristjana Guðbrandsdóttir Viðtalsbók Með létt skap og liðugan talanda Lífssaga Margrétar í Dalsmynni Anna Kristine Magnúsdóttir Útgefandi: Hólar Anna Kristine Magnúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.