Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 33
ég. Ég vil ekki hafa það að ungir leik- menn spyrji mig inni í klefa af hverju ég gerði þetta eða hitt í leiknum. Ég myndi einfaldlega kýla þá því ég hef unnið þrettán titla á mínum ferli,“ segir Tevez. Fimm dagar milli gleði og sorgar Nánast jafnoft og hann hefur kvartað yfir einhverju í breskum fjölmiðlum, hvort sem það hefur verið lítill leiktími hjá West Ham eða Manchester United, veðrið, maturinn, heimþráin eða eitthvað annað, hefur Tevez verið jafndug- legur að segjast hæstánægður á Englandi. Er hann afskaplega dug- legur við að komast í mótsögn við sjálfan sig og var skýrasta dæmið um það aðdragandinn að síðast- liðnum sunnudegi. „Ég er virkilega ánægður hjá Manchester City. Ég sakna fjöl- skyldu minnar eins og allir myndu gera ef hún væri ekki á svæðinu. Ég sé hins vegar ekki að ég muni hætta á næstunni. Ég verð að fórna ein- hverju þar sem ég hef gert samning við City og hann er eitthvað sem ég ætla að klára. Þegar ég hætti knatt- spyrnuiðkun þá hef ég nægan tíma fyrir börnin mín.“ Þessi fleygu orð lét Tevez falla á þriðjudaginn í síðustu viku en síðan liðu aðeins fimm dagar og á sunnudaginn sagðist Tevez vilja yfirgefa Manchester City. „Það er með trega að við tilkynnum að Carlos Tevez hefur óskað eftir sölu frá félaginu. Að sama skapi getum við einnig staðfest að beiðni hans hefur verið hafnað. Félagið er ósátt við þessa stöðu og þá sérstaklega við framkomu þeirra sem starfa í kringum Tevez,“ sagði í yfirlýsingu frá Manchester City. Stjórnar Tevez sér sjálfur? Þegar Manchester City talar um starfslið Tevezar verður að gera ráð fyrir því að það eigi við hinn umdeilda umboðsmann Kia Joor- bachian sem á hlut í Tevez og hef- ur hingað til stjórnað ferðum hans. Tevez hefur hjá Boca, West Ham og Manchester United skilið eftir sig sviðna jörð en vilja margir kenna Joorbachian um leikritin sem vana- lega eru sett upp í kringum félags- skipti Tevez. Ljóst er að mörg stórlið í Evr- ópu hafa áhuga á Tevez og því oftar sem hann skiptir um lið því meira græðir Joorbachian. Aftur á móti hefur ekkert lið yfir að ráða jafn digrum sjóðum og Manchest- er City þannig einnig gæti verið að Joorbachian sé að setja í gang svipaðan farsa og fór í gang með Rooney hjá Manchester United og tilgangurinn sé að fá launin hækk- uð enn frekar. Hvort Tevez er hluti af vandamálinu mun væntanlega ekki koma í ljós fyrr en seinna meir en ljóst er að allar ákvarðanir Te- vez varðandi félagsskipti úr þessu, að undanskildri þeirri að standa við orð sín og fara heim, verða um- deildar í meira lagi. Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park var hetja Manchester United á mánu- dagskvöldið þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1–0 sigri Manchester United á Arsenal í stórleik umferð- arinnar. Með sigrinum náði United tveggja stiga forystu á toppnum og á liðið leik til góða gegn Blackpool sem að öllum líkindum verður ekki spil- aður fyrr en í febrúar. Park hefur heldur betur reynst Manchester United vel, sérstaklega í stórum leikjum og þá einna helst gegn Arsenal. Snoturt skallamark hans á mánudagskvöldið var fjórða markið sem Park skorar gegn Ars- enal á sínum ferli með Manchester United. Alls hefur Park skorað sex- tán mörk í hundrað og tólf leikjum fyrir Arsenal þannig að fjórðungur marka hans hefur komið gegn strák- unum hans Wengers. Á heildina litið hefur Ji-Sung Park spilaði 653 mín- útur gegn Arsenal á sínum ferli með Manchester United og skorað fjög- ur mörk, þar af tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. tomas@dv.is Sport | 33Miðvikudagur 15. desember 2010 Petrov versti ökumaðurinn n Rússneski ökumaðurinn Vitaly Petrov fékk heldur betur að heyra það frá fyrrverandi Formúlu- kappanum Jos Verstappen um helgina. Verstappen var í viðtali við hollenska blaðið De Telegraafn- ewspaper og var beðinn um að gera upp tímabilið í Formúlunni. Þegar kom að því að velja versta ökumanninn sagði hann Petrov langverstan en hann olli nokkrum vonbrigðum á sínu fyrsta ári með Renault. „Petrov var versti nýliðinn og versti ökumaðurinn. Eina sem ég get sagt er að hann er góður í er að gera mistök,“ sagði Verstappen. Milan býður ekki í Tevez n Ítalski risinn AC Milan ætlar ekki að reyna að landa Carlos Tevez í janúar en Argentínumaðurinn er ákveðinn í því að fara frá City sem fyrst. Milan var fljótlega kynnt til sögunnar sem mögulegur áfanga- staður þrátt fyrir að Tevez hafi sagst vilja fara heim til Argentínu. Forsvarsmenn AC Milan sögðu þó ekkert til í þessum efnum, þeir væru vel mannaðir í framlínunni en þar hefur Zlatan Ibrahimovic farið á kostum. AC Milan ætlar þó líklega að styrkja varnarlínu sína í janúar og hefur John Terry, fyrirliði Chelsea, blandast í þá umræðu. Hin stóru þrjú í basli n Síðasta tímabil á tyrknesku deild- inni var heldur betur sögulegt en Bursaspor varð aðeins fimmta liðið til að landa Meistaratitlinum. Hin stóru þrjú – Fenerbache, Besiktas og Gal- atasaray –hafa skipt þessu meira og minna á milli sín en nú virðist sem einokun þeirra sé á enda í bili. Tímabilið í ár er það versta hjá hinum stóru þremur til þessa en Fenerbache er í þriðja sæti, níu stigum á eftir toppliði Trabzons- por. Besiktas er í fimmta sæti, tólf stigum frá toppnum og stórveldið Galatasaray er í ellefta sæti, níu stigum frá mögulegu Evrópusæti. Molar Søderlund semur í Noregi Norski framherjinn Alexander Søderlund sem varð Íslandsmeistari með FH tímabilið 2009 er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Haugasund en hann samdi við það til tveggja ára. Søderlund skoraði fjögur mörk í tuttugu leikjum með FH í fyrra en hann gekk í raðir ítalska C-deildar liðsins Lecce eftir dvölina á Íslandi. Afar skiptar skoðanir voru um getu Søderlunds þegar hann lék með FH en hans besta stund var þegar hann skoraði frægt sigurmark í uppbótartíma gegn Breiðabliki þegar FH landaði fræknum 3–2 sigri eftir að hafa lent undir, 2–0. HM í sundi hefst í dag Þrír íslenskir sundmenn eru á meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hefst í Dúbaí í dag. Sundgarparnir sem um ræðir eru þau Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ragnheiður er búin að vera í Dúbaí síðan í lok nóvember en þau Jakob og Hrafnhildur komu til borg- arinnar síðastliðinn föstudag. Er það mál manna að Hrafnhildur Lúthersdóttir eigi besta möguleika íslensku sundkappanna til að ná teljandi árangri. Ji-Sung Park nýtur sín vel gegn skyttunum: Skorar oft gegn Arsenal Hetjan Ji-Sung Park kom Manchester United á toppinn með skalla á mánudagskvöldið. MYND REUTERS „ „Ég myndi einfald- lega kýla þá því ég hef unnið þrettán titla á mínum ferli.“ Stundum kampakátur Tevez er jafnan duglegur að fagna mörkum sínum vel og innilega. MYND REUTERS Hvert skal halda? Fer Tevez heim eða ti annars stórliðs? Eintómt volæði hjá Tevez

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.