Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 25
Erlent | 25Miðvikudagur 15. desember 2010
yngstu stigum í skólakerfinu. Er það
að miklu leyti að þakka styrkjum frá
Evrópusambandinu, en síðan 2007
er írska eitt af opinberum tungumál-
um sambandsins.
Stjórnmál á 20. öld
Írar lýstu yfir sjálfstæði sínu árið
1919 eða ári eftir að Ísland varð full-
valda ríki. Í kjölfarið fylgdi styrjöld
við Breta sem vildu ekki svo gjarna
sleppa beislinu af nýlendu sinni.
Árið 1922 var síðan samið um frið
og hið frjálsa írska ríki var stofn-
að en breska krúnan fór þó ennþá
með hlutverk þjóðhöfðingja. Árið
1937 var samþykkt ný stjórnarskrá
sem skóp Írska lýðveldið og loks
var naflastrengurinn milli Bretlands
og Írlands að fullu slitinn árið 1949
þegar Bretland viðurkenndi Írland
sem sjálfstætt ríki. Af þessu má sjá að
sjálfstæðisbarátta Íra og Íslendinga
er keimlík, þó blóðsúthellingar hafi
sem betur fer verið í lágmarki á Ís-
landi.
Hetjur sjálfstæðisbaráttunnar á
Írlandi voru að öðrum ólöstuðum
þeir Michael Collins og Éamon de
Valera, en þeir kepptust um völdin
eftir fullveldi Írlands. Það var de Val-
era sem stofnaði stærsta stjórnmála-
flokkinn á Írlandi, Fianna Fáil, árið
1926. Hann varð í kjölfarið forsætis-
ráðherra óslitið frá 1932 til 1948 og
síðar forseti frá 1959 til 1973.
Sjálfstæðisflokkurinn
og Fianna Fáil
Fianna Fáil á einmitt margt samm-
erkt með Sjálfstæðisflokknum hér
á Íslandi. Í lauslegri þýðingu þýðir
Fianna Fáil „Stríðsmenn örlaganna“.
Flokkurinn er talinn vera miðhægri
flokkur í dag, sem ævinlega hefur
lagt mikla áherslu á sjálfstæði Ír-
lands. Það hefur tryggt Fianna Fáil
breiða skírskotun og fylgni með-
al allra stétta samfélagsins, ekki
ólíkt kjörorðum Sjálfstæðisflokks-
ins „stétt með stétt“. Í fjölflokkakerfi
stjórnmála hefur Fianna Fáil not-
ið mestrar velgengni allra flokka í
Evrópu að undanskildum sænska
Sósíal demókrataflokknum á und-
anförnum 60 árum. Á eftir honum
kemur Sjálfstæðisflokkurinn.
Síðan 1932 hefur Fianna Fáil að-
eins fimm sinnum verið utan ríkis-
stjórnar eftir þingkosningar, en til
samanburðar hafði Sjálfstæðisflokk-
urinn aðeins fjórum sinnum verið
utan stjórnar hér á landi, þar til rík-
isstjórn Geirs H. Haarde sagði af sér
í byrjun árs 2009. Á árunum 1997–
2008 var forsætisráðherra Írlands
Bertie Ahern en við starfi hans tók
Brian Cowen, sem áður gegndi stöðu
fjármálaráðherra. Davíð Oddsson
var einmitt forsætisráðherra Íslands
um 13 ára skeið og eftir stutt stopp
Halldórs Ásgrímssonar í forsætis-
ráðherrastól tók við fyrrverandi fjár-
málaráðherra, Geir H. Haarde.
Uppsveifla í efnahagslífi
Frá árinu 1989 hóf ríkisstjórn Írlands
miklar efnahagsumbætur. Skattar
voru lækkaðir, samkeppnisstaða fyr-
irtækja var skerpt og velferðarkerf-
ið fékk aukið fjármagn. Allt þang-
að til hin alþjóðlega fjármálakreppa
skall á heiminum voru Írar á mik-
illi siglingu, breyttust úr fátæku ríki
á evrópskan mælikvarða í eitt hið
ríkasta. Til að gefa mynd af slæmri
stöðu Írlands fyrir uppgangstímann
þá námu heildarskuldir írska rík-
isins um 120 prósentum af lands-
framleiðslu. Nú, þrátt fyrir risalán
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evr-
ópusambandsins, nema þær 56 pró-
sentum af landsframleiðslu.
Vegna þessa efnahagsundurs fékk
Írland viðurnefnið „keltneski tígur-
inn“. Greiður aðgangur var að lánsfé,
bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki,
og úr varð mikil bóla. Ein sú stærsta
var á fasteignamarkaðnum, en Írar
leggja mikla áherslu á að eiga sitt
eigið húsnæði, eins og löngum hef-
ur tíðkast hér á landi. Á tímabili var
fasteignaverð orðið hærra í Dyflinni,
höfuðborg Írlands, en í Lundúnum –
en þar er eitt hæsta fasteignaverð á
byggðu bóli.
Það þarf vart að fjölyrða um það,
að þróunin var svipuð á Íslandi. Eftir
einkavæðingu bankanna, sem lauk
árið 2003, urðu lífskjör Íslendinga
stórum betri. Aðgangur að lánsfé
fyrir fannst í fyrsta sinn og einstakl-
ingar og fyrirtæki fjárfestu sem aldrei
fyrr. Á fasteignamarkaði myndað-
ist mikil bóla, sem sprakk að lokum
með þeim afleiðingum að tóm og
hálfkláruð hús er að finna á víð og
dreif. Þrátt fyrir augljós teikn á lofti
um að þolmörkum íslensku bank-
ana væri náð, neituðu stjórnvöld
að grípa í taumana. Þjóðin dansaði
með, og kaus yfir sig ósköpin. Það
gerði írska þjóðin líka.
Ný stétt nýríkra
Írar hafa löngum búið við þá trú að
þeir búi í, því sem næst, stéttlausu
samfélagi þar sem munurinn milli
þeirra efnaminni og efnameiri er
sáralítill. Á 10. áratug síðustu ald-
ar tók þetta að breytast. Í bók írska
blaðamannsins Fintan O‘ Toole um
írska hrunið, sem ber titilinn Skips-
flónin (Ship of Fools) kemur fram að
eitt prósent auðugustu Íranna jók
auð sinn um 75 milljarða evra á ár-
unum 1995 til 2006. Um aldamótin
voru milljónamæringar á Írlandi,
eða þeir sem áttu milljón evrur eða
meira inni á reikningi (fasteignir
ekki taldar með), orðnir 33 þúsund
að tölu.
Þessari gífurlegu fjölgun millj-
ónamæringa fylgdi einnig færsla
á félagslegri stöðu. Skyndilega var
kominn ný stétt nýríkra Íra sem
krafðist aðdáunar frá almúganum –
sem hún og fékk. Að mati O‘Toole
var maðurinn á bak við þessa dýrk-
un á nýríku fólki forsætisráðherrann
sjálfur, Bertie Ahern. Sjálfur kom
hann fram í gríð og erg í glanstíma-
ritum, oftar en ekki með lykilfólk úr
fjármálalífinu í föruneyti sínu. Af
þessu var eðlilega dregin sú álykt-
un, að vald og peningar færu sam-
an og að almenningur ætti að dást
að þeim sem fóru með völdin. Nýr
aðall varð til og skilin milli þess að
vera frægur og valdamikill urðu að
engu. Nýyrði eins og stjörnupólitík-
us varð til, og voru stjórnmálamenn
dáðir samkvæmt því, rétt eins og
þeir væru poppstjörnur.
Af brúðkaupum
og afmælisveislum
Flottræfilsháttur, sem hefur verið
mikið í umræðunni á Íslandi, náði
nýjum hæðum þegar dóttir Aherns
gekk í hnapphelduna. Sá heppni,
sem hlaut hönd Georginu Ahern,
var enginn annar en Nicky Byrne –
meðlimur strákahljómsveitarinnar
Westlife. Engu líkara var en að um
konunglegt brúðkaup væri að ræða
en þarna fullkomnaðist sameining
stjórnmálastéttarinnar og skemmt-
anabransans, sem hafði verið svo
áberandi í glanstímaritum undan-
genginna ára. Parið ákvað að gifta
sig í Frakklandi, suður af París, í
smábænum Gallardon. Óeirðalög-
reglan í Frakklandi sá um öryggis-
gæsluna og var lokað fyrir umferð í
miðbæ Gallardon og öllum verslun-
um lokað. Rétturinn af myndatök-
um í brúðkaupinu var seldur tíma-
ritinu Hello fyrir eina milljón evra,
enda frægasta og fínasta fólk Írlands
allt samankomið í hinum rómant-
íska franska smábæ. O‘Toole gant-
aðist reyndar með það að „íbúar
Gallardon væru svo gjörsneyddir
öllu menningarskyni að þeir þekktu
ekki Westlife, og gerðu því ráð fyrir
að írski brúðguminn hlyti að vera
Bono.“
Íslendingar fóru ekki varhluta af
flottræfilshætti hinna nýríku og sög-
um af drambsemi íslensku útrásar-
víkinganna, þar sem styrjuhrognum
og „foie gras“ var skolað niður með
dýrasta kampavíni sem völ var á. Þó
engum sögum fari af því, enn sem
komið er að minnsta kosti, að Ís-
lendingar hafi lagt undir sig smábæ
í erlendu ríki þá voru þau ófá hótel-
in sem tekin voru yfir til að hafa ofan
af fyrir íslensku milljarðamæringun-
um og gestum þeirra. Nægir þar að
nefna íburðarmikla árshátíð Baugs
sem haldin var í Mónakó, þar sem
rokkamman Tina Turner skemmti
gestum. Björgólfur Thor Björgólfs-
son hélt upp á fertugsafmælið sitt á
lúxushóteli á Jamaíku í Karíbahaf-
inu, þar sem bófarapparinn 50 Cent
tryllti lýðinn. Ármann Þorvaldsson,
bankastjóri Kaupthing Singer & Fri-
edlander í Lundúnum, lét sér ekki
nægja að halda áramótapartí þar
sem hann fékk æskuhetjur sínar í
Duran Duran til að skemmta gest-
um. Hann hélt annað partí ári síð-
ar og þá fékk hann velska hjarta-
knúsarann Tom Jones. Þannig mætti
áfram telja.
„Það hefur tryggt
Fianna Fáil breiða
skírskotun og fylgni með-
al allra stétta samfélags-
ins, ekki ólíkt kjörorðum
Sjálfstæðisflokksins „stétt
með stétt.
„Á tímabili var fast-
eignaverð orðið
hærra í Dyflinni, höfuðborg
Írlands, en í Lundúnum –
en þar er eitt hæsta fast-
eignaverð á byggðu bóli.
Margt sameiginlegt Margt er keimlíkt með Sjálfstæðisflokknum og stærsta stjórnmálaflokki Írlands, Fianna Fáil. De Valera var formaður
Fianna Fáil í 33 ár og Ólafur Thors var formaður Sjálfstæðisflokksins í 27 ár.
Líkindi Nicky Byrne, tengdasonur Berties Aherns, er lengst til hægri. Hann giftist dóttur Berties Aherns og voru veisluhöldin söguleg. Ármann
Þorvaldsson, bankastjóri, var frægur fyrir áramótaveislur sínar þar sem fræga og fína fólkið kom saman.
Írland og Ísland
sitja Í súpunni