Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Miðvikudagur 15. desember 2010 MENNINGARSJÓÐUR ÚTVARPSSTÖÐVA Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík Sími: 6636245 Netfang: menningarsjodur@internet.is Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu, sbr. reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva dags. 11. febrúar 1986 með síðari breytingum. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Þetta er lokaúthlutun sjóðsins og verður hann lagður niður að henni lokinni. Stjórn sjóðsins er skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og annast úthlutun. Í henni sitja Laufey Guðjónsdóttir, formaður, Lovísa Óladóttir og Þorbjörn Broddason en starfsmaður er Reynir Berg Þorvaldsson. Stefnt er á að ákvarðanir um styrki liggi fyrir í lok febrúar 2011. Í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis og greinargerð umsækjanda um verkefnið. 3. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 4. Kostnaðar- og fjárstreymisáætlun. 5. Skriflegir samningar eða önnur staðfesting um fjármögnun eða fjármögnunaráætlun auk tæmandi upplýsinga um aðra styrki sem sótt hefur verið um og/eða verkefnið hefur fengið. 6. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 7. Upplýsingar um alla gerða eða fyrirhugaða framleiðslusamninga og áætlun um tekjuskiptingu eftir því sem við á. 8. Markaðs- og kynningaráætlun. 9. Upplýsingar um framleiðslufyrirtæki. 10. Yfirlýsing sjónvarps- eða útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Upplýsingar um úthlutunarreglur, skilyrði og umsóknargögn má nálgast í gegnum netfangið menningarsjodur@internet.is eða í síma 6636245. Frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn hefur verið framlengdur til 7. janúar nk. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti til Menningarsjóðs útvarpsstöðva, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Með umsókn skal skila þar til gerðum eyðublöðum sem fást afhent á sama stað eða í gegnum netfangið menningarsjodur@internet.is. Samstarf og samráð innan stjórnsýsl- unnar virðist hafa orðið undir við inn- leiðingu nýskipunar í ríkisrekstri á undanförnum árum, stundum með afdrifaríkum afleiðingum. Þetta er mat nefndar sem skilað hefur skýrslu og til- lögum um breytingar á starfsháttum stjórnarráðsins. Þar er einnig átt við starfshætti ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra er hlynnt róttækum breytingum á stjórnarráðinu, en með því er átt við ráðuneytin og stofnanir þess. Fram kemur í skýrslunni að á und- anförnum aldarfjórðungi hafi rík áhersla verið lögð á valddreifingu í tengslum við nýskipan í ríkisrekstri. Þessi nýskipan hefur sætt vaxandi gagnrýni á undanförnum árum, ekki síst vegna þess að margar þeirra breyt- inga sem gerðar voru í nafni NPM (New Public Management) voru innleidd- ar án þess að gæta að ýmsum þátt- um. „Nýlegar úttektir OECD á stjórn- sýslu Finna, Íra og Eistlendinga benda til þess að æ fleiri lönd séu að átta sig á þessum veikleikum NPM og að rík- ur vilji sé til að taka á þeim vanda sem upp er kominn vegna skorts á samráði og samstarfi innan opinbera kerfisins,“ segir í skýrslunni. Innbyggðar hömlur gegn sam- starfi Stjórnsýslan hér á landi byggist með- al annars á miklu sjálfstæði ráðuneyta og litlum afskiptum ráðherra af verk- sviði hvers annars. Þetta endurspeglast meðal annars í viðtölum sem nefnd- in tók við embættismenn og ráðherra. Fram kom í máli þeirra að samstarf þvert á ráðuneyti væri í sumum tilvik- um viðkvæmt mál vegna mikils sjálf- stæðis ráðherra. Það skapaði að sínu leyti óvissu fyrir starfsmenn um hversu langt þeir gætu gengið í samstarfi við önnur ráðuneyti. Nefndin telur því nokkuð ljóst að slíkt samstarf verði veikburða og gagnslítið nema til komi afdráttarlaus leiðsögn ráðherranna eða ráðuneytisstjóra um nánara samstarf. Nefndin gerir í skýrslu sinni starf samráðshóps um fjármálastöðugleika að umtalsefni í þessu sambandi. Þrátt fyrir allnokkra fundi og haldgóða vitn- eskju um alvarlega stöðu bankanna mánuðum og jafnvel misserum áður en þeir féllu virtist lítið á samráðinu að græða. Fram hefur komið, meðal annars frammi fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og í réttarsal í máli Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra í fjármálaráðuneytinu, að upp- lýsingar virtust nægjanlegar til þess að grípa til aðgerða með býsna löngum fyrirvara. 29. júlí árið 2008 sagði Baldur meðal annars á slíkum fundi að ef þær upplýsingar sem nefndin hefði undir höndum yrði á almannavitorði yrði það banabiti bankanna. Í skýrslu stjórnarráðsnefndarinnar er dæmið um samráðið um fjármála- stöðugleika talið misheppnað. „Ef til vill er samráðshópur forsætisráðuneyt- is, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðu- neytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og við- búnað sem skipaður var á árunum fyr- ir bankahrunið eitt afdrifaríkasta dæm- ið um samstarf þvert á ráðuneyti, sem leið fyrir skort á skýrum skilgreiningum á hlutverki, umboði og ábyrgð.“ Einangrunarhyggja Það sem einkum stendur í nefndar- mönnum og gert er að umtalsefni er það sem kallað er einangrunarhyggja í skýrslunni. Vísað er til þess að slík einangrunarhyggja sé einn af stærstu ágöllum finnskrar stjórnsýslu. Ein- angrunarhyggja hamli velgengni og framþróun og dragi úr getu til þess að innleiða sameiginlega stefnu eins og hún kann að birtast í stefnuáherslum ríkisstjórnarinnar. Til þess er tekið að stefnuyfirlýsing núverandi ríkisstjórn- ar sé mun lengri og ítarlegri en nokkur annar stjórnarsáttmáli í sögu lýðveldis- ins sem geti verið vísbending um breyt- ingar og alvarlegri tilraunir til að fylgja slíkum sáttmála. Einangrunarhyggjan, sem lýst er í skýrslunni, og vandamálin henni sam- fara eru af nefndarmönnum talin eiga rætur í því að hér á landi fari saman mjög sterkt forræði ráðherra í ákveðn- um málaflokkum og samsteypustjórnir þar sem hver stjórnmálaflokkur telji sig bera ábyrgð aðeins á sínu fólki. „Þessi samsetning og áhrif hennar eru ef til vill undirrót þeirrar óvissu og óöryggis sem gætir meðal starfsmanna ráðuneyta undir kringumstæðum þegar reynir á samstarf milli ráðuneyta.“ Margvíslegar tillögur Nefndin telur vænlegt til árangurs að efla möguleika til meira samráðs og yfirsýnar. Áþreifanlegt dæmi um ágalla í regluverkinu tengist vinnu- skjölum innan ráðuneyta. Svo hátt- ar til að þau eru undanþegin ákvæð- um upplýsingalaga þá og því aðeins að þau séu notuð innan viðkomandi ráðuneytis. Um leið og þau eru send milli ráðuneyta breytist þetta; þau hætta að vera vinnuskjöl og verða ekki lengur undanþegin áðurgreind- um ákvæðum. Þetta er augljóslega talið hamla samstarfi milli ráðu- neyta og því lagt til að þessu verði breytt. Vilja styrkja stöðu forsætisráð- herra Að öllu samanlögðu telur nefndin að skilgreina ætti nánar ábyrgð og stöðu forsætisráðherra sem verk- stjóra innan ríkisstjórnarinnar, ekki síst við að framfylgja yfirlýstum stefnumiðum hennar í stjórnarsátt- mála. Þess er getið að ákvörðun Al- þingis um að stefna Geir H. Haarde einum fyrir landsdóm bendi til þess að litið sé svo á að forsætisráðherrar hafi nú þegar víðtækara stjórnunar- hlutverk í ríkisstjórn en ætla mætti. Þótt nefndin mæli ekki með því að ríkisstjórninni verði breytt í fjöl- skipað vald, sem taki ákvarðanir alla daga með atkvæðagreiðslum á rík- isstjórnarvettvangi, telur hún æski- legt að ríkisstjórnir hér á landi feti sig í þá áttina. Slíkt fyrirkomulag tíðkast innan sænsku ríkisstjórnar- innar sem heldur tíða fundi og tekur ákvarðnir með áðurgreindum hætti. Afdrifaríkt að stunda ekki meira samstarf n Einangrunarhyggja innan stjórnkerfisins hefur haft afdrifaríkar afleiðingar n Hún birtist í því að ráðherrar hafa vald yfir málaflokkum og þurfa ekki að stunda samráð n Stjórnarráðsnefnd vill einangrunarhyggjuna burt n Rekja má skelfingar bankahrunsins til skorts á kerfisbundnu samstarfi og samráði Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.