Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 6
6 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað
Stutt í gjaldþrot fjárfestingafélagsins:
Jónmundur hættur í Berginu
Jónmundur Guðmarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins og fyrrverandi bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi, hefur sagt sig úr stjórn
fjárfestingafélagsins Bergsins. Þetta
kemur fram í tilkynningu til hluta-
félagaskrár sem Jónmundur sendi í
lok ágúst á þessu ári. Þar með teng-
ist Jónmundur Berginu ekki lengur
formlega.
Bergið skuldar um 4 milljarða
króna samkvæmt skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis og er ljóst að fé-
lagsins bíður ekkert annað en gjald-
þrot. Jónmundur á Bergið ásamt
Steinþóri Jónssyni, fyrrverandi
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
Reykjanesbæ.
Bergið fékk tæplega tveggja millj-
arða króna kúlulán frá SPRON til
að kaupa 9,5 prósenta eignarhlut í
Icebank af SPRON á þrjá milljarða
króna síðla árs 2007. Eftir að Fjár-
málaeftirlitið tók yfir rekstur spari-
sjóðsins varð lán félagsins eftir þar
og eftir því sem DV kemst næst ligg-
ur skuldin þar enn eftir ógreidd.
Í samtali við DV í fyrra sagði Jón-
mundur, aðspurður um viðskipti
Bergsins, að ekkert væri undar-
legt við þau: „Það getur nú ekki tal-
ist undarlegt að menn hafi tekið
ákvörðun um að verja sparifé sínu
með tilteknum hætti.“ Ætla má að
eiginfjárframlag Jónmundar og
Steinþórs hafi sömuleiðis tapast í
viðskiptum Bergsins.
ingi@dv.is
Eignarhaldsfélagið Milton, sem var
í eigu Baugs og Fons, var úrskurð-
að gjaldþrota í nóvember síðast-
liðnum. Félagið skuldaði meira en
8 milljarða króna í byrjun árs 2008.
Meðal stjórnarmanna í félaginu frá
stofnun þess 2007 voru Jón Ásgeir
Jóhannesson, Skarphéðinn Berg
Steinarsson, Stefán Hilmar Hilm-
arsson og Pétur Halldórsson, starfs-
maður Fons. Baugur átti um 80 pró-
sent í félaginu en Fons 20 prósent.
Eitt af því sem Milton gerði var að
fjárfesta í hlutabréfum í bresku smá-
sölukeðjunni Booker á sínum tíma.
Milton átti um tíma rúmlega 30 pró-
senta hlut í bresku keðjunni en seldi
hlutinn um sumarið 2008 til fjárfest-
ingasjóðs í eigu Kaupþings. Hagn-
aður Milton í þeim viðskiptum var á
þeim tíma sagður vera um 14 millj-
arðar króna en Booker var sagt met-
ið á rúma 52 milljarða króna.
Milton er enn eitt félagið sem
tengist Baugi sem er úrskurð-
að gjaldþrota eftir efnahagshrun-
ið 2008. Fyrir hafði Baugur sjálfur
verið úrskurðaður gjaldþrota auk
minni félaga sem Baugur átti í eins
og Sólin skín.
Líklega engar eignir
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis er fjallað stuttlega um Mil-
ton þar sem rætt er um lánveiting-
ar frá íslenskum bönkum til Fons og
Baugs. Þar segir meðal annars: „Tvö
félög úr Baugshópnum voru jafn-
framt með veruleg lán, þ.e. Milton
ehf. og Sólin skín ehf. en Fons átti
stóra hluta í þeim félögum á móti
Baugi. Um var að ræða framvirka
samninga hjá þessum félögum,“
segir í skýrslunni. Skuldir Milton
voru að mestu við Glitni.
Skuldastaða Milton um þess-
ar mundir er ókunn þar sem fé-
lagið hefur ekki skilað ársreikningi
síðan árið 2007. Í umfjöllun Morg-
unblaðsins um lánabók Glitnis í
lok janúar árið 2008 kom hins veg-
ar fram að skuldir félagsins næmu
8,4 milljörðum króna. Í ársreikn-
ingi Milton fyrir árið 2007 kemur
sömuleiðis fram sama upphæð í er-
lendri mynt, skuldir upp á rúmlega
67 milljónir punda. Eignarhlutur fé-
lagsins í Booker var hins vegar sagð-
ur metinn á rúmlega 12 milljarða
króna. Þannig að staða félagsins var
góð samkvæmt þessu þar sem eign-
ir voru sagðar meiri en skuldirnar.
Sögðu sig frá félaginu
Vitað er að Milton seldi hlut sinn í
Booker nokkrum mánuðum eftir
þetta, um sumarið 2008. Þá var fé-
lagið sagt hafa hagnast um 14 millj-
arða á sölunni. Hlutabréfin í Booker
voru jafnframt helsta eign félagsins.
Enginn ársreikningur liggur hins
vegar fyrir um starfsemi félagsins
eftir þetta og nú hefur það verið úr-
skurðað gjaldþrota. Því er ekki hægt
að segja hvað varð um söluhagnað
hlutabréfanna sem rann inn í Mil-
ton þegar Kaupþing keypti eignar-
hlutinn í Booker af félaginu 2008.
Samkvæmt opinberum upplýs-
ingum sem sendar voru til hlutafé-
lagaskrár í kjölfar efnahagshrunsins
sögðu stjórnarmenn Milton sig úr
stjórn félagsins einn af öðrum eft-
ir hrunið. Fyrst Jón Ásgeir Jóhann-
esson í nóvember árið 2008, en þá
afturkallaði hann einnig prókúru-
umboð sitt hjá félaginu, og svo
hættu þeir einn af öðrum, Egill Þor-
varðarson, Pétur Halldórsson og
loks Stefán Hilmar Hilmarsson í lok
októ ber í ár.
Skiptastjóri Milton, Ásgeir Þór
Árnason, segir aðspurður að stutt
sé síðan félagið var úrskurðað gjald-
þrota og því sé ekkert að frétta að
sinni um uppgjörið á því.
n Félag sem var í eigu Baugs og Fons úrskurðað gjaldþrota í síðasta
mánuði n Skuldirnar námu rúmum 8 milljörðum króna í árslok 2007
n Skiptastjórinn segir of snemmt að tjá sig um uppgjör félagsins
ENN EITT FÉLAG
BAUGS Í ÞROT
„Tvö félög úr
Baugshópnum
voru jafnframt með
veruleg lán.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Skuldaði rúma 8 milljarða Milton skuldaði rúma 8
milljarða króna í árslok 2007. Félagið var stofnað utan
um fjárfestingu Baugs og Fons í bresku smásölukeðjunni
Booker árið 2007. Félagið hefur verið úrskurðað gjaldþrota.
Hættur Jónmundur
sagði sig úr stjórn
Bergsins fyrr á þessu ári.
Fótbrotnaði á
hlaupum undan
lögreglu
Hann var heldur seinheppinn þjóf-
urinn sem reyndi að brjótast inn í
fyrirtæki í austurborginni aðfaranótt
fimmtudagsins. Þjófurinn, karlmað-
ur um þrítugt, hafði brotið rúðu í
útidyrahurð og var á leið inn í húsið
þegar til hans sást.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur
fram að maðurinn hafi þá tekið til
fótanna. Því miður fyrir hann datt
hann á hlaupum undan laganna
vörðum og lá óvígur eftir. Hinn
óprúttni aðili var enn sárþjáður þeg-
ar lögreglan kom á vettvang en talið
var að hann hefði fótbrotnað.
Manninum, sem hefur áður kom-
ið við sögu hjá lögreglu, var því ekki
ekið í fangageymslu heldur strax
komið undir læknishendur.
Guðmundur A. Birgisson:
Dæmdur til að
borga 76 millj-
ónir króna
Guðmundur A. Birgisson, einn-
ig þekktur sem Guðmundur á
Núpum, hefur verið dæmdur til að
greiða Landsbankanum 76 millj-
ónir. Guðmundi var gefið að sök að
hafa stofnað reikning í útibúi bank-
ans árið 1997. Tólf árum síðar, eða í
janúar 2009, námu innistæðulausar
færslur á reikningnum rúmum 76
milljónum króna.
Guðmundur sagði fyrir dómi
að hann hafi verið í verðbréfavið-
skiptum við Landsbankann og að
langstærstum hluta hafi hreyfingar
á reikningi hans verið vegna slíkra
viðskipta. Þær hafi verið felldar á
reikninginn án hans beiðni og sam-
þykkis. Þá hafi hann sett tryggingar
fyrir fjárhæð verðbréfaveltu af sinni
hálfu en Landsbankinn farið langt
yfir það.
Landsbankinn ákvað að fara í
mál þar sem skuldin fékkst ekki
greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir.
Dómari hafnaði kröfu Guðmundar
um sýknu og var honum því gert að
greiða Landsbankanum upphæðina
til baka ásamt dráttarvöxtum.