Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 14
14 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað Fjárfestirinn Pálmi Haraldsson, fyrr- verandi eigandi eignarhaldsfélagsins Fons, seldi hlutabréf upp á tíu millj- arða króna í Landic Property frá Fons til Glitnis og þaðan til eignarhaldsfé- lagsins Gnúps, eftir að Glitnir banki hafði fengið Gnúp í fangið í ársbyrjun 2008, samkvæmt heimildum DV. Þessi hlutabréf voru síðar færð inn fjárfest- ingafélagið Stapa, sem var dóttur- félag Gnúps. Eftir því sem heimildir DV herma keypti Gnúpur sömuleiðis hlutabréfin eftir að Glitnir hafði tekið félagið yfir og í reynd bjargað því frá gjaldþroti. Greint hefur verið frá því í fjölmiðl- um að árið 2008 hafi lítt þekktur bók- sali, Tómas Hermannsson, yfirtekið Stapa en félagið skuldaði Glitni þá um 17 milljarða króna. Skuldirnar voru til- komnar vegna viðskiptanna með áð- urnefnd hlutabréf í Landic og vegna eignarhalds Gnúps á hlutabréfum í Baugsfyrirtækinu Mosaic Fashion sem keypt höfðu verið í ágúst 2007. Um Stapaviðskiptin sagði Tómas í samtali við DV fyrr á árinu: „Þetta er bara kynnt fyrir mér af fyrirtækjasvið- inu. Á þessum tíma taldi ég að þetta væri hægt og ég leit á þetta sem alvöru fjárfestingu. Nokkrum vikum síðar sá ég allt hrynja og þá áttaði ég mig á því að þetta væri ekki hægt. Þá reyndi ég líka að rifta þessum viðskiptum... Ég vildi að ég hefði ekki gert þetta.“ Cofisys um Gnúp Gnúpur var fjárfestingafélag í eigu Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristins sonar, Birkis Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar. Félagið var um tíma stærsti hluthafi FL Group, helsta hluthafa Glitnis, og átti sömu- leiðis nokkurra prósenta hlut í Kaup- þingi. Í skýrslunni sem franska rann- sóknarfyrirtækið Cofisys vann fyrir sérstakan saksóknara kemur fram að stóru bankarnir þrír, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, hafi tekið sig sam- an í ársbyrjun 2008 og séð til þess að kaupendur myndu finnast að eignum Gnúps. Þetta var gert til að minnka þá kerfisáhættu sem það hefði í för með sér fyrir íslenskt fjármálakerfi að út spyrðist að um 10 prósenta hlutur Gnúps í FL Group sem og hlutur fé- lagsins í Kaupþingi væru í eigu tækni- lega gjaldþrota félags sem verðfall hlutabréfa í FL Group hafði leikið grátt á árinu 2008. Lendingin í málefnum Gnúps varð því sú að Glitnir tók félagið yfir – greiddi fyrir það 1 krónu, skuldbind- ingar félagsins við lánardrottna voru gerðar upp að hluta og eignir félags- ins voru seldar. Fons keypti 6 pró- senta hlut í FL Group sem áður hafði tilheyrt Gnúpi fyrir um 10 milljarða króna og hlutur Gnúps í Kaupþingi fór til Giftar. Gnúpur var í reynd gjald- þrota en í fjölmiðlum var sagt frá því að Gnúpur væri að „semja við lánar- drottna“. Einnig var haft eftir forstjór- anum Þórði Má að samningarnir við lánardrottna félagsins hefðu „tryggt félaginu fjárhagslegan sveigjanleika til að mæta erfiðum markaðsaðstæð- um.“ Samkomulag Gnúps við lánar- drottna félagsins var undirritað þann 8. janúar árið 2008. Glitnir hafði í reynd tekið yfir stjórn félagsins – tók þó ekki formlega yfir hlutafé þess – og gat gert það við félagið sem það vildi. Pálmi keypti daginn eftir Daginn eftir að skrifað hafði verið undir „fjárhagslega endurskipulagn- ingu“ Gnúps, þann 9. janúar 2008, var greint frá því í fjölmiðlum að Pálmi hefði keypt hlutabréf í FL Group fyrir um tíu milljarða króna. Í stað þessara bréfa í FL Group fékk Glitnir hlutabréf frá Fons í Landic sem voru álíka mik- ils virði. Þessi hlutabréf í Landic voru síðan seld frá Glitni og inn í Stapa í júlí 2008 í 17 milljarða króna fléttu. 10 millj- arðar króna af því voru til að viðhalda láni sem Gnúpur hafði tekið fyrir hlutabréfum í FL Group og félagið yf- irtók sex milljarða króna hlutabréfa- skuld Gnúps sem stofnað hafði verið til vegna kaupanna á Mosaic Fashion árið áður. Í framhaldi af þessari fléttu var Stapi síðan seldur inn í félag- ið Tómas Hermannsson (TH ehf.) sem var í eigu bókaútgefandans áð- urnefnda. Með þessu náði Glitnir að viðhalda 16 milljarða króna láni inn- an bankans án vandræða og þurfti hvorki að gera varúðarfærslu né af- skrifa það. Með þessu móti hafði bókaútgef- andinn tekið yfir nærri 17 milljarða króna skuldir og hlutabréfum sem Glitnir þurfti að losa sig við var komið í var, í bili að minnsta kosti, og áhrifin af falli Gnúps voru dempuð til muna. n Glitnir brást við falli Gnúps í ársbyrjun 2008 á mjög hugvitsamlegan hátt n Pálmi Haraldsson tók til dæmis við bréfum félagsins í FL Group og lét bréf sín í Landic í staðinn n Landic-bréfum Pálma var svo komið fyrir í dótturfélagi Gnúps sem var selt til óþekkts bóksala með yfirtöku nærri 17 milljarða króna skulda Þagað um fall Gnúps Um fall Gnúps segir Jón Fjörnir Thoroddsen í bók sinni um íslenska efnahagshrunið: „Þegar Gnúpur varð greiðsluþrota í janúar 2008 hefðu allir sparifjáreigendur átt að halda að sér höndunum og draga allt sitt fé út úr íslenskum peningamark- aðssjóðum. En þrot Gnúps fór ekki hátt í umræðunni á Íslandi. Exista átti Viðskiptablaðið, Björgólfsfeðgar Morgunblaðið og Baugur Fréttablaðið.“ Ýmislegt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar bendir til að Glitnir og Kaupþing hafi verið meðvitaðir um hversu slæm áhrif gjaldþrot Gnúps gæti haft á íslenska fjármálakerfið. Þar segir til dæmis að Glitnir hafi í janúarbyrjun keypt skuldabréf af Gnúpi sem bankinn tapaði 150 milljónum króna á. Svo segir í skýrslunni: „Í tölvubréfi 21. febrúar 2008 kl. 15:32 frá starfsmanni Glitnis til Alexanders Kristjáns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra áhættu- og fjárstýringar Glitnis, er spurt hvort Glitnir Eignarhalds- félag ehf. „eigi að bera 150.000.000 kr. tap af þessum viðskiptum“. Klukkan 17:17 segir Alexander „Stadfest“ og klukkan 17:35 gerir Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, „engar athugasemdir“ við þessi viðskipti.“ Glitnir var því vel reiðubúinn til að að taka á sig hundraða milljóna króna tap fyrir Gnúp á þessum tíma og Kaupþing seldi Kaupþingsbréf Gnúps í kyrrþey. Í skýrslunni kemur svo fram að samkvæmt samkomulaginu við kröfuhafa um endalok Gnúps myndu kröfuhafarnir ekki beita sér fyrir gjaldþrotaskiptum á félaginu auk þess sem þeir afsöluðu sér rétti til að krefjast skaðabóta af stjórnendum vegna taps síns út af félaginu. Búið var að ganga frá Gnúpi án þess að almenningur á Íslandi yrði þess mikið var enda var áhugi hans á viðskiptum ekki nærri því eins mikill í góðærinu og eftir að fjármálakerfið sprakk. Fundargerð lánanefndar Glitnis hf. 2. júlí 2008 þar sem samþykkt er að veita Stapa fjárfestingafélagi ehf. lán að fjárhæð 16,6 milljarðar króna til að kaupa 11,2% hlut í Mosaic Fashions ehf.: „Stapi Fjárfestingafélag (100% í eigu Gnúps) er að kaupa Mosaic Fashion bréf af Gnúp fyrir ISK 6 ma. Fyrir í eigu Stapa eru Landic Property bréf að verðmæti ISK 10 ma. sem voru fjármögnuð með láni frá Gnúpi. Óskað er eftir því að Glitnir láni Stapa ISK 16.522.516.667 til kaupa á Mosaic bréfunum, endurfjármögnun á láninu frá Gnúp og þeim vöxtum sem til greiðslu eru á Gnúps láninu. Til tryggingar láninu verða öll bréfin í eigu Stapa, þ.e. Mosaic (4.631.596 hlutir) og Landic (699.300.699 hlutir). Þegar gengið hefur verið frá kaupum Stapa á Mosaic bréfunum er hugmyndin sú að selja félagið til TH ehf. og mun Glitnir eiga kauprétt á Stapa. Þegar Gnúpur verður búinn að selja Stapa Mosaic bréfin mun Gnúpur verða seldur til Brekku II (félag í eigu Þórðar Más). Brekka II mun síðan selja Gnúp áfram til Vindabúða.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „En þrot Gnúps fór ekki hátt í umræðunni á Íslandi. Pálmi skipti á bréfum Pálmi Haraldsson skipti í raun við Glitni á bréfum í FL Group og Landic. Bréf hans í Landic voru síðan seld til Stapa. PÁLMI LOSAÐI SIG VIÐ LANDIC-BRÉF TIL GNÚPS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.