Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 22
22 | Erlent 17.–19. desember 2010 Helgarblað Richard Holbrooke, sérlegur erindreki í Miðausturlöndum, lést eftir erfiða skurðaðgerð: Enn eitt áfallið vestanhafs Bandaríska utanríkisráðuneytið varð fyrir miklu áfalli í vikunni þegar sérstakur erindreki þeirra í Afganist- an og Pakistan, Richard Holbrooke, lést á þriðjudag. Holbrooke þjáðist af ósæðarrofi og þurfti þess vegna að gangast undir tímafreka og flókna aðgerð þar sem tilraun var gerð til að koma fyrir gerviósæð. Aðgerðin bar ekki árangur. Holbrooke var 69 ára að aldri og hafði starfað í utanríkis- þjónustu Bandaríkjanna í rúmlega 40 ár. Stjórnmálaskýrendur vest- anhafs segja að hann skilji eftir sig skarð sem verður erfitt að fylla. Holbrooke er sennilega þekkt- astur fyrir að vera höfundur Day- ton-samkomulagsins ásamt núver- andi utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt. Í Dayton-samkomulag- inu, sem var undirritað árið 1995, var samið um frið í stríðinu í fyrr- um Júgóslavíu á Balkanskaga. Hol- brooke þótti góður samninga- maður þó margir hafi talið hann fullharðan í horn að taka. Það bar í það minnsta árangur í friðarvið- ræðunum á Balkanskaga en hefur aftur á móti ekki gengið eins vel í Miðausturlöndum. Stjórnmálaleið- togar í Afganistan og Pakistan hafa ekki kunnað að meta hinn „harða“ stíl Holbrookes og hafði honum ekki tekist að mynda sameiginleg- an grundvöll á meðal leiðtoga fyrir friðarviðræðum á svæðinu. Lítill árangur Holbrookes í Mið- austurlöndum skapaði spennu milli hans og Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Obama mun ekki hafa líkað vel við Holbrooke, sem starfaði meðal annars sem utan- ríkismálaráðgjafi Hillary Clinton í kosningabaráttunni milli hennar og Obama. Í Washington varð fræg sú saga að Obama kaus alltaf að kalla Holbrooke „Dick“, þrátt fyrir að aðrir kölluðu hann ætíð Richard. Holbrooke talar, Obama hlustar Obama líkaði illa við Holbrooke og kallaði hann ætíð „Dick“. Berlusconi hefur níu líf n Berlusconi stóð af sér vantrauststillögu n Gífurleg mótmæli brutust út n Fjölmargir slasaðir og handalögmál á þinginu Vantrauststillaga á ríkisstjórn Silvios Berlusconis var felld á þriðjudaginn í neðri deild ít- alska þingsins. Óhætt er að segja að Berlusconi hafi sloppið fyr- ir horn, en einstaklega mjótt var á mununum í kosningunni. 314 þingmenn höfnuðu vantrauststil- lögunni á meðan 311 voru henni fylgjandi, fimm skiluðu ekki at- kvæði í neðri deild þar sem 630 sitja. Þetta þýðir að ríkisstjórn Berlusconis getur setið áfram, að minnsta kosti um sinn. Ljóst er að það mun hins vegar reynast erf- itt til lengdar, eftir að samstarfs- maður Berlusconis til margra ára, Gianfranco Fini, sagði sig úr rík- isstjórninni og tók með sér fjóra ráðherra nú í nóvember síðast- liðnum. Mótmæli og slagsmál Eftir að úrslitin úr atkvæða- greiðslunni um vantrauststillög- una voru kunngjörð hófust mikil mótmæli á götum úti, víðs vegar um Ítalíu. Verkamenn og náms- menn mótmæltu hástöfum ríkis- stjórn Berlusconis og fyrirséðum niðurskurði í almannaþjónustu. Í Róm þurfti að kalla út óeirða- lögregluna og götum umhverfis þinghúsið var lokað. Allt að 100 manns slösuðust í mótmælun- um, þar af voru 40 lögreglumenn sem þurftu að þola grjótkast og glerflöskuregn. Kveikt var í lög- reglubifreið og mikil ringulreið ríkti fyrir utan þinghúsið. Ringulreiðin var síst minni inni í þinghúsinu sjálfu. Þing- menn lentu í handalögmálum eftir að Katia Polidori, meðlimur í Framtíðar- og frelsishreyfingu Finis, lýsti yfir stuðningi sínum við Berlusconi. Það var einmitt Fini sem var einn þeirra sem áttu frumkvæðið að vantrauststillög- unni. Pólitísk framtíð Berlusconis óljós Þó að ljóst sé að Berlusconi fái að halda sæti sínu enn um sinn spá stjórnmálaskýrendur á Ítalíu kosningum á næsta ári. Kosning- ar myndu þá sennilega fara fram um vorið, þrátt fyrir að tvö ár séu enn eftir af núverandi kjörtíma- bili en það telst til undantekn- inga á Ítalíu ef ríkisstjórn nær að sitja heilt kjörtímabil. Berlusc oni, og Frelsisflokkur hans, mun í öllu falli eiga undir högg að sækja en ríkisstjórnin nýtur nú ekki þing- meirihluta, eftir að Fini yfirgaf fyrrverandi samherja sinn. Aðrir segja hins vegar að Berlusconi gæti allt eins setið í 10 ár til viðbótar og líkja stjórn- málaferli hans við níu líf kattar- ins. Það virðist litlu skipta þótt skýr teikn séu á lofti um póli tíska spillingu forsætisráðherrans og þegar fréttir berast af stöðug- um kynlífshneykslum hins smá- vaxna Sardiníubúa brosa Ítalir út í annað. Berlusconi gerði þó lítið úr vantrauststillögunni en þegar úrslitin voru gerð ljós stóð hann upp og sagði einungis: „Tutto bene!“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Berlusconi gerði þó lítið úr van- trauststillögunni en þegar úrslitin voru gerð ljós stóð hann upp og sagði einungis: „Tutto bene!“ Mótmæli við Popolo-torg Hörð mótmæli brutust út. Allt að 100 manns slösuðust. Berlusconi í þinginu Hann lét sér fátt um finnast. Fílabeinsströndin þarf að þola refsi- aðgerðir Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja refsiaðgerðir gegn Fíla- beinsströndinni í kjölfar ófremd- arástands sem ríkir þar í landi eftir forsetakosningar í síðasta mánuði. Í aðgerðunum gætu falist frysting á bankareikningum í Evrópu og ferða- bann Fílabeinsstrendinga til Evrópu. Aðgerðunum er fyrst og fremst beitt gegn ríkjandi forseta, Laurent Gbag- bo, sem neitar að stíga af valdastóli þrátt fyrir að hafa tapað kosningun- um fyrir sínum helsta keppinauti, Alassane Ouattara. Fílabeinsstrend- ingar óttast að borgarastyrjöld gæti verið í uppsiglingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.