Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 23
Erlent | 23Helgarblað 17.–19. desember 2010
Mark Zuckerberg var útnefndur maður ársins hjá Time:
Næstyngstur í sögunni
Mark Zuckerberg, stofnandi sam-
skiptavefjarins Facebook, hefur verið
kjörinn maður ársins að mati banda-
ríska fréttatímaritsins Time. Útnefn-
ing Zuckerbergs kom talsvert á óvart,
en fastlega var gert ráð fyrir því að
Julian Assange, stofnandi uppljóstr-
unarsíðunnar Wikileaks, ætti titilinn
næsta vísan. Assange var reyndar
efstur í kosningu lesenda tímaritsins
en sérstök dómnefnd sem var skipuð
af ritstjórn Time var á öðru máli og
setti Zuckerberg í efsta sæti.
Á hæla Zuckerbergs í öðru sæti
var Teboðshreyfingin, sem sögð er
hafa umbylt bandarískum stjórn-
málum til frambúðar. Assange var
í þriðja sæti, þá kom Hamid Karzai,
forseti Afganistan, og í fimmta sæti
voru námuverkamennirnir 33 frá
Síle. Í rökstuðningi dómnefndar um
valið á Zuckerberg var sagt að Face-
book hefði haft áhrif á mannlegt eðli,
svo mikil að aldrei áður hefði annað
eins sést. „Stærð og umfang Face-
book hefur breytt lífi okkar. Vefurinn
er ekki aðeins ný tækni, hann tákn-
ar félagslega skipulagningu og breyt-
ir því hvernig við tengjumst hvert
öðru.“
Notendur Facebook eru nú rúm-
lega 500 milljónir talsins og fjöld-
inn vex stöðugt. Zuckerberg hann-
aði vefinn árið 2004 þegar hann var
ennþá nemandi í Harvard-háskóla.
Hann hætti námi skömmu síðar til
að einbeita sér að þróun samskipta-
vefjarins. Hann er fæddur árið 1984
og því aðeins 26 ára gamall. Hann
er þar með næstyngsti maður ársins
hjá Time frá upphafi. Fyrsti hand-
hafi titilsins, Charles Lindbergh, var
25 ára þegar hann hlaut útnefningu
sína árið 1927. Hann vann það afrek
að fljúga fyrstur manna einn síns liðs
yfir Atlantshafið.
Mark Zuckerberg Næstyngsti maður
ársins hjá Time frá upphafi.
n Suðurkóreski herinn, í samstarfi við þann bandaríska,
heldur heræfingu um helgina n Síðasta æfing endaði
með stórskotaliðsárás frá Norður-Kóreu
SPENNA Á
KÓREUSKAGA
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sent frá
sér yfirlýsingu um að suðurkóreski
herinn, í samstarfi við þann banda-
ríska, haldi heræfingu um helgina á
ótilgreindu svæði rétt við landamæri
Norður-Kóreu. Á heræfingunni verð-
ur öllu tjaldað til, hún verður svoköll-
uð „lifandi æfing“ (live fire drill) en í
því felst að öll vopn verða hlaðin og
skotum verður hleypt af. Það var ein-
mitt þegar Suður-Kóreumenn héldu
svipaða æfingu á eyjunni Yeonpyeong
undir lok síðasta mánaðar, að Norð-
ur-Kóreumenn brugðust ókvæða við.
Töldu þeir æfinguna bera vott um
hernaðarlega ögrun af hálfu Suður-
Kóreu og hófu stórskotaliðsárás á eyj-
una. Þar féllu tveir hermenn og tveir
óbreyttir borgarar. Síðan þá hefur ríkt
mikil spenna á Kóreuskaga.
Allt á suðupunkti
Leonid Petrov er prófessor við há-
skólann í Sydney í Ástralíu og er
sérfræðingur um Kóreu. Í viðtali
við breska blaðið Guardian sagðist
hann ekki skilja af hverju heræfing
Suður-Kóreumanna og Bandaríkj-
anna þurfi að fara fram svo nálægt
yfirráðasvæði Norður-Kóreu. „Ef það
væri raunveruleg þörf fyrir heræf-
ingu gætu þeir valið úr fjölda annarra
eyja. Einu skilaboðin eru að Suður-
Kórea sé að setja þrýsting á Norður-
Kóreu, en neita samt að setjast við
samningaborðið.“
Á sama tíma og æfingin fer fram
óttast yfirvöld í Bandaríkjunum og
Suður-Kóreu að Norður-Kóreumenn
hafi aukið getu sína til að auðga úran,
og séu í þann mund að sprengja sína
þriðju kjarnorkusprengju. Yfirvöld
í Pyongyang fullyrða hins vegar að
kjarnorkuframleiðsla ríkisins sé ein-
ungis í friðsamlegum tilgangi. Það er
þó kjarnorkuframleiðslan sem hef-
ur komið í veg fyrir sex ríkja viðræð-
urnar milli Kóreuríkjanna tveggja,
Bandaríkjanna, Japan, Rússlands og
Kína – en Norður-Kóreumenn vilja
taka þær viðræður upp aftur. Skilyrð-
ið fyrir því er hins vegar að þeir segi
skilið við kjarnorkuframleiðslu.
Richardson til Pyongyang
Nú er bandaríski stjórnmálamað-
urinn Bill Richardson, sem eitt
sinn var sendiherra Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum, kom-
inn til Pyongyang, höfuðborgar
Norður-Kóreu. Richardson virðist
njóta trausts Norður-Kóreumanna
og er einn fárra vestrænna stjórn-
málamanna sem það gera. Hann
þáði boð norðurkóreskra yfirvalda
um að koma til viðræðna og sagð-
ist vonast til þess að geta hjálpað til
við að draga úr spennunni á svæð-
inu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið
sem Richardson er falið að koma
skilaboðum áleiðis. „Í hvert skipti
sem ég kem vilja þeir alltaf koma til
mín skilaboðum. Í þetta sinn vona
ég að skilaboðin verði til þess að
minnka spennuna á Kóreuskaga.
Mín skilaboð til þeirra verða: Við
þurfum frið.“
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„ Ef það væri
raunveruleg
þörf fyrir heræfingu
gætu þeir valið úr
fjölda annarra eyja.
Miðli málum Norðurkóreskur embættismaður
tekur á móti bandaríska stjórnmálamanninum Bill
Richardson við komuna til Pyongyang. Vonast er til
að hann nái að miðla málum á Kóreuskaga.