Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 24
...FYRIR 60 ÁRUM Föstudaginn 17. desember 201024 V Í S I R árið 1950 Stórglæsileg vígsla Þjóð- leikhússins í gærkveldi. Stórkostlegt sjóslys við Reykjanes. Húsið vekur almenna aðdáun og athygli. MIKILSVERÐUM ÁFANGA var náð í íslenzkri leiklistar- og menningarstarfsemi í gær, fimmtudaginn 20. apríl, er Þjóð- leikhús Íslendinga hóf sýningar, eftir áratuga baráttu afbragðs- manna, og er þar fyrst að geta Indriða Einarssonar rithöfundar. Hin glæsilega Þjóðleikhús- bygging var troðfull af sýn- ingargestum frá gólfi til lofts, er sýning hófst, að af- loknum ræðum og tónleikum í sambandi við opnun þessa veglega húss. Var það almennt mál manna, að vel hefði tekizt um fyrstu sýn- ingu þessa musteris íslenzks menningarlífs, sem væntanlega á eftir að standa, sem óbrotgjarn minnisvarði um smekkvísi og stór- hug Íslendinga í andlegum efnum árið 1950. Íbúar á Íslandi komnir yfir 140 þúsund. Klukkunni flýtt um næstu helgi. Hefur fjölgað um 2500 á s.l. ári. Mannfjöldinn á Íslandi var í lok síðasta árs 141 042 manns og hefir íbúunum fjölgað rösk- lega hálft þriðja þúsund frá því í árslok 1948, en þá voru íbú- arnir 138 502 að tölu. Hér eru einnig taldir útlendingar, sem búsetu höfðu á Íslandi, þegar manntalið var gert. Skiftingin milli karla og kvenna er nær jöfn, þó ívið fleiri konur en karlar, sem eingöngu má rekja til þýzka verkafólksins, sem hér var að störfum um s.l. áramót. En svo sem kunnugt er, var mikill meiri hluti þess konur. Í byrjun árs 2010 voru Íslend- ingar 317.630 talsins en samkvæmt spá Hagstofunnar verða á bilinu 387.000 og 437.000 íbúar á Íslandi árið 2060. Klukkunni verður flýtt um næstu helgi um eina klukkustund, að því er Vísi hefir verið tjáð. Hefir það ver- ið viðtekin regla undanfarin ár, að klukkunni sé flýtt um mánaðamót- in marz-apríl. Þegar klukkan verð- ur 1 aðfaranótt n.k. sunnudags verð- ur henni flýtt um eina klukkustund, þannig að hún verður tvö. – Ættu menn að hafa þetta hugfast. Áður fyrr var klukkunni flýtt á vorin en nú hefur verið lögð ver- ið fram þingsályktunartillaga þess efnis að klukkunni á Íslandi verði seinkað um klukkutíma. Flutnings- menn segja að miðað við gang sólar er klukkan á Íslandi rangt skráð. Nær 30 menn farast, er CLAM rekur upp og björgunarbátar – fullir af mönnum – eru settir á flot í brimgarðinum. Ægilegasta sjóslys, sem orðið hefir hér við land á und-anförnum árum, varð í morgun við Reykjanes, er nærri þrír tugir manna af brezka olískipinu Clam drukkn- uðu, þegar skipið strandaði um klukkan átta. Sennilegt er að ofsahræðsla hafi gripið mikinn hluta skipverja, þegar þeir sáu skipið reka stjórnlaust upp í brimgarðinn og gripu þeir til þess óyndisúrræðis að reyna að setja tvo af björgunarbát- um skipsins á flot, þótt hver maður hefði mátt sjá, að slíkt væri óðs manns æði. Brotnuðu bátarnir við skipshliðina á svipstundu og fóru allir mennirnir í sjóinn, en aðeins fjóra rak á land á lífi og var einn þeirra meiddur. Olíuskipið Clam, sem strandaði í morgun á Reykjanesi. Clam var breskt olíuskip sem hafði rekið á land við Köllunarlett í Reykjavík nokkrum dögum fyr- ir slysið. Þann 28. febrúar var það í togi á leið til Bretlands til viðgerðar þegar það slitnaði frá dráttarbátnum og rak stjórnlaust að landi. Á skipinu var 51 manns áhöfn sem saman stóð af Kínverjum og Englendingum. Það tókst að bjarga 23 af þeim en flestir þeirra sem ákváðu að fara í björgun- arbátana létust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.