Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Síða 26
Aumingja kerlingarhróið hún Jórunn frá Brún – alltaf tókst henni að standa þar sem veðr-
ið var verst. Þegar Gunnar hross-
haus, eiginmaður hennar, frétti að
hún hefði sofið hjá nær öllum körl-
um í einhverjum kaupstað, þá svar-
aði karlinn og sagði: Tja, plássið okk-
ar er engin stórborg.
Og þannig var með þau hjónin að
alltaf sáu þau bestu hliðarnar á öllum
málum. Voru ekki að væla yfir eigin
mistökum ef hægt var að þræta. Og
þeim var svo náttúruleg sú yndislega
ósvífni að hagræða sannleika að erf-
itt er í seinni tíð að finna fólk sem náð
hefur slíkri færni. En þó kemur mér í
hug nafn manns sem kannski fer með
hælana þar sem þau hjónin höfðu
tærnar. Og þar er á ferð enginn annar
en Dabbi litli blaðberi.
Einhverju sinni talaði Dabbi litli
blaðberi um það að ógeðslegir menn
hefðu boðið honum mútur. Þetta var á
þeim árum er hann var opinber starfs-
maður og var að undirbúa þann stóra
glæp sem síðar varð að bankahruni
og efnahagskreppu. En í dag minnist
Dabbi litli ekki á mútur þegar Launa-
sjóður íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
mokar í hann klinki. Reyndar veit
hann, að á hinum falsaða peningi eru
tvær hliðar: Svo lengi sem Dabbi litli
blaðberi mærir hið rotna kerfi kvóta-
kónganna, fær hann að hella úr skál-
um reiði sinnar, sverja af sér sakir og
ljúga öllu sem hann langar til að ljúga.
Flestir Íslendingar eru vissir um
að Dabbi litli blaðberi sé bannsett-
ur bjáni. En ég er á annarri skoðun –
ég veit að hann er slóttugur, þótt ekki
ætli ég að gera neitt sérstaklega mikið
úr greind hans. Og manngæsku hans
veit ég ekkert um. Dabbi litli veit að
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
er besta ríkisstjórn íslenska ríkisins
frá upphafi vega. En hann veit einn-
ig að ef þessi staðreynd kemst í há-
mæli þá glatar Sjálfstæðisflokkur-
inn þeim uppdiktaða trúverðugleika
sem hann er frægur fyrir. Það hefur
nefnilega komið í ljós, kæru lesend-
ur, að brauðmolarnir sem féllu af
veisluborði velmegunarinnar voru
öllu dýrari en gefið var í skyn á sínum
tíma. Og leynir hann Dabbi litli.
Nú er Dabbi litli blaðberi óskilget-
ið afkvæmi þeirra hjóna, Jórunnar frá
Brún og Gunnars hrosshauss. Snáð-
inn hefur auðvitað erft alla bestu
eiginleika foreldranna, þótt eitthvað
meira fari fyrir þeim slæmu kostum
sem þau lögðu til. En það segja, mér
eldri og reyndari menn, að erfitt sé
að komast í gegnum lífið án þess að
fá svartan blett á tunguna stöku sinn-
um.
Til er fólk sem ferðast kann
svo frjálst á bleiku skýi,
það fegrar sjálfan sannleikann
með sinni bestu lygi.
26 | Umræða 17.–19. desember 2010 Helgarblað
FÁTÆKT HINNA FALLEGU „Ekki lengur, því ég verð fyrir ótrúlegu áreiti frá fullu fólki í miðbænum.
Einu sinni fannst mér
þetta mjög fyndið
en ég er komin
með leið á bull-
inu núna.“
n Fatlaða stjórnlagaþingkonan Freyja
Haraldsdóttir er hætt að fara út á lífið
vegna áreitis. – Monitor
„Það væri gríðarlega
gaman að keppa fyrir
Íslands hönd.“
n Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði,
trommari vinsælustu hljómsveitar
landsins, Diktu, gæti verið á leiðinni til
Liechtenstein næsta sumar að keppa í
skotfimi á Smáþjóðaleikunum. – Frétta-
blaðið
„Það var virkilega
sætt og gaman
að tryggja okkur
sigurinn.“
n Handknattleiksmaðurinn Aron
Pálmarsson tryggði Kiel sigur á
Lübbecke í bikarnum með marki á
lokasekúndum leiksins. – Morgunblaðið
„Við vitum samt að við
höfum getuna til þess að
vinna öll lið í deildinni.“
n Reynir Þór Reynisson, þjálfari
N1-deildar liðs Fram, er ánægður með
árangurinn hingað til en Fram er eina liðið
sem hefur unnið Akureyri á tímabilinu. –
Fréttablaðið
Sólristruflanir á þingi
Það gerist með reglulegu millibili að ákveðnir þing-menn missa jarðtenging-
una og reyna að stjórna því hvenær
sólin kemur upp.
Guðmundur Steingríms-
son, Róbert Marshall, Árni John-
sen, Sigmundur Ernir Rúnars-
son og fleiri nýir þingmenn hafa
lagt fram þingsályktunartillögu
um að seinka klukkunni um eina
klukkustund, svo að sólin rísi fyrr
á morgnana. Réttlætingin er að sú
að ennþá sé nótt þegar við vöknum
á morgnana stóran hluta vetrar og
því sé erfitt fyrir fólk að fara á fætur.
Þetta þýðir að vísu að loksins þeg-
ar fólk fer út að gera eitthvað eftir
vinnu, sest sólin klukkutíma fyrr.
Frá 4. nóvember til 28. janúar
nær sólin ekki að vera á lofti yfir
Reykjavík fram yfir vinnulok klukk-
an 17. Á þessu tímabili er alltaf
myrkur við lok vinnudags. Ef þing-
mönnunum tekst að færa klukk-
una þarf fólk að bíða til 15. febrúar
til að sjá sólina á lofti eftir vinnu-
tíma. Fólk þarf að þola í heildina
meira en mánuð í viðbót af myrkri
eftir vinnu. Þá kæmi eflaust upp sú
frábæra hugmynd að flýta klukk-
unni, svo fólk hefði einhverja birtu
í frítímanum eftir vinnu.
Tilfærsla á sólartíma er hámark
tilgangsleysis alþingismanna. Ef
þeir finna enga mikilvægari leið til
að verja tíma sínum en að horfa til
himintunglanna vita þeir ekki hvað
klukkan slær. Það hefur sjaldan
verið meira af mikilvægum, óleyst-
um verkefnum fyrir þingmenn.
Það þarf að endurmóta fjármála-
kerfið, uppræta spillingu, skapa
aðstæður til atvinnusköpunar og
finna leiðir til að skera niður með
sem minnstum skaða fyrir verst
stadda landsmenn, og án þess að
rústa millistéttinni og eyðileggja
þar með endurreisnina, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Þegar allt kemur til alls erum
við að borga þessum mönnum
laun fyrir þessa vinnu. Annaðhvort
er þeim ofaukið eða þeir þurfa að
breyta forgangsröðun sinni. Sam-
félag okkar beið skipbrot og þing-
mennirnir eru í vinnu við að móta
það upp á nýtt. Nú er ekki tíminn
fyrir þá til að vinna að því að sól-
in rísi á öðrum tíma en nú, hvað þá
að haga því þannig að hún rísi svo
snemma á morgnana að við vinn-
um fram á nótt mánuði lengur á
árinu.
Þorgerður iðrunarlaus
n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
alþingismaður er sá ráðherra sem
stærsta ábyrgð ber varðandi oftöku
Menntaskólans
Hraðbrautar á
opinberu fé. Þor-
gerður mætti í
morgunþáttinn Í
bítið á Bylgjunni
á miðvikudag
þar sem hún var
spurð um mál-
efni Hraðbraut-
ar sem DV opnaði á sínum tíma og
Ríkisendurskoðun hefur staðfest.
Þorgerður var laus við iðrun vegna
afglapa sinna og taldi að opinberu
skólarnir hefðu líka oftekið fé. Aug-
ljóst var að ráðherrann fallni taldi
það vera smámál að skólinn fékk
192 ofgreiddar milljónir og stjórn-
endur greiddu sér stórfé í arð.
Guðfríður fann
Buchheit
n Svo er að sjá sem það hafi verið
gæfuspor hjá ríkisstjórninni að fá
Lee Buchheit til að semja um Icesave.
Himinn og haf
eru á milli samn-
ings hans og
þess sem Svavar
Gestsson, guð-
faðir VG, gerði á
sínum tíma. Það
var þingmaður-
inn Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir sem
á sínum tíma fékk Buchheit til verks-
ins. Guðfríður er í órólegu deildinni
í VG sem meðal annars vann sér
til óhelgi að hafa hafnað samningi
Svavars. Hún er nú í fæðingarorlofi
en snýr aftur á þing í vetur.
Birgitta vill pening
n Einn skrýtnasti og poppað-
asti stjórnmálaflokkur á Íslandi er
Hreyfingin. Þingmenn þess flokks
komust inn fyrir tilstilli þeirrar öldu
sem reis með Borgarahreyfingunni.
Þingmenn Borgarahreyfingarinn-
ar, undir forystu Birgittu Jónsdóttur,
hlupust undan merkjum og stofn-
uðu Hreyfinguna. Við afgreiðslu
fjárlaga í vikunni hafði þessi hópur
þá einu athugasemd að þjóðin ætti
að styrkja hann um 26 milljónir
króna en Borgarahreyfingin fær nú
þá peninga.
Mótmælandi
á Saga Class
n Víst er að stjórnarsinnar kætast
yfir fjárlagabetli Hreyfingarinn-
ar. Björn Valur Gíslason, þingmaður
VG, átti bágt með sig þegar hann
sagði frá því að
það eina sem
Hreyfingin
hefði fram að
færa varðandi
fjárlögin væri
að hún fengi
sjálf veglegt
framlag. Birgitta
Jónsdóttir þing-
flokksformaður hefur reyndar átt
undarlega spretti. Hún er þekkt fyrir
að bregða sér úr þingsalnum til að
mótmæla fyrir utan. Og þegar hún
ferðast milli landa bregður við að
hún geti ekki setið á almennu far-
rými heldur noti Saga Class eins og
önnur fyrirmenni samfélagsins.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Leiðari
Bókstaflega
Svarthöfði hefur í gegnum tíðina verið tilfinningavera. Honum renna mjög til rifja
þau bágindi sem hellast yfir fólk
sem hefur haft það gott. Þannig
sárvorkennir Svarthöfði sómahjón-
ununum Stefáni Hilmarssyni, fyrr-
verandi fjármálastjóra Baugs, og
Friðriku Geirsdóttur sjónvarpsdís.
Hjónin hafa í gegnum tíðina búið
við allsnægtir en nú hefur hann
verið gerður gjaldþrota. Og ekki
nóg með það þá hefur skiptastjóri
hótað að hirða af þeim listaverk
og aðra verðmæta lífsfyllingu. Þau
mega aðeins halda látlaust heimili.
Til að hámarka forherðinguna þá
brást skiptastjóri trúnaði við þrota-
hjónin. Og nú er Stefán á leiðinni
til Luxemborgar þar sem hann
mun líklega búa við örbirgð.
Annað par á einnig í mikl-um erfiðleikum. Hjón-in Kristján Arason, hand-
boltastjarna og fjármálasnillingur,
og Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, þingmaður og fyrrverandi
ráðherra, gátu ekki greitt tveggja
milljarða skuld sem tilkomin var
vegna kúluláns. Félag þeirra 7
hægri er gjaldþrota. Þetta er auð-
vitað gríðarlegt áfall fyrir parið
sem hefur lifað í vellystingum og
dettur nú úr háum söðli.
Sauðsvartur almúginn sem þarf að velta fyrir sér hverjum þúsundkalli verður að átta
sig á því áfalli sem þeirra marg-
blessaða fólk hefur orðið fyrir. Þeir
sem eru litlu vanir geta vel lifað
við knappan kost. Hinir upplifa
svartnætti. Þorgerður Katrín á erfitt
með að ganga í fjöldaframleidd-
um fötum. Hún er meira fyrir sér-
saumað. Og Rikka sjónvarpsstjarna
hefur vanist því að borða á dýrum
veitingastöðum og hafa húshjálp.
Nú fer hún í hamborgarana og þarf
sjálf að skúra, skrúbba og bóna
ásamt eiginmanni sínum. Og þetta
góða fólk þarf hugsanlega að eiga
sömu bílana árum saman. Það
kann ekki einu sinni að fara með
bíl í skoðun.
Þjóðin verður að sýna samhug gagnvart þessu fólki eins og öðrum sem lenda í sárum
missi og raunum. Eðlilegt er að
efna til landssöfnunar í þeirra þágu
og aflétta risavöxnu kúluláninu af
Kristjáni og Þorgerði. Þá þarf að
hjálpa þeim Friðriku og Stefáni að
endurheimta málverk sín og önn-
ur verðmæti. Nú verður þjóðin að
standa saman og bjarga sínum feg-
urstu börnum undan skuldaklafan-
um ógurlega. Við megum ekki við
því að missa hæfileikafólk í örbirgð
til útlanda. Slagorð söfnunarinnar
gæti verið: Björgum fallega fólkinu
frá fátækt.
Svarthöfði
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Tilfærsla á sólar-
tíma er hámark
tilgangsleysis alþingis-
manna.
Maðurinn sem missti sig
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„Dabbi litli veit að
ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur er besta
ríkisstjórn íslenska ríkisins
frá upphafi vega.