Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Side 28
Í
fyrrakvöld var merkileg frétt
á Stöð 2, viðtal við konu sem
barmaði sér sáran yfir fátækt
sinni og vesöld. Hún var öryrki
og átti bara þúsund kall til að eyða
það sem eftir er mánaðarins. Og
fór ekki milli mála að í viðtalinu
við konuna fólst djúp fordæming
yfir „ástandinu“ og yfir ráðaleysi
ríkisstjórnarinnar sem gerði ekk-
ert fyrir heimilin í landinu.
FRÉTTAMAÐURINN KANNAÐI
MÁLIÐ
Nema hvað svo kom í ljós að
þessi kona virtist hreint ekki hafa
það svo slæmt. Ráðstöfunartekj-
ur hennar – örorkubæturnar og
barnabætur og fleira – reyndust
vera hátt í 400 þúsund krónur, en
það samsvaraði því að konan hefði
haft þingmannalaun ef hún hefði
borgað alla skatta og skyldur. Og
svo kom líka í ljós að hún hafði
ekki beinlínis lifað neinu hungur-
lífi, þótt hún barmaði sér svo ákaft.
Og ráðstöfunartekjur hennar
reyndust vera töluvert mikið hærri
en það sem atvinnuleysingjar, lág-
launafólk og námsmenn á náms-
lánum þurfa að búa við.
Þessi frétt vakti mikla athygli,
og það má sérstaklega hrósa Lóu
Pind Aldísardóttur fréttamanni,
sem var með þessa frétt, fyrir að
hafa ekki athugasemdalaust birt
kveinstafi konunnar, þegar hún
hafði að fyrra bragði samband
við Stöð 2 til að rekja raunir sínar,
heldur kannaði Lóa raunveruleg-
ar aðstæður konunnar, og þá kom
þetta upp úr dúrnum.
VIÐMÆLENDUR FIMBUL-
FAMBA
Það er því miður enn alltof mikið
um að fréttamenn geri ekki sjálf-
stæða rannsókn á orðum viðmæl-
enda sinna, heldur leyfi þeim bara
að fimbulfamba út í það óendan-
lega – og svo er í mesta lagi leit-
að til einhvers annars til að fá við-
brögð, eins og fréttamaðurinn
sjálfur sé ekki annað en míkrófónn
sem hver sem er getur talað í.
Ég veit að fréttamenn nefna
ævinlega tímaskort og mannfæð
á ritstjórnum þegar þeir eru gagn-
rýndir fyrir yfirborðskennd vinnu-
brögð, og ég veit líka að þær afsak-
anir eiga í mörgum tilfellum fullan
rétt á sér. En vinnubrögð Lóu í
þessu tilfelli sýna og sanna að það
þarf oft ekki mikið til að snjall
fréttamaður geti af sjálfsdáðum
unnið fréttir sínar þannig að þær
gefi okkur nýja innsýn í samfélag-
ið. Og sýnt okkur einhvern þann
sannleika sem fyrr var hulinn.
HAFA ÞAÐ KANNSKI EKKI SVO
SLÆMT?
Í þessu tilfelli var sannleikur-
inn sá að að minnsta kosti hluti
þeirra sem nú barma sér sem
mest yfir slæmum kjörum hafa
það kannski ekki svo slæmt. Það
er að sönnu viðkvæmt að fjalla
um þetta, vegna þess hve hætt er
við að það verði túlkað sem skeyt-
ingarleysi í garð þeirra sem raun-
verulega eiga bágt, en það er samt
meiri hugdirfska í því fólgin að
horfast í augu við þann sannleika
heldur en að sitja fastur í þeim
hjólförum að öllum sem kvarta
sé sjálfkrafa vorkunn. Og reyndar
vildi svo til að í fréttatíma RÚV var
líka í fyrradag rætt við starfsmann
Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem
gaf til kynna að hjálparstarfið hér
á landi í garð hinna nauðstöddu
væri kannski komið út í nokkrar
öfgar.
Eins og raunar hlýtur að fara
þegar hjálparstarf við nauðstadda
er nær eingöngu látið velta á
einkaframtaki einstaklinga og/
eða fyrirtækja, en hið opinbera
hefur nálega stimplað sig út. Þetta
hefur gerst hér á landi núna – og
það er margt til í því að sú neyð
sem dregin hefur verið upp mynd
af er áreiðanlega töluvert ýkt.
VÍST EIGA SUMIR VIÐ NEYÐ AÐ
STRÍÐA
Hér er best að ég taki mjög skýrt fram
að ég veit ósköp vel að til er fólk, og
það allstór hópur af fólki, sem á virki-
lega við neyð að stríða. Það er, og
þetta held ég að ég hafi sagt oft áður,
helsti og stærsti smánarbletturinn á
starfi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð-
ardóttur að hafa ekki gengið svo frá
málum að það fólk fái þá aðstoð sem
það þarf vissulega á að halda, án þess
að standa í biðröð eftir mat úti undir
beru lofti.
Ég skil reyndar ekki af hverju
stjórnin hefur ekki gengið í þetta mál
af festu og ákveðni; það er bæði órétt-
látt gagnvart því fólki sem á við neyð
að stríða, og það er líka afar slæmt fyr-
ir andann í samfélaginu ef við förum
unnvörpum að trúa því að stór hluti
meðbræðra okkar og -systra sé nánast
við hungurmörk.
SKILYRÐISLAUS KRAFA
En þótt það sé skilyrðislaus krafa að
velferðarsamfélagið grípi þegar í stað
inn í og hjálpi öllum þeim sem verst
eru staddir, þá er líka orðin ástæða
til að við hugleiðum á hvaða leið við
erum stödd – og lýsti sér til dæmis í
ramakveini konunnar í fréttum Stöðv-
ar 2, þótt aðstæður hennar séu þannig
að mjög margir hafi það miklu, miklu
verr en hún. Ég ætla ekki að fordæma
þessa konu neitt sérstaklega, ég veit
ekkert um hana eða hennar aðstæður,
umfram það sem ég hef lesið í blöð-
um eða á netinu, en ég er smeykur um
að þessi uppákoma ætti að verða okk-
ur tilefni til að kanna hvort við erum
kannski fleiri að kvarta án þess að full
ástæða sé til.
ALLT ER ÖÐRUM AÐ KENNA
Og það bætti nú heldur ekki úr skák,
þegar ég las á Pressunni viðtal við
konuna þar sem hún barmaði sér
nú ekki, sagðist hafa orðið fyrir að-
kasti vegna viðtalsins á Stöð 2 (sem
ég ítreka að var tekið að hennar frum-
kvæði) og sagði síðan orðrétt: „Stöð 2
rústaði lífi mínu ...“
Þarna er hinn sanni Íslendingur
kominn – allt er alltaf og ævinlega ein-
hverjum öðrum að kenna.
Kvartað um of?
Ég man nákvæmlega það augna-blik í æsku minni þegar ég átt-aði mig á því að ég myndi deyja.
Þetta var árið 1988 eða 1989 og ég
var átta eða níu ára. Ég stóð niðri í
kjallaranum heima á Brúnaveginum,
innst í búrinu, við hliðina á sælgætis-
hillunni og teygði höndina upp í átt-
ina að namminu.
Ég var frekar feitlagið barn á vissum tímapunktum í barn-æsku minni enda fannst mér
fátt betra en að borða fullt af sætind-
um. Toppurinn var að fara á vídeó-
leiguna Donald á Sundlaugarvegin-
um, kaupa marglita gúmmíbangsa
í grænleitum, glærum pappírspoka
fyrir hundrað kall og klára þá alla.
Einu sinni man ég eftir því að hafa
borðað svo mikið af þessum gúmmí-
böngsum að ég ældi þeim öllum strax
aftur. Svo lagðist ég á gólfið í fóstur-
stellingu á meðan ógleðin rjátlaðist
af mér. Þannig er græðgin – hún er
bara góð fyrst, svo verður hún vond,
jafnvel afleit. En ég hugsaði auðvitað
ekkert um græðgina á þessum tíma.
Mér fannst nammi bara gott, jafnvel
best í heimi. Svo kom dauðinn.
Því var það einkennileg tilvilj-un að uppgötvun mín á dauð-anum – þessi mikla og harm-
ræna vissa okkar sem allir þurfa að
kyngja einhvern tímann – ætti sér
stað á sama tíma og ég teygði mig
eftir einu því barnslegasta, saklaus-
asta, sætasta og í reynd ómerkileg-
asta sem til er í heiminum: nammi.
Staðreyndinni um minn eigin dauða laust niður í huga minn á þessari stundu þar sem ég stóð
þarna innst í búrinu og teygði mig
eftir nammimola. Ég áttaði mig á því
eftir að ég hugsaði þessa hræðilegu
hugsun að ég yrði ekki alltaf til. „Ég
verð ekki alltaf til,“ sagði ég við sjálf-
an mig. Einn daginn yrði ég sem sagt
ekki lengur til. Þá yrði ég bara alls
ekki. „Hvernig yrði tilvera mín þá?,“
gæti ég hafa hugsað. Hún yrði auðvit-
að alls ekki því ég væri ekki. Tilveran
sjálf héldi áfram án mín – mín tilvera
væri hins vegar búin.
Sú hugsun er auðvitað óskiljan-leg og nánast fjarstæðukennd í huga barnsins sem fram að
því hefur talið sig vera miðpunkt al-
heimsins, upphaf og endalok alls. Ég
man ekki hvað ég var gamall þegar
ég áttaði mig á því að til væri annað
fólk sem taka þyrfti tillit til og sem
hefði nákvæmlega sömu tilfinningar
og ég. Börn líta – eðlilega – á sig sem
þungamiðju tilverunnar þar til þau
gera sér grein fyrir því að annað fólk
er líka til sem sjálfstæðar verur með
sjálfstæð markmið og langanir og að
þau skipti auðvitað engu máli í hinu
stóra samhengi lífsins á jörðinni.
Uppgötvun mín á dauða mínum var
einmitt þannig kjaftshögg fyrir mig.
Ég fékk eftir þetta ekki neina ánægju
út úr því að úða í mig sælgætinu sem
ég hafði teygt mig eftir þegar ég upp-
götvaði dauðann.
Ég var óhuggandi í nokkra daga á eftir. Mamma reyndi að hugga mig en sama hvað
hún reyndi að segja við mig, að
svona væri nú bara gangur lífsins
og tilverunnar, þá hélt ég áfram að
vera hryggur og gráta út af þessari
hræðilegu staðreynd. Ég man ekki
hversu lengi ég var sorgmæddur út
af þessari uppgötvun minni en ætli
lífið verði nokkuð samt og jafngott
hjá barninu eftir að það áttar sig
á óhjákvæmilegum dauða sínum
einhvern tímann í framtíðinni. Eft-
ir þetta hugsaði ég allltaf um þessa
setningu: „Ég verð ekki alltaf til“
annað slagið og auðvitað hrygg-
ir hún mig alltaf því það er svo erf-
itt að sætta sig við merkingu henn-
ar. Alveg sama hvað við reynum, og
alveg sama hvað við segjumst vera
þroskuð og þenkjandi þá held ég
að við getum aldrei almennilega
lært að sætta okkur við þessa setn-
ingu. Þess vegna ýtum við henni frá
okkur frekar en að hugsa of mikið
um hana. Hugsunin um dauðann
verður hins vegar vissulega létt-
bærari eftir því sem við eldumst en
gúmmíbangsarnir verða aldrei aftur
aftur eins góðir og huggandi og þeir
voru áður en dauði manns kom til
skjalanna
28 | Umræða 17.–19. desember 2010 Helgarblað
Helgarpistill
Ingi F.
Vilhjálmsson
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson
Gúmmíbangsar
og dauðinn