Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 31
að ég mætti nota á hvaða máta sem
ég vildi. Mér finnst útkoman mjög
falleg.“
Innlegg Bjarkar hefur vitanlega
vakið mikla athygli og í viðtölum er
Ólöf iðulega spurð út í samstarfið.
„Við höfum grínast með það hvernig
það var ætlun hennar að læðast inn í
lag hjá vinkonu sinni, en vegna þess
hversu þekkt stærð röddin hennar er
orðin eftir langan feril kæmist hún
ekki upp með það. Dáldið eins og ég
sé lítill söngfugl á grein á Þingvöllum
og svo kemur hún eins og páfugl sem
hlammar sér á greinina við hliðina á
mér, þannig að greinin svignar.
Páfuglabrandarinn fór síðan heilan
hring þegar ég endaði á að taka upp
myndbandið við lagið inni í skógi á
Þingvöllum."
Gaf sjálfri sér loforð
Ólöf gaf sér loforð um að verða tón-
listarmaður þegar hún var 12 ára
og finnst tónlistin vera það mikil-
vægasta í lífi sínu. „Ég er alin upp
við mikinn söng og klassíska tónlist.
Nám mitt í tónlist stundaði ég frá sex
ára aldri til 26 ára aldurs. Ég var upp-
tekin af tónlist alla barnæskuna en
það var þegar ég var 12 ára sem ég
lofaði sjálfri mér að sinna henni af
heilum hug og ég held mér hafi tekist
að halda það loforð.“
Ólöf segist hafa verið opin og
glaðlynd að upplagi sem barn. „Mér
fannst gaman að öllu svona bralli og
var alltaf með stórar hugmyndir um
að búa til alls kyns hluti. Til dæmis
í fyrsta skipti sem ég sá ljósritunar-
vél þá sagði ég: Er þá hægt að búa til
bækur með þessu tæki? Það var svo
mikill framkvæmdavilji í mér og ég
þurfti alltaf að vera á fullu spani. Sem
betur fer var ég alin upp við það að
orku minni var beint í skapandi far-
veg.“
Skrifar í kollinum
Hjá Ólöfu fæðast melódíur úr ólíku
hugarástandi og hún skrifar lögin
í kollinum á sér. „Ég skrifa mikið í
kollinum og svo þegar ég er búin að
ganga með þau í svolítinn tíma þá
þarf ég að fara að prófa þau á ýmis
hljóðfæri og finna þeim farveg.
Mér finnast oft melódíur fæðast
úr ólíku hugarástandi. Til dæmis ef
ég á gott samtal við manneskju sem
gefur mér innblástur þá getur það
gefið mér laglínur og heilu lögin. Ég
er líka oft að skrifa texta um fólk sem
er mér náið. Fyrsta plata mín var um
fjölskylduna, næsta um vini mína,
svo sjáum við til hvað gerist næst.
Ég er með 20 lög í kollinum
núna, belgurinn er orðinn fullur og
ég þarf að fara að tappa af honum.
Ég sé það að setja saman tónlist ekki
sem fyrirframákveðið verk heldur
nota frjálsa aðferð. Kannski væri ég
til í að prófa að setja mér einhverja
parametra og sjá hvað gerist inn-
an þeirra. Það gæti verið áhugaverð
leið.“
Velgengni Ólafar hefur skilað
henni spennandi verkefnum á nýju
ári. Eftir áramót ferðast hún til Ástr-
alíu og Tasmaníu og heldur tónleika
sjálf og hitar upp fyrir hljómsveit
Nick Cave, Grinderman. „Mér finnst
frábært að fá að spila á undan Nick
Cave í hans heimalandi, ég hafði
ráðgert að fara í tónleikaferð til Ástr-
alíu á eigin vegum og það fréttist til
Nick Cave sem hafði í framhaldinu
samband við mig og bað mig um að
hita upp fyrir sig.“
ÓTRÚLEG
VELGENGNI
Nýlega kaus iTunes lag Ólafar Madrid
sem lag ársins, breska tímaritið Uncut
nefndi plötuna hennar Innundir skinni
sem eina af topp 50 plötum 2010 og gaf
henni að auki fjórar stjörnur. Það gerði
líka hið víðfræga MOJO-tímarit sem
sagði hana að auki vera næstu Kate
Bush. Dagblöðin Guardian og The Wall
Street Journal fjölluðu um Ólöfu á heilli
síðu og á BBC var fjallað um hana sem
einn eftirtektarverðasta listamann
ársins en þar flutti hún tónlist sína.
Rómantískar kvikmyndir Fyrir jólin er nauðsynlegt að
horfa á að minnsta kosti eina rómantíska gamanmynd. You Will Meet a Tall
Dark Stranger er rómantískur farsi frá meistara Woody Allen. Leikarahópurinn
er ekki af verri endanum og Antonio Banderas, Josh Brolin, Anthony Hopkins,
Freida Pinto og Naomi Watts gera sér mat úr bitastæðum hlutverkum og
kostulegum samræðum en þau eru öll sögð fara á kostum. Fyrir þá sem ekki
komast í bíó mælum við með nokkrum gömlum og rómantískum sem hægt
er að skella í tækið heima: Casablanca, City Lights, Eternal Sunshine of the
Spotless Mind, It‘s a Wonderful Life, Scrooge og Love Actually.
Skeggtískan skeggrædd
Í Þjóðminjasafninu stendur sýningin Klippt
og skorið – um skegg og rakstur yfir í
Horninu út árið. Á sýningunni eru ljósmyndir
úr Ljósmyndasafni Íslands sem gefa mynd
af skeggtísku á Íslandi í gegnum tíðina. Eins
getur að líta ýmsa gripi sem tengjast rakstri
og umhirðu skeggs. Gripirnir voru ýmist í
einkaeigu eða notaðir á rakarastofum.
Fókus | 31Helgarblað 17.–19. desember 2010
Hvað er að gerast?
n Gleðileg X-mas, kæru Stígamót Á
árlegum X-mas tónleikum X-ins 977 stíga
fjölmörg íslensk bönd á svið, Dikta, Endless
Dark, Ensími, Cliff
Clavin, Agent Fresco,
XIII, Bloodgroup, 59‘s,
Jónas Sigursson og
Ritvélar framtíðar-
innar, Sing for me
Sandra, Hoffman,
Bárujárn, Króna, Noise
og High Class Monkey.
Tónleikarnir fara fram
á Sódómu Reykjavík.
Húsið er opnað kl. 20 og hálftíma síðar hefst
dagskráin. Aðgangseyrir er 977 kr. og allur ágóði
rennur til Stígamóta.
n Jólastuð í Kling og Bang Myndlist er
besta jólagjöfin, segja aðstandendur Kling og
Bang sem eru í miklu jólastuði. Þar verður opið
frá 16 til 22 á föstudag, en frá 12 til 22 á laugar-
dag og sunnudag. Myndlistarverk verða til sýnis
og sölu, vöruhönnuðir verða með jólamatarfínerí
og almenn jólagleði verður við völd.
n Trúðslæti í Sinfónínunni Á jólatónleik-
um Sinfóníunnar munu dansarar úr Listdans-
kólanum dansa dansa úr Hnotubrjótnum,
jólaforleikurinn tekur á eftirlætisjólalögunum,
Hera Björk syngur og trúðurinn Barbara heldur
utan um veisluna og sér til þess að bæði börn og
foreldrar skemmti sér konunglega. Tónleikarnir
verða haldnir kl. 17 í Háskólabíói.
17.
DES
Föstudagur
18.
DES
Laugardagur
n Skálað fyrir UNIFEM í Nikita Jólin
nálgast óðfluga og að því tilefni ætlar UNIFEM á
Íslandi að bjóða gestum og gangandi í jólaglögg.
Skálað verður í Nikita-búðinni á Laugavegi milli
16–18 þar sem Elín Ey mun syngja fyrir gesti og
hljómsveitin Of Monsters and Men tekur lagið.
Eins og fyrr segir verður boðið upp á jólaglögg og
piparkökur auk þess sem ristaðar möndlur verða
seldar til styrktar UNIFEM.
n Sætustu strákarnir á Nasa Páll Óskar
verður gördjöss á Nasa. Hann þeytir skífum af
snilld alla nóttina, spilar uppáhaldspartílögin
og syngur sín bestu
lög með stælum.
Bræðurnir Friðrik Dór
og Jón Jónsson mæta
sem sérstakir gestir
hans. Sem sagt, þrír
sætustu strákarnir í
bransanum gera það
sem þeir elska að gera.
Gestir eru sérstaklega
hvattir til þess að taka
myndavélarnar sínar með því Palli elskar að
pósa með þeim. Miðinn kostar 1.500 kr. í forsölu
en 2.000 kr. við innganginn.
n Jólagleði Kaffibarsins Kvenfélag
Kaffibarsins og Karlakórinn Bartónar kynna
Jólagleði 2010. Kvenfélagið verður með jóla-
kökubasar og jólakakó í boði hússins klukkan 15.
Karlakór, eða kallakór eins og hann er kallaður,
hefur upp raust sína klukkan 17 og syngur jólin
inn í hjörtu viðstaddra.
n Sálin á Sjallanum Langt er liðið frá því að
þessi lífseiga sveit tróð síðast upp á Akureyri og
væntanlega alllangt að bíða þess að Sálverjar
fari aftur norður, því um áramótin ætla þeir í
pásu um óákveðinn tíma. Því verður þetta ein-
stakt tækifæri fyrir íbúa norðan heiða að skella
sér á Sálarball. Mega þeir eiga von á nýjum
lögum í bland við helstu smelli sveitarinnar.
19.
DES
Sunnudagur
n Syngja fyrir Fjölskylduhjálp Íslands
Talið er að um 2.000 fjölskyldur muni þiggja
aðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands nú fyrir jólin.
Nú getur þú tekið þátt í að styrkja gott málefni
um leið og þú átt notalega kvöldstund. Því
þau Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddsen
og Guitar Islancio, Þrjár raddir og Beatur og Ari
Eldjárn ætla að koma fram í Norðurpólnum.
Uppákoman hefst kl. 20. Miðaverð er 2.500 kr.
og ágóðinn rennur óskertur til Fjölskylduhjálpar
Íslands.
n Skautað í kringum jólatré Í Skautahöll-
inni er búið að setja upp fagurskreytt jólatré á
miðju svellinu sem skautað verður í kringum við
jóladiskótónlist fram á nýja árið. Frá og með 20.
desember verður Skautahöllin opin frá kl. 13–18
alla daga, nema á aðfangadag og jóladag, þá
er lokað. Í Grasagarðinum er búið að opna Café
Flóru aftur vegna aðventunnar. Er kaffihúsið
opið á milli 13 og 18. Í garðskálanum er jólabasar
og býðst börnum að skreyta tré til styrktar
langveikum börnum. Þá ætlar Grýla að halda
jólaveislu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum,
boðið er upp á hestvagnaferðir um garðinn um
helgar og litla jólasmiðju í Hafrafelli.
„Það var
svo mikill
framkvæmdavilji
í mér og ég þurfti
alltaf að vera á
fullu spani. Sem
betur fer var ég
alin upp við það
að orku minni var
beint í skapandi
farveg.
Reynir að halda jarðsambandi
„Mér finnst eins og allt umstangið sé eins og
fyrir einhverja aðra en mig,“ segir Ólöf vegna
lofsins sem ausið er yfir hana þessa dagana.
Bravó, Baggalútur!
„Hver þarf sælgæti þegar maður
hefur svona eyrnakonfekt?“ spurði
kona fyrir aftan mig félaga sinn á
jólatónleikum Baggalúts í Háskóla-
bíói á mánudagskvöldið. Eftir því
sem á sælgætispokann minn gekk
rann það skýrar upp fyrir mér að bet-
ur væri vart hægt að komast að orði.
Með nagandi samviskubit kláraði ég
síðasta molann og laumaði pokan-
um tómum í vasann, vel fyrir hlé. Ég
hefði ekki þurft nammið.
Á sviðinu, þetta dísæta mánu-
dagskvöld, voru að minnsta kosti 14
listamenn. Þrír frábærir léku á blást-
urshljóðfæri, tveir börðu skinnhúð-
ir, þrír þöndu raddböndin, nokkr-
ir léku á gítara, bassa og tveir léku
á hljómborð – eða einhvers konar.
Líkt og Jesús (sem reyndist vera
hljóðmaðurinn) birtist Megas upp
úr þurru eftir hlé og Sigurður Guð-
mundsson lék allan tímann með
hljómsveitinni og tók til viðbótar ein
tvö lög af nýrri plötu; hið fyrra engu
síðra en frábært.
Til að gera langa sögu stutta er
óhætt að segja að tónleikarnir hafi
farið fram úr öllum þeim vænt-
ingum sem ég, aukvisinn í tón-
list, geri til slíkra viðburða. Ég hef
enga faglega þekkingu á músík en
við betri helmingurinn áttum frá-
bæra stund í Háskólabíói. Hlátra-
sköll, gæsahúð, kökkur í hálsi, tár á
hvarmi og stór augu voru á boðstól-
um, rétt eins og á vel útilátnu þorra-
hlaðborði. Baggalútar, með þá
Guðmund Pálsson og Karl Sigurðs-
son í broddi fylkingar, fóru á kost-
um á sviðinu og smituðu tónleika-
gesti með lýtalausum söng sínum
og þess á milli hárbeittri kímnigáfu,
eins og þeir eru þekktir fyrir. Texta-
brotin „Gefðu mér jólaknús, eitt
fyrir Jesús“ og „Vertu nú knúsfús,“
bera hugmyndaauðgi textasmiðs-
ins Braga Valdimars Skúlasonar
vitni; hann er í sérflokki.
Tónleikarnir voru frábær
skemmtun; gleði Baggalúta og með-
spilara skilaði sér alla leið, svo unun
var á að hlusta. Þrír tímar liðu eins
og korter. Bravó, Baggalútur!
baldur@dv.is
Jólatónleikar Baggalúts
Háskólabíó 13. desember
Tónleikar
Eyrnakonfekt Gleði Baggalúta smitaði
tónleikagesti í Háskólabíó.