Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 34
34 | Viðtal 17.–19. desember 2010 Helgarblað
hann til að syngja yfir mér. Hlæ svo og segi hver
ég er. En mér leiðist ekkert að vera til. Ég er 51 árs
gamall en mér líður eins og ég sé þrítugur.“
Líður best í boxinu
Þó að í honum leynist hrekkjalómur segist Örn
engu að síður vera kassalega í hugsun. „Mér
finnst það gott. Mér líður vel í þessum kassa. Svo
er það bara að finna þetta litla dok á hverjum
degi til að setjast saman og röfla um lífið og til-
veruna. Það er ofsalega dýrmætt líka.
Þetta litla dok. Ég las einu sinni bók sem fjall-
aði um það að maður ætti að gefa sjálfum sér
tíma. Eitt dæmið var að hafa golfkylfuna alltaf
í bílnum. Ef þú ert alltaf að tala um það að þú
komist ekki í golf, hafðu kylfuna þá í bílnum því
sennilega kemur að því að þú átt lausan hálftíma.
Þá getur þú skroppið út á völl og slegið nokkrar
kúlur. Það er ákveðin lífsleikni að finna þessar
gæðastundir og gleyma þeim ekki. Drekkja sjálf-
um sér ekki í svona óþarfa áhyggjum.
Taka andlega vítamínpillu og hoppa af stað
til að skapa fjölbreytni fyrir sjálfan sig. Það tef-
ur heilbrigða hugsun að festast í þessari rútínu.
Maður þarf að læra að brjóta hana upp einhvern
veginn. Fara aðeins út fyrir rammann til að læra
að meta það sem er innan hans.“
Vissi ekki af hverju pabba leið illa
Kakóið er borið á borð til okkar. Örn setur slettu
af rjóma út í bollann og gæðir sér á konfekti. Á
sínum tíma gaf faðir hans út bók þar sem hann
sagði frá veikindum sínum, en hann hefur þurft
að glíma við alvarlegt þunglyndi. Nú er hann
veikur og var nýlega lagður inn á spítala. „Ég
þurfti að fara norður að sækja hann og fara með
hann upp á geðdeild. Mér fannst það mjög erf-
itt, mjög óþægilegt,“ segir Örn einlægur. „Síðustu
vikur hafa verkefnin verið ærin en þetta mun allt
líða hjá.“
Þó að pabbi hans hafi verið þunglyndur lengi
litaði það ekki líf Arnar. Hann átti fína æsku og
varð lítið var við veikindin. „Þetta faldi hann
mjög vel. Það er búið að finna það út núna að
þunglyndi sé sjúkdómur. Ég veit ekki hvort þetta
var kallað sjúkdómur þá. Honum leið bara illa
og ég vissi ekkert af hverju. Ég var heldur ekkert
að pæla í þessu. Mamma var alltaf heima og ætli
þau hafi ekki sammælst um það að finna út úr
þessu saman án þess að börnin yrðu þess vör. Að
halda sínu striki. Er það ekki oftast þannig sem
fjölskyldur leysa málin?“
Kæruleysið hjálpar honum að jafna sig
Hann segir að pabbi hans hafi ekki borið veik-
indi sín á stræti og torg. „Ekki fyrr en hin síðustu
ár þegar hann gaf út bók sem hét Lífróður og þá
urðu margir mjög hissa. En hann var búinn að
glíma við þetta lengi og var búinn að leita orsaka
víða. Hvers vegna verða menn svona og hvers
vegna verða menn hinsegin? Af hverju er maður
þunglyndur? Ég hef ekki sökkt mér ofan í það. Ég
þekki það ekki.
Hann var ofboðslega samviskusamur maður.
Það mátti ekkert út af bregða. Það þurfti allt að
vera pottþétt. Hjá mér þarf líka alltaf allt að vera
pottþétt en ég hef samt sem áður eitthert dass af
kæruleysi sem gerir það að verkum að þegar eitt-
hvað fer ekki eins vel og ég ætlaði verð ég fúll í
smátíma en jafna mig svo. Það er eitthvað sem ég
ræð ekki við og ég verð bara að glíma við það. Ég
réð til dæmis ekkert við það að ég datt á hausinn
en ég þarf að finna lausn á því. Núna sleppi ég
við það að fara í aðgerð en ég þarf að fara í eitt-
hvert kvalræði hjá sjúkraþjálfara sem togar þetta
og teygir. Ég er svolítil Pollýanna.“
Dettur í depurð
„Auðvitað er ég mannlegur og ég er ekki áhyggju-
laus maður, ekki frekar en aðrir. Ég dett niður
og verð dapur og stundum eru áhyggjurnar yfir
smávægilegum hlutum, kannski því að ég nenni
ekki að hengja upp jólaseríuna og þá dett ég nið-
ur í augnabliksdepurð sem hægt væri að kalla
þunglyndi. En það kemur yfir alla.
Ég held að þunglyndi sé líka eitthvað andlegt.
Eitthvað sem kemur yfir mann og maður ræður
ekkert við. Er ekki sagt að allir gangi með krabba-
meinsveiruna í sér en svo verði eitthvað til þess
að hún brýst fram. Ég held að allir gangi með
þunglyndisveiruna í sér en svo brýst hún fram.
Það eru ekkert allir sem ráða við það.
Ef þú lítur út um gluggann og sérð myrkrið
sem liggur yfir okkur lungann úr deginum, þá
veistu líka að það þarf bein í nefinu til að þola
það að sjá aldrei til sólar. Mér finnst við Íslend-
ingar vera ansi sterkur stofn að þola þetta mikla
myrkur svona lengi. Enda eru sumir í bölvuðu
klandri.“
Þrautaganga í átt að bata
Talað er um að þunglyndi sé arfgengur sjúkdóm-
ur. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta myndi
hellast yfir mig en þunglyndi hefur að minnsta
kosti ekki gert alvarlega vart við sig ennþá. Ekki
sem sjúkdómur. Einhverjar aðstæður gera það
að verkum að ég verð dapur en ég lít ekki á það
sem þunglyndi. Það líður hjá. En ef þetta færi að
skipta dögum og vikum myndi ég láta kanna það.
Ég er náttúrulega búinn að fylgja pabba í
gegnum þessa þrautagöngu að finna lækningu
og það er ekkert auðvelt. Hann er búinn að prófa
mismunandi lyf. Stundum hefur hann orðið
þvoglumæltur og sljór til augnanna en allt í einu
dettur hann niður á eitthvert lyf og vaknar eld-
hress næsta morgun. En vegferðin þangað getur
verið löng og ströng.“
Áður var það tabú að fara á geðdeild
„Hann hefur lagst inn á deild til að fara í lyfja-
meðferð til að finna réttu lausnina og sem bet-
ur fer er hann ekki ósáttur við það. Það er vel því
það er ekkert eins vont og að segja við einstakling
að það verði að leggja hann inn á geðdeild. Hér
áður fyrr var þetta algjört tabú. Ef einhver sagði
að hann væri kominn inn á geðdeild sagði fólk:
Guð minn almáttugur. En sem betur fer er sam-
félagið að vinna þannig að sjúkdómar eru teknir
í sátt. Þá þora menn frekar að leita sér lækning-
ar. Núna geta allir lifað glaðir við sitt og sagt hvað
sem er án þess að umturna öllu. Menn fara inn á
spítala vegna krankleika á líkama og sál. Þetta er
sami hluturinn.
Vitneskjan var mjög lítil þegar hann sagði mér
frá þessu og hann útskýrði þetta aldrei fyrir mér.
En ég man að hann fór að hitta lækni sem ákvað
að leysa þetta með pillum. Síðan vaknaði pabbi
um nóttina með þá tilfinningu að hendur hans
og fætur loguðu. Geðlyfin höfðu þessa auka-
verkun. Ég held að það sé ekki hægt að lækna
þetta með geðlyfjum. Það er kannski hægt að
halda þessu niðri með lyfjum en það getur verið
vandasamt að finna rétta lyfjaskammtinn. Menn
vita ekkert hvað hentar hverjum og einum.“
Sá föður sinn óttasleginn
Örn nær sér í annan mola, súkkulaðitrufflu.
Hann segist vera þannig gerður að hann muni
ekki það slæma sem hendi hann í lífinu. Það
geymi hann ekki með sér. Hann man til dæmis
ekki eftir því þegar hann heyrði fyrst af veikind-
um föður síns. „Hann fór afskaplega vel með
þetta. Ég held að það hafi bara verið í kringum
bókina sem ég fékk fyrst að vita af þessu. Ég man
reyndar eftir því að stundum gat hann ekki lært
texta. Stundum greip hann mikill ótti gagnvart
því að hann gat ekki lært texta utanbókar og þá
lokaðist á allt. Heilinn sagði nei. Óttinn við að
stíga á svið og mæta áhorfendum gat líka heltek-
ið hann.
Ég er algjörlega laus við það. Ég er óttalaus
gagnvart því að stíga á svið og mæta áhorfend-
um. Ég stend ekki sveittur á bak við tjöldin og tel
niður áður en ég fer inn. En margir leikarar glíma
við þetta. Sumir gleyma öllum textum. Einu sinni
var sagt að okkar þekktasti gamanleikari, Alfreð
Andrésson, hefði alltaf fötu útsviðs til að æla í.
Óttinn getur verið svo mikill að menn kasta upp.
Eins man ég eftir því að það kom einu sinni
kona heim sem var að setja upp leikrit og hún
var að þrábiðja pabba um að hætta ekki við að
vera með. Þetta var eitt af fyrstu einkennunum.
Hann gat ekki lært texta. Eflaust lokaði hann á
okkur líka en ég varð kannski aldrei var við það
því ég hef alltaf verið einfari. Það var ekkert mál
fyrir mig að fara inn í herbergi að teikna og mála.
Ég gat alveg verið í mínum eigin heimi í nokkra
daga. Við vorum kannski ekkert það nánir. Við
fórum samt saman norður og saman á sjóinn.“
Auðvitað var hann sár
Þegar Örn lítur til baka sér hann að leiðin lá allt-
af í leikhúsið. „Það er svo skrýtið. Ég ætlaði að
verða skemmtikraftur og fór í skólann til þess.
Ég ætlaði ekki að verða leikari og leiddist frekar
en hitt fyrstu árin í leiklistarskólanum. Að kryfja
einhver leikverk og kafa djúpt í þau var ekki fyrir
mig. Stundum tókum við fimm blaðsíður og köf-
uðum djúpt í þær í marga mánuði. Við þurftum
að finna alla fleti á málinu og allt í einu var gam-
anleikrit orðið hádramatískt, úps,“ segir hann og
hlær.
Skömmu eftir útskrift varð Spaugstofuhópur-
inn til og þeir félagar hafa unnið saman í 25 ár.
„Þetta er eins og að vera í hjónabandi. Við leysum
málin án þess að einhver rjúki á dyr með látum.
Það gerist aldrei. Við erum skynsamir menn sem
þekkjumst orðið svo vel og við virðum landa-
mæri hver annars. Ég sakna Randvers stundum
því hann var góður félagi. Hann var látinn fara
frá Sjónvarpinu vegna ágreinings við Þórhall,
sem sagði að ef Spaugstofan færi aftur í loftið yrði
það aðeins ef við yrðum bara fjórir. Auðvitað var
það erfitt. Hvað átti ég að gera? Átti ég að ganga
á dyr? Eða hugsa um eigin fjölskyldu? Allir sam-
an íhuguðum við þetta vandlega og komumst að
þeirri niðurstöðu að við vildum halda áfram. Við
ræddum þetta líka við Randver og tókum þessa
ákvörðun í sátt við hann. En auðvitað var hann
sár, hver yrði það ekki?“
Ætluðu að hætta
Þeir félagarnir voru búnir að taka ákvörðun um
að hætta með Spaugstofuna að þessu tímabili
loknu. „Við vissum af þrengingum í farvatninu
þar og vorum búnir að kasta því á milli okkar
að hætta þá. En síðan fór það á annan veg. RÚV
ákvað að taka þáttinn af dagskrá og þegar það
var gert opinbert fengum við strax boð um að
fara annað. Þá þurftum við að ákveða hvað við
ættum að gera og þar sem okkur fannst enn vera
nægur efniviður, bæði í samfélaginu og okkur
sjálfum, ákváðum við að halda áfram á Stöð 2. Og
Randver hefur birst nokkrum sinnum á skjánum
hjá okkur.“
Líflátshótanir vegna trúarádeilu
Síminn hringir. Örn þarf að fara að tala inn á aug-
lýsingu fyrir seríudaga í Húsasmiðjunni. „Á þess-
um 25 árum höfum við oft farið ansi hressilega
yfir strikið. Ég sé ekki eftir neinu en mér stend-
ur heldur ekki á sama. Stundum er gaman að
hreyfa við fólki. Mér fannst til dæmis mjög gam-
an þegar við gerðum trúarþáttinn eða Páskar-
ann eins og hann var kallaður. Þar vorum við að
leika okkur með tilvísanir í Biblíuna og eftir þátt-
inn var hringt mikið heim og mér var hótað. Einn
sagði að það væri flokkur manna á leiðinni til að
stúta mér og minni fjölskyldu. Af því að ég hefði
gengið of langt í því að gera lítið úr kristinni trú.
Ég spurði hvort það stæði ekki líka í Biblíunni að
maður ætti að læra að fyrirgefa. Hann ætlaði ekki
að gera það.
Síðan hringdi kona og hótaði mér öllu illu. Ég
var með númerabirti og hringdi til baka. Þá brá
henni mjög. Þegar ég fór að ræða við hana kom
í ljós að hún hafði ekki séð þáttinn en maður-
inn hennar hafði sagt henni frá honum. Ég benti
henni á að hún gæti ekkert dæmt um þetta fyrr
en hún væri búin að sjá þáttinn sjálf. Hún gekkst
við því. Samt var hún búin að hringja í mig með
alls konar munnsöfnuð og svívirðingar. Er þetta
ekki dæmigert?“
Kallaður til yfirheyrslu vegna guðlasts
„Síðan stóð til að kæra okkur fyrir guðlast og
það gekk svo langt að við vorum kallaðir til yfir-
heyrslu. En menn komust að því að þetta var par-
ódía, ekki okkar skoðun. Þetta er bara grín. Menn
mega ekki taka þessu svona illa. Hins vegar feng-
um við líka marga með okkur. Presta jafnvel og
guðfræðinga sem sögðu að við yrðum að fá um-
ræðu um trúmál. Í gamla daga báðu stjórnmála-
menn oft um að þeir yrðu teknir fyrir. Pabbi lenti
oft í því að þeir báðu hann um að finna eitthvað
subbulegt um þá. Þeir urðu að vera með í um-
ræðunni.“
Leið eins og í fangelsi
Einu sinni þurfti Örn að sitja við hliðina á manni
í þriggja tíma flugferð frá Danmörku sem var
ósáttur við Spaugstofuna og lét það óspart í ljós.
„Ég skal alveg viðurkenna það að mér varð pínu-
lítið um og ó þegar sessunautur minn settist hjá
mér. Mér leið eins og ég hefði verið settur í fang-
elsi með honum. Það var mjög óþægilegt. Hann
var ósáttur við það hvernig við fórum með hann,
þetta var Halldór Ásgrímsson, en ég reyndi að
útskýra það fyrir honum að það er opið á alla
hjá okkur, við gerum grín að öllum. En svo sagði
hann reyndar eitt sem mér fannst mjög merki-
legt, að hvorki hann né hans fjölskylda horfðu á
Spaugstofuna og þá sagði ég eins og satt var að
hann vissi þá ekkert hvað við værum að gera. Við
værum að gera miklu meira en að gera grín að
honum.“
Næsta dag birtist samtalið á prenti í einu dag-
blaðinu. „Mér fannst það óþægilegt því það kom
út eins og ég hefði hringt í dagblaðið og sagt frá
þessu. En ég gerði það ekki og myndi aldrei gera
slíkt. En einhver hafði setið nálægt og hlustað á
allt sem fór okkur á milli.“
Arabískur saurlífisseggur í síðasta lífi
Heiðarleiki er honum mikilvægur. „Við ljúgum af
því að það er svo erfitt að vera sannur. Lygin er oft
fyrsta hugsun þegar við komumst í vandræði. En
maður þarf að vera heiðarlegur í öllu sem maður
gerir. Hvort sem það er að vinna, skemmta eða
hitta fólk. Vertu heiðarlegur. Vertu ekki alltaf í
einhverju leikriti. Ef þú vilt vera í leikritinu vertu
þá heiðarlegur í leikritinu. Heiðarleiki, umburð-
arlyndi og almennt léttlyndi er það sem skiptir
mig mestu máli. Að njóta lífsins og taka á vand-
anum. Láta ekki vaða yfir mig. Ég eyði ekki tíma í
óbilgjarna þverhausa.“
Enda var honum einu sinni sagt að hann
hefði lifað áður og þá sem arabískur saurlífis-
seggur. Þá var Spaugstofan til húsa við hlið Sálar-
rannsóknarfélagsins. „Eitt kvöldið bönkuðu þeir
upp á til að spyrja hvort þeir ættu að setja þjófa-
varnarkerfið á. Ég kom til dyra og þeir horfðu
lengi á mig. Komu svo aftur skömmu síðar og
sögðu að ég hefði lifað áður. Það væru margir fyr-
ir aftan mig og sá sem kæmi sterkast fram væri
arabískur saurlífisseggur. Já, sagði ég um leið og
ég heyrði að félagar mínir voru komnir í gólfið af
hlátri fyrir aftan mig. Síðan hef ég stundum leyft
mér takta þessa arabíska saurlífisseggs sem ég
var í síðasta lífi.“
ingibjorg@dv.is
„Það er ekkert eins
vont og að segja við
einstakling að það verði að
leggja hann inn á geðdeild. Hér
áður fyrr var þetta algjört tabú.
„Auðvitað var hann sár,
hver yrði það ekki?
Saknar Randvers
„Ég sakna Randvers stundum
því hann var góður félagi.“
MYND SIGTRYGGUR ARI