Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 40
Sigurður Bjarnason fyrrv. sendiherra, alþm. og ritstjóri Morgunblaðsins Sigurður fæddist í Vigur í Ísafjarð- ardjúpi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk fram- haldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Sigurður var ritstjóri Vesturlands 1942–50, ritstjóri Stefnis 1950–53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórnmálaritstjóri þess frá 1947 og aðalritstjóri þess 1956–70, alþm. 1942–59, varaþm. 1959–63 og alþm. 1963–70, forseti neðri deild- ar Alþingis 1949–56 og 1963–70, var sendiherra Íslands í Danmörku 1970–76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Ís- lands í Kína, Bretlandi 1976–82 og jafnframt Írlandi, Hollandi og Níger- íu, og fyrir Indland, Kýpur og Túnis 1983–85 en hann gegndi lykilhlut- verki við heimkomu handritanna til Íslands. Sigurður var formaður Stúdenta- ráðs HÍ 1938–39, formaður Stúd- entafélags Reykjavíkur 1941–42, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946– 50, formaður BÍ og Norræna blaða- mannasambandsins 1957–58, for- maður menningarsjóðs blaðamanna 1946-62, sat í Útvarpsráði 1947–70 og formaður 1959, var einn af frum- kvöðlum að stofnun Norðurlanda- ráðs, formaður Íslandsdeildar þess og forseti í ráðinu 1953–59 og 1963– 70, í Þingvallanefnd 1957-70, sat á allsherjarþingi SÞ 1960-62, formaður Norræna félagsins 1965–70, formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis og hefur setið í fjölda opinberra nefnda. Sigurður hefur skrifað fjölda tímarits- og blaðagreina auk út- varpserinda um þjóðleg og sögu- leg efni. Hann hefur verið sæmd- ur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenning- arskyni fyrir margháttuð opinber störf sín. Fjölskylda Sigurður kvæntist 5.2. 1956 Ólöfu Pálsdóttur, f. 14.4. 1920, myndhöggv- ara. Hún er dóttir Páls Ólafssonar, útgerðarmanns og ræðismanns, og k.h., Hildar Stefánsdóttur húsmóður. Börn Sigurðar og Ólafar eru Hild- ur Helga, f. 8.8. 1956, sagnfræðingur og blaðamaður í Reykjavík, en sonur hennar er Óðinn Páll Ríkharðsson, f. 12.4. 1994, nemi; Ólafur Páll, f. 13.6. 1960, menningar- og bókmennta- fræðingur og MA í gerð kvikmynda- handrita og leikstjórn. Systkini Sigurðar: Björn, f. 31.12. 1916, d. 20.10. 1994, bóndi í Vig- ur; Baldur, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998, oddviti og hreppstjóri í Vigur; Þor- björg, f. 16.10. 1922, d. 7.1. 2006, skólastjóri Húsmæðraskólans á Ísa- firði; Þórunn, f. 14.7. 1925, fyrrv. kennari í Reykjavík; Sigurlaug, f. 3.7. 1926, fyrrv. alþm. og kennari. Foreldrar Sigurðar voru Bjarni Sigurðsson, f. 24.7. 1889, d. 30.7. 1974, bóndi og hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir, f. 7.7. 1889, d. 24.1. 1977, húsfreyja. Ætt Bjarni var bróðir Sigurðar, sýslu- manns á Sauðárkróki, föður listmál- aranna Sigurðar og Hrólfs, og Árna, pr. á Blönduósi. Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stefáns skólameistara, föður Valtýs ritstjóra, föður Helgu leikkonu og Huldu, fyrrv. blaðamanns, en syst- ir Valtýs var Hulda, móðir Guðún- ar Jónsdóttur arkitekts. Sigurður var sonur Stefáns, b. á Heiði í Göngu- skörðum Stefánssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, skálds á Heiði Guð- mundssonar. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Ólafs, afa Ólafs Bjarnasonar próf- essors. Annar bróðir Þórunnar var Brynjólfur, langafi Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts. Þórunn var dóttir Bjarna, dbrm. á Kjaransstöðum Brynjólfssonar, b. á Ytra-Hólmi Teitssonar, bróð- ur Arndísar, langömmu Finnboga, föður Vigdísar. Móðir Þórunnar var Helga Ólafsdóttir Stephensen, stúdents í Galtarholti Björnsson- ar Stephensen, dómsmálaritara á Esjubergi Ólafssonar, ættföður Stephensenættar Stefánssonar. Móðir Þórunnar var Anna, systir Þórunnar, langömmu Jónasar, föð- ur Jónasar Rafnar alþm. Anna var dóttir Stefáns Schevings, umboðs- manns á Leirá, og Helgu Jónsdótt- ur, pr. á Staðastað Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Meðal móðursystkina Sigurðar var Haraldur leikari, faðir Stefáns yfirlæknis og Jóns arkitekts, föður Stefáns, leikara og leikstjóra. Ann- ar bróðir Bjargar var Sigurður, faðir Björns, læknis á Keldum, föður Sig- urðar krabbameinslæknis, og Eddu augnlæknis. Björg var dóttir Björns, dbrm. og óðalsb. á Veðramóti Jóns- sonar og Þorbjargar, systur Sigurðar, pr. í Vigur. Sigurður heldur upp á daginn í faðmi fjölskyldunnar. 95 ára á laugardag Trausti fæddist á Húsavík en ólst upp á Laugum í Reykjadal. Hann var í Litlu-Laugaskóla og við fram- haldsskólann að Laugum, stund- aði nám við Aarhus Tekniske Skole í Árósum í Danmörku og lauk þar prófum í margmiðlunarhönnun 2007. Þá stundar hann nú nám í ritlist við Háskóla Íslands. Trausti var verslunarmaður hjá Pennanum á Akureyri í þrjú ár. Þá starfaði hann hjá teiknistofunni Teikn á lofti á Akureyri 2007-2009. Trausti er áhugaljósmyndari og hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Á afmælisdag Trausta kemur út bók ritlistarnema við Há- skóla Íslands: Beðið eftir Sigurði. Trausti starfaði með áhugaleik- húsinu Eflingu á Laugum og hefur tekið þátt í nokkrum uppfærslum þess. Sýning Eflingar, Síldin kemur og síldin fer, var valin besta upp- færsla áhugaleikhúss hér á landi og sýnd af því tilefni í Þjóðleikhús- inu 2000. Fjölskylda Eiginkona Trausta er Lily Erla Ad- amsdóttir, f. 19.6. 1985, nemi í myndlist við Listaháskólann. Bræður Trausta eru Hjalti Dagsson, f. 10.6. 1965, vélstjóri á Akureyri; Atli Dagsson, f. 1.6. 1966, starfsmaður Samherja á Dal- vík; Finnur Dagsson, f. 20.5. 1967, byggingafræðingur á Akureyri; Þórður Dagsson, f. 18.12. 1973, múrari í Kópavogi. Foreldrar Trausta eru Dagur Tryggvason, f. 21.7. 1937, d. 18.2. 2009, bóndi, oddviti og sparisjóðs- stjóri á Breiðanesi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, og Guðrún Friðriksdóttir, f. 9.3. 1943, hús- freyja. Trausti Dagsson Nemi í ritlist við Háskóla Íslands 30 ára á föstudag Benedikt fæddist á Akureyri en ólst upp í Bragholti við Hjalt- eyri. Hann var í Þelamerkurskóla, stundaði nám við Verkmennta- skólann á Akureyri og lauk þaðan prófum í húsasmíði. Þá lauk hann meiraprófi 1998. Benedikt ólst upp við almenn sveitastörf, starfaði hjá Gámaþjón- ustunni á Akureyri um skeið, var verslunarmaður hjá Nettó og um skeið hjá Bónus, vann hjá bræðr- unum og stórbændunum Jóni og Gretti á Hrafnagili í hálft ár, lærði húsasmíði hjá Sigurði Björgvini Björnssyni og hefur starfað hjá Samskipum frá 2009. Fjölskylda Eiginkona Benedikts er Lína Björg Sigurgísladóttir, f. 16.1. 1985, starfsmaður hjá Tiger á Ak- ureyri. Börn Benedikts og Línu Bjarg- ar eru Hákon Freyr Benediktsson, f. 15.8. 2006; Helga Fanney Benediktsdótt- ir, f. 15.2. 2010. Systkini Benedikts eru Jónas Helgason, f. 24.3. 1968, starfsmaður hjá Sandblæstri á Akureyri; Jón Helgason, f. 5.4. 1970, flutn- ingabílstjóri hjá Ragnari og Ás- geiri í Grundarfirði; Sigfús Valtýr Helgason, f. f. 10.8. 1971, lestun- arstjóri hjá Vífilfelli í Reykjavík; Guðlaug Bára Helgadóttir, f. 6.10. 1973, verslunarmaður hjá Bónus í Reykjavík; Þórunn Helga Helga- dóttir, f. 26.8. 1975, verslunarmað- ur hjá Bónus á Akureyri. Foreldrar Benedikts eru Helgi Aðalsteinsson, f. 26.3. 1948, bóndi, og Guðrún Árný Jónasdóttir, f. 4.6. 1945, bóndi og húsfreyja. Benedikt Helgason Flutningabílstjóri á Akureyri 30 ára á föstudag Ægir fæddist í Neskaupstað en ólst upp á Fáskrúðsfirði. Hann var í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, stundaði nám við Verkmennta- skóla Austurlands í Neskaupstað og við Tækniskólann og lauk það- an prófum í vélvirkjun. Ægir var háseti á togurum og fjölveiðiskipum, einkum frá Fá- skrúðsfirði, í nokkur ár og hefur verið vélvirki hjá Launafli á Reyð- arfirði um nokkurt skeið. Fjölskylda Eiginkona Ægis er Anna María Örnólfsdóttir, f. 25.2. 1983, há- skólanemi. Dóttir Ægis og Önnu Maríu er óskírð Ægisdóttir, f. 11.12. 2010. Systkini Ægis eru Ásta Ægis- dóttir, f. 16.6. 1965, starfsmaður hjá Þekking- arneti Austur- lands, búsett á Fáskrúðsfirði; Hafþór Æg- isson, f. 30.6. 1966, tækja- maður hjá Vegagerðinni, búsettur á Fá- skrúðsfirði; Eygló Hrönn Ægisdótt- ir, f. 2.10. 1968, endurskoðandi á Egilsstöðum; Málfríður Hafdís Æg- isdóttir, f. 28.1. 1970, húsmóðir á Fáskrúðsfirði. Foreldrar Ægis eru Ægir Krist- insson, f. 8.2. 1943, fyrrv. hafnar- vörður á Fáskrúðsfirði, og Sigríður Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 15.1. 1947, starfsmaður við hjúkrunar- heimilið á Fáskrúðsfirði. Sigurður Ægir Ægisson vélvirki Janina Laskowska matráðskona í Reykjavík Janina fæddist í Stare Juchy í Pól- landi, þar sem hún ólst upp og bjó þar til hún fluttist til Íslands árið 1981. Hún lauk gagnfræðanámi í Póllandi og tveggja ára námi í bú- fræðum. Janina starfaði hjá Brauðbæ 1981–86, hjá Kjötmiðstöðinni 1986– 90, var ræstingastjóri á Hótel Sögu 1990–1992 og hefur verið matráðs- kona við mötuneyti Símans frá 2001. Fjölskylda Janina giftist 16.5. 1981 Þorvaldi R. Valssyni, f. 8.12. 1946, lofskeyta- manni og yfirsímritara. Hann er sonur Vals Sigurbjarnasonar, f. 13.9. 1917, d. 21,12, 1998, vélstjóra og sjó- manns í Reykjavík, og k.h., Ólínu Kristínar Þorvaldsdóttur, f. 13.4. 1921, d. 17.2. 1987, húsmóður. Synir Janinu og Þorvalds eru Andrés Pétur Þorvaldsson, f. 6.9. 1992, nemi; Kristján Þórður Þor- valdsson, f. 6.9. 1992, nemi. Systkini Janinu: Danuta, f. 22.2. 1949, húsmóðir í Reykjavík, gift Zyg- mund Pawlik trésmið og eiga þau þrjá syni sem búsettir eru á Íslandi; Piotr, f. 20.10. 1950, lést í frum- bernsku; Jagoda, f. 15.1. 1952, hár- skeri í Póllandi en hennar maður var Michat bifvélavirki sem er látinn og eignuðust þau þrjú börn sem öll eru búsett á Íslandi; Stanislaw, f. 1.3. 1955, d. 1958; Andrzej, f. 11.2. 1959, d. 1983; Regina, f. 9.1. 1963, d. 2.6. 1990, smurbrauðsdama í Reykjavík, var gift Friðjóni Steinarssyni toll- þjóni. Foreldrar Janinu: Míeczyslaw Laskowskí, f. 17.9. 1925, d. 1986, bóndi og hreppstjóri í Stare Juchy í Póllandi, og Genowefa Laskowska, f. 17.1. 1928, húsmóðir. 50 ára á laugardag 40 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 17.–19. desember 2010 Helgarblað 30 ára á föstudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.