Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 64
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 Dáðustu synir Kópaskers! Brynja skilin við Atla n Í nýjasta tölublaði Séð og heyrt er sagt frá því að Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarkona í Kastljósinu, og Atli Guðmundsson tamningamaður séu skilin og að Brynja sé flutt út úr húsi þeirra sem þau festu kaup á á Álftanesinu. Hún hafi þó ekki flutt langt og búi reyndar í sömu götu. Brynja og Atli hafa verið saman um nokkurra ára skeið og eiga einn dreng saman. Sameigin- legur áhugi þeirra á hestamennsku leiddi þau saman í upphafi en ekki er getið um ástæður skilnaðarins í fréttinni í Séð og heyrt. Ekki frá Kenía n Sundrottningin og fyrirsætan, Ragnheiður Ragnarsdóttir, keppir þessa dagana fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug. Hefur Ragnheiður verið þar í nokkrar vikur og lenti hún um daginn með manni í lyftu sem hélt að hún væri afrísk. „Ertu frá Kenía?“ spurði maðurinn hina snjóhvítu íslensku sundmær sem hefur þó greinilega fengið mikinn lit á ferðalögum sínum undanfarið. „Nei,“ svaraði Ragnheiður og skrifaði síðan á Facebook-síðu sína að líklega yrði hún „tanaða pían heima um jólin“. Ragnheiður bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á HM en komst þó ekki í undanúrslit í greininni. Nýi kærastinn nörd n Séð og heyrt greindi frá því í nýjasta hefti sínu að fyrirsætan Kristrún Ösp, sem nýverið hætti með knattspyrnu- goðinu Dwight Yorke, væri komin með nýjan kærasta. Sá heitir Stefán Lárus Hjálmarsson og er átján ára, tveimur árum yngri en Kristrún. Eru þau virkilega ástfanginn, en önnur forboð- in ást virðist þó eiga hug Stefáns og hjarta, fjölspilunartölvuleikurinn World of Warcraft. Á Facebook-síðu sinni skrifar Kristrún: „Á kærasta sem er nörd og spilar world of warcraft en ætli það sé ekki hægt að fyrirgefa það af því hann er sætastur og bestur.“ Stefán skrifar á síðu Kristrúnar að hann hlakki til að hitta hana og Kristrún svarar að bragði: „Skildu þá allavega wow eftir heima.“ HELGARBLAÐ 17.–19. DESEMBER 2010 146. TBL. 100. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 395 KR. „Mér reiknast til að 0,036 prósent jarðarbúa séu búnir að sjá mynd- bandið,“ segir kvikmyndagerðar- maðurinn Ottó Gunnarsson. Í apríl setti hann á YouTube „sleifaratrið- ið“ svokallaða, sem upphaflega var sýnt á þorrablóti á Kópaskeri. Ottó leikur í myndbandinu ásamt bræðrum sínum Óla Jóni og Ómari. Þar er yngsti bróðirinn, Óli Jón, blekktur með sleifarhrekk og eru viðbrögð hans vægast sagt hlægi- leg. Myndbandið vakti athygli og birtist meðal annars í spjallþætt- inum Tonight Show með Jay Leno í maí. Nú hafa Japanir einnig sýnt því áhuga. „Japanskt framleiðslu- fyrirtæki er búið að kaupa einkarétt á notkun myndbandsins í Japan í heilt ár,“ segir hann hróðugur en harðneitar að gefa upp hvað hann fái fyrir sýningarréttinn. „Þetta er bara klink,“ segir hann sposkur. Spurður hvort bræðurnir fái not- ið góðs af söluhagnaðinum segir Ottó: „Það er aldrei að vita nema maður láti þá haf...“ segir Ottó en kemst ekki lengra því hróp fyrir aft- an hann yfirgnæfa hann: „Við fáum ekki neitt af þessu, helvítis fíflið ætlar að eyða þessu öllu sjálfur!“ „Æi, þegiðu Óli Jón!“ kallar Ottó þá hastur á móti en bætir svo blíð- róma við að það sé fyrst og fremst gaman að vita til þess að hægt sé að vekja athygli með þessum hætti. Honum hafi þó blöskrað hversu mikil skriffinnska liggi að baki svona sýningarrétti. Myndbandið verður sýnt þann 28. desember á Nippon TV-sjónvarpsstöðinni í Japan, í þætti sem heitir The Ex- treme and Amazing Heroes in the World. baldur@dv.is Ekkert lát á vinsældum „sleifaratriðis“ bræðranna frá Kópaskeri: Japanir kaupa sýningarréttinn Gyðja Collection kynnir með stolti E.F.J Eyjafjallajökull by Gyðja E.F.J er klassískur og kryddaður ilmur en um leið léttur og ferskur með anga af sítrus, vanillu, rósum og bergamot. Ilmurinn er unninn úr jökulvatni beint frá Eyjafjallajökli með áföstum hraunmola úr gosinu. Fangaðu orku Eyjafjallajökuls úr hverjum dropa í þessu einstaka ilmvatni. Eau de Perfume 100 ml.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.